Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. apríl 1991
11
Það er manneskjan
sem skiptir máli
— ekki peningar
Grödem: Þekking kvenna á Evrópumálum er of lítil.
„Lífsafkoma kvenna í löndum
Evrópubandalagsins er verri en
kvenna á Norðurlöndum,“ segir
Myrthel Grödem, varaformaður
í félagi bændakvenna í Noregi,
sem hér var á ferð fyrir
skemmstu. Hún segir að konur
verði undir í hagræðingunni í at-
vinnulífi, atvinnuleysi aukist
með sérhæfingu þar sem konur
séu minnst hreyfanlegar á
vinnumarkaðnum.
Konur í Noregi hafa myndað með
sér hreyfingu, sem berst gegn hugs-
anlegri aðild Norðmanna að Evr-
ópubandalaginu. Grödem segir að
konur í Noregi hafi verulegar
áhyggjur af því að smáþjóðir eins og
Norðurlöndin geti ekki beitt sömu
hagstjórnaraðferðum og nú tíðkast
ef þau gangi inn í EB. Til dæmis
verði ljóst að ríkisvaldið geti ekki á
sama hátt haft áhrif á gang efna-
hagslífsins. Einingarnar verði allar
stærri og fjarlægðir miklu meiri. í
dag séu meðalfyrirtæki í Noregi
með 100 starfsmenn en í Evrópu-
bandalaginu telst það meðalfyrir-
tæki sem hefur 500 manns í vinnu.
Grödem segir að enn sé umræða
um inngöngu í Evrópubandalagið
ekki mjög á dagskrá og þekking
kvenna í Noregi ákaflega takmörk-
uð um Evrópumálin. „Ég held að
fólk geri sér til dæmis ekki almennt
grein fyrir því hversu mikið verður
ákveðið á vettvangi EB og sem þjóð-
ríkið hafi mjög takmarkað að segja
til um. Delors, framkvæmdastjóri í
Evrópubandalaginu, segir að um
80% allra mála verði tekin ákvörð-
un innan veggja EB.“
Norskar bændakonur vinni al-
mennt að auknum réttindum
kvenna í Noregi. „Það eru ekki pen-
ingarnir sem stjórna heldur mann-
eskjan. Það á ekki að skipta máli
hver þú ert, hvort þú ert ung eða
gömul, búir við ríkidæmi eða ekki.
Það er manneskjan sem er mið-
punktur tilverunnar," sagði Myrthel
Grödem í samtali við Alþýððublað-
ið.
Ástkær móöir og tengdamóðir, amma og
langamma,
Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir
frá Suöureyri, Sugandafiröi
lést 6. apríl.
Ása Bjarnadóttir
Eyjólfur Bjarnason Guðfinna Vigfúsdóttir
Guörún Bjarnadóttir
Þorhallur Bjarnason
Andrés Bjarnason
Anna Bjarnadóttir
Páll Bjarnason
Karl Bjarnason
Arnbjörg Bjarnadóttir
Borghildur Bjarnadóttir
Hermann Bjarnason
barnabörn
Hrafnhildur Guðmundson.
Magnús Hagalínsson
Sigríöur Gissurardóttir
Hildur Þorsteinsdóttir
Eðvarð Sturluson
Jón Björn Jónsson
Pricilla Stockdale Bjarnason
og barnabarnabörn
Aöalfundur
1991
Aöalfundur Skeljungs hf. verður
haldinn föstudaginn 12. apríl 1991
í Átthagasal Hótel Sögu, Reykja-
vík, og hefst fundurinn kl. 16:00.
Dagskrá:
1-Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16.
gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
3. Tillaga um breytingu á 4. gr. sam-
þykkta félagsins.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
reikningar félagsins munu liggja
frammi á aðalskrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Norðurland vestra:
Jóhanna Sigurðardóttir
á Höfn í Hornafirði
Alþýöuflokkurinn — Jafnaöarmannaflokkur íslands, heldur opinn fund
meö Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráöherra, og Gunnlaugi
Stefánssyni sem skipar efsta sæti á lista flokksins í Austurlandskjör-
dæmi í Sindrabæ, Höfn kl. 21.30 þriðjudaginn 9. apríl. Framsögur og
fyrirspyrnir
Fundarstjóri:
Magnhildur Gísladóttir.
Alþýðuflokkurinn.
Aðgöngumiðar og fundargögn
verða afhent á aðalskrifstofu fé-
lagsins Suöurlandsbraut 4,
6. hæö, frá og með 8. apríl til
kl.15:00 á fundardag, en eftir
það á fundarstað.
Skeljungur hf.
Entkavmbod lynr Shell vOrur a Islaiu
Vinningstölur laugardaginn
6. apríl 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.929.564
O ^döíU? 4af5«^pl 15 33.947
3. 4 af 5 293 2.997
4. 3af5 7.412 276
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
6.362.602 kr.
I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.