Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 10
10
Þriðjudaqur 9. apríl 1991
Átak gegn fikniefnavandanum
Rannveig Gudmundsdóttir alþingis-
madur hefur beitt sér fyrir róttœkum til-
lögum á Alþingi til varnar gegn
fíkniefnavandanum
Rannveig Gudmundsdóttir þingmaöur Alþýöuflokks-
ins hefursýnt vandamálum unglinga sem glíma viö fíkni-
efnavandamál sérstakan áhuga. A síöasta þingi var hún
fyrsti flutningsmaöur aö tillögu til þingsályktunar um
auknar varnir gegn vímuefnum, en sjö aörir þingmenn
Alþýöuflokksins voru meöflutningsmenn.
Rannveig Guömundsdóttir alþingismaður hefur fyrst þingmanna á Alþingi
skorið upp herör gegn fíkniefnavandanum: „Ég legg á það áherslu í þings-
ályktunartillögu minni, að rauði þráðurinn í öllu starfi gegn fíkniefnum verði
forvarnir."
Tillagan gerir meðal annars ráð
fyrir að fíkniefnalögreglan heyri
beint undir dómsmálaráðuneytið.
Slíkur aðskilnaður frá því sem nú er
ætti að tryggja það að fíkniefna-
deildin hafi fjárhagslegt bolmagn til
að sinna sínum skyldum.
Swni aðili fari með__________
ronnsókn fikniefnamáln
Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir
að sami aðili fari með rannsókn
fíkniefnamála á öllu landinu. Þá er
lagt til að námsefni um vímuefna-
varnir verði hluti skyldunáms í
grunnskólum og samræmi verði
tryggt í því er varðar sérfræðilega
aðhlynningu og umönnun fíkiefna-
neytenda. Einnig er gert ráð fyrir að
komið verði á fót forvarnasjóði og
regluleg úttekt verði gerð á fíkni-
efnavandanum.
Ályktunin er flutt i samræmi við
niðurstöður starfshóps á vegum
þingflokks Alþýðuflokksins sem
kynnti sér þessi mál og átti viðræð-
ur við fjölda aðila sem vinna að
vímuefnavörnum.
Ársvelta fikniefnq um
400 milljónir krónq___________
Talið er að velta fíkniefnamarkað-
arins hér á landi sé á milli 3 og 4
hundruð milljónir króna á ári. Það
hefur líka komið fram að um 500
unglingar á aldrinum 13—15 ára eru
djúpt sokknir í fíkniefnaneyslu.
„Ekkert má því spara til að afstýra
því að vímuefni komist á markað
hér á landi. Stuðla verður að því
með öllum tiltækum ráðum að
fræðsla á meðal unglinga og for-
eldra verði eins öflug og hugsast
getur. Á sama hátt ber okkur skylda
til að tryggja að fjármunir nýtist á
sem bestan hátt og að rauði þráður-
inn í öllu starfi gegn fíkniefnum
verði forvarnir," sagði Rannveig
Guðmundsdóttir þegar hún kynnti
tillögu sína.
Forvqrnqsjóður________________
sqmræmi verkefni______________
í greinargerð með tillögunni segir
m.a. „í þeirri þingsályktun sem hér
er sett fram er gerð tillaga um að
koma á fót sérstökum forvarnasjóði
þar sem samræming verkefna fari
fram. Mikil ástæða er til að virkja
það afl til forvarnastarfsemi sem
felst í starfi frjálsra félaga. Hins veg-
ar er ljóst að margir eru að vinna að
sömu eða áþekkum verkefnum án
þess að samráð eða samstarf eigi sér
stað. Hugmyndin er að þeir sem að
hinum ýmsu forvarnarmálum vinna
og sækja eftir stuðningi stjórnvalda
sæki um fjárframlag til þessa sjóðs
og er þá hægt að taka afstöðu til
gildis verkefna eða jafnvel leggja til
samvinnu á ákveðnum sviðum.
Með reglulegri úttekt á stöðu
fíkniefnamála, sem falin væri
ákveðnum aðila t.d. félagsvísinda-
stofnun á að vera unnt að fá yfirsýn
yfir umfang vandamálsins á hverj-
um tíma og mæta því með viðhlít-
andi aðgerðum"
Forvqrnir rquði þróðurinn
Rannveig segir við Alþýðublaðið,
að það sé gríðarlega mikilvægt að
stilla saman alla kraftana sem vinna
að þessum málum því mikil reynsla
og þekking á þessum málum sé til
staðar hér á landi.
I lok ræðu sinnar á Alþingi þegar
tillagan var flutt sagði Rannveig:
„Hvert skref sem tekið er í þá átt
að koma í veg fyrir að fíkniefna-
vandinn vaxi er gæfuspor og það er
vandasamt að koma með tillögur
sem raunsætt er að ætla að leiði til
árangurs. Ég ætla því að þær tillög-
ur sem hér eru kynntar séu einmitt
til þess fallnar og ég legg að lokum
áherslu á að rauði þráðurinn í öllu
starfi gegn fíkniefnum verði for-
varnir."
„Hægt og sigandi
niður á við##
— segir Arnar Jensson hjá fíkniefnalögreglunni um þróun
vímuefnamisnotkunar
Neysla ávana- og fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt
hér á landi á undanförnum árum. Stœrsti neysluhópur-
inn er fólk á aldrinum 17—25 ára. Allt bendir til aö neyt-
endur fíkniefna séu sífellt aö veröa yngri. Notkun sterk-
ari fíkniefna færist í vöxt, og samfara hefur oröiö aukn-
ing á margskonar ofbeldi.
Arnar Jensson, lögreglufulltrúi í forvarnadeild ávana-
og fíkniefna, segir aö alltafsé meira og meira um þaö aö
þeir sem teknir séu vegna fíkniefnabrota finnist meö
vopn undir höndum.
„Eftir að meira fór aö bera á örv-
andi fíkniefnum eftir 1980 hefur
ástandið breyst í þá veru að nú er
meira um ofbeldi og líkamsmeiðing-
ar. Annar fylgifiskur þessara breyt-
inga er að eftir að fólk fór að nota
þessi sterku efni fer að bera á of-
sóknaræði, og geðveiki fylgir svo í
kjölfarið, oft eftir ótrúlega stuttan
neyslutíma. Og þegar fólk er heltek-
ið ofsóknaræði fer það gjarnan aö
bera á sér vopn og þá getur orðið
stutt í að menn fremji ofbeldisverk
tii að verjast þessum ímynduðu
óvinum sínu,“ segir Arnar við
Alþýðublaðið.
Aldur fikniefaqneytendq
fer lækkqndi_________________
Aldur þeirra sem kærðir eru
vegna fíkniefnabrota fer sífellt
lækkandi. Á síöustu fjórum árum
hefur fjöldi kærðra vegna fikniefna-
brota verið nokkuð svipaður eða á
milli fjögur og fimm hundruð. Arnar
segir að nú sé lögð mest áhersla á að
liafa hendur í hári þeirra sem flytja
inn fíkniefni. Þetta hefur leitt til þess
að minna er hægt að gera í því að
hafa upp á neytendum. Ef settur
yrði kraftur í að hafa upp á neytend-
um myndu allar þessar tölur um
ííkniefnabrot aukast stórlega.
Oft eru það sömu einstaklingarnir
sem koma við sögu hjá fíkniefnalög-
reglunni aftur og aftur. Árið 1990
höfðu t.d. 282 þeirra sem kærðir
voru áður gerst brotlegir við fíkni-
efnalöggjöfina eða tæp 70%. Minni
háttar málum lýkur oftast með
dómssátt, gjarnan sekt, menn geta
þá borgað sína sekt og haldið áfram
sinni iðju.
„Þróunin er hægt og sígandi nið-
ur á við í öllum skilningi," segir Arn-
ar. „Neytendum fer fjölgandi og inn-
flytjendur fíkniefna eru sífellt að
þróa aöferðir sínar og skipulag. Sí-
fellt verður erfiðara að hafa hendur
í hári innflytjenda. Meiri peningar
eru að koma í spilið og þá er hægt
að fara kostnaðarsamari leiöir við
að koma efnum inn í landið."
Arnar Jensson: „Þróunin er hægt og sígandi niður á við í öllum skilningi."