Alþýðublaðið - 10.04.1991, Page 13

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Page 13
Miðvikudagur 10. apríl 1991 13 50 þúsund fjár í eina fjöídagröf — sagði Jón Baldvin Hannibalsson um gjaldþrota stefnu í landbúnaðarmálum Jón Balduin Hannibalsson kom uíöa uiö í máli sínu á fjölmennum fundi sem hann hélt í Málakaffi á föstudag. Dúndrandi stemmning uar á fundinum og fjöldi fyrir- spurna uar lagdur fram. í lok rœdu sinnar sagdi Jón Balduin að Alþýðuflokkurinn gœti stoltur litið til baka og uerið ánœgður með árangurinn afstarfi sínu í núuerandi stjórnarsamstarfi. EFTIR: BJÖRN E. HAFBERG - MYNDIR: E.ÓL. Jón Baldvin rakti ítarlega þann ár- angur sem náðst hefur í baráttumál- um Alþýðuflokksins í núverandi stjórnarsamstarfi. Hann sagði að stóraukið frelsi í viðskiptum, sem hefur verið baráttumál flokksins, ætti eftir að skila sér á margfaldan hátt þegar fram liðu stundir. Og að tekist hefði að koma sjávarútvegin- um upp úr þeim öldudal sem hann hefði verið í. Óðaverðbólga væri úr sögunni, og tekist hefði að byggja upp nýtt húsnæðiskerfi sem væri manneskjulegra og fljótvirkara. Kjörsedillinn________________ er launnsediil_______________ Jón Baldvin sagði m.a.: „Nú stendur spurningin um það hvort hægt væri að breyta kjörseðlinum í launaseðil. Það er að segja, getum við raunverulega skapað bætt og jafnari lífskjör án verðbólgu. Kjarn- inn í stefnu Alþýðuflokksins er sá að þetta sé hægt. Þetta er hægt á vett- vangi atvinnulífsins og á vettvangi ríkisstjórnar. Spurningin er, hvernig ætlar Alþýðuflokkurinn að gera þetta? í fyrsta lagi með því að nýta vannýttar orkulindir með því að hrinda í framkvæmd þeim samning- um sem nú eru á lokastigi um stór- virkjanir á Austurlandi og nýtt álver. Á þessum áratug viljum við nýta þessar orkulindir til að framleiða vetni bæði til að nota innanlands og síðan til útflutnings. Þessar áætlanir geta skilað þess- ari þjóð 45 milljörðum á ári í hreinar tekjur þegar kemur fram á næstu öld.“ Mikilvægi álversins Jón Baldvin gerði að sérstöku um- talsefni þýðingu þess að nýtt álver verði byggt. Álvers- og virkjana- framkvæmdir því tengdar þýddu fjárfestingar upp á 70 milljarða, 5 þúsund ársverk á framkvæmdatím- anum, aukinn hagvöxt, og meiri kaupmátt. Og síðast en ekki síst bægði þetta frá hættunni á atvinnu- leysi. Jón sagði að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fylgdu stefnu Alþýðu- flokksins í þessu máli, sem væri í ör- uggum höndum Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Aðrir flokkar hefðu ýmist enga stefnu í þessu máli eða væru fulltrúar fortíðar. Kosningarnar snerust því ekki síst um stefnuna í þessu máli, sem væri besta tækifæri okkar nú til að styrkja efnahagslegan stöðugleika í þjóðfélaginu. ,,Ef menn vilja tryggja þessu máli framgang þá er aðeins ein leið örugg, en hún er að gefa Al- þýðuflokknum tækifæri á því að fylgja þessu máli eftir,“ sagði Jón Baldvin. Sinvarútvegsmál og___________ kvótasala____________________ Sem annað dæmi um það hvernig bæta mætti lífskjörin sagði Jón Baldvin að breyta yrði um stefnu í sjávarútvegsmálum. „Með því að gera samninga, sem við höfum nú unnið að í tvö ár um Evrópska efna- hagssvæðið, með því að fá fellda niður tolla af unnum sjávarafurðum, getum við gjörbreytt vaxtarskilyrð- um fiskvinnslunnar á íslandi. Með þessum samningum getum við sparað 20—25 milljarða á þess- um áratug." Jón Baldvin sagði að með þessum samningum gætum við sjálfir fullunnið okkar afurðir. Hér mætti stunda vöruþróun og há- gæða matvælaframleiðslu á neyt- endamarkað í Evrópu og þar með margfalda vinnsluvirði sjávaraf- urða. Um kvótafyrirkomulagið í sjávar- útveginum sagði Jón Baldvin: „Það er grundvallarstefna ís- lenskra jafnaðarmanna að því er varðar auölinda- og atvinnustefnu að auðlindirnar eru sameign þjóðar- innar. Okkur tókst að innsigla þetta sjónarmið í fyrstu grein fiskveiðilag- anna. Þar stendur: „Fiskistofnarnir við ísland eru sameign þjóðarinnar." Kvótakerfið sem við búum núna við er brot á þessari fyrstu grein." í máli Jóns kom fram að á síðasta ári höfðu einstaklingar og fyrirtæki selt kvóta sem ætti að vera sameign þjóðarinnar fyrir 5 milljarða króna. Hefðu þessir peningar komið í hendur raunverulegra eiganda hefði t.d. mátt reka ríkissjóð án halla. Kosið uni kjötverð____________ Landbúnaðarstefnan fékk harða útreið og ófögur eftirmæli hjá Jóni Baldvin: „Vitið þið það, aö í haust þegar kemur að sláturtíð þá verður tveimur milljörðum af ykkar fé var- ið til þess að kaupa 50 þúsund fjár á fæti? Öll þessi hjörð af sauðfénaði verður felld niður í eina stóra fjölda- gröf. Getið þið ímyndað ykkur hrikalegri mynd af gjaldþroti land- búnaðarstefnu þriggja Framsóknar- flokka? Þetta er hin endanlega staðfesting og viðurkenning á uppgjöf og gjald- þroti þessarar stefnu. Búvörusamn- ingurinn sem landbúnaðarráðherra er búinn að setja stafina sína undir var gerður með því skilyrði að hann yrði lagður fyrir Alþingi næsta haust, hvað þýðir það? Það þýðir að í fyrsta sinn í þessum kosningum getum við kosið um kjötverðið. Og það verður ekki bara kosið um kjötverðið, það verður kosið um það hvort þið viljið sem neytendur og skattgreiðendur gera þá kröfu að byrðar ykkar vegna stuðnings við þessa úreltu landbún- aðarstefnu verði lækkaðar.” Jón Baldvin sagði að samkeppni á milli sláturhúsa, mjólkurstöðva, og vinnslustöðva í landbúnaði gæti skilað sér í umtalsverðri lækkun á landbúnaðarvörum. Það væri öllum í hag að afnema einokun og höft og koma á samkeppni. Sem dæmi nefndi Jón Baldvin að sláturleyfis- hafi sem boðið hefði út verk sitt og komið á ákvæðisvinnu hefði greitt 11 milljónir fyrir verkið. En sjálf- virkt reikningskerfi landbúnaðarins hefði skilað 56 milljónum fyrir sama verk. Stefnuleysi__________________ S|álfstæðisflokksins_________ og einnota___________________ stjérnniálasamtök____________ Um stefnu Sjálfstæðisflokksins sagðist Jón Baldvin ekkert geta sagt. Sjálfstæðismenn gættu stefnu sinnar eins og sjáaldurs augna sinna. Jón Baldvin sagði að sjálf- stæðismenn gerðu sér nú vonir um hreinan meirihluta og allir vissu til hvers slík einflokksstjórnun hefði leitt þjóðirnar í Austur-Evrópu. Jón Baldvin sagði að það eina sem hefði komið út úr landsfundi flokksins væri, að flokkurinn vildi selja rás tvö og að flokkurinn styddi Guðs kristni í landinu. Um það sem kalla mætti einnota stjórnmálasamtök, sem iðulega yrðu til vegna samruna flokkabrota fyrir kosningar, þyrfti ekki að hafa mörg orð. Breytingar á skaWkerfinu Jón Baldvin sagði endurskoða þyrfti skattkerfið með það fyrir aug- um að auka kaupmátt þeirra lægst launuðu. Með hækkun skattleysis- marka væri það gerlegt án þess að hleypa af stað holskeflu verðhækk- ana. „Skattleysismörk ættu í raun að vera 65 þúsund kr. en eru nú 57 þúsund og við munum setja það á oddinn að leiðrétta þetta misræmi." Jón sagði að þær tillögur sem fjár- málaráðherra hefði sett fram um há- tekjuskatt skiluðu því miður engum árangri og tillögurnar væru villandi. Þessar tillögur væru settar fram af því þetta hljómaði vel en í raun og veru stæði ekkert á bak við þær. Árangur Alþýduflokksins i núverandi rikisstjórn Jón Baldvin sagði að Alþýðu- flokkurinn hefur ekki síst komið því til leiðar að vextir hafa lækkað úr 47% í 15%. Flokkurinn hefði verið í forystu fyrir því að framkvæma mikilvægustu skattkerfisbreytingu síðustu áratuga. Þessi breyting hefði gjörbreytt tekjujöfnunarhlutverki ríkissjóðs. Um húsnæðismál mætti segja að núverandi stjórn hefði tek- ið við þeim málum í rústum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur verið í forystu fyrir því að koma á róttækum breyt- ingum á öllu kerfinu í heild. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem þar er við að glíma hefur orðið bylting á kerf- inu. Nú hefur verið lögfest kerfi um kaupleiguíbúðir og búseturéttar- íbúðir. Á síðasta kjörtímabili hefur verið byggð einn af hverjum þrem félagslegum íbúðum sem byggðar hafa verið frá upphafi. „Við höfum komið á húsbréfakerfi sem losar fólk úr biðröðum sem gátu varað í þrjú til fimm ár. En nú getur fólk leyst sín mál á þremur til fimm vik- um.“ Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur haft frumkvæði að því að fækka bönkum úr sjö í þrjá. Þessi breyting hefur lækkað allan kostn- að við rekstur bankanna og þar með haft áhrif á lækkun vaxta. í þessu stjórnarsamstarfi hafa verið stigin stór skref í að aflétta höftum og liðka fyrir eðlilegum viðskiptum á milli landa. Einokun i útflutningi á frystum fiski hefur verið afnumin. Unnið hefur verið að samningum við aðrar þjóðir sem gjörbreyta starfsskilyrðum sjávarútvegsfyrir- tækja. Jón Baldvin sagði í lok framsögu sinnar að enginn vafi væri á því að Alþýðuflokkurinn gæti stoltur litið til baka þegar skoðaður væri árang- ur af starfi hans í síðustu ríkisstjórn. Eftir framsögu Jóns Baldvins fóru fram fjörugar umræður. Jón Baldvin á tali viö Atla Heimi Sveinsson tónskáld rétt áöur en fundur hófst. Salurinn í Múlakaffi var þéttsetinn, þegar Jón Baldvin ræddi við menn um stjórnmál líðandi stundar. Margir urðu að standa, enda fullt út á gangstétt. Fundarmenn höfðu margs að spyrja. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.