Alþýðublaðið - 11.04.1991, Page 4

Alþýðublaðið - 11.04.1991, Page 4
4 Fimmtudagur 11. apríl 1991 MNguMfm HVERFISGÖTU 8-1 0 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 DAVÍÐ HLEYPUR FRÁ GOLÍAT Jón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýöuflokks- ins hefur sent Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins bréf þar sem hann býöur formanni Davíð aö mæta sér á opnum fundi: Reykjavík til aö ræöa stefnu þessara tveggja flokka í veigamiklum málaflokkum. Formaöur Alþýðuflokksins nefnir í bréfi sínu sérstak- lega sjávarútvegsmál, landbúnaöarmál, neytenda- mál, skatta- og ríkisfjármál og húsnæðismál. Formað- ur Alþýðuflokksins hefur einnig undirstrikaö þessa áskorun til formanns Sjálfstæðisflokksins í auglýsing- um sem birtust í Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu í gær. I auglýsingunni eru tíunduð eftirfarandi orð úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnu- dag: „Það er óviðeigandi með öllu að frambjóðendur skjóti sér undan þeirri skyldu að reifa stærstu mál þjóðarinnar fyrir kosningar, af ótta við kjósendur." For- maður Alþýðuflokksins segir að það beri að taka Morgunblaðið á orðinu og ræða þessi mál á opn’um fundi. Þetta eru heiðarleg og opin vinnubrögð hjá formanni Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt mikið ábyrgðarleysi sem stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, að skila auðu í stefnumálum fyrir kosn- ingar. Það hefur verið sagt hér áður í leiðara Alþýðu- blaðsins, að stefnulaus flokkur sé móðgun við kjós- endur. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins er sömu skoðunar. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn stefnu í veigamestu málum þjóðarinnar ber honum að koma henni til skila til kjósenda fyrir kosningar, svo kjósend- ur fái skýra valkosti og viti hvað kosið er um. ess vegna er áskorun Jóns Baldvins Hannibalsson- ar besta tilboð sem Davíð Oddsson hefur fengið í þessari kosningabaráttu til að útskýra stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Það er að sjálfsögðu borðleggj- andi að slíkur fundur myndi auðvelda kjósendum að gera upp hug sinn gagnvart þessum tveimur flokkum og gefa þeim skýr svör hvaða stefnu flokkarnir boða í helstu málaflokkum. Eins og fram kemur í frétt í Alþýðublaðinu í dag hef- ur Davíð ekki þor til að taka þessari áskorun. Formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur kosið að svara heiðar- legri áskorun formanns Alþýðuflokksins um málefna- legan fund um helstu stefnumál flokkanna með því að benda henni frá sér með hótfyndni. En undir skel hótfyndninnar slær pólitískt merarhjarta: Formaður Sjálfstæðisflokksins skynjar að hann hefur ekki stöðu til að fara í málefnalegan samanburð við Alþýðuflokk- inn. Synjun Davíðs afhjúpar enn málefnalega fátækt Sjálfstæðisflokksins. Um leið og synjunin veikir Sjálf- stæðisflokkinn veikir hún jafnframt nýkjörinn for- mann flokksins sem hefur hingað til haft orð á sér sem pólitískur ofurhugi. I Brotthlaup Davíðs af hólmgönguvellinum sýnir og sannar, aðformaðurSjálfstæðisflokksins þorirekki að reifa hugsanlegt stefnuleysi flokksins af ótta við kjós- endur. Hann og ráðgjafar hans meta greinilega stöð- una þannig, að hagstæðar skoðanakannanir tryggi góðan byr í höfn. Þess vegna sé allt í lagi að hafa enga stefnu og leggja niður skottið í stað þess að mæta andstæðingum á málefnalegum grundvelli. Þannig hyggst formaður Sjálfstæðisflokksins hlaupa í mark, hulinn af þokubökkum skoðanakannana fjölmiðl- anna. Það er hins vegar ekki víst að kjósendur kunni að meta slíka herkænsku. Staða Sjálfstæðisflokksins í dag er einfaldlega þessi: Flokkurinn er án stefnu og leiðtoginn treystir sér ekki til að missa enn meira fylgi með því að gera tilraun til að útskýra stefnuleysið fyrir kjósendum. I þetta skipti hljóp Davíð frá Golíat. mmm umræda íhhhhhhhbhii^hhbhhhbhhhhbhhhhi rrNú er hún gamla grýla dauð/' eoa hvað? Um fátt er meira talað þessa dagana en stefnu- málaskort Sjálfstœðisflokksins. Fólk, sem um lang- an tima hefur kosið flokkinn og varið stefnu hans með kfafti eg klóm, þegir nú þunnu hljóði og reynir að láta litið ffyrir sér fara. Það óskar þess heitast að kjördagur vœri runninn upp. Þá kœmist það i kjör- klefana án frekari umræðu um þjóðmál. Stjórnmálayifirlýsing landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins þótti með eindæmum fátækleg. Hún var þó hreinasta gullnáma miðað við kynningarþátt flokksins í sjón- varpinu. Píslarseta formannsins með fréttamönnum RÚV sl. sunnudag staðfesti svo endanlega þann ásetning að ganga til kosn- inga með aðeins eitt stefnumál; ad hafa ekki stefnu. Þótt stjórn- málaályktun landsfundarins sé fyrst og fremst markverð fyrir það sem þar er ekki að finna, þá er þar að finna þrjár gagnmerkar yfiriýs- ingar: Sjálfstæðisflokkurinn er á móti kommúnisma, hann er á móti sósíaiisma og hann ætlar aö selja Rás 2. Fram til fortiðar Þarna er gamla góða komma- grýlan komin ljóslifandi. Nú, þeg- ar allir hugsandi menn viður- kenna skipbrot kommúnismans, þegar þjóðir sem búið hafa við al- ræði af því tagi leita leiða til að brjótast undan því, þegar umræð- an snýst um það hvernig á að gera það en ekki hvort á að gera það, þá treystir Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki til að ganga til kosninga án kommagrýlunnar. Eru sjálfstæðis- menn virkilega haldnir slíku of- sóknarbrjálæði, að þeim finnist sér og þjóðinni ógnað af kommún- isma? Er eðlilegt, að stærsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar hefji kosningastefnuskrá sína árið 1991 Frá Landsfundi sjálfstæðismanna kom einstaklega fátækleg stjórnmálayf- irlýsing, þótt hún sé hrein gullnáma ef miðað er við kynningarþátt flokks- ins i sjónvarpinu. á jafn sjálfsögðum hlut, sem allir eru sammála um? Hvers vegna vitna þeir ekki til Gamla sáttmála eða lýsa skoðun sinni á lýðveldis- stofnuninni árið 1944? Eða ber þetta vott um málefnafátækt, sem fela á undir pilsfaldi kommagrýl- unnar? Sem betur fer er komma- umræðu af þessu tagi lokið, nema á fræðilegum grundvelli. Það ber fyrst og fremst að þakka jafnaðar- mannaflokkum um allan heim, því þeir hafa borið hitann og þung- ann af baráttunni við kommún- ismann. Á íslandi hefur Alþýðu- flokkurinn verið fánaberi þeirrar baráttu. Til baka til framtiðar Hitt er ekki síður merkilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli lýsa yf- ir andstöðu við sósíalisma. Það vaknar sú spurning, hvort höfund: ur textans viti hvað sósíalismi er. í mínum huga er það eingöngu hinn lýðræðislegi sósíalismi, sem nútíma jafnaðarstefna byggir á, sem vert er að fjalla um hér á landi og í flestum nágrannalöndum okkar. Það er sú jafnaðarstefna sem að meiru eða minna leyti mótar okkar þjóðfélagsskipun og landanna í kringum okkur. Það er stefna hins opna þjóðfélags, það er stefnan sem byggir á þeirri megin- hugmynd, að markaðsskipulag taki fram áætlanabúskap ríkis- valdsins. Stefna, sem grundvölluð er á þeirri skoðun, að frjáls starf- semi fyrirtækja i eigu einstaklinga og félaga skjíi þjóðfélaginu best- um kjörum. í þeirri stefnu er hlut- verk ríkisvaldsins að setja almenn- ar og sanngjarnar leikreglur, sem skapa fyrirtækjunum athafnafrelsi til að skila bæði einstaklingum og þjóðfélaginu arði og velferð. Þetta er undirstaða velferðarkerfisins, lífskjaratryggingunni sem jafnað- arstefnan stendur fyrir. Er það þessi tegund af sósíalisma, sem Sjálfstædisflokkurinn lýs- ir andstödu sinni við? Guðlaugur Gauti Jónsson. ’W'J «, Guðlaugur Gauti Jónsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.