Alþýðublaðið - 17.04.1991, Page 1
MIÐVIKUDAGUR
17. APRÍL 1991
ÓPRÚTTNIR SÖLUMENN Á FERÐ: Neytendasam-
tökunum hefur borist fjöldi kvartana frá neytendum víða
um land vegna viðskipta við farandsölumenn. Sölumenn
þessir bjóða vöru sína við húsdyr en þess eru dæmi að þeir
fari með ósannindi og bjóði í raun lakari kjör en fást í versl-
unum. Nokkur dæmi eru um að bændur hafa keypt ryk-
sugur, vídeómyndavélar og annað þess háttar í þeirri trú
aö þeim beri að fá virðisaukaskatt af þessum vörum endur-
greiddan. Annað kemur í ljós þegar bændur ræða við
skattyfirvöld. Þaö er því vissara að fara að öllu með gát
þegar farandsölumenn eru annars vegar.
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ í LEIFSSTÖÐ: Utanríkis-
ráðuneytið hefur ákveðið að styrkja Ferðamálasamtök
Suðurnesja til að setja upp upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn í Leifsstöð, að því er segir í Suðurnesjatíðindum.
Þetta er gamalt baráttumál Ferðamálasamtakanna og hafa
þau leitað til margra aöila um stuðning í þessu sambandi.
JÓHANNA SKIPTIR FÉ MILLI KVENNA: Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráöherra hefur ákveðið, að fjár-
veitingu á fjárlögum yfirstandandi árs að fjárhæð 15 millj-
ónir króna sem verja skal til atvinnumála kvenna á lands-
byggðinni, veröi skipt milli þeirra atvinnusvæða á landinu
þar sem atvinnuleysi kvenna hefur veriö vaxandi og var-
anlegt að undanffirnu. Þetta á við um öll atvinnusvæði ut-
an höfuöborgarsvæðisins. í hlut hvers atvinnusvæðis
komu 2—2,5 milljónir eftir nánari ákvörðun ráðherra. Þá
hefur félagsmálaráöherra farið þess á leit við stjórnir hlut-
aðeigandi landshlutasamtaka að þær geri tillögu til Vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins um þróunarverk-
efni sem vert er aö styrkja og séu líkleg til að fjölga at-
vinnutækifærum kvenna.
FRIÐRIK ÞORÐI EKKI HELDUR: Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokksins, skoraöi á Friðrik
Sophusson, varaformann Sjálfstæðisflokksins, í kappræð-
ur á opnum fundi á Hóte! Sögu í gærkvöldi. Friðrik kom
ekki til fundarins en senai skeyti þess efnis að hann vildi
ekki gera nýkjörnum formanni sínum það að koma til
fundarins. Tveim ræðupúltum hafði verið stillt upp og Jón
Baldvin benti á autt púlt Friðriks og sagði að það hefði ein-
hvern tímann þótt saga til næsta bæjar að hvorki formaður
né varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefðu þorað aö
mæta formanni Alþýðuflokksins í kappræðum fyrir kosn-
ingar.
LEIOARINN í DAG
„Kjósendur ættu einnig að varast hræðsluáróður
Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um að verið
sé að kjósa um aðild að Evrópubandalaginu. Það er
heimskulegur áróður og er settur fram í trausti þess,
að Islendingar séu enn of fákunnandi um Evrópu-
málin, að þeir falli í gryfjuna," segir m.a. í leiðara Al-
þýðublaðsins í dag.
SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: HVERS VEGNA ALÞÝÐU-
FLOKKINN?
Margir í kröggum
Þúsundir einstaklinga hafa
lent í alvarlegum fjárhags-
þrengingum að undanförnu og
á síðasta ári leituðu um 1400
einstaklingar til G-samtak-
anna. Þetta kemurfram í viðtali
við Kristján Einarsson formann
samtakanna.
Stefnulaus og
ráðþrota
Aldrei hafa jafn margir kom-
ið frá sér jafn litlu, segir Ingi H.
Guðjónsson meðal annars í
grein sinni og er þá að vísa til
samþykkta Landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins.
Ljúga með
þögninni
EinarÁmason hagfræðingur
telur sjónvarpsstöðvarnar ekki
hafa sagt frá skattahækkunum
Davíðs í Reykjavík og stór-
hækkun á byggingarkostnaði
ráðhússins.
Frelsi og mannúö á Nesinu
Mcmnréttmdi
eru brotin
— segja stjórnir Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags
Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi, þar er heimili einhverfra barna i
dag. Bæjarstjórn vill börnin burt. — A-mynd E.Ól.
Frelsi og mannúð á
Seltjarnarnesi eru harð-
Iega átalin af stjórnum
Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Ör-
yrkjabandalags íslands.
Hér er átt við brottvísun
einhverfra einstakiinga
úr samfélagi Seltirninga,
sem bæjarstjórn Sel-
tjarnarness samþykkti
nýlega vegna þrýstings
frá nokkrum nágrönn-
um heimilis einhverfra í
Kjarvalshúsi við Sæ-
braut.
,,Að eiga heimili eru
grundvallar mannréttindi
sem allir þegnar þessa
lands eiga að njóta, einnig
fatlaðir. Ef heimilinu væri
gert að flytja er það brot á
þessum mannréttindum,"
segir í ályktun stjórna þess-
ara samtaka.
Segir þar ennfremur að
afstaða bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness sé með öllu
óskiljanleg í Ijósi þess að
komið hefur verið að veru-
legu leyti til móts við tillög-
ur til lausnar málsins.
Stjórnir Þroskahjálpar og
Öryrkjabandalags kveðast
munu standa vörð um þessi
mannréttindi fatlaðra með
öllum tiltækum ráðum. Er
skorað á bæjarstjórn Sel-
tjarnarness að afturkalla
áskorun sína til félagsmála-
ráðherra um að flytja heim-
ili einhverfra frá Seltjarnar-
nesi, og þannig í nafni
mannúðar að standa vörð
um grundvallarmannrétt-
indi fatlaðra hér á landi.
Eins og fram kom í Al-
þýðublaðinu í gær hefur
bæjarstjórinn í Hafnarfirði
lýst sig reiðubúinn til að
ræða við Jóhönnu Sigurð-
ardóttur félagsmálaráð-
herra um lausn þessa máls.
Stillir upp lista
— segir JVfagnús Jónsson veöurfrœöingur um útvarpsráö
sem banriar Magnúsi að flytja veðurfregnir í sjónvarpi
Magnúsi Jónssyni veð-
urfræðingi sem skipar 4.
sætið á lista Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík var fyrir
nokkru vikið fyrirvara-
laust úr starfi sem hann
hafði gegnt í sex ár hjá
Sjónvarpinu. Magnús hef-
ur vísað málinu til um-
boðsmanns Alþingis, og
segist vilja láta á það
reyna hvort þátttaka í
prófkjöri gefi útvarps- '
stjóra rétt til að ráðskast
með atvinnu manna.
í samtali við Alþýðublaðið
sagði Magnús að málin hefðu
borið að með þvi móti: „Að
þann 3. febrúar hefði komið
skipun um það frá útvarps-
ráði að samkvæmt þeim regl-
um sem þeir hafi sett sér sé
honum ekki lengur heimilt
að koma fram í Sjónvarpi og
segja veðurfréttir. Ég taldi og
tel enn að með þessari ákvörð-
un þá hafi tvennt gerst.
Annars vegar það að út-
varpsráð hafi verið búið að
stilla upp framboðslista eins
flokks hér í bænum áður en
flokkurinn var sjálfur búinn
að gera það. Því þó kosning í
sæti í prófkjöri sé bindandi þá
hef ég sjálfur heimild til að
hafna kosningunni og niður-
istöðunni. Ég vil ekki að út-
varpsráð segi mér fyrir verk-
!um, hvenær og hvort ég tek
niðurstöðum úr prófkjöri.
í annan stað þá hélt ég að
; þátttaka í stjórnmálum ætti
ekki að varða atvinnumissi,
því það kostar mig stórfé að
hafa verið settur svona
skyndilega út úr þessari
vinnu. Það er að minnsta
kosti Ijóst að þessar reglur
voru ekki látnar gilda síðast-
liðið vor fyrir bæjar- og sveit-
arstjórnakosningarnar.
Ég gekk út frá því sem vísu
að miðað yrði við framboðs-
frest, þegar það lægi fyrir að
ég yrði í framboði. Hefði mér
þá verið sagt að ég kæmi ekki
fram í Sjónvarpi þá hefði ég
ekki sagt orð við því.“
Magnús benti á að ef hann
hefði t.d. verið í prófkjöri fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn þá
hefði honum borið skylda til
að hætta að segja veðurfréttir
í Sjónvarpi strax í október si.
,,Ég er bara að láta á þetta
tvennt reyna, hvort útvarps-
ráð þar sem útvarpstjóri tek-
ur lokaákvörðun hefur vald
til að svipta menn atvinnu
fyrirvaralaust vegna þátttöku
í stjórnmálum. Og einnig það
að þeir séu búnir að ákveða
um framboð manna áður en
flokkurinn sjálfur hefur tekið
endanlega ákvörðun. Þetta
mál snýst um stjórnarskrár-
bundin réttindi manna um
þátttöku i félagsstarfi m.a.
stjórnmálum. Og ekki síður
um raunverulegt verks- og
valdsvið útvarpsráðs. Því
þótti mér rétt að láta umboðs-
mann Alþingis kveða upp úr-
skurð."
SJ
o
J