Alþýðublaðið - 17.04.1991, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 17.04.1991, Qupperneq 5
Miðvikudagur 17. apríl 1991 5 Skattahœkkanir Davíös og fjölmiölar * n UUGA MEÐ ÞÖGNINNI u haqfræðinqur skrifar í ævisögu Árna prófasts Þór- arinssonar sem Þórbergur Þórdarson færði í letur kallar Árni það „að ljúga með þögn- inni“ þegar mannfólkið leið- réttir ekki ósannindi þó það viti betur. Því miður virðist þetta vera ótrúlega áberandi í íslensku þjóðfélagi. „Fréttastofá' Stöðvar 2 hefur ekki minnst einu orði á gífurlega hækkun byggingarkostnaðar Ráð- húss Reykjavíkur (þ.e. hækkun upp á 1.400 milljónir) þrátt fyrir nýlegar upplýsingar um það frá borgaryfirvöldum sjálfum. Hún hefur ekki heldur minnst á að þrátt fyrir þetta heldur Davíð Oddsson borgarstjóri því fram að hækkun kostnaðar við byggingu hússins „verði um 20% meiri en gert var ráð fyrir í upphafi" þó að þeir hafi upplýsingar í höndunum sem sýna að kostnaðurinn hefur þegar farið 107% fram úr áætlun og þrátt fyrir umfjöllun um þetta í blöðum og þrátt fyrir að hafa feng- ið sendar fréttatilkynningar um málið. Þetta ætla þeir ef til vill að geyma þar til eftir kosningar eða gleyma bara alveg. Almenningi kemur þetta náttúrlega ekkert við að þeirra mati. Þetta er svo sann- arlega að ljúga með þögninni. Fréttastofa ríkissjónvarpsins hefur heldur ekki leiðrétt og upp- lýst fólkið eins og henni ber að gera að mínu mati þegar hún veit betur. Hún birti þó viðtal við Guð- rúnu Pétursdóttur, forsvarsmann samtakanna Tjörnin lifi, þann 25. febrúar sl„ en leyfði aðstoðarborg- arverkfræðingi að villa um fyrir almenningi með því að bera sam- an áætlaðan byggingarkostnað nú við áætlun sem gerð var löngu eft- ir að framkvæmdir við byggingu ráðhúss hófust til að fá út „hæfi- lega“ hækkun. Þeir hafa fengið gögn sem sýna fram á þessa gífur- legu hækkun og gætu auk þess lesið um þetta í blöðum (t.d. í greinum undirritaðs í DV 5. mars og 19. mars sl.) og hafa fengið senda um þetta fréttatilkynningu og vita því betur. Það virðist vera tilfellið að þeir óttist að „styggjá' borgarstjóra og geyma þetta þar til eftir kosningar eða gleyma bara alveg. Er þetta sjónvarp fyrir fólk- ið i landinu eða einhvern forrétt- indahóp? Ef frétt á annað borð kemur þá er íslenska aðferðin að útvatna hana svo almenningur skilji ekki hvað talað er um eins og í ofan- greindu tilfelli því það heitir að gæta „hlutleysis". Hér er ég ekki að saka einstaka fréttamenn held- ur finnst mér þetta vera heildar- áhrif frétta hér á landi í allt of mörgum málum. Eg álít að frétta- menn eigi að skoða mál sjálfir og fylgja þeim eftir þó það geti oft verið erfitt en láti ekki aðila kom- ast upp með útúrsnúninga. Grund- vallarspurningar um aðal og auka- atriði og mismun á nokkrum millj- ónum eða þúsund milljónum skiptir fólk að sjálfsögðu miklu. Undirritaður hefur sýnt fram á að skattar hafa stóraukist í stjórn- artíð Davíðs Oddssonar sem borg- arstjóra þrátt fyrir síendurteknar fullyrðingar hans í fjölmiðlum um að hann hafi lækkað skatta. Þetta kemur fram í greinum undirritaðs í DV síðasta fimmtudag og í grein sem mér var lofað að birtist í Mbl. eigisíðaren 16. apríl 1991. Borgar- stjóri gengur meira að segja svo langt að ætlast til að vera kosinn til æðstu embætta hjáþjóðinni út á þetta „afrek" sitt. Eg ber þar saman árin 1981 og 1989 en fyrra árið er síðasta heila ár vinstri meirihlutans í Reykjavík en það síðara er nýjasta árið með endan- lega álagningu. Þetta byggi ég allt á gögnum útgefnum af borgar- stjórn Reykjavíkur. Á þessum tíma hefur útsvar á mann hækkað um tæplega 27% umfram verðlag. Fasteignaskattar á hvern íbúa í Reykjavík hafa hækkað um heil 39% á föstu verðlagi. Aðstöðu- gjöldin hafa þó hækkað enn meira eða um tæplega 70% á hvern ein- asta íbúa í Reykjavík á föstu verð- lagi. Það er ekkert skrítið að skatt- ar hafi aukist á Reykvíkinga eins og bruðlað hefur verið með fé al- mennings. Það er nefnilega ekki hægt að halda fram að fram- kvæmdir hafi aukist gífurlega í borginni þrátt fyrir lækkun skatta eins og borgaryfirvöld hafa gert. Hvaðan komu þá peningarnir? Voru þeir galdraðir í borgarsjóð? Davíð Oddsson segir í annarri málsgrein í nýjum kosningabækl- ingi sínum sem nú er að berast landsmönnum. „Til að breiða yfir stjórnleysið velja vinstri menn þá einföldu leið að seilast ætíð dýpra ofan í vasa skattborgaranna." í Ijósi þess hver segir þetta myndu skátarnir i spaugstofunni nú trú- lega horfa á hvorn annan og segja: „Vá!“ I tíð núverandi ríkisstjórnar hafa skattar hækkað mikið en það hef- ur þó verið viðurkennt og mikið um það fjallað í fjölmiðlum. Eg hef skorað á samtök laun- þega og vinnuveitenda og stofn- anir eins og Hagfræðistofnun Há- skóla íslands og Þjóðhagsstofnun að hafna eða staðfesta tölur mínar um skatta á Reykvíkinga. Hafa skattar Reykvíkinga á stjórnar- tíma Davíðs Oddssonar hækkað eins og ég segi, eða lækkað eins og borgaryfirvöld segja? Ég skora á þá að þeir upplýsi almenning fyrir kosningar því það er meðal annars kosið um skattamál því „árangurinn" í Reykjavík er ein- mitt eitt af áhersluatriðum for- manns stærsta flokks landsins i þessari kosningabaráttu. Nú er það spurningin hvernig og hvort fréttastofur sjónvarpsstöðv- anna upplýsa almenning um skatt- ana og byggingarkostnað ráðhúss líka og raunar hvernig allir fjöl- miðlar fara með mál þessi næstu daga. Reykjayík, 15. apríl 1991, Einar Árnason hagfræðingur. Afrakstur hagstjórnar tveggja framsóknaráratuga islenska auðlindin er nú þegar veðsett útlendingum! Samkvæmt útreikningum hagfræðinga við Háskóla ís- lands gæti verðmæti alls ís- Ienska aflakvótans nú numið frá 16 til 28 milijörðum króna á ári, og með 8% ávöxtunarkröfu má þannig verðleggja íslensku auðlindina um aldur og ævi á 200 milljarða króna á núvirði. Miðað við bestu hugsanleg skilyrði, meiri afla og betra verð, gæti verðmæti þessarar mikilvægustu auðlindar hæst numið 350 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands nema lang- tímaskuldir íslendinga á nú- verandi gengi tæplega 200 milljörðum króna. Það liggur því fyrir, að eftir tvo framsóknaráratugi er búið að veðsetja mikilvægustu auð- lind Islendinga með þeim hætti að næstu kynslóðir Islendinga þurfa að kaupa hana til baka af erlendum lánardrottnum. Svipaft ástand og i írak Efnahagslegt og atvinnulegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar er því svipað hér á landi nú og hjá frökum, sem þurfa að gjalda ofrík- is Saddams Husseins síðustu tvo áratugi með þeim hætti að næstu kynslóðir Iraka verða að láta nær allar olíulindir sínar af hendi til að greiða stríðsskaðabætur. Það eru framsóknarmenn, sem hér á landi hafa ýmist stjórnað efnahagsmálum eða sjávarútvegs- málum, nema hvort tveggja væri I senn, síðustu tvo áratugi — og bera því öðrum fremur ábyrgð á því að hafa framselt íslensku auð- lindina til erlendra lánardrottna. Framsókn sakqr aðra um Það eru þessir sömu framsókn- armenn, sem nú saka aðra stjórn- málaflokka um það að vilja selja útlendingum ísland! Hinn bitri raunveruleiki er sá, að með efnahagsstefnu framsóknar- áratuganna hefur auðlindin þegar verið lögð að veði. Það verður verkefni nýrra stjórnvalda með nýja stefnu að leysa hana til sín að nýju. Kiettarnir í hafinu — eða skerið sem Framsókn steytti efnahag landsins á. Bjarni Sigtryggsson blaðamaour skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.