Alþýðublaðið - 17.05.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.05.1991, Síða 2
2 Föstudagur 17. maí 1991 Veröi Island heilsuparadís kunna bœir aö veröa skíröir upp á nýtt? „Bað Akureyri" í Þýskalandi tíðkast það að bæir séu skírðir að nýju, þegar þeir fó viðurkenningu sem heilsulindir. Það sama gæti gerst á íslandi. Við verðum kannski að fara að venja okkur við Bað Akureyri eða Bað Húsavik. íslendingar hafa mikla möguleika á að afla gjaldeyris með þvi að bjóða útlendingum upp á margvislega heilbrigðisþjónustu. En leiðin er brött og löng sögðu sérfræðingar á blaðamannafundi i gær er þeir kynntu áfangaskýrslu Útflutningsráðs Íslands um möguleika á útflutningi á islenskri heil- brigðisþjónustu. Úttektin var afmælisgjöf til Vigdis- ar Finnbogadóttur, forseta íslands, er hún varð sex- tug. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR List um hvítasunnu Eflaust munu margir leggja leið sína á listsýningar og aðra list- viðburði hvítasunnuhelgar. í Ný- höfn í Hafnarstræti er Kogga (Kolbrún Björgólfsdóttir) með sýningu á verkum unnum í stein- leir, innlögðum postulíni. í Ný- listasafninu sýna tveir Svisslend- ingar, Ian Anull og Christoph Rutimann, framúrstefnumenn í alþjóðlegu samhengi. Þá er þýsk kona, Ulrike Arnold, með ný- stárlega sýningu í Listasafni ASÍ, jarðmyndir. Býr hún sjálf til málningu sína úr jarðefnum, sem hún hefur safnaö víða um lönd, m.a. á íslandi. Myndin er af Ulrike að störfum. Magnús Geirsson formaður Rafíðnaðar- sambands Á 11. þingi Rafidnadarsam- bands Islands á dögunum var Magnús Geirsson kjörinn for- maður sambandsins. Með hon- um í stjórn eru Guömundur Gunnarsson, varaformaður, Þór- ir Hermannsson, ritari og Sig- urdur Hallvardsson, gjaldkeri. Breskt herskip í heimsókn Skip úr konunglega breska sjó- hernum, HMS York, kom í gær í kurteisisheimsókn til landsins og verður hér í fjóra daga. Skipið er 4600 tonna tundurspillir sem verið hefur undir stjórn Captains Anthony G. McEwen síðan i janúar 1990. McEwen er sagður sérstakur áhugamaður um sil- ungsveiðar auk þess sem hann mun vera liðtækur í margskonar töfrabrögðum. í áhöfn skipsins eru um 300 menn. Skipið verður opið fyrir almenning til skoðun- ar sunnudaginn 19. maí á milli kl. 14 og 16. VISA vill prúðmannlegri fótbolta VISA ísland og Knattspyrnusam- bandið hyggjast í sumar gera átak saman til að stuðla að drengilegri keppni en tíðkast hefur undanfarin sumur. Kallast átakið „Fair Play-keppnin‘ og er því liði sem til titilsins vinnur heitið góðum verðlaunum. Kannski eigum við von á prúð- mannlegri fótbolta en verið hef- ur. Sumum hefur þótt nóg um á stundum. Islendingar „svikja ölið" Erlend dagblöð hafa að undan- förnu skrifað um Island og áfenga ölið. í Arbetet nýlega seg- ir í fyrirsögn aö Islendingar svíki öliö. Þeir kaupi nú minna af áfengu öli en fyrr, en auki á sama tíma neyslu á sterkum drykkjum um 5—6%. í gær var Islenska heilsufélagið stofnaö sem hlutafélag um „gjald- eyrisskapandi heilbrigðisþjón- ustu.“ Mestur hagnaður er talin vera á sviöi heilsuferða til Islands en einnig er talið að útlendingar sækist eftir sérhæföari þjónustu og endurhæfingu og að verkefna- útflutningur, t.d. til þróunarlanda, geti orðið vænlegur. Flytjum þegar út_______________ íslendingar hafa þegar nokkrar tekjur af heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga. Á meðferðarstöðinni Fitjum á Kjalarnesi eru að jafnaði 40 erlendir sjúklingar í áfengis- meðferð og beinar gjaldeyristekj- ur af starfsemi þar hafa verið um 180 milljónir króna á ári. Þá hefur fyrirtækið Össur fram- leitt stoðtæki með góðum árangri. Og íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa sérhæft sig í lækningum. Þannig hefur t.d. verið þróuð tölvukerfi á Landspítalanum til að fylgjast meö lækningu krabba- meinssjúklinga. Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir að við útflutning íslenskrar þjónustu megi búast viö sömu erf- iðleikum og varðandi annan út- flutning á þekkingu. Umhverfi á íslandi í sjávarútvegi og í útflutn- ingi á þekkingu varðandi jarð- varma sé ekki sambærilegt viö þaö sem menn búa við erlendis. Mikilvægt sé að bæta starfsskil- yrði hér. Bað Akureyri___________________ Víða erlendis hafa byggst upp lieil heilsuhéruð. Borgir og sveitir í Þýskalandi hafa verið skírð upp eftir að viðkomandi sveitarstjórnir höfðu söðlað um og gert héraðið aö heilsuparadís. Bærinn Griesb- ach heitir nú Bad Griesbach eftir aö athafnamaður tók sig til og gróf eftir heitu vatni árið 1972 með þeim árangri að þar risu heilsuhót- el og ferðalangar streyma þangað í leit að bættri heiisu. Fjárfest hef- ur verið fyrir einn milljarð marka eöa um 35 milljarða íslenskra króna og gistinætur eru orðnar ein milljón á ári. Viðbótina „Bad“ hlaut bærinn frá þýskum heil- brigðisyfirvöldum eftir að ströng- um skilyrðum hafði verið full- nægt. Á blaðamannafundinum í gær nefndu íslensku sérfræðingarnir þá möguleika sem ísland hefði upp á að bjóða í þessum efnum. Staöir eins og Akureyri, Húsavík og Borgarfjörður þykja meðal annarra ákjósanlegir. Davíð Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Ríkis- spítalanna, sagði að vel þvrfti að vanda til heilsustaða á íslandi. Hingað kæmu útlendingar til að komast í tæri við náttúru landsins. Og því þyrftu íslenskir bæir meöal annars að vera vel í sveit settir varðandi nánasta umhverfi. Hvar er____________________ gróðavonin mest?___________ Talsmenn Útflutningsráðs sögöu á blaðamannafundinum í gær aö hér væri verið að hugsa heilbrigð- isþjónustu út frá fjárhagslegu sjón- armiði fyrst og fremst. Viö kynn- um ef til vill ekki að nálgast heil- brigðið út trá öðru sjónarhorni en sem hluta samfélagsþjónustunnar sem allir telja sjálfsagða. Mark- miðið væri að afla sem mesta tekna. „Mannauðinn höfum við,“ sagði Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, „en þetta tekur langan tíma.“ Einar sagði það borna von að menn næðu endan- legum árangri 1992—1993. Við værum að tala um 5—10 ára áætl- un. Davíð S. Gunnarsson tók undir það með Einari að þekkingin væri fyrir hendi, en að markaðurinn væri mjög misjafn og þó að is- lenskir læknar væru hámenntaðir og góðir verkmenn, skorti tilfinn- anlega hjúkrunarfólk. Líklegra væri að íslendingar hefðu meiri tekjur upp úr því að fá 10—20 þúsund útlendinga hingað út „með heilsuívafi" en að sér- hæfa sig. í sérhæfingunni ríkti meiri samkeppni og verð á að- gerðum væru jafnvel að lækka. Með tilboð upp á vasann Það þykir auk þess nokkuð við- kvæmt að lokka til landsins fólk sem þarf á sérhæfðari þjónustu að halda meðan biðraðir eru eftir sömu þjónustu fyrir íslendinga. Forstjóri Ríkisspítalanna telur að Islendingar verði að byrja smátt á því sviði. Það sé auk þess ákaflega áhættusamt að byggja dýrar stofn- anir í þeim tilgangi að sinna fólki að utan. Hér gætir ósamræmis. Annars vegar er skortur á sérhæfðu fólki á ýmsum sviðum hjúkrunar. Er um kennt meðal annars lágum launum. Hins vegar eru sjúklingar á dýrum heilbrigöisstofnunum sein ættu heima á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Davíð S. Gunnarsson sagði að hann væri með tilboð um hjartaaðgerðir fyr- ir útlendinga á íslandi, en ekki væri hægt að sinna þeim. Skortur á frægð Island er ekki miöpunktur heil- brigðisþjónustu á veraldarvísu. „Vandinn er að hér eru enginn heimsfræg nöfn, engir Nóbels- verölaunahafar." sagði ríkisspít- alastjóri á blaðamannafundinum í gær. Einar Stefánsson augnlæknir kvað erfitt að ná markaði þar sem sérhæfingin væri mikil. Til þess skorti okkur m.a. frægðina. Er- lendir læknar vísuðu sjúklingun- um til þeirra sem þeir þekktu. Sér- fræðingar í Háskóla íslands þyrftu að geta sinnt betur rannsóknum en nú er gert, þar sem orðsporið skipti miklu og Háskólinn væri of veikur. „Hann er bakgarðurinn." íslendingar eru þekktir meðal nágrannaþjóða. Hingað leitar nokkur hópur Grænlendinga á hverju ári vegna aðgerða, en þeg- ar kemur út í Evrópu er sam- keppnin mikil. Ekki er þó talið úti- lokað að hægt væri að greiða götu þeirra sem vildu sinna verkefnum á sviði heilbrigðisþjónustu með samvinnu við erlenda einkaaðila. Bandarísk fyrirtæki hafa til dæmis sóst eftir frekari samvinnu við Evrópuþjóðir og þar gætu íslend- ingar orðið gjaldgengir. Allir að bíða „Það eru allir að bíða,“ sagði Gunnar Rafn Birgisson, markaðs- stjóri Útflutningsráðs. „Það tekur enginn frumkvæði." Gunnar, sem unnið hefur skýrsluna um mögu- leika á sölu heilbrigðisþjónustu, sagði að hér skorti tilfinnanlega fyrirtæki sem gæti samræmt hugs- anlegar aðgerðir þeirra sem vildu sinna þessum markaði. Markaði sem við þekktum að vísu fjarska lítið til og því minna sem við reyndum að kynnast honum bet- ur. Grímur Sæmundsen læknir kynnti í gær stofnun sérstaks fyrir- tækis á sviði heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að afla gjaldeyris við sölu heilbrigðisþjónustu, en helstu hluthafar eru Máttur, Sjó- vá/Almennar og Vífilfell. Hlutafé er 6—8 milljónir. Gunnar Rafn sagði að hér á landi væri innra skipulag bágbor- ið, en að möguleikar væru góðir. Það væri hann sannfærður um. ekki síst eftir ferðir á slóðir heilsu- staðanna á meginlandinu og á Norðurlöndum. Á sviði þróunar- hjálpar væru að auki tækifæri. Al- þjóðabankinn verði 2800 milljón- um dala í aðstoð á heilbrigðissviði á vanþróuðum sviðum. Við ættum að geta hresst upp á ímynd okkar í þróunarhjálp. Þá nefndi Gunnar að Bláa lónið bvggi yfir meiri möguleikum en þar hefðu veriö nýttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.