Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. maí 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR IHNOTSKURN NÝ KIRKJA í KÓPAVOGI: Fyrsta skóflustungan að nýrri kirkju og safnaðarheimili Hjallasóknar í Kópavogi, verður tekin af dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi á hvíta- sunnudag. Athöfnin hefst með hátíðarguðsþjónustu í messusal Hjallasóknar, en að athöfn lokinni verður gengið til kirkjulóðarinnar sem er að Álfaheiði 17. Formaður sóknarnefndar Hjallasóknar er Hilmar Björgvinsson, lögfræðingur. Sóknarprestur er séra Kristján Einar Þor- varðarson, organisti er Elías Davíðsson. Myndin sýnir útlit væntanlegrar kirkju þeirra í Kópavoginum. ÚTIVIST UM HVÍTASUNNU: Auk lengri ferða Úti- vistar um hvítasunnuna er boðið upp á styttri ferðir í einn dag. Póstgangan heldur áfram frá Deildarási um Herdísar- vík að Vogsósum. Þá verður farið í Svínaskarð og gengin gömul leið þar, og loks í Haukafjöll, létt fjallganga, komið niður við Tröllafoss. Upplagt að nýta helgina í léttar göngu- ferðir. MINNI MJÓLK, MEIRI RJÓMI: Samkvæmt fram- leiðslutölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá í mars minnkaði mjólkursala til landsmanna um 1,26% á einu ári — rjómasalan jókst aftur á móti um 6,93% og sala á Léttu og laggóðu um 8,9%, en viðbiti í heild um nærri 3%. ÁLFUR GEGN ÁFENGISBÖLI: sáá mun selja Áifinn á föstu- dag og laugardag. Hann kostar 400 krónur og renn- ur afrakstur sölunnar til starfsemi samtakanna. Undir hatti álfsins eru birki- og lúpínufræ, þannig að átakið styður að gróður- vernd, ekki síður en mann- vernd. SÁÁ rekur nú tvær eftirmeðferðarstöðvar og sjúkrahúsið Vog. Því miður er allt pláss nýtt að fullu, 1600 einstaklingar leita til Vogs með vandamál sín á ári hverju og 800 fara áfram í eftirmeðferð. Engar horfur eru á því að þörfin fyrir með- ferð áfengis- og fíkniefnasjúklinga minnki á næstu árum, er mat sérfróðra manna á þessu sviði. HRAÐI SKAPAR HÆTTU: Á þingi Rafiðnaðarsam- bands Islands á dögunum var ályktað um öryggismál. Þar segir að helstu einkenni þjóðfélags okkar í dag séu hraði og aukin framleiðni. Þetta þýði um leið meiri hættu fyrir þann mikla fjölda rafiðnaðarmanna, sem vinnur að við- haldi hjá fyrirtækjum og stofnunum. ,,Það sem minnkað getur líkur á vinnuslysum er árvekni og þekking á þeim búnaði sem í notkun er og á þeim krafti sem í raforkunni felst," segir í ályktuninni og ennfremur að þar séu fagfélög- in best til þess fallin að sinna þessu starfi og það verði að gera enn betur en áður. Rafiðnaðarsambandið samþykkti á fundi sínum að gefa 500 þúsund krónur til söfnunar Rauða krossins, Sól úr sorta. VÍKINGAR BYGGJA í F0SSV0GI: Reykjavíkurborg mun á næstu fjórum árum reiða fram 175 milljónir króna til byggingar íþrótta- og vallarhúss Víkings við Stjörnugróf í Fossvogi. íþróttahús verður formlega tekið í notkun í nóv- emberbyrjun í ár. Davíð Oddsson, borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsinu í marsbyrjun og er Hag- virki nú að Ijúka við að reisa útveggi hússins, sem á að rúma 1100 manns í sæti. Myndin er af undirritun samninga borgarinnar og Víkings, sem gerðir voru í síðustu viku, frá vinstri Eysteinn Helgason, Hallur Hallsson, Davíð Oddsson og Júlíus Hafstein. Þórunn Sueinbjörnsdóttir, formadur Sóknar Erfitt að hifa upp þá lægst launuðu „Eitthvað ætti að vera tii skiptanna miðað við af- komutölur fyrirtækjanna. Lægstu laun eru fyrir neð- an allar hellur og það þarf átak til að rffa þau upp. Til þess að það takist þurfa aðrir iaunþegar að sýna biðlund en ég sé ekki að það muni verða,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Starfsmannafé- iagsins Sóknar, í samtali við blaðið. Hún var spurð álits á þeim ummælum Einars Odds Kristjánssonar, formanns VSÍ, að tekjuhlutföllum verði vart breytt og ekki sé hægt að hækka lægstu laun sérstaklega því þá komi allir á eftir og heimti það sama. Þórunn tók undir það að erfitt reyndist að hífa þá verst settu upp í launum. Hún sagði að það hefði sýnt sig að fólkið sem hefði það skárra þyldi ekki samþjöpp- un launataxta og vildi halda óbreyttu bili. Ef til vill þyrfti að stokka þetta kerfi allt saman upp. „Það sem er skelfilegast í stöðunni er það að það er enginn launajöfnuður uppi f þjóðfélaginu. BHMR og fleiri kæra sig ekki um að gefa neitt eftir til hinna lægst launuðu, hvað þá þær stéttir sem skammta sér launin, ÞÓRUNN — menn vilja ekk- ert gefa eftir til hinna lægst launuðu. eins og tæknifræðingar. Háskólafólkið vill launa- hækkanir af því það telur sig eiga svo og svo mikið inni í rikinu. Fólkið í Sókn talar bara um að fá að lifa. Ég sé ekki hvemig á að vera hægt að samræma þessi sjónar- mið. En tilfellið er að allur þungi launafólks er með 50 til 120 þúsund krónur í mán- aðarlaun og allt gert til að halda laununum niðri að því er virðist. Við höfum fundað dálítið með okkar fólki að undanfömu og það er greini- legt að það vill ekki verð- bólgusamninga. Kýs frekar raunhæfar kjarabætur gegn- um skattakerfið og eftir fleiri slíkum leiðum,“ sagði Þómnn Sveinbjömsdóttir. gangi. Með þeim hætti er hægt að farga spilliefnum og/eða endurvinna þau á við- unandi hátt og minnka þann- ig skaðleg áhrif á umhverfi og heilsu manna. Því er það for- gangsverkefni við flokkun úrgangs að spilliefni fari rétt- an farveg. Með starfsleyfi fyrir spilli- efnamóttöku hjá Sorpu hefur nú skapast sá möguleiki á höfuðborgarsvæðinu. 1 leyf- inu eru ströng ákvæði um meðferð spilliefna svo og ör- yggi og umgengni á athafna- svæðinu. Jafnframt er kveðið á um að fyrirtækið skuli koma upp aðstöðu til reglu- bundinnar innsöfnunar spilli- efna hjá fyrirtækjum. Enn- fremur skal koma upp mót- tökustöðvum á þjónustu- svæði fyrirtækisins þar sem almenningur getur skilað spilliefnum. Sorpa fœr nýtt starfsleyfi Ný móttaka spilliefna Eiður Guðnason um- hverfisráðherra afhendir í dag starfsleyfi fyrir mót- töku spilliefna hjá Sorp- eyðingu höfuöborgar- svæðisins. Sorpa hefur rekið spilliefnamóttöku í Kópavogi síðan í mars í fyrra og á 12 mánuðum hafa borist þangað 120 tonn af spilliefnum sem send hafa verið til endur- vinnslu og förgunar í Dan- mörku. Nýja móttakan er hjá Sorpu í Gufunesi. Stefnumótun umhverfis- ráðuneytisins byggist að miklum hluta á því að um- hverfisskaðleg efni og efna- úrgangur blandist ekki neyslu og framleiðsluúr-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.