Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 17. maí 1991 MMDUBLH1I9 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 KRÖFUM LÁGLAUNAFÓLKS VÍSAÐ TIL RÍKIS OG GÓÐGERÐARSAMTAKA Mðilar vinnumarkaðarins eru að setja sig í stellingar fyrir kjarasamninga sem verða í haust. Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands var haldinn í byrjun vikunnar og vakti ræða Einars Odds Kristjánssonar, formanns VSÍ, talsverða athygli. Eins og við mátti bú- ast vill hann láta ríkisvaldið um að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu í þjóðfélaginu. Hann talar um að unnt sé að auka kaupmátt um eitt og hálft til tvö prósent á þessu ári. Hækkunum til einstakra hópa umfram það vísar hann í reynd til úrlausnar ríkisstjórnar þótt hann tali um að vanda þeirra verst settu í þjóðfélaginu skuli leysa með almennu líknar- og mannúðarstarfi ein- staklinga og samtaka þeirra. Það er löngu úrelt sjón- armið og reyndar afar aumt að talsmaður atvinnurek- enda skuli boða að atvinnulífið geti borgað laun sem fólk geti rétt skrimt af en vísi þess í stað á góðgerðar- stofnanir. Það má endalaust deila um hvað sé eðlilegur launa- munur. Það hefur verið hlutskipti ríkisins að hafa með hendi tekjujafnandi aðgerðir og þá einkum í gegnum skattakerfið. Það kann að vera raunsætt mat að erfitt kunni að vera að hækka laun þeirra lægst launuðu sérstaklega án þess að slík hækkun hlaupi upp allan launastigann. Vissulega gefur reynslan tilefni til að ætla slíkt. Vilji menn hins vegar á annað borð ná fram auknum kjarajöfnuði í þjóðfélaginu hlýtur það að vera fyrst og fremst á hendi ríkisins en ekki góðgerðastofnana. Aðilar vinnumarkaðarins hafa í raun lýst sig van- megnuga að jafna launakjör landsmanna. í ályktun frá Verkamannasambandi íslands kveður við sama tón hvað þetta varðar. Það leggur áherslu á að auka kaupmátt lægstu launa sérstaklega og bendir síðan á leiðir þar sem kemur til kasta ríkisvaldsins, svo sem skattkerfisbreytingar og tekjutengdar barna- og hús- næðisbætur. Það vakti einnig athygli í ræðu for- manns VSÍ á aðalfundi þess þegar hann ræddi um ímynd atvinnurekenda. Hann sagði að VSÍ ætti að berjast á móti svartri atvinnustarfsemi og nótulausum viðskiptum. Hann sagði það bæði særa og æra heið- virða launamenn að horfa á fólk sem virðist fátt skorta af veraldlegum gæðum en greiðir þó litla skatta og lætur sem það hafi litlar tekjur. Þetta eru orð í tíma töluð. Rassvasabókhald og skattsvik hafa verið allt of umfangsmikil í okkar landi. Svo virðist sem ástand þeirra mála hafi farið eitthvað batnandi en enn tíðkast víða nótulaus viðskipti. Enn er verið að bjóða bláókunnugum viðskiptavinum af- slátt gegn því að sleppa nótu. Slíkt er ekki aðeins sviksamlegt og þjófnaður af almannafé heldur skekkja slíkir óheiðarlegir viðskiptahættir og vekja samkeppnisaðstöðu þeirra sem heiðarleg viðskipti stunda. Það er því vissulega tímabært að vinnuveit- endur láti þetta mál til sín taka. ALÞÝDUBLADID í FJÓRAR SÍDUR Akveðið hefur verið að minnka Alþýðublaðið tíma- bundið í sumar meðan verið er að skoða rekstrar- grundvöll þess og framtíðarmöguleika. Lesendur eru beðnir að sýna þessari tímabundnu minnkun blaðs- ins skilning en blaðið mun áfram gegna hlutverki sínu sem málgagn jafnaðarmanna auk þess sem það flyt- ur almennar fréttir líðandi stundar. Minnkun blaðsins mun vissulega valda því að efni sem í því rúmast verður minna að vöxtum en engu að síður verður kappkostað að gera það vel úr garði. Þótt vissulega verði blaðið lítið þá eru það alkunn sannindi að ekki fer alltaf saman magn og gæði. Ritstjórn Alþýðu- blaðsins er samt bjartsýn á að með haustinu muni blaðið vaxa á ný og verða öflugur málsvari þess fólks sem aðhyllist stefnu jafnaðarmanna. Blaðið mun því fara í fjórar síður í næstu viku. TH FÖSTUDAGSSPJALL Skuggasveinaráðuneytið Nú er Framsóknarflokknum mikill vandi ó hönd- um. Hann er kominn i stjórnarandstöðu og veit ekki almennilega hvað það er. Þeir sem kunna það hlut- verk i flokknum eru fóir og flestir ó þeim aldri að vera ó mólverkum i þingflokksherberginu. Flokkar sem lenda í stjórnar- andstöðu reyna all taf að vefja hlut- verk sitt í dýrð og ljóma. Nauðsyn- legt aðhald, segja sumir. Megin- stoð lýðræðisins, segja aðrir. En Framsókn segir: Skuggaráðu- Um Skuggasveinaráðuneytið segir Guðmundur m.a.: „Þetta verður föngulegur hópur með Steingrím eins og Skugga-Svein í broddi fylkingar í gærukápu á báðum öxlum. Halldór verður í selskinni." Myndin var reyndar tekin af Steingrími að máta gærukápu, löngu áður en Skuggasveinaráuneyti hans varð til. neyti. Þetta verður þeirra aðferð við að leyna ósigrinum og klúðr- inu, því auðvitað er ósigur og klúður að fá ekki að stjórna neinu nema málþófinu í Alþingi. Steingrímur verður í skuggafor- sæti og Halldór og Guðmundur munu trúlega sitja í skugga fyrri ráðuneyta sinna. í samræmi við skuggalegan feril Framsóknar í landbúnaðarmálum verður þeim auðvelt að velja ráðherra Búnað- arfélagsins úr sínum röðum. Þetta verður föngulegur hópur með Steingrím eins og Skugga- Svein í broddi fylkingar í gæru- kápu á báðum öxlum. Halldór verður í selskinni. Þetta skugga- ráðuneyti rímar ágætlega við for- tíðarþrá flokksins. Hann hefurallt- af stefnt að því leynt og Ijóst að lífs- kjör í landinu verði á la Fjalla-Ey- vindur og Halla. Það hefur líka leikið grunur á að traust fylgi flokksins úti um land byggist að einhverju leyti á útilegumönnum. A.m.k. er sjaldgæft að hitta á förn- um vegi fólk sem gengst við því í björtu að hafa skoðanir, sem eru jafnforneskjulegar og stefnuskrá flokksins. En svo koma Alþýðubandalag og Kvennalisti örugglega á eftir með sín ráðuneyti. Þá verður lítið orðið eftir af venjulegum þing- mönnum á Alþingi. Flestir verða orðnir ráðherrar, með eða án skugga. Þetta leiðir reyndar hugann að ráðherravandamálum stjórnkerf- isins. Á hverjum tíma er Alþingi saman sett af ráðherrum, fyrrver- andi ráðherrum, verðandi ráð- herrum og fólki sem hefði viljað verða ráðherrar. Sárafáum er nóg að vera aðeins þingmenn. Þingmennskan er hugsuð eins og millistig yfir í ráð- herradóminn, líkt og lirfan yfir í fiðrildið. Við ættum að gera það eftir- sóknarvert í sjálfu sér að verða þingmaður og halda ráðherramál- unum sér eins og þeir í Ameríku. Guðmundur Einarsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.