Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. maí 1991 5 Minning Aldís Brynjólfsdóttir Schram - eftir Jón Baldvin Hannibalsson Ég sá hana fyrst í marsmánuði haustið 1956. Ég var sautján ára unglingur. á biðilsbuxum eftir dótt- ur hennar. Hún var fulltíða kona, í blóma lífsins. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Við Bryndís vorum að koma af árshátíð Framtíð- arinnar, _ málfundafélags Lærða skólans. Ég hafði tekið þátt í ein- hverri mælskukeppni. Bryndís heill- aði okkur með kankvísu dansatriði. Við leiddumst hönd í hönd í fyrsta sinn heim til hennar þetta kvöld. Það var líka í fyrsta sinn sem ég hafði stigið fæti inn fyrir dymar í Sörlaskjóli 1 - aðalbækistöð stór- fjölskyldunnar, sem ég átti eftir að tengjast nánari böndum síðar. Allt í einu birtust húsráðendur, Aldfs og Björgvin, hún skartklædd og hann veislubúinn, nýkomin úr mannfagnaði. Myndin sem við mér blasti hverfur ekki úr huga mér. Hún birtist mér sem sú kona, sem leggur heiminn að fótum sér, fyrirhafnar- laust, án samanburðar eða mann- jafnaðar. Með því einu að vera til. Hann var ímynd karlmennskunnar, betur íþróttum búinn en aðrir menn, svipmikill og stæluir, stoltur af því að eiga þessa gersemi fyrir konu. f 35 ár hélt hún okkur, vinum sín- um, venslafólki og aðdáendum, samfellda veislu. Gestimir komu og fóm, en veislan hélt áfram. Nú er þessari veislu lokið. Hin stórlynda og örláta kona, sem brá birtu yfir Iíf okkar allra, hefur skyndilega verið kölluð brott. Eftir sitjum við veislu- gestir, hljóðir og áttavilltir, og kveðjum gestgjafa okkar hinstu kveðju í dag. Það er mikill sjónar- sviptir þegar slík prímadonna hverf- ur af sviðinu í seinasta sinn. Frá því ég sá hana fyrst liðu þrjú ár, þangað til ég gekk að eiga dóttur þeirra Aldísar og Björgvins, Bryn- dísi. Það sem heillaði mig var það sama og heillaði tengdaföður minn forðum: Tiginborið fasið, þessi ólg- andi lífsorka og þessi óræða blendni stolts og stórlyndis, örlyndis og ör- lætis. Og hið alþýðlega hjartalag í barmi eðalborinna kvenna. Þetta em erfðavfsar kvenna af þessu kyni. Þeirri þjóð getur ekki verið alls vamað, sem fóstrar slíkar dætur. Aldís Brynjólfsdóttir var fædd f Reykjavík 23. mars árið 1917. For- eldrar hennar vom Margrét Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi og Brynjólfur Jónsson, bóndi á Hvoli í sömu sveit, síðar togara- sjómaður í Reykjavfk. Bæði vom þau sunnlenskrar ættar. Þessar ættir má rekja aftur til Skálholtsbiskupa og valdsmanna fyrr á tíð, ef menn vilja. En seinustu ættliðir þessa sunnlenska kyns lifðu á landsins gæðum, í hinu milda landslagi Suð- urlands. En Margrét og Brynjólfur námu ekki staðfestu í sveitinni. í upphaFi nýrrar aldar héldu þau fótgangandi til Reykjavíkur með aleiguna á bak- inu og elstu bömin í eftirdragi. Skyldi þeim hafa boðið í gmn, þar sem þau gengu í fyrsta sinn um holótta malarstígi þessa óhrjálega grjótaþorps, að fyrir þeim lægi að byggja heimsborg? Sem þau stóðu þama með tvær hendur tómapog áttu hveríi höfði sínu að halla? Áttu ekkert nema hvort annað og ástina og bjartsýnina sem ungu atgen'- isfólki er í blóð borið. Fyrsti kolatogarinn var að sigla inn sundin blá. Það varð hlutskipti Brynjólfs, föður Aldísar, að fylla flokk þess einvalaliðs íslenskra karlmanna, sem mannaði togaraflot- ann á ámnum fyrir fyrri heimsstyrj- öld og fram í heimskreppu. Brynjólfur var fallinn í valinn þegar ég kynntist þeim mæðgum fyrst. Af myndum að dæma var hann þrekmaður, bjartur yfirlitum og fríður sýnum. Um föður sinn sagði Aldís einu sinni við mig: „Hann hafði fallegustu karlmanns- hendur sem ég hef séð, stórar og sterkar, lúnar af vosbúð langrar sjómannsævi - en svo traustar og hlýjar". Þessi orð lýsa ástríki föður og dóttur vel. Þau Margrét og Brynjólfur eign- uðust níu böm, ftmm dætur og fjóra syni. Þrjú bamanna dóu í fmm- bemsku. Þessi fríði og mannvæn- legi bamahópur var snemma innrit- aður í hinn stranga skóla lífsins. Öll fengu bömin að kynnast óvæginni lífsbaráttu alþýðufólks á þessum ár- um. Þegar strákamir stálpuðust gerðust þeir sjálfir togarasjómenn á ungum aldri. Þar með höfðu þeir til þess burði, vart af bamsaldri, að létta undir með fjölskyldunni. Framtíðin blasti við þeim, þegar skyndilega dró sorgarský fyrir sólu. Það urðu örlög tveggja bræðranna, þeirra Magnúsar og Olafs, að gista hina votu gröf, þegar togarinn Leif- ur heppni fórst með allri áhöfn í mannskaðaveðrinu mikla, Hala- veðrinu 1925. Mynd þessara táp- miklu drengja skipar heiðurssess með ijölskyldu þeirra alla tíð síðan. En söknuðurinn og sorgin settist í hjarta þeirra, sem eftir lifðu. { þingræðu, sem Héðinn Valdi- marsson flutti með fmmvarpi sfnu til laga um byggingu verkamann- abústaða í Reykjavík, lýsir hann aðbúnaði þeirra erfiðismanna og fjölskyldna þeirra, sem breyttu Reykjavík úr grjótaþorpi í heims- borg, þrátt fyrir heimskreppur og heimsstyrjaldir, markaðshrun, verð- fall og siídarbrest. Þeim var vísað með fjölskyldur sínar til vistar í saggafullum kjöllurum eða á vind- börðum hanabálkum þessa útkjálka- þorps. Fjölskylda Margrétar og Brynjólfs var þar engin undantekn- ing. Oft var enga vinnu að fá, þótt reyndur sjómaður ætti í hlut. Þau hröktust úr einni leiguíbúðinni í aðra. í tvígang elti ólánið þau á röndum, þegar brann ofan af fjöl- skyldunni. Þá tók Margrét til sinna ráða og hélt með dætur sínar í síld- arvinnu norður í land til þess að koma aftur fótunum undir fjölskyld- una. En aldrei lét hún baslið buga sig. Og aldrei var hún svo úrræðalaus að dætur hennar dáfagrar gætu ekki haldið til jafns við stöllur sínar í klæðaburði. Það var alveg sama hvort þær bjuggu í hreysi eða höll: Þetta vom eðalbomar konur, og héldu sig sem slíkar. Seinustu árin sem Margrét lifði áttum við Bryndís því láni að fagna að hún bjó hjá okkur skamma hríð. Áður hafði hún gengið úr íbúðinni sinni björtu í verkamannabústöðun- um fyrir okkur í heilan vetur. Uppi á vegg í herbergi sínu hafði hún myndir af tveimur mönnum, sem hún hafði mætur á: Sr. Haraldi Ní- elssyni og Ólafi Friðrikssyni. Ég innti hana eftir því, hvert erindi þessir menn ættu í hennar hús. Af orðum hennar mátti ráða að hún taldi þá góða fulltrúa tveggja afla, sem mótað höfðu líf hennar sjálfrar. Annars vegar djúp og einlæg trúrækni, sem var henni huggun harmi gegn eftir sonamissinn. Hins vegar hugsjón jafnaðarstefnunnar og baráttu Olafs og hans manna fyr- ir mannréttindum og mannlegri reisn alþýðufólks. Það var engin hending að synir Margrétar gerðust ungir sveinar sjálfboðaliðar við að verja heimili Ölafs Friðrikssonar, þegar hann sætti ofsóknum og ofbeldi ranglátra manna vegna rússneska gyðinga- drengsins munaðarlausa, Natans Friedmans, sem Ólafur hafði tekið að sér í Rússlandsheimsókn og vildi koma undir læknishendur. Þegar Ólafur Brynjólfsson var yf- irheyrður af lögreglu, eftir að ófrið- aröldur vegna þessara atburða hafði lægt, var drengurinn spurður: „Vissi hún móðir þín af því að þú gekkst í lið með Ólafi Friðrikssyni?" Svarið lýsir báðum vel, móður og syni: „Hún mamma - hún sendi mig!“ Þetta tilsvar hefur alltaf minnt mig á fleyg orð spartverskrar móður, þeg- ar sonur hennar kvartaði við hana undan fátæklegum vopnum og verj- um. „Ef sverð þitt er stutt - gakktu þá feti frarnar." Bræður Aldísar áttu ófá dagsverk í sjálfsboðavinnu þegar verkamenn í Reykjavík reistu eigin höndurn höll yfir sinn unga flokk - Alþýðuhúsið í Reykjavík. Seinna gerðist einn bræðranna, Jón Brynjólfsson, um skeið bæjarstjóri ísafjarðarkrata í Rauða bænum. ísafirði. Og þaðan átti tengdamóðir mín bjartar minn- ingar frá heitum sumrum bemsk- unnar við skjólsælan Skutulsfjörð- inn. Svona liggja sporin víða saman. Eftir að ég var genginn til liðs við Alþýðuflokkinn bar það til tíðinda, að Jón Brynjólfsson, bróðir tengda- móður minnar og endurskoðandi flokksins, varð bráðkvaddur í ræðu- stól á flokksstjómarfundi. Það var ekkert að villast, þetta fólk. Margréti Magnúsdóttur brá því ekkert við þau tíðindi að dótturdótt- ir hennar væri í tygjum við son Hannibals. Hún ræddi að sönnu ekki mikið um stjómmál á efri ámm, enda stóðu nnur og háleitnari mál- efni hjarta hennar nær, þegar þar var komið sögu. En sannfæring hennar var óbilandi. Og mikið var hún stolt af íbúðinni sinni björtu f verka- mannabústöðunum á Háteigsvegi. Loksins hafði fjölskyldan eignast ömggt þak yfir höfuðið, eftir alla hrakningana og eftir áratuga þrot- laust strit fjölskyldumeðlimanna við að reisa ísland úr örbirgð til alls- nægta. Éftir að hafa kynnst þcssari sögu af vömm mmu og móður Bryndísar gat það varla komið mér í opna skjöldu þegar tengdamóðir mín sagði við mig formálalaust fyrir læpum aldarfjórðungi síðan: „Þið feðgar emð á rangri braut.“ Innst inni vissi ég að hún hafði lög að mæla. Það tók mig hins vegar áratug að manna mig upp í að fara að ráð- um hennar. Það var ekki í fyrsta sinn og ekki það seinasta, sem ég hlustaði eftir hennar ráðum, ef mér þótti nokkurs við þurfa. Hver var hún sjálf þessi örláta kona, sem átti með vem sinni og verkum svo stóran hlut í lífi svo margra? Fegurðardrottning? Já, vissulega, sem gat vafið okkur öll- um um fingur sér. En um leið dóttir alþýðunnar, sem sómdi sér betur en aðrar konur, skartklædd í veislusöl- um. Móðir sjö bama en um leið ættmóðir stórfjölskyldu, sem leit á hana sem sameiningartákn. Hún var konan, sem hélt öllum þráðum í hendi sér. Konan sem við leituðum til, þegar á bjátaði og hélt okkur veislu, þegar tilefni var til mann- fagnaðar. Sjálf sagði hún í blaðavið- tali fyrir ári síðan, orð sem lýsa henni vel: „karlmenn hafa borið mig á höndum sér allt mitt líf.“ Það var satt. Hún var konan, sem skáldin vilja lofsyngja og lyfta á stall, okkur öllum til yndisauka. Við vildum all- ir sitja og standa eins og hún vildi. Þannig ríkti hún og réði, án þess að við vissum eiginlega af því. O'u est la femme? - spyrja Frakkar. Þeir vita sínu viti um lífsgátuna, að ekki er allt sem sýnist. En var hún þá ekki hin dæmi- gerða fórfúsa eiginkona sinnar kynslóðar? Var hún ekki konan, Framhald á bls. 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.