Alþýðublaðið - 24.12.1991, Page 8

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Page 8
8 Þriðjudaqur 24. desember1991 Þýski fflusópurinn Hegel kall-aði Napóleon „verkfæri í höndum skynseminnar". Naflajón vildi skapa fjölþjóðlegt keisaradæmi en afleiðingamar af amstri hans urðu þær að þjóðemis- og lýðveldis- hyggja efldust til mikilla muna. Hermenn keisarans tóku með sér hugsjónir frönsku byltingarinnar og kynntu þeim er „byggðu annes og úteyjar" en að mati Hegels var skynsemisauki að þessum hugsjón- um. Slík og þvflík em einmitt örlög flestra mikilmenna, segir Hegel. Þau breyta farvegi sögunnar en ekki með þeim hætti er þau sjálf vilja. Gorbi á leiksviði sögunnar Örlög Mikjáls Gorbasjovs em ágæt staðfesting á þessari kenningu Hegels. Hann ætlaði sér að hressa upp á sósíalismann og blása nýju lífi í Kommúnistaflokk Ráðstjóm- arríkjanna. En allt fór á annan veg, tilraunir hans til að endumýja sovéska kerfið gengu að því dauðu. Því eins og skáldið frá Fagraskógi yrkir: „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveiktu þá“ Gorbi situr nú rúinn fylgi og völdum bak við rammgera Kreml- armúra, næstum eins og Naflajón á Elbu forðum. En enn er of snemmt að spá um hvort ágústbyltingin var Waterloo Gorbasjovs, karlinn hefur níu póli- tísk líf og rúmlega það. Því má ekki gleyma að minnstu munaði að Napóelon hefði sigur í fólkormst- unni miklu við Waterloo. Guð má vita hvemig Evrópa hefði litið út í dag ef Bliicher, hershöfðingi Prússa og andskoti Napóleons, hefði ekki mætt í tæka tíð á vfgvöllinn. En slfkar speglasjónir vom Hegel fjarri, hann leit svo á að mann- kynssagan lyti jámhörðum lögmál- um, ríkjum og mönnum er skammtaður viss tími í sviðsljósi gæti eflt vald hans að nýju og kom- ið Jeltsín á kné. Lýðveldin munu aldrei sætta sig við Stór-Rússa á valdastóli í Kreml og þá er borg- arastyijöld á næsta leyti. Lokaorð Sjálfur hef ég þá trú að Rússar muni Iáta skynsemina ráða þegar á hólminn er komið. En jafnvel þótt svo verði em horfumar ekki bjartar í þessum heimshluta. Fólkið þar eystra getur gert orð þýska félags- fræðingsins Max Webers að sínum: „Við stefnum ekki inn í sumarblíðu, heldur gaddmyrka heimskautanótt: skiptir þar engu hveijir verða ofan á í hinum ytri átökum". Greinina skrífaði Stefán Snævarr um síðustu mánaðamót, ýmislegt hefur veríð að gerast í Rússlandi síðan eins og menn vita. Gorbasjov, - úrræðalaus með öllu, og nú orðinn iandlaus maður... sögunnar, svo mega þau hypja sig út er kallið kemur. Enter the Ghost! heimsandinn beitir leikendum í tragíkómedíu mannkynssögunnar vélum sínum, togar í spottana sem honum sýnist. Nú er það stóri Boris Jeltsín sem fær að brillera í sjónleiknum mikla, en frægðarsól hans skín ekki eins skært og fyrir tveimur mánuðum. Vinsældir hans minnka, hann gerði þá reginskyssu að fara í orlof eftir valdaránið, líklega til að skrifa bók. Stór-Rússi Upp er risinn lýðskrumari mikill í Rússlandi, maður sem ber eitthvað óframberanlegt rússneskt nafn. Kauði studdi valdaránið og vill lýðræðið feigt. auk þess sem hann vill leggja lýðveldin að nýju undir Rússland. Hann segir að Finnland tilheyri Rússlandi með réttu og ætlar eftir valdatöku sína að gefa Finnum tuttuguogfjögurra stunda frest til að beygja sig undir Moskvuvaldið. Til að bæta gráu ofan á svart er þessi herra kynþáttahatari og telur ákveðnar þjóðir fæddar til að þjóna Rússum. Þessi maður er vinsælasti stjómmálamaður „Sovétríkjanna" í dag, samkvæmt skoðanakönnunum segjast 60% aðspurðra vilja veita honum brautargengi í forsetakosn- ingum. Rússar hafa nefnilega til- hneigingu til að líta upp til „töff- ara“, þá dreymir um „góða tsarinn" ...á meðan biða Moskvubúar í biðröðum í frosti og snjó til að nálgast lífsbjörgina Stefán Snævarr SOVÉT-NASISMI? - Rússland og framtíðin - Og ekki mun djörf áætlun hans um markaðsvæðingu Rússlands auka á vinsældir hans hjá babúskunum, fyrirsjáanlegar em gífurlegar verð- hækkanir á nauðsynjavörum. í of- análag stendur hann í stríði við ýmsar smáþjóðir sem byggja Rúss- land og vilja sjálfstæði eins og allir aðrir í þessum heimshluta. Stóri Bóris er vissulega djarfhuga en reynslan mun sýna hvort hann ræður við hvunndagsamstur stjóm- málanna. sem öllu muni bjarga. Á vori kom- anda verður gengið til forsetakosn- inga í „Sovétríkjunum" og er þessi bjálæðingur líklegur til sigurs. Til allrar Guðs lukku er búið að vængstífa forseta þessara ríkja en sú hætta er fyrir hendi að maður á borð við títtnefndan geðsjúkling ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða KAUPSTAÐUR /VIIKUG4RDUR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.