Alþýðublaðið - 10.01.1992, Qupperneq 3
Föstudaqur 10. janúar 1992
3
EIGUM VIÐ VON Á INNRÁS
ERLENDS LANDBÚNAÐAR?
Hugleiðing um drög að nýju GATT-samkomulagi og stöðu landbúnaðar nœr og fjœr
Landbúnaður hér á landi og
víða um heim er vandræðagrip-
ur. Hann er hvarvetna til ama og
vandræða þegar þjóðir ætla sér
að fara að semja um eitthvað sem
náigast eðlilega viðskiptahætti
og milliríkjaverslun. Verðmynd-
un landbúnaðarafurða víða um
heim er orðin svo brengluð að
fæstir hafa minnstu hugmynd
um hver framleiðslukostnaður
búvara er. Á vegum GATT reyna
því þjóðir heims að vinda ofan af
þeirri hringavitleysu sem ein-
kennir heimsverslunina með
landbúnaðarafurðir m.a.
íslenskir bændur funda nú víða
um land og rísa öndverðir gegn
þeim samkomulagsdrögum að nýj-
um GATT-samningi sem fram-
kvæmdastjóri GATT, Arthur Dunk-
el, hefur lagt fram sem málamiðlun-
artillögu eftir margra ára þref aðild-
arþjóða GATT. Þar er lagt til að
dregið verði úr framleiðslustyrkjum
til bænda, dregið úr útflutningsbót-
um og milliríkjaverslun með land-
búnaðarafurðir gerð almennt frjáls-
ari. Svo virðist sem það fari kaldur
hrollur um alla þá bændur sem
byggja hin ríkari lönd heimsins við
slíkar tillögur. Allir telja sig vera að
missa spón úr aski sínum.
Verndarstefna ríku þjóðanna
Bændur eru almennt fámenn stétt
á Vesturlöndum en samt hefur þeim
tekist býsna vel að halda á skamm-
tímahagsmunum sínum. Sögulega
séð er mjög skammur tími frá því að
þjóðfélög á Vesturlöndum breyttust
úr landbúnaðarsamfélögum í iðnað-
arsamfélög. Kann það að valda
nokkru að áhrif bænda virðast um-
talsvert meiri en fjöldi þeirra segir
til um. Hér á landi er til að mynda
ótrúlega stutt frá því bændasamfé-
lagið var og hét og tengsl malarbúa
enn talsverð við sveitirnar.
Hinar ríkari þjóðir heims hafa því
verið ansi drjúgar við að verja sinn
landbúnað á kostnað hinna fátæk-
ari þjóða sem hafa verið tilbúnar að
framleiða ýmiss konar matvæli fyrir
lægra verð en bændur hinna ríkari
samfélaga hafa getað sætt sig við.
Því var gripið til þess ráðs að setja
upp alls konar viðskiptahömlur og
takmarkanir með verslun á land-
búnaðarvörum auk beinna og
óbeinna styrkja til landbúnaðar.
Þetta hefur síðan leitt til innbyrðis
togstreitu milli hinna ríkari þjóða
þar sem þær hafa hver í kapp við
aðra verið að jafna stöðu sína í land-
búnaði gagnvart hver annarri.
Þannig urðu landbúnaðarskrímslin
til, hvort heldur þau eru EB-
skrímsli, bandarísk eða íslensk. Þótt
nánast allir viðurkenni hringavit-
leysu landbúnaðarins er hver sjálf-
um sér næstur þegar kemur að því
að vinda ofan af henni, eins og til-
raunir á vegum GATT stefna að.
Útrýmingarótti landbúnaðarins
--„
Islenskir bændur og talsmenn
þeirra hafa látið í ljósi ótta við að ís-
lenskur landbúnaður muni hrynja
eins og spilaborg verði af þeim
samningum sem standa fyrir dyrum
á vegum GATT. í því felst vissulega
nokkur viðurkenning á því að land-
búnaðurinn hér stendur á brauðfót-
um. Hins vegar er vandséð að hann
hrynji með nýjum GATT-reglum
þótt þær kölluðu á einhverjar breyt-
ingar.
I fyrsta lagi er gert ráð fyrir að ein-
stök ríki geti verið með sérstaka
verndartolla til að vega upp verð-
mun á innlendum og innfluttum
landbúnaðarafurðum. I öðru lagi er
gert ráð fyrir að hægt verði að koma
í veg fyrir innflutning á matvælum
sé hætta á smitsjúkdómum. Eðlilegt
er því að íslendingar geri fyrirvara
um innflutning á fersku kjöti og lif-
andi búpeningi vegna smithættu.
í tillögum Dunkels er að vísu gert
ráð fyrir að úrskurðarvaldið í þeim
efnum verði í höndum sérstakrar úr-
skurðarnefndar á vegum GATT. Sé
það mat manna að rök fyrir smit-
hættu haldi ekki gagnvart slíkri úr-
skurðarnefnd er sjálfsagt að setja
skýran fyrirvara um þau efni.
Þá er erfitt að ímynda sér stór-
fellda flutninga með mjólk til lands-
ins og þyrfti hún að vera dýr hér til
að slíkt borgaði sig. Eins er afar ólík-
legt að landsmenn hættu að borða
íslenskt lambakjöt þó svo að það
kynni að vera eitthvað dýrara en
innflutt kjötvara.
Spaugstofuumræðan á Alþingi
Umræðan um landbúnaðarmálin
vill oft verða ansi spaugileg og
þrungin tilfinningalegum rökum.
Þannig stendur Ragnar Arnalds upp
á Alþingi og segir að ef samnings-
drögin eins og þau liggja fyrir verði
samþykkt muni það opna fyrir sölu
landbúnaðarafurða á lágu verði.
Skömmu síðar stendur félagi hans
úr Norðurlandskjördæmi vestra,
Páll Pétursson, upp og segir að ís-
lenskir neytendur muni ekki eiga
aðgang að góðum og ódýrum bú-
vörum verði þeir háðir innflutningi.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson segir
að samkvæmt GATT-drögunum geti
þjóðir sem veitt hafa stjarnfræðileg-
um upphæðum í útflutningsstyrki
haldið því áfram. Hann gleymir að
það á ekki síður við um Islendinga
en aðrar þjóðir. Vafalaust er vand-
fundin sú þjóð sem hefur varið hlut-
fallslega meiru í útflutningsstyrki
síðustu árin en íslendingar.
Að visu hefur tekist bærileg sátt
um að hætta útflutningsbótum á
landbúnaðarafurðir. Sú ákvörðun
var ekki tekin að þeirri kröfu útlend-
inga að íslendingar hættu að undir-
bjóða heimsmarkaðinn, heldur var
hér einfaldlega um að ræða kröfu al-
þýðufólks um að hætt yrði að verja
skattpeningum þess í glórulausar
niðurgreiðslur í vonlausan útflutn-
ing. Aðstæður til landbúnaðar al-
mennt á íslandi eru með þeim hætti
að vonlaust er fyrir hann að keppa
á alþjóðamarkaði. Keppikefli
bænda ætti því að vera að framleiða
góða og ódýra vöru fyrir innlendan
markað.
Vinda þarf ofan af vitleysunni
heima og heiman
Það er hins vegar ekki við ein-
staka bændur að sakast þótt hér á
landi hafi verið rekin kolvitlaus
landbúnaðarpólitík til langs tíma.
Né er það að kenna íslenskum
bændasamtökum hvernig alþjóð-
legum viðskiptum og framleiðslu-
fyrirkomulagi á landbúnaðarvörum
víða um heim er komið. Við höfum
hingað til talið okkur hafa fullan rétt
til að niðurgreiða búvöru ofan í út-
lendinga en teljum það dauðasynd
ef þeir eiga að fá að greiða ofan í
okkur það sem við borðum.
Eðlilegt og sjálfsagt verður að telj-
ast að bændum hér á landi séu sköp-
uð svipuð skilyrði til framleiðslu og
gerist í löndunum í kringum okkur.
Það má hins vegar ekki verða til
þess að við setjum okkur upp gegn
því sem til bóta horfir í landbúnaði,
hvort heldur það er innanlands eða
meðal þjóða heims.
GATT-drögin gera ekki ráð fyrir
því að verslun með landbúnaðar-
vöru lúti almennum lögum markað-
arins eða frjálsum verslunarháttum
eins og gildir á öðrum sviðum.
Áfram er gert ráð fyrir verndun
landbúnaðarframleiðslu í einstök-
um aðilarríkjum GATT. Hins vegar
fela drögin í sér að þau eru skref í átt
að almennum og eðlilegum við-
skiptaháttum með landbúnaðarvör-
ur. Því ber að fagna.
Lifskjör okkar og
úreltir atvinnuhættir
Breytingar í landbúnaðarfram-
leiðslu sem leiða til lægra búvöru-
verðs eru einhver mesta kjarabót
sem íslensk alþýða getur fengið. ís-
lendingar greiða marga miiljarða
króna á hverju ári með innlendum
landbúnaði um leið og þeir eiga í
mestu brösum með að halda úti
sómasamlegu heilbrigðis- og
menntakerfi. Óbreytt landbúnaðar-
stefna þýðir einfaldlega verri lífs-
kjör fyrir þjóðina en ella.
Enginn efast um að íslendingar
eru almennt umburðarlyndir og
góðhjartaðir. Þótt þeir vilji mikið á
sig leggja fyrir íslenskan landbúnað
hlýtur að koma að því að þeir spyrji
sig hversu mikið þeir eru tilbúnir að
borga fyrir hann og hverju þeir eru
tilbúnir að fórna í staðinn.
Úrelt og úr sér gengið skipulag í
atvinnumálum okkar kallar á ekk-
ert annað en aukna fátækt þjóðar-
innar. Það á jafnt við í landbúnaði
og sjávarútvegi. Þjóðin, þar með
taldir bændur, hefur smám saman
verið að átta sig á að verulegra
breytinga er þörf í þeirri atvinnu-
grein. Sægreifarnir sitja hins vegar
enn fast við sinn keip og berjast
gegn kröfu tímans um breytta sjáv-
arútvegsstefnu sem leiði til hag-
kvæmari útgerðar og minni til-
kostnaðar við að sækja fisk úr sjó.
Allt kemur þetta niður á lífskjörum
þjóðarinnar.