Alþýðublaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. ianúar 1992 MMUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 90 Hermangshneykslið og útgerðareinokun Það er reginhneyksli að Sameinaðir verktakar skuli geta greitt hluthöfum sínum út 900 milljónir króna, með því að færa upp og niður verð hlutabréfa sirvna á einum og sama fundinum, og borga svo ekki krónu í skatt. Þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt það er að skattleggja fjár- magnstekjur líkt og aðrar tekjur. Alþýðuflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að fjármagnstekjur verði skattlagðar með svipuðum hætti og launatekjur. Hann bendir þó á að gæta þurfi þess að vaxtatekjur af almennum sparnaði hjá launafólki beri ekki skatt né sé um of dregið úr hvata til sparnaðar. Engu að síður er það mikið réttlætismál að greiddur verði skattur af fjármagnstekjum líkt og öðrum tekjum. Um síðustu helgi áréttaði Samband Alþýðuflokkskvenna þessa afstöðu flokks- ins og hvetur til þess að þegar á þessu þingi verði lögfestur skattur á fjármagnstekjur án þess þó að skattleggja vaxtatekj- ur af almennum sparnaði launafólks. Hermangið hefur aldrei komið upp á yfirborðið með jafn ber- sýnilegum hætti og nú. Milljónagróði hefur hrannast upp í skjóli ríkisverndaðrar einokunar á framkvæmdum fyrir bandaríska herinn, gróði sem fellur síðan í hlut fárra einstak- linga og fjölskyldna. Sárast svíður þó þjóðinni að horfa upp á slíkar upphæðir renna í vasa fárra einstaklinga án þess að greiddur sé af þeim skattur vegna hundakúnsta sem margir telja þó í samræmi við lög. Fjármálaráðherra hefur hins vegar sagt að hann ætli að láta kanna lögmæti slíkra aðgerða, enda full ástæða til, og breyta þá lögum ef með þarf. * A sama tíma og sparnaður og niðurskurður eiga sér stað hvarvetna í þjóðfélaginu virðast 900 milljónir króna eiga að fá að fljóta skattfrjálsar í vasa nokkurra einstaklinga. A sama tíma og verið er að tekjutengja elli- og örorkulífeyri og barna- bætur og taka upp þjónustugjöld á ýmsum sviðum rennur hermangsgróðinn skattfrjálst til fárra. Milljónagreiðslur til ein- staklinga frá Sameinuðum verktökum munu auk þess ekki skerða rétt þeirra einstaklinga sem njóta lífeyris og fyrir- greiðslna frá ríkinu. Þetta sýnir hversu óréttlátt það er að miða aðeins við atvinnutekjur varðandi tekjutengingu og fyrir- greiðslu ýmiss konar af hendi opinberra aðila. Skattur á fjár- magnstekjur, líkt og gengur og gerist í löndunum í kringum okkur, er því mikið og brýnt réttlætismál. En það er á fleiri stöðum en hjá Sameinuðum verktökum sem fjármagn flýtur að því er virðist fyrir utan almenn lög og regl- ur. Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur haft í för með sér fjár- magnsflæði sem skiptir milljörðum króna án þess að eigand- inn, þjóðin, komi þar nokkurs staðar nærri. Einstaklingum og útgerðum hafa verið afhent milljarðaverðmæti sem þau versla með fram og til baka án þess þó að hafa eignarhald á kvótanum. Stendur stjórnarskráin þá ekki vörð um friðhelgi eignarréttarins þegar þjóðin á í hlut, líkt og þegar einstakling- ur á í hlut? Aldagamall réttur þjóðarinnar tii að sækja sjó hefur nú verið afnuminn og færður í hendur, til þess að gera, fárra einstaklinga fyrir ekki neitt. Að sjálfsögðu þarf að vernda fisk- stofnana með því að leyfa aðeins takmarkaða sókn í þá, en það er ekkert vit í að gefa þeim sem síðastur renndi færi í sjó eða lagði net þá auðlind sem hefur staðið öllum íslendingum opin til skamms tíma. Það brýtur í bága við almenna siðgæðis- vitund þjóðarinnar þegar einstaklingum eða fámennum hóp- um er úthlutað einokunaraðstöðu til að maka krókinn, hvort heldur er á sviði fiskveiða eða í hermangi. Svo virðist þó sem hagsmunir hinna fáu útvöldu séu yfirleitt betur tryggðir en al- mennings. Því þarf að breyta. — TH FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR (Ó)vinír vel£erðar Nú reyna andstæðingar Alþýðu- flokksins og ríkisstjórnarinnar að halda fram þeirri firru að verið sé að gera grundvallarbreytingar á velferðarkerfinu og þær breyting- ar séu í andstöðu og mótsögu við einhvers konar samkomulag, sem ríkt hafi meðal landsmanna um uppbyggingu þess og aðferðir. Þetta er auðvitað argasta vit- leysa. Það er ekki verið að breyta grundvallarmarkmiðum velferð- arinnar. Það er hins vegar verið að taka hana í slipp, yfirfara og öxul- draga og skrapa hrúðurkarlana af botninum. Botnhreinsunin mun auka skriðið á skútunni og bæta hagkvæmnina. Það var auðvitað í samræmi við hefðir Alþýðubanda- lags og Framsóknar að vilja halda í botnhrúðrið enda mega þeir flokkar aldrei neitt nýtt sjá. Það er líka verið að spara á öðr- um sviðum ríkisrekstrarins til þess einmitt meðal annars að losa fjár- muni til að sinna þörfum þess sam- félags frelsis og jafnréttis sem báð- ir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að þeir styðji. Þeir, sem harðast berjast gegn þessari endurskoðun, hafa reynd- ar margir reynst velferðarkerfinu hættulegir. í hvert sinn sem þeim er hleypt til mannaforráða vinna þeir skemmdarverk. Þegar Stein- grímur J. Sigfússon fékk að vera svolitla stund í landbúnaðarráðu- neytinu eyddi hann 50 milljónum í að kaupa gjaldþrota loðdýrabú af fólki sem hann vorkenndi. Þannig er hann stórtækur í velferðarmál- um. Og Steingrímur Hermannsson lét eyða stórum fjárhæðum í að kaupa gjaldþrota fiskeldisstöð af mönnum sem hann vorkenndi. Þannig var hans velferðarhug- sjón. Við höfðum ekki efni á góð- verkum þessara miklu mannvina. Fyrir loðdýrahúsnæði Stein- gríms J. hefði mátt leysa húsnæð- isvanda 10 fjölskyldna eða manna heilan barnaskóla í eitt ár. í hvert skipti sem Alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórn tóku upp tékkheftið fóru tölvurnar í yfirdráttardeild- inni í gang og sendu gula miða inn um bréfalúgur barnanna okkar. Þeir ætla ævinlega unga fólkinu og ókomnum kynslóðum að axla byrðarnar af greiðasemi og at- kvæðakaupum þeirra. Þess vegna er falskur hljómur í hörpunni hjá Ólafi Ragnari þegar hann situr eins og glóandi engill á skýi og spilar undir sönginn hjá „velferðarvinunum" sjálfskipuðu. Einn daginn brestur harpan og ljúflingurinn lokkabjarti felíur nið- ur úr skýjunum og verður metinn af verkum sínum en ekki vængja- slætti. Sameinaðir verktakar og skattfrelsið Góð ráð fengust frá ríkisskattanefnd Sameinaðir verktakar hf. ósk- uðu eftir úrskurði hjá „þar tii bærum yfirvöldum“ hver mætti vera lækkun hlutafjár með út- greiðslu til eigenda, án þess að sá hluti eiginfjárins, sem greidd- ur væri út, skattlegðist aftur hjá híuthöfum. Frá þessu segir í fréttatilkynningu sem blaðinu barst frá Sameinuðum verktök- um, sem nú eru heitasta um- ræðuefnið. Ríkisskattanefnd, æðsta dómsstigið á sínu sviði, veitti verktökunum góðfúslegar ráðleggingar. Benti á að til að komast hjá tvísköttun mætti greiða 900 milljónir, sem síðan voru greiddar hluthöfum með talsvert miklu möndli án þess að fjármálaráðherra eygði þar nokkurn vonarpening. Sameinaðir verktakar hf. segjast lengi hafa stefnt að því að breyta fé- laginu í almenningshlutafélag. Á síðasta ári voru gerðar samþykktir í þá veru að breyta Sameinuðum verktökum og íslenskum aðalverk- tökum sf. í almenningshlutafélög og fyrrgreinda fyrirtækinu ekki síðar en á þessu ári. „Var forráðamönnum Samein- aðra verktaka ljóst, að áður yrði að vera hægt að minnka eigið fé félags- ins, sem myndast hafði á löngum tíma, en félagið hafði ekki gefið út jöfnunarhlutabréf til jafns við verð- bólgu í mörg ár, en kosið heldur að auka hreina eign félagsins með hagnaði af rekstri, sem félagið hafði greitt opinber gjöld af á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningunni. Eigið fé Sameinaðra verktaka liggur fyrst og fremst í eign þess í ís- lenskum aðalverktökum sf. og eign- arhluta í stórbyggingunni Höfða- bakka 9, sem á árum áður var köll- uð Watergate meðal gárunganna, og loks í afrakstri annarrar starf- semi félagsins gegnum árin. Peningaflóðið út úr Sameinuðum verktökum vakti gífurlega sterk við- brögð um land allt í gærdag. Al- Lionskiúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði þann 3. janúar sl. félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði farsíma að gjöf. Sím- inn er ætlaður tii notkunar við starfsemi Götuvitans (útideild- ar). Tæki þetta mun nýtast ákaflega vel í starfseminni. í athöfn er fór fram í tengslum við afhendinguna menningur þekkir tvísköttun á ým- issi vöru og þjónustu og á litlar varn- ir í þeim málum. Má nú ætla að með þessum umsvifum í fjármálum verði ýtt við störfum sérstakrar nefndar, sem skipuð var til að gera tillögur um skattlagningu fjármagnstekna. Þjóðin bíður spennt. var Lionsmönnum þökkuð þessi veglega gjöf og sá hlýhugur er þeir hafa sýnt starfseminni á umliðnum árum. Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði, seg- ir að Lionsklúbburinn Ásbjörn hafi ávallt látið sig varða málefni ungs fólks og stutt æskulýðsstarfsemi með ráðum og dáð undanfarin ár. Árnl Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir taka á móti farsímanum úr hendi Erlings Jóhannssonar formanns Lionsklúbbsins Ásbjarnar Farsími i Vitann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.