Alþýðublaðið - 24.01.1992, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1992, Síða 4
4 Föstudaqur 24. ianúar 1992 4 Fréttir í hnotskurn r r EjNN A DAGIVALINN: Helgi Guöbergsson læknir segir í grein í nýútkomnu hefti af Hjartavernd, að meö þvi að bera saman íslenskar tölur og útlendar um dauðsföll megi áætla að fimmta hvert dauðsfali á íslandi sé að verulegu leyti orsakað af reykingum, um 340 dauðsföll á ári. „Ætla má að um 10% þeirra séu vegna óbeinna reykinga," segir læknirinn. KÓPAVOGUR 0G DÝRA VATNIÐ: Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, hefur sent Kópavogskaupstað bréf þar sem hann skorar á kaupstaðinn að snúa til baka frá ákvörðun um stór- fellda hækkun á vatnsskatti þar í bæ. Eins og Alþýðublaðið hefur greint frá hefur álagningarhlutfall vatnsskatts hækkað úr 0,13% í 0,20%, en á sama tíma hefur álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkað úr 0,50% í 0,485%. Ef litið er á álagninguna í heild, enda um sama gjaidstofn að ræða, kemur í ijós að álagningarhlutfallið hefur hækkað úr 0,63% í 0,685%, sem Ásmundur segir 8,7% hækkun þessara gjalda umfram verðlagshækkun. Ásmundur segir miklu skipta að Kópavogs- kaupstaður hlaupist ekki undan merkjum á þennan hátt, allir þurfi að leggjast á eitt um að skapa stöðugleika. 3.500 KOMU í JÓLAHLAÐBORÐ: Þrátt fyrir mikinn barlóm, svartagallsraus og tískuorðið bölmóð nutu margir landsmenn, sem betur fer, jólahlaðborða veitingastaðanna fyrir nýliðin jól. Elísabet Hilmarsdóttir, markaðsstjóri Flugleiðahótelanna, segir að 3.500 manns hafi komið í jólahlaðborð í Lóninu á Hótel Loftleiðum. Þar mættu einstaklingar og fjölskyldur, hópar starfsmanna og aðrir og áttu huggulega stund saman. Á myndinni sem hér fylgir eru heppnir hlað- borðsgestir, Kjartan B. Halldórsson, en hann hlaut Evrópuferð fyrir tvo í ferðahappdrætti sem hlaðborðsgestir tóku þátt í, og Kjartan I. Jónsson, sem vann ferð í innanlandsflugi að eigin vali. Með þeim á myndinni er Elísabet Hilmarsdóttir. LANDBÚN A Ð U R Niðurskurður á niðurgreiðslum - uppskurður á einokun Landbúnaður á íslandi hefur á undanförnum áratugum verið styrktur úr hófi fram. Halda mætti að alltaf hafi staðið til að gera hann ófæran um að bjarga sér á samkeppnisgrundvelli. Segja má að þær niðurgreiðslur, sem stundaðar hafa verið, séu um það bil að eyðileggja land- búnað sem atvinnugrein. Kannski er miklu fremur farið að líta á hann sem atvinnubóta- vinnu. Svo mjög er þessi grein styrkt af opinberu fé að allur metnaður er frá henni horfinn. Alls staðar er ýtt undir meðal- mennsku, enda hefur neyslan dreg- ist saman og ekki nema von, þegar vel unnin störf eru ekki verðlaunuð, en búskussum leyft að hafa allt að því eins góðar tekjur og hinum góðu bændum. Þröngsýnin í kringum landbúnað er slík að þegar sala af- urðanna dregst saman er talað um að færa þurfi framleiðsluna nær neyslunni. Aldrei er talað um að auka þurfi söluna, eins og fyrirtæki í öðrum greinum mundu gera. Hér þarf að skera upp, — og niður. Ef bakka á út úr þessu ástandi þarf fyrst að leggja niður kvótann og nið- urgreiðslurnar, enda bústofninn ekki í útrýmingarhættu og því fá- ránlegt að leggja á hann kvóta eins og fiskinn í sjónum. Kvóti á fram- leiðslu landbúnaðarvara kemur í veg fyrir frjálsa samkeppni og er því skömm á þjóðfélagi sem kennir sig við frjálsræði í viðskiptum. Þegar kvótanum hefur verið aflétt er hægt að taka til hendinni í sukk- inu. Það næsta sem gera þarf er að afnema einokun sláturhúsanna og leyfa bændum að slátra heima. Bændur skulu vera ábyrgir fyrir því að selja framleiðsluna og þeim gert kleift að semja við ákveðna kaup- endur að kjötinu, — t.d. veitinga- menn og verslanir. Slátrað verði þá eftir þörfum, jafnt sumar sem vetur. Ef þessu er framfylgt er loksins kominn grundvöllur fyrir frjálsri samkeppni í landbúnaði. Sumir kunna að álíta að slíkri stefnu sé ekki hægt að framfylgja, en það ætti að vera auðvelt. Má benda á að ekki er nauðsynlegt að vinna alla þá Niðurgreiðsl- urnar í land- búnaði eru um það bil að eyði- leggja hann sem atvinnugrein segir greinar- höíundurinn, Rögnvaldur Kr. Raínsson. vinnu sem nú er unnin með vélum. Hægt er að slátra með handafli en jafnframt gæta fyllsta hreinlætis og uppfylla þannig þær miklu og ströngu heilbrigðiskröfur sem gerð- ar eru til slátrunar. Þær háu kröfur sem nágrannalöndin hafa sett eru fyrst og fremst til verndunar fyrir þarlendan landbúnað og þau lönd loka um leið augunum fyrir því sem gert er í eigin sláturhúsum. Það má benda á að hér á landi hef- ur farið fram umtalsverð heima- slátrun á síðustu árum. Þeir sem keypt hafa „svart", hafa tekið eftir því að kjötið fæst á lægra verði en að kaupa það af sláturhúsi, og þó er kjötið í þessu tilfelli óniðurgreitt. Þannig getum við lækkað vöruverð hér innanlands. Eflaust munu marg- ir spyrja hvernig við getum þá flutt kjöt á erlenda markaði, sem gera aðrar kröfur til slátrunar. Þá er því til að svara að ekki hefur verið flutt út kjöt undanfarin misseri frá slátur- húsunum sem fullnægja kröfum er- lendu aðilanna. SÍS sér um að geyma kjötið sem ríkið hefur keypt af bændum, og sendir ríkinu reikn- inginn fyrir geymsluna. Er mér sagt að það sé drjúg tekjulind. Kunningi minn einn tjáði mér um daginn að hann hefði verið beðinn að útvega erlendum aðila kjöt. Magnið var e.t.v. ekki mikið, en samt góð byrjun, auk þess að gott verð fékkst fyrir afurðina, sem hlýtur að skipta verulegu máli. En viti menn; þegar til kom átti Sambandið ekki ekkert kjöt til útflutnings! Það svíð- ur öllu venjulegu fólki að svona durgsháttur skuli látinn líðast í kerf- inu sem við öll borgum þó fyrir. Þess vegna verður að aflétta einokuninni af landbúnaðinum í heild. Oft velti ég því fyrir mér hversu mikið opinbert fé fer til landbúnað- arins, ekki einungis í niðurgreiðslur, heldur einnig í margháttaða styrki og sjóðasukk allskonar sem fullyrt er að sé fjallmyndarlegt. Kæmi mér ekki á óvart að með einum eða öðr- um hætti kostaði þetta 10—12 millj- arða króna á ári, og er þá ekki verið að tala um lán. Ég tel okkur íslendinga standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að setja okkur á hausinn með rándýrri ríkisrekinni atvinnu- bótavinnu, eða hvort við snúum við blaðinu og látum atvinnuvegi okkar borga sig sjálfa. Sumir hafa viljað halda því fram að landbúnaður sé önnur höfuðatvinnugrein þjóðar- innar. Eflaust var það rétt fyrir 100 árum, en nú kostar landbúnaðurinn meira en hann aflar og því er tími til kominn að breyta um starfshætti í greininni. Viö bjóöum allar helstu tryggingar á hagstæöu verði! Segðu upp tryggingunni þinni með mánaðar fyrirvara og notaðu tímann til að bera saman iðgjöld trygginga- félaganna! Skandia Island Viö erum viö símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21. Sími 629011. Grænt númer 99 6290. ’

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.