Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 7. júlí 1992 Mmiiiiimtin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 - Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 Áskriftarveró kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Rétt viðbrögð ríkisstj órnarinnar Ríkisstjómin hefur nú tekið af skarið og vísað launamálum þing- manna og æðstu embættismanna ríkisins aftur til Kjaradóms. Þar með er Kjaradómur kominn með þetta viðkvæma mál aftur í hendumar og skilaboðin frá stjómvöldum og þjóðinni allri em ótvíræð. Krafan er endurskoðuð niðurstaða þar sem tekið er tillit til hins raunverulega ástands í þjóðfélaginu. ]?að er ljóst að tíminn var að hlaupa frá ríkisstjóminni í þessu máli en setning bráðabirgðalaga síðastliðinn föstudag virðist vera ásættanleg lausn fyrir flesta. Setning bráðabirgðalaga er auðvitað algert neyðarúr- ræði en var því miður nauðsynleg aðgerð við þær aðstæður sem ríktu í þjóðfélaginu. Ríkisstjómin hefur því metið stöðuna rétt og skjót við- brögð hennar hafa nægt til þess að slá á þær deilur sem höfðu magnast undanfama daga. Ríkisstjómin hefur með ákvörðun sinni gefið Kjara- dómi nýja forskrift og reglur til þess að vinna eftir. Kjaradómi ber því að kveða upp nýjan úrskurð þar sem tekið er tillit til efnahagsástands og launaþróunar í landinu. Þessu á að vera lokið í síðasta lagi fyrir lok þessa mánaðar. Þungar ásakanir vom bomar á ríkisstjómina og stjómarflokkana í því áróðursstríði sem einkenndi umræðuna um Kjaradóm. Ríkisstjómin var gerð ábyrg fyrir gerðum Kjaradóms, þrátt fyrir að hún hafí strax í upphafi málsins beðið kjaradóm um tafarlausa endurskoðun á þeirri niðurstöðu sem olli þessum darraðardansi. Nú ætti hins vegar enginn að efast um raunvemlegan vilja ríkisstjómarinnar í þessu viðkvæma máli. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og varaformaður Al- þýðuflokksins segir t.d. í samtali við Alþýðublaðið í dag: „Ég lít svo á að það séu komin afar skýr fyrirmæli til Kjaradóms, sem geta tæpast annað en leitt til þeirrar niðurstöðu að launahækkun þeirra hópa sem heyra undir dóminn verði í samræmi við það sem er að gerast í launa- málum annars launafólks í landinu. Þannig ætti engum að blandast hugur um að ríkisstjómin hefur leyst þetta mál fyrir sitt leyti“. Það er því greinilegt að ríkisstjómin hefur með þessu móti komið til móts við þær kröfur sem launþegasamtökin og almenningur í landinu setti fram á síðustu dögum. Á meðan á deilunni stóð hafði ríkisstjóm- in gott samráð með aðilum vinnumarkaðarins til þess að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. Viðbrögð Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ sýna að það er vilji til þess að koma til móts við stjómvöld og ftnna sameiginlega lausn á málinu. Framkoma Ögmundar Jónassonar formanns BSRB hefur hins vegar vakið furðu og greinilega aðeins til þess gerð að upphefja hans eigin persónu í pólitískum skollaleik. Stjómarandstaðan krefst þess að Alþingi verði kallað saman, þrátt fyrir þá lausn sem nú liggur fyrir. Úr þeirra herbúðum hafa verið gefin fyrirheit um stuttan þingtíma og samkomulag um þingsköp. Reynslan af þinginu í vetur gefur hins vegar ekki tilefni til þess að ætla að þing- heimur geti lokið svo viðkvæmu máli á tveimur til þremur dögum. Sérstaklega ber að hafa það í huga að stjómarandstöðuflokkamir hafa verulega skiptar skoðanir um hvað beri að gera. Hugmynd Alþýðu- bandalagsins var að setja launalög og að Alþingi tæki við hlutverki Kjaradóms og ákvæði laun æðstu embættismanna og þingmanna. Framsóknarflokkur vildi að niðurstaða Kjaradóms tæki gildi í áföng- um og Kvennalistakonur vildu helst ekki breyta úrskurði Kjaradóms að neinu leyti. Þama ber mikið í milli og engin heilsteypt lausn í sjón- máli hjá stjómarandstöðuflokkunum. Sú lausn sem varð ofan á hjá rík- isstjórninni virðist því vera sú eina rétta, miðað við þá erfiðu stöðu sem komin var upp í þjóðfélaginu. Það er hins vegar ekki rétt að tala um góða lausn í þessu samhengi, en vonandi verður umræðan í þjóðfélag- inu og viðbrögð ríkisstjómarinnar til þess að koma í veg fyrir slys af þessu tagi í framtíðinni. RÖKSTOLAR Mörður hirtir Ólaf Einn fárra forystumanna í Alþýðubandalaginu, sem hægt er að segja að tilheyri þessari öld en ekki þeirri síðustu er Mörður Amason. Hann er snillingur áróðursins, og átti ekki sístan þátt í að henda upp Pótemkíntjöldunum, sem í ráðherratfð Olafs Ragnars Grímssonar náðu um stund að telja þjóðinni trú um að ljóshærða goðið væri að minnsta kosti ekki verri fjármálaráðherra en þeir sem á undan fóru. Allt hrundi það náttúrlega þegar Marðar naut ekki lengur við, og Ólafur þurfti sjálfur að bæði að skrifa leikritið og stjóma. Það var eðlilega of flókið fyrir Ólaf Ragnar því líkt og Gerry Ford gat hann ekki gert tvo margslungna hluti í einu. Ford, hinn gamli forseti Bandaríkjanna, var að vísu fmmstæðari en Ólafur, því hann varð alræmdur fyrir að eiga í eríiðleikum með að ganga og tyggja í einu. Segja má að aldrei hafi í rauninni reynt á Ólaf á þeim sviðum, því í fjár- málaráðuneytinu sá Mörður um það fyrir hann einsog flest annað. Símaklefinn í Kirkjustræti Áróðurssnilld Marðar birtist um þessar mundir ekki síst í því, að hann hefur náð að tefla svo með Birtingu, sem hann stofnaði á sínum tíma sem einskonar rassvasafélag fyrir sjálfan sig og Össur Skarphéðinsson, að þeir em til, sem trúa því að Birting sé alvömfélag. Þessi blekking hefur gengið sérlega vel í Framsóknar- menn sem margir hverjir hafa ekki margbrotnari pólitískan skilning en sauðkindin, sem þeir hafa tekið að sér að vemda. New York Times okkar Islendinga, heimsblaðið Tíminn, sló því til að mynda upp á forsíðu sem aðalfrétt sl. laugardag, að nú væm í gangi sættir milli Birtingar og flokkseigendafélagsins. En staðreyndin er þvf miður sú, að nokkuð hefur kvamast úr undirstöðum Birtingar. Það sást best á miðstjómar- fundinum um daginn, þar sem tekist var á um EES. Þá fylgdi aðeins einn miðstjómarmaður Merði að málum. Meira að segja Ámi Páll Ámason, fallegur prestsonur úr Kópavogi og nýútskrifaður lögfræðingur úr Evrópuháskólanum í Belgíu, er nú genginn til liðs við félaga Jón Baldvin og orðinn skeleggur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Evrópurétti. En Ámi var á blómatíma Birtingar eitt þeirra ljósa sem leiftraði skærast. Flokkseigendafélaginu hefur hins vegar hugnast vel hin hljóðláta smækkun Birtingar. Það hefur kurrað af illa bældri Þórðargleði, þegar einn af öðrum vaskra ræðara hefur horfið úr skipsrúmi á galeiðu Ólafs Ragnars. j Þar á bær hafa menn í flimtingum, að Ólafur hafi hrakið svo marga Birtingarmenn úr flokknum að félagið gæti nú sem hægast haldið aðalfund sinn í símaklefanum í Kirkjustræti. Mörður boxar Mörður heldur hins vegar vel á sínu, og hefur vaxið mjög ásmegin. Hann er orðinn einn helsti sérfræðingur flokks stns í málum EES, og nýtur þar fomra kynna við sérfræðing utanríkisráðuneytisins í Evrópurétti. Orðstír Marðar er reyndar viðurkenndur langt utan AÍþýðubandlagsins. Einn meinlegasti penni pólitískur sem hefur stigið fram á ritvöllinn um langt skeið, Ámundi Ámundason, lýsti því þannig í frægri grein að Mörður væri „prýðilega greindur piltur með snyrtilega fram- komu". Hann bætti við, að utan jafnt sem innan ritvallar væri slagkraftur Marðar ótvíræður. Og nú er Mörður aftur byrjaður að boxa svo um munar. Þetta hefur komið berlega í ljós í umræðunni í kjölfar miðstjómarfundar Alþýðubandalagsins, sem fjallaði um EES. Hans var beðið með mikilli eftirvæntingu. Enginn gekk að því gruflandi, að þar myndi koma í ljós hvort flokkurinn kysi að tiheyra þessari öld eða þeirri síðustu. Allir vissu að Ólafur Ragnar var í vanda staddur og fundurinn yrði honum snúinn. Hann var á sínum tíma einna skeleggastur þeirra flokksmanna, sem vildu tengjast Evrópu nánari böndum, - án þess endilega að fara í Evrópubandalagið. EES var klæðskerasaumað að þörfum slíkra manna. Ólafi til hróss má líka segja, að í tíð síðustu -íkisstjórnar lmaðist hann einsog villtur foli fyrir Evrópu- vagni ríkis- stjómarinnar. Hann var maðurinn sem hikaði ekki við að segja félögum sínum, að það yrði minnsta mál í heimi að setja múlinn á Hjörleif Guttormsson og gömlu kommana. Kúvending Ólafs En fundur miðstjómar fór á annan veg en Birtingarvængur Alþýðubanda- lagsins ætlaði. Sá, sem átti að mýla, brá þess í stað múlnum á flokkinn. Hjörleifur vann. En Ólafur veit hvað til síns friðar heyrir. Meistari tækifæris- mennskunnar í íslenskum stjóm- málum brá seglum um leið og hann heyrði hvemig vindurinn blés, og breytti kúrs! Sá Ólafur sem sté inná fundinn var annar en sá sem gekk út. Nú skipti það alltíeinu höfuðmáli að vera á móti stefnunni, sem hann átti einna drýgstan þátt í að móta þegar hann var sjálfur í ríkisstjóm. Ólafur Ragnar lagði þannig ekki í að verja þá stefnu, sem hann sjálfur lagði upp með þegar sjóferðin hófst. I Herrans nafni og fjörutíu venti hann um 180 gráður. Og niðurstaðan? Jú, flokkurinn er á móti EES en vill hins vegar fara í tvíhliða viðræður á grund- velli samningsins, - sem hann er eigi að síður á móti! Hver skilur nú svona? Meira að segja gömlum doktor í fslenskum hreppstjóraættum einsog Ólafi Ragnari mun ekki takast að skýra þetta fyrir hinni íslensku þjóð. Tveir héldu þó haus. Mörður Áma- son og dr. Gísli Gunnarsson voru málsvarar skynseminnar. I umræðunni í kjölfar fundarins hefur ættarfylgjan úr Dölunum, harðfylgnin og kjarkurinn, geislað af Merði eins- og sólin af brynju heilags Georgs þegar hann lagði drekann. Fyrst tók hann Ólaf í stuttu viðtali í sjónvarpinu að kvöldi fundardags, og hirti hann einsog skólastrák sem hefur ekki reiknað heima. Pólitísk algebra En sjálfa flenginguna fékk hinn gamli mentor Marðar í óvanalega hnitmiðaðri grein í Pressunni. Hin efnislega niðurstaða Marðar Áma- sonar var sú, að formaðurinn væri berrassaður. Það kom ekki síst fram í eftirfarandi texta: „Niðurstaða Alþýðbandalagsins í málinu verðskuldar sinn sess í stjóm- málaskólum framtíðarinnar, og verður sjálfsagt skoðuð vandlega í dæma- tímum í pólitískri algebru. Hún er í stuttu máli sú að segja bæði já og nei. Nei við EES samningnum en já við megininnihaldi hans öllu. Við eigum ekki að gera EES samninginn með EFTA-ríkjunum. Hins vegar eigum við að gera EES samninginn einir sér". Og Mörður skýrir, hvemig Ólafur Ragnar ætlar sér að reyna að „...forða flokknum frá því að standa með allt niðrum sig gagnvart þeim kynslóðum kjósenda sem telja að náið alþjóðasamstarf sé íslendingum hagfelldur kostur og góður". Það ætlar hann að gera með því að láta flokkinn segja bæði já og nei, því þannig geti nefnilega „...þingmennimir greitt atkvæði allir saman í guðs friði og góðum félags- anda. Hver um sig hefur svo sitt leyfi til að vera á móti hvemig sem hann vill, bara ef hann er á móti. Sumir em á móti fríverslun, aðrir telja fullveldið í hættu, aðrir að útlendingar kaupi jarðir í sveitunum þeirra, aðrir eru á móti Jóni Baldvini. Og enn aðrir telja tryggast að vera á móti því sem maður skilur ekki". Þessum magnaða hirtingartexta lýkur Dalakollur með svofelldum hætti: „Þá (er) bara eftir að skýra það fyrir þjóðinni hversvegna flokkurinn sat í ríkisstjóm í þrjú ár meðan EES viðræðurnar fóru fram án þess að stöðva þær viðræður." Svo mörg voru Marðar orðin. Hann skrifar af skynsemi. Skynsemin er hins vegar Alþýðubanda- laginu hættuleg, ekki síst eftir að það tók sér endan- lega bólfestu í öldinni sem leið. Þarmeð er Mörður orðinn flokknum - og fóstra sínum - skeinuhættur. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. STB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.