Alþýðublaðið - 07.07.1992, Page 7

Alþýðublaðið - 07.07.1992, Page 7
Þriðjudagur 7. júlí 1992 7 Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar: Atvinnuleysisdraugurinn eflist Atvinnuleysi mest meðal kvenna á landsbyggðinni. Samkvæmt könnun Hagstofunnar sem gerð var í apríl er 3% atvinnu- leysi meðal þeirra sem eru á vinnu- markaði. Þetta er hærri tala en fram kemur í yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins fyrir maí- mánuð. Jafnframt liggur fyrir að at- vinnuleysi er nú meira en verið hefur árum saman. Vegna könnunar Hagstofunnar var hringt í 4.042 einstaklinga sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá og end- anleg svörun var 94%. Alls eru 80,9% íslendinga á vinnu- markaði, og af þeim voru 97% í vinnu en 3% atvinnulaus. í apríl f fyrra mæld- ist einungis 1,8% atvinnuleysi í sams- konar könnun og 2,7% í nóvember. Mest atvinnuleysi í kaupstöðum Talsverður munur er á atvinnuþátt- töku karla og kvenna. 87,1% karla eru á vinnumarkaði en 74,5% kvenna. Þá er atvinnuleysi meira meðal kvenna, 3,8%, á móti 2,3% hjá körlum. Mest er atvinnuleysið í kaupstöðum, 3,4%, á höfuðborgarsvæðinu er það 3,2% en einungis 1,6% í dreifbýli. Eins og við er að búast er talsverður munur á atvinnuþátttöku eftir aldri. Mest er hún hjá aldursflokknum 40-49 ára, 95%, og jafnframt er minnst at- vinnuleysi hjá fólki á þessum aldri, 1,5%. Atvinnuleysi er langmest hjá yngstu aldurshópunum. Hjá 20-29 ára fólki er það 5,3% og 4,5% hjá fólki 16-19 ára. Þegar litið er á atvinnuþátttöku eldra fólks kemur í ljós að tæp 75% fólks á aldrinum 60-69 ára er á vinnumarkaði og þar er atvinnuleysi 1,8%. Réttur þriðjungur fólks 70-74 ára er enn á vinnumarkaðinum. „Karlastörfm“ Hagstofan fór einnig ofan í saumana á atvinnugreinaskiptingu eftir kyni og búsetu. Flestir starfa við iðnað, fiskiðn- aður meðtalinn, 17% alls. 16% vinna við verslun og viðgerðir og í þriðja sæti er heilbrigðis- og félagsþjónusta með tæp 14%. Undirstöðuatvinnugreinam- ar svokölluðu, landbúnaður og sjávar- útvegur, veita nokkum veginn jafn- mörgum atvinnu. 5,5% starfa við land- búnað og 5,3 við fiskveiðar. Flestir karlar starfa við iðnað (19,4%), næst koma verslun og við- gerðir (16,5%), mannvirkjagerð (12,9%), fiskveiðar (8,9%), samgöng- ur og fjarskipti (7,1%) og Iandbúnaður (6,7%). „Kvennastörfín“ Hjá konum er röðin talsvert önnur. Langflestar starfa við heilbrigðis- og félagslega þjónustu (26,4%), þá koma verslun og viðgerðir (15,3%), iðnaður (14,3%), fræðslumál (8,5%) og fjár- málaþjónusta (5,6%). Þess má geta að 1,1% kvenna á vinnumarkaði starfa við fiskveiðar og 4,1% við landbúnað. Vinnutími kynjanna er harla ólíkur. 90,3% karla em í fullu starfi en 48% kvenna. 46,2% kvenna em í hlutastarfi en aðeins 5,7% karla. Heildarvinnutími var lengstur hjá svarendum á fertugsaldri, 45,7 klukku- stundir í viku. Næstir komu svarendur á fimmtugsaldri, sem unnu í 44 stundir. Styst var vinnuvikan hjá fólki undir tví- tugu, 28,2 klukkustundir, en stór hluti þessa hóps vinnur með námi. Fólk yfir sjötugu vann í 33,2 klukkustundir að meðaltali. Karlar unnu í 48 stundir, konur í 32,5 Vinnuvika karla reyndist mun lengri en hjá konum. Karlar unnu í rúmlega 48 klukkustundir f aðalstarfi sínu en konur í 32,5. Vinnutíminn er lengstur í dreifbýli, tæpar 46 stundir, en á höfuð- borgarsvæðinu reyndist hann að með- altali 40 stundir. Tölur Hagstofunnar um atvinnuleysi eru hærri en hjá félagsmálaráðuneyt- inu. Yfirlit ráðuneytisins um maímán- uð gaf til kynna 2,5% atvinnuleysi. Það jafngildir því að 3.200 manns hafi ver- ið án atvinnu. Skráðir atvinnuleysis- dagar vom tæplega 70.000 og skiptust nokkuð jafnt milli kynjanna. Tölur um atvinnuleysi í júní liggja ekki fyrir enn þá, en engin ástæða er til að ætla að staðan hafi batnað. Þannig er nú meira atvinnuleysi meðal skólafólks en í ann- an tíma. Meira atvinnuleysi meðal kvenna Atvinnuleysi var langmest meðal kvenna á Suðumesjum í maí, heil 8,4%, en hjá körlum á sama svæði var það 3%. Minnst atvinnuleysi var á Vesttjörðum, 0,2% en á höfuðborgar- svæðinu var það 2,1% og nokkuð svip- að meðal karla og kvenna. Atvinnu- leysi er talsvert meira á landsbyggð- inni, 2,9%, en á höfuðborgarsvæðinu, 2,1%. Tæp 4% kvenna á landsbyggð- inni vom án atvinnu í maí. íslendingar eruyfir meðallæsi Stærð bekkja skiptir ekki meginmáli. Bókasöfn mjög mikilvæg. Forskólar skipta litlu. íslendir unglingar slappir að lesa töflur og kort, en bestir allra ífrœðslutextum. Finnar hafa bestan lesskilning. Engir 14 ára unglingar í víðri veröld standa íslenskum jafnöldrum sínum á sporði við að lesa og skilja ritað fræðsluefni. Hins vegar eru þeir áberandi slappari en norrænir unglingar í að skilja upplýsingar sem eru settar fram í kortum, töflum og línuritum. Níu ára íslendingar em heldur ekki framarlega hvað lesskilning áhrærir, og virðast vera í tæpu meðallagi miðað við jafngamla skólanema á Norður- löndum. Þetta kemur fram í niður- stöðum alþjóðlegrar rannsóknar, þar sem borin var saman læsi annars vegar níu ára bama og hins vegar fjórtán ára Störfum í snarfækkar Samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar könnunar á vegum Félags ís- lenskra iðnrekenda og Lands- sambands iðnaðarmanna hefur störfum fækkað um 500-600 í þeim greinum iðnaðar sem könn- unin nær til. Þctta kcmur fram í nýjasta blaði FÍI, Á döfinni. Þar segir að gera megi ráð fyrir að störfum í iönaði í heild haft fækkað tvöfalt mcira. Það samsvar- ar 6,5% af vinnuaflsnotkun við- komandi iðngreina. Velta fyrir- tækjanna. sem þátt tóku f könnun- inni, hefur dregist saman unt 2- 2,5% að raungiidi fyrstu sex mán- uði ársins, miðað við sama tíma f fyrra. í blaði FÍl segir að samt votti fyr- ir Ijósi í myrkrinu: fækkun starfa umfram samdrátt veitu beri vott um að töluverð hagræðing fari nú fram meðai iðnfyrirtækja. unglinga í 27 löndum. Erum við gamaldags? Með læsi eiga könnuðimir við hæftleikann til að skilja og nota ritað mál, og þrjú svið voru sérstaklega könnuð: skilningur á texta sem sagði sögu, samfelldur texti sem hafði að geyma fræðslu og síðan en ekki síst skilning á þeim upplýsingaformum sem hátækniþjóðfélagið nýtir í vaxandi mæli til að koma margbreytilegum og llóknum upplýsingum á fram- færi, þeas. töflum, kortum og línu- ritum. fslendingum hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni, að hérlendir skólanemar standa mörgum þjóð- um mun aftar í skilningi á síðast- talda sviðinu. Níu ára böm voru að vfsu um miðbik könnunarinnar hvað þetta áhrærði, hvort sem borið var saman við öll þjóðemin, eða norræna nemendur sérstaklega. Kennsla á þessu sviði fer hins vegar fram að mestu leyti eftir að níu ára aldri sleppir, og staða okkar gagn- vart öðrum þjóðum á þessu sviði kemur því miklu ljósar fram í samanburði eldri unglinganna. Og einsog áður segir. þá eru fjórtán ára íslendingar vondir að lesa töílur. Miðað við allar þjóðimar sem athugaðar voru okkar unglingar aftarlega á merinni, og lægstir Norðurlandaþjóðanna, í línuritalestri og korta-. Þetta kann að spegla þá staðreynd, að íslenska skólakerfið sé ekki fyllilega í takt við hina öru þróun tæknijijóðlélagsins. Það er jafnframt afar athyglisvert, að af fréttatilkynn- ingu hinna íslensku aðstandenda könn- unarinnar má ráða, að skortur á les- skilningi á töflur og línurit virðist ekki bundinn við unglinga eina saman. Þannig er því haldið fram í tilkynn- ingunni, að Finnar hafi náð bestum árangri á „...öllum sviðum lesskiln- ings.“ Þegar skoðuð eru súlurit sem fylgja með niðurstöðunum kentur hins vegar í ljós á tveimur súluritum að fjórtán ára íslendingar em Finnum, og raunar öllum öðmm, fremri í lesskilningi á fræðslu- texturn. Finnar báru af I báðum aldurshópum sýndu Finnar mjög góð- an árangur á öllum svið- um lesskilnings, og mm komu langbest út úr könnunninni í heild. Fyrir íslendinga væri því óneitanlega fróðlegt að bera santan skólakerfíð hér og í Finnlandi, og reyna með því móti að komast að því, hvaða þættir valda yfirburðum Finna. En árangur sænskra, franskra, bandarískra og ný- sjálenskra nemenda var einnig nógu góður til að sérstök athygli er vakin á frammistöðu þeirra í fréttatilkynn- ingunni. Einkum er merkilegt að skoða hina ágætu útkomu bandarísku nem- endanna, því síðustu árin hafa borist heldur dapurlegar fregnir af hrað- vaxandi ólæsi í bandarískum skólum. Auk Finna vom skólanemar frá Hong Kong með afar góðan skilning á upplýsingum í töflum, línuritum og kortum, og vom næstbestir í báðum aldursflokkum á því sviði. Sömuleiðis voru Danir, Þjóðverjar og Svissarar góðir á þessu sviði. Krakkar frá sagnalöndun- um miklu, Grikklandi og Kýpur, sýndu óvenjulega góðan árangur á sagnasvið- inu, og raunar voru Islend- ingar líka vel yfir meðallagi í báðum ald- ursflokkum á þessu sviði. Bókasöfn mikilvæg Bestur ár- angur fylgdi þeim löndum, þar sem stór bókasöfn vom í skólum, og góð bekkjabókasöfn vom til staðar. Tíður sögulestur kenn- ara og góður tími undir hljóðlestur í bekkjum hvetur sömuleiðis til góðs lesskilnings. Þá virtist einnig sem aukinn tími undir móðurmálskennslu styrkti læsi. Nokkur kynjamunur kom fram í könnuninni. Læsi níu ára stúlkna var í flestum landanna betra en læsi drengj- anna. Þessi munur var hins vegar orðinn minni við 14 ára aldur. Athyglisvert var, að stúlkumar náðu bestum árangri á sagnasviðinu en lökustum við að lesa úr töflum og súlu- ritum. Yfirleitt náðu böm á þéttbýlissvæð- um betri árangri en böm úr dreifbýli. í nokkmm háþróuðum löndum voru sveitabömin þó ekki eftirbátar borgar- bama. Böm, sem horfa mikið á sjónvarp náðu verri árangri en þau, sem horfðu minna. Þó var það athyglisvert, að í löndum þar sem mikið var um að er- lendar kvikmyndir væru sýndar með skýringartextum á móðurmálinu, þar virtist lesskilningur bamanna vera góður. Sérlega athyglisverð er sú niður- staða, að ekki virðist skipta verulegu máli fyrir lesskilning, hvort lestrar- kennsla hefjist seint eða snemma þegar miðað er við árangur níu ára bama. Hún helur heldur ekki mikil áhrif á meðallæsi níu ára bama. Oft hefur líka verið talið, að væru sömu kennarar mörg ár með sama bekkinn yrði árang- urinn betri. Niðurstaða könnunarinnar gefur það þó ekki til kynna. Þá kom líka fram, að lengra skólaár hafði ekki áhrif á læsi níu ára bama. Þá var það óvænt niðurstaða, að læsi virtist ekki fylgja stærð bekkja, þannig að lesskilningur varekki betri ílöndum þar sem bekkir vom almennt minni. Blöndun kynja í bekki hafði heldur ekki áhrif.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.