Alþýðublaðið - 07.07.1992, Side 8

Alþýðublaðið - 07.07.1992, Side 8
 - ð. 67 'cíMoj Allar stærðir sendibíla SIMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fréttir í hnoskurn METÁR HJÁ PJÓÐLEIKHÚSINU: Þjóðleikhúsið fagnaði góðu gengi í vetur. Alls komu rúmlega 96 þúsund áhorfendur á sýningar leikhússins. Sýningar urðu 446 og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Ellefu ný verkefni voru frumsýnd og þar af fimm íslensk. Flestar urðu sýningar á leikritinu Kæra Jelena, 128 talsins, og hefurekkert verk verið sýnt jafnt oft á sama leikári. Sýningargestir voru 13.518. Emil í Kattholti laðaði að sér flesta áhorfendur, 25.799. Á Búkollu komu 11.448 og 7.087 sáu Rómeó og Júlíu. Nýja leiksviðið, Smíðaverkstæðið, kom vel út enda sló sýningin Ég heiti ís- björg, ég er ljón, rækilega í gegn. FASTEIGNAVERÐ STENDUR í STAÐ: Fasteígnaverð lækkaði nokkuð í Reykjavík á síðasti ári, að því er fram kemur í Markaðs- fréttum, sem Fasteignamat ríkisins gefa út. Raunverðslækkun á íbúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík nam í fyrra 1,85%. Nýjar tölur frá fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs benda ekki til mikilla breytinga miðað við fjórða ársfjórðung síðasta árs. Raunverð virðist hafa hækkað um 0,45% umfram lánskjaravísi- tölu. VIÐ EIGUM 140 MILLJÓNIR í GULLI: Samkvæmt nýút- komnu fréttabréfi Seðlabankans á hann eignir í gulli upp á 139.097.898 krónur. Sú tíð er löngu liðin að krónan sé gulltryggð í orðsins fyllstu merk- ingu, því til skulda bankans eru taldir seðlar og mynt upp á rétt tæpa fjóra milljarða. Annars nema heildareignir bankans rétt innan við fimmtíu millj- arða. Og auðvitað eru skuldimar nákvæmlega jafnmiklar svo engu skeikar. Ekki krónu, eins og vera ber. RAUÐAKROSSKONUR GEFA ELDHÚS: Nýlega færði Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ iðjuþjálfun Borgarspítalans svokallað þjálfunareldhús að gjöf. Það er sérhannað með þarfir fatlaðra í huga og búið mörgum hjálpartækjum. Eldhúsið auðveldar iðjuþjálfum að leggja mat á getu skjólstæðinga sinna og þar með veita ráðgjöf um hjálpartæki og aðlög- un á heimili og síðast en ekki síst er nú mögulegt að gera raunhæft mat á þjónustuþörf. Á meðfylgjandi mynd er Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi og stjómarformaður spítalans, í góðum félagsskap 1 cldhúsinu. FISKMARKAÐUR Á SKAGASTRÖND: Fyrsta uppboðið á nýjum fiskmarkaði á Skagaströnd hefur nú farið fram. Frá markaðnum les- um við í Flóanum, málsvara byggðar við Húnaflóa. Skagstrendingur hf. það öfluga togarafélag er aðaleigandi fyrirtækisins nýja, en aðrir stofnaðilar eru á Skagaströnd. Þó stendur til að bjóða fleirum aðilum á Húnaflóðasvæðinu þátttöku. Stofnfé er aðeins ein milljón króna. Stjómarformaður Fiskmarkað- arins á Skagaströnd hf. er viðskiptafræðingur hjá Skagstrendingi, Óskar Þórðarson. Tónaveisla í kvöld: í kvöld verða tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sem orðið er eitt helsta menningarvígi höfuðborgarinnar. Þar koma fram Hlíf Sig- urjónsdóttir fiðlu- leikari, Ólafur Spur Sigurjónsson selló- leikari og Símon H. Ivarsson gítarleikari. Á efnisskránni em sónata í a-moll fyrir fiðlu, gítar og selló eftir Handel ópus I númer 4, einleikss- víta fyrir selló eftir Bach númer 3 í c- dúr og dúó fyrir og gítar ópus 25 eftir Giuliani. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30 og standa í um það bil eina klukkustund. Kaffistofan verður opin og í efri sal safnsins er jafnframt sýning á æskuverk- um Sigurjóns Ólafs- sonar. Hlíf Sigurjónsdóttir og Símon H. Ivars- son: Tónleikar í kvöld ásamt Ólafi Spur Sig- urjónssyni. RUNNAR Mikill afsláttur af öllum trjám og runnum, meðan birgðir endast. Góðar plöntur. I lUMAIBðSTAftlNN OO OAROINN HIIMA GÓÐ TILBOD í TILEFNI SUMARS Gott úrval af fallegum plöntum. I em ÓLSTÓLL Fallegur, sterkur, stöðugur. Staflast mjög vel. Verð án sessu. Aðeins isyöNi SUMARVÓNDU - Brosandi blóm á betra verði - Rósabúnt, Fresíubúnt, Blandaðir blómavendir. Falleg blómabúnt á sumarverði.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.