Alþýðublaðið - 24.07.1992, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Qupperneq 1
Þorsteinn og Davíð Stál í stál um kvóta Félká far- afcfs- fæfí Nú er sá tími kominn þegar hvað flestir eru á faraldsfæti út og suður og verslunar- mannahelgin í nánd. Niels van der Bogaert og Claie Vos frá Hollandi ætluðu að þevsa um landið á þessum glæsilega fararskjóta. Þetta er þeirra fyrsta Islandsferð en þau höfðu heyrt mikið látið af náttúrufegurð íslands. Ætl- uðu þau að ferðast um landið í fjórar vikur. Þá þótti þeim forvitnilegt að kynnast hinni fámennu þjóð sem byggi þetta stóra land en ferðamál- um eru gerð nokkur skil í blaðinu í dag. A-mynd/E.ÓI. Þorsteinn mun standa ogfalla með 190 þúsund tonna þorskveiði. Snýr taflinu við innan þingflokksins eftir viðrœður við landsbyggðarmenn. Davíð verst allra fregna. Alþýðuflokkurinn vill breytta fiskveiðistjórnun. Islenski reiðhesturinn Hafró Reykja- vík græðir - Vest- firðir tapa Tillögur Hafró uni kvóta næsta veiðiárs koma afar mis- jafnlega vel út eftir kjördæm- um. Vestfirðir tapa mestu, eða alls 11,05% af núverandi kvóta meðan aflahcimildir höfuðborgarinnar aukast um 1,15%. Skýringin felst í mis- munandi samsetningu afla í kjördæmunum en staðir sem eru mjög háðir þorski koma verst út. Óbreyttar tillögur Hafró gera ráð fyrir að á landsvísu nemi skerðingin 10,67%. Þorsteinn Pálsson hefur liins vegar lagt frarn hugmyndir í ríkisstjóm- inni, sem leggja til meiri veiðar en Hafró á öðrum tegundum en þorski. Samkvæmt þeint yrði heildarskerðingin aðeins 3,33%. Hann vill jafnframt nota 12 þúsund tonna þorskkvóta Hag- ræðingarsjóðs til að jafna skerð- inguna, þannig að ekkert byggðarlag skerðist meira en 3,5%. Hins vegar er ríkisstjóm- in ekki búin að útkljá hvemig - og hvort - kvóta sjóðsins verði breytt með þessum hætti. Davíð Oddson vildi ekkert segja þegar Alþýðublaðið spurði hann í gærkvöldi hvort fótur væri fyrir því að hann íhugaði að biðjast lausnar fyr- ir Þorstein Pálsson, ef hann héldi fast við hugmyndir sínar um að leggja til einungis 190 þúsund tonna þorskkvóta fyr- ir næsta ár. Fimm af sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem blaðið hafði samband við könnuðust hins vegar við að hafa heyrt orð- róm um það, en öllum fannst með ólíkindum ef til jjess kæmi. Sömuleiðis vildi Davíð ekkert tjá sig um möguleg viðbrögð sín ef Þorsteinn hvikaði ekki frá hugmyndum sínunt um 190 þúsund tonna þorskkvóta. Traustar heimildir blaðsins segja hins vegar að það sé óbif- anleg sannfæring Þorsteins að þorskstofninn þoli ekki nema 190 þúsund tonna veiði og hann hafi ákveðið að standa eða falla með tillögu um það. Sömu heimildir herma, að hann hafi á síðustu dögum átt samtöl við nær alla þingmenn flokksins af landsbyggðinni en á þing- flokksfundi í fyrri viku lenti Þorsteinn í miklum minnihluta með hugmyndir sínar. Sam- kvæmt nýjum tillögum Þor- steins yrði tap vegna minni veiða á þorski unnið upp að verulegu leyti með auknum veiðum á öðrum tegundum. Þá hefur hann lagt til að 12 þúsund tonna þorskkvóta Hagræðingar- sjóðs verði varið til að tryggja að ekkert byggðarlag verði fyrir meiri en 3,5% skerðingu. Sam- töl Alþýðublaðsins við sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins í gær bentu ekki til annars en að með útspili sínu hafi Þorsteinn náð flestum á sitt band og hafi nú sterka stöðu í þingflokknum skerist í odda vegna kvótatil- lagna hans. Þá er blaðinu kunn- ugt um að hann hefur rætt við forsvarsmenn í sjávarútvegi og kynnt þeim hugmyndir sínar. Einnig þar hefur hann hlotið brautargengi. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa hins vegar ekki fallist á að nota Hagræðingarsjóð með þessum hætti, og tengja afstöðu sfna í því máli niðurstöðum nefndar sem vinnur um þessar mundir að endurskoðun fisk- veiðistefnu stjómarinnar. Náist ekki samkomulag inn- an stjómarinnar um kvóta næsta árs mun Þorsteinn Pálsson sam- kvæmt heimildum blaðsins ráð- inn í að gefa út reglugerð sem gerir hugmyndir hans að veru- leika. Formlega gæti þá forsætis- ráðherra beðist lausnar fyrir hann, en í dag virðist alls ekki stuðningur við það í þing- flokknum. BRETAR KAUPA HROSS Steinliggja fyrir íslenskum gœðingum. Bandaríkjamenn áhugasamir Nýlega hefur tekist að vekja áhuga Breta á íslenska reiðhestinum og er líklegt að í kjölfarið opnist góður markaður fyrir gæðinga í Bretlandi. Nú þegar eru Bretar farnir að koma hing- að til lands í leit að góðhest- um, að sögn Guðlaugs Tryggva Karlssonar, sem hefur fylgst náið með mark- aðsmálum íslenska hestsins á síðustu árum. Guðlaugur Tryggvi telur líklegt að þangað niegi á næstu árum selja hundruð rciðhcsta. „í Bretlandi er stærsti hrossamarkaður í heimi og ræktun og kynbætur á hrossum eru þar betri en annars staðar, ekki síst vegna hins gífurlega áhuga á veðhlaupum þar í landi,” sagði Guðlaugur Tryggvi. „Nú eru Bretar byrjaðir að taka þátt í Evrópumeistaramót- um íslenska hestsins og það sýnir best að áhuginn er að vakna. Það bendir allt til þess að þeir munu steinliggja fyrir íslenska gæðingnunt.” Hann kvað Félag Hrossabænda og ýmsa einstaklinga hafa unnið mjög gott starf við markaðs- vinnslu í Bretlandi. Guðlaugur Tryggvi sagði jafnframt að verulegur áfangi hefði náðst varðandi fram- tíðarsölur á Bandaríkin, þegar knapasveit undir forystu Þór- arins Jónssonar í Laxnesi hélt til keppni í Hollywood, þar sem íslenska hestinum var afar vel tekið. „Það er til dæmis ekki ama- legt, að Michael Solonton, einn af aðalforstjórunum hjá Wamer Brothers kvikmynda- félaginu í Hollywood hefur heillast af íslenska hestinum. og er hættur að koma hingað í sína árlegu sumarveiði heldur fer með Þórami í reiðtúr um landið.” Taldi Guðlaugur horfur á sölu gæðinga til Banda- ríkjanna afar bjartar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.