Alþýðublaðið - 24.07.1992, Side 4

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Side 4
4 Feröamannabærinn Calvía á Mallorka Föstudagur 24. júlí 1992 Sveitarfélag þar sem íbúarnir eru ávallt í minnihluta Spjallað við Antoni Pallicer bæjarfulltrúa og fram- kvæmdastjóra ferðamála Calvía, sem situr auk þess á þingi Balears-eyja. Blaðamaður Alþýðublaðsins og frú á spjalli við Antoni Pallicer bæjarfulltrúa. s Iniiklum ferðamannabæjum eins og Calvía á Mallorka eru bæjarbúar ávallt í minnihluta. íbúar Calvía eru nú um 22.000 en á yfír aðalferða- mannatímann á sumrin eru aðkomu- menn, túristar og farandverkafólk, um eða yfír 100 þúsund. Þar á meðal hafa verið allmargir Islendingar þó ekki sé víst að allir þeirra hafi verið sér meðvit- aðir um að þeir væru í sveitarfélaginu, Calvía. Calvía er næsta sveitarfélag vestur af höfuðborg Balears- eyjanna, Palma á Mallorka. Þar er að fínna þekkta ferða- mannastaði eins og Magaluf, Santa Ponca, Portals Nous, Palmanova, IHet- es og Peguera. Það eru allt ferðamanna- staðir sem hafa byggst upp við strönd- ina á síðustu árum og áratugum. Calvía er hins vegar þorp upp í landi þar sem ráðhús bæjarins er staðsett og stjóm- sýslan. Þar búa hins vegar aðeins um 2.000 manns. Jafnaðarmenn eru í meirihluta í bæj- arstjóm Calvía og hafa þar 11 bæjar- fulltrúa af 21. Borgarstjóri Calvía er kvenmaður að nafni Margarita Nájera. Yfírmaður ferðamála og öryggisgæslu Calvía er hins vegar bæjarfulltrúinn Antoni Pallicer. Hann situr jafnframt á þingi Balears-eyjanna fyrir Alþýðu- flokkinn spænska. Hann tók því ljúf- mannlega að ræða við blaðamann Al- þýðublaðsins þegar hann var þar á ferð fyrir skömmu. Ferðamenn - þeirra ær og kýr Antoni sagði að lífíð í Calvía snerist um ferðamannaiðnaðinn og nánast allir hefðu beint eða óbeint vinnu af honum. Þó væru enn tveir búgarðar starfræktir innan sveitarfélagsins. Fólksfjölgun hefði verið gríðarlega ör síðusíu áratugina. Þannig hefðu íbú- ar Calvía verið aðeins tæplega 5 þús- und árið 1970, verðið komnir upp í um 12 þúsund fyrir lOámm en væm nú um 22 þúsund. Hann sagði að talsverður hluti íbúaaukningar síðust ára mætti rekja til þess, að aðkomufólk sem hefði verið komið með heilsársbúsetu væm nú skráðir sem íbúar sveitarfélagsins. En væri þó mikið af farandverkafólki sem kæmi árstímabundið til vinnu í Calvía og þannig hefðu skattgreiðendur verið á síðasta ári um 39 þúsund. Tekjur bæjarfélagsins sagði Antoni vera um 6 milljarða peseta sem þættu góðar tekjur á íbúa hjá sveitarfélögum hér á landi eða u.þ.b. helmingi meiri en gerist og gengur. Þess ber þó að gæta að bærinn þarf að þjónusta margfalt fleiri en íbúatalan segir til um. Þótt tekjur af ferðamönnum séu miklar fylgir þeim vissulega umtalsverð útgjöld. Dýrt er t.d. að halda ferðamannastöðunum við Stönd Calvía er afar falleg og klettar ganga í sjó fram milli sandsfrandarinnar. Margar veglegar villur er aö finna við ströndina. Séð yflr Magaluf-ströndina. ströndina og baðströndunum hreinum. Þá þarf löggæsla á þessum stöðum að vera margfalt meiri en íbúafjöldi sveit- arfélagsins segir til um. Fasteignagjöldin gefa mest Stærsti einstaki tekjuliður bæjarins eru fasteignagjöldin en þau nema um 1/3 af heildartekjum bæjarins. Þá vega ýmis Ieyfisgjöld sem lögð eru á at- vinnurekstur f sveitarfélaginu drjúgum tekjum. Antoni sagði að urn 45% af tekjum bæjarins fari í launakostnað. Annars virtust verkefni sveitarfélagsins vera að mörgu leyti svipuð á Spáni og hér á Islandi. Þó em t.d. útgjöld til skólamála svo til eingöngu greidd af ríkinu, bæði laun starfsfólks og annar rekstrarkostnaður. Sveitarfélagið skip- ar fólk í skólanefnd líkt og hér á landi. Heilbrigðismálin þar eru einnig svo til eingöngu á vegum ríkisins eða þá einkaaðila. Bamaheimili á vegum bæjarins í Calvía eru 5 en auk þess er eitt einka- rekið dagheimili í bænum. Algengt er að við fjögurra ára aldur komist böm inn á dagheimili bæjarins en þriggja ára á einkaheimilið enda greiða foreldram- ir þar allan kostnað. Antoni sagði að hjá sveitarfélaginu væri gjaldtaka á bama- heimilin háð tekjum foreldra og þeir sem lægstar hafa tekjumar þyrftu ekki að greiða neitt. Skólamál og áhersla á íþróttir Skólaskylda á Spáni er nú orðin 10 ár eins og hér á íslandi og víðast hvar í Evrópu. Skyldunámið hefst þegar böm eru sex en þá fara þau í grunnskóla og eru þar til 14 ára aldurs. Þá tekur fram- haldsskólinn við og em tveir fram- haldsskólar í Calvía. Þar ljúka nemend- ur námi 18 ára og geta þá hafíð há- skólanám. Ibúar Balears-eyja sem em um 700 þúsund hafa sinn eigin háskóla sem sérhæfír sig sérstaklega í kennara- menntun. „Á undanförnum árum höfum við hér í Calvía lagt mjög ntikla áherslu á uppbyggingu íþróttamála", sagði An- toni. Bærinn hefði nýverið byggt helj- armikla íþróttamiðstöð, þar sem væru íþróttavellir ýmis konar auk veglegs íþróttahúss. Golfvellir staðarins eru orðnir fjórir og em ekki síst hugsaðir fyrir ferðamenn. Þá fer fram mikil siglingakeppni í Calvía á hverju ári eða í Santa Ponca. Hún er til minningar um það þegar Ja- ime 1. sigldi frá Spáni til Santa Ponca og lagði undir sig Mallorka árið 1229. í skjóli fyrir strandhöggum Ástæðan fyrir því að þorpið Calvía væri jafn langt uppi á eyjunni og raun ber vitni, sagði Ántoni vera þá, að hér fyrr á öldum hefði ekki verið talið ráð- legt að búa við ströndina vegna hætt- unnar á sjóræningjum. Því hefði Calvía verið reist upp á eyjunni í skjóli fjalla. Hún væri enn stjómmiðstöð sveitarfé- lagsins þrátt fyrir að strandbæimir væru nú orðnir miklu fjölmennari en þorpið. Enda var lífið í þorpinu Calvía með allt öðmm brag en á ferðamannastöð- unum niðri við ströndina. Þar hafa Calvíabúar nýlega reist sér veglegt ráð- hús. í kjallara hússins er veitingastaður og rekstur hans boðin út. I þessum ráð- húskjallara halda Calvía-búar gjama upp á stórafmæli og halda þar brúð- kaupsveislur. Sandfjörur og sjávarklettar Þótt ströndin á Mallorka hafi hér á öldum áður þótt ótrygg vegna sjóræn- ingja, auk þess sem hættan á malaríu var þar meiri en upp á landi, er ströndin ægifögur. Þar skiptast á sandfjörur og fallegir klettar sem ganga í sjó fram. Veður er þar milt á vetmm og sumrin hlý og sólrík. Calvía er því kjörin stað- ur fyrir sólþyrsta ferðalanga auk þess sem verðlag á Mallorca er lægra en gengur og gerist norðar í álfunni. Við spurðum Antoni að lokum hvemig hann sæi framtíð Calvía fyrir sér. Hann sagði Ijóst að ef Calvía ætlaði sér að halda sínum hlut í ferðaþjónustu þyrfti að hyggja að mörg. Ailtaf væm sveiflur í ferðaiðnaðjnum og unnið væri markvisst að vinna gegn þeim. Hann sagði að menn gerðu sér nú betur grein fyrir. að það væri ekki nóg að leg- gja áhersluna á magn heldur legði bær- inn nú meiri áherslu á gæði þjónustunn- ar. Eigum allt okkar undir ferðamönnum Búið væri t.d. að samþykkja nýtt skipulag að Magaluf með það fyrir aug- um að hún þjónaði tilgangi sínum sem ferðamannastaður. Það yrði gríðarlega dýft verkefni en ltann væri fullviss um að það myndi skilaséraftur. Viðerum íbullandi sam- keppni við aðra staði bæði hér á eyjunni og aðra staði við Miðjarðarhaf. Til dæmis hefur ferðaiðnaðurinn í Alcúdía, á hinum enda eyjarinnar, aukist mjög mikið. „Við eigum allt okkar undir því að hingað komi ferðamenn og þeir koma ekki af sjálfu sér. í Calvía snýst allt um ferðamannaiðnaðinn og ef hann bregst höfum við að engu öðru að hverfa. Við vitum af þessari stöðu okkar og stýrum okkar málum með hliðsjón af því. Ef við höldum vel á spöðunum þurfum við ekki að örvænta," sagði Antoni Pallicer að lokum við blaðamann Alþýðublaðs- ins að lokum. íbúð óskast Reglusamur og reyklaus einstæður faðir óskar eftir 3ja herb. íbúð í nágrenni Haga- og Háskóla. Upplýsingar í síma 15341 eftir kl. 19.00

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.