Alþýðublaðið - 03.12.1992, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1992, Síða 1
Framsókn hafnar erindi Nýs vettvangs um sameiginlegt framboð í Reykjavík: „Samstarf kemur ekki fil greina!" „Það getur vel verið að ein- hver atkvæði glatist en það verður bara að hafa það. Eg vil alls ekki leggja Framsókn- arflokkinn í Reykjavík að veði. Eg er enn móðguð eftir síðustu lotu,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Fyrir skömmu sendi Nýr vettvangur hinum minnihluta- flokkununt í Reykjavík beiðni um viðræður um sameiginlegt framboð fyrir næstu borgar- stjómarkosningar sem fram fara árið 1994. Á fundi fulltrúaráðs framsóknarmanna nýverið var erindi Nýs vettvangs hafnað. „Það eru allir framsóknar- menn á móti samkrulli af þessu tagi,“ sagði Sigrún. „Það snýst eitthvað við í mér þegar ég hugsa um hvemig sameiningar- tilraunimar fóm síðast. Það kemur bara alls ekki til greina." Sigrún Magnúsdóttir kvaðst Hagrœðingarsjóður Selur kvóta fyrir rúmar 100 milliónir Veiðiheimildir Hagræðing- arsjóðs fóru á mun lægra verði en gert er ráð fyrir í fjárlögum en tilboð í þriðjung af kvóta sjóðsins voru opnuð í fyrradag. Ekki fengust upp- lýsingar uin það hjá sjóðnum hverjir hefðu keypt, hversu mikið né hvernig tekin tilboð skiptust á milli tegunda fiski- skipa cða landshluta. Þrátt fyrir að tilboð í veiði- heimildimar hafi verið talsvert undir því viðmiðunarverði sem sjávarútvegsráðuneytið setti var tilboðum tekið í allar veiði- heimildir sem í boði voru nema 27 tonn af skarkola. Meðalverð af teknum tilboðum í þorsk- veiðiheimildir var 33,30 krónur kílóið, ýsan á 21,46 kr„ ufsi á 12,47 kr„ karfi á 15,33 kr, grá- lúða á 33,01 kr. og skarkoli á 20,82 krónur kílóið. Hæsta kíló- verð fyrir þorsk var hins vegar 38,10 krónur. Skipseigendur einir gátu gert tilboð í veiðiheimildir Hagræð- ingarsjóðs. Að þessu sinni var þriðjungur kvótans boðinn út og segist Svavar Ármannsson hjá Hagræðingarsjóði búast við að næsta sala fari fram í febrúar eða mars og þá verði seldur annar þriðjungur veiðiheimilda sjóðsins og seinasti þriðjungur- inn ef til vill í maí eða júní. Þeir aðilar sem buðu i kvótann nú fá frest fram til 15. desember til að standa skil á greiðslum til Hag- ræðingarsjóðs. Alþingi Atkvæðagreiðsla um EES 16. desember? Flest bendir til þess að þriðja og síðasta umræða og jafnframt atkvæðagreiðsla um EES fari fram á Alþingi þann 16. desember næstkom- andi. Fulltrúar stjórnarfr- lokkanna og stjórnarand- stöðu funduðu um stöðu og afgreiðslu þingmála í gær og voru lagðar línur fyrir störf þingsins fram að jólahléi. Búast má við að önnur um- ræða um EES fari fram í síðari hluta næstu viku eða helgina þar á eftir, en áætlað hafði verið að þær færu fram í byrjun næstu viku. Því verður hins vegar að öllum líkindum frestað að ósk stjómarandstöðunnar. Þriðja og síðasta umræða ætti svo að geta farið fram 16. desember, en stjómarflokkamir leggja mikla áherslu á að atkvæðagreiðsla fari fram sama dag. hafa lagt mikið á sig fyrir borg- arstjómarkosningamar 1990 til að sannfæra félaga sína í Fram- sóknarflokknum í Reykjavík um að taka þátt í sameiginlegu framboði flokkanna. Hún hefði viljað að flokkamir tilnefndu menn á sameiginlegan lista en viðræðumar síðan mnnið út í sandinn. Þá hefði sú leið verið valin „að búa til Nýjan vett- vang, sem var bara nýr stjóm- málaflokkur. Það kemur ekki til greina að framsóknarmenn taki þátt í slíku í stærsta kjördæmi iandsins," sagði Sigrún. Valdimar K. Jónsson pró- fessor, formaður fulltrúaráðs framsóknannanna í Reykjavík, sagði að erindi Nýs vettvangs hefði verið þunglega tekið af öllum fundannönnum. Sam- vinna um framboð kæmi ekki til greina. Framtíðarnefnd Kristnesspítala Leggur til sameiningu við Fjórðungssjúkrahúsið Sameining rekstrar Kristnesspítala og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar vænlegur kostur segir nefndin - vinn málið áfram á grundvelli skýrslunnar, segir Sighvatur Björgvinsson Nefnd sem heilbrigðisráð- herra skipaði til að gera tillög- ur um framtíð Kristnesspítala leggur til að rekstur Kristnes- spítala og Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar verði samein- aður frá og með næstu ára- mótum. „F.g er mjög ánægður með niðurstöður nefndarinn- ar og mun taka málið upp og vinna það áfram á grundvelli tillagna hennar“, sagði Sig- hvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Þetta þýðir að það nást fram þau áform sem koma fram í fjárlagafrumvarpinu og sýnir að þetta er hægt“, segir Sighvatur en hann var mjög gagnrýndur þegar hann lagði fram hug- myndir sínar um að sameina spítalana. Hann segir að nú verði gerður samningur við Fjórðungssjúkrahúsið um rekst- ur Kristnessspítala með þeim fjárveitingum sem eru á fjárlög- um. Efnislega er niðurstaða nefndarinnar sú að hún telur það mjög vænlegan kost að sameina rekstur spítalanna en með því náist spamaður og hagræðing í stjómun og mönnun auk þess sem stærstur hluti þeirra sjúk- linga sent fer til endurhæfmgar á Kristnesspítala komi frá Fjórðungssjúkrahúsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.