Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 10. desember 1992 fmniimiiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 90 Klofningur F ramsóknarflokksins Nú er staðfest, að Framsóknarflokkurinn er klofinn ofan í rót í afstöð- unni til eins af mikilvægustu málum á lýðveldistímanum, EES. í fyrstu kosningunni á þingi, sem beinlínis varðaði EES, kaus meirihluti þing- flokks Framsóknarmanna að leggjast ekki gegn samningnum, heldur sitja hjá, meðan nátttröllin í flokknum lögðust gegn EES. Margt bendir raunar til að einhverjir þingmenn Framsóknar muni beinlínis fylgja samningnum þegar til kastanna kemur. Þessi úrslit eru sigur fyrir ríkisstjómina, sem hefur haldið því fram að aðild að EES sé nauðsynleg til að Island verji stöðu sína á mörkuðum Evrópu gagnvart samkeppnisþjóðunum. Nú hefur ekki einungis leiðtogi Kvennalistans slegist í för með ríkisstjóminni í átt til nánari samskipta við Evrópu, heldur einnig yngri og vaskasti hluti stærsta stjómarandstöðu- flokksins. En kosningin er ef til meiri sigur fyrir Halldór Ásgrímsson, sem með afstöðu sinni sýndi mikinn siðferðilegan styrk. En í síðustu ríkisstjóm átti Halldór - einsog raunar aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins - drjúgan þátt í að móta stefnu Islands gagnvart samningum um EES. Undan þeirri ábyrgð vékst formaður Framsóknarmanna nær samstundis og hann var kominn úr ríkisstjóm, enda ferst honum æ meir einsog þanginu, sem rekst fyrir straumum og votum vindum. Öðm máli gegndi um Halldór Ás- grímsson. Hann axlaði sína ábyrgð, og tók málefnalega afstöðu ásamt sex öðmm þingmönnum. Sá móralski styrkur sem speglast í afstöðu Halldórs Ásgrímssonar er meiri fyrir þá sök, að með því að neita að fylgja svokölluðum þunga- vigtarmönnum flokksins í andstöðu þeirra gegn EES setti hann framtíð sína sem leiðtoga flokksins að veði. Halldór hefur um árabil verið hinn ókrýndi arftaki Framsóknarflokksins. Á síðustu missemm hefur hins vegar komið æ skýrar í ljós, að andstæðingar EES, þar á meðal giska stór minnihluti innan þingflokksins, munu neyta allra ráða til að hindra för hans að embætti formanns leggist hann ekki á sveif andstæðinga aðildar. Andspænis orðlausum hótunum gerðu því margir ráð fyrir að Aust- fjarðabersi myndi á flokksþinginu leggjast hljóður fram á hramma sína og hiusta, - fremur en tala um EES af þeirri sannfæringu sem honum býr í brjósti. Gagnstætt vonum andstæðinga EES stigu hins vegar stuðnings- menn aðildar fram á sviðið og drógu fordómalaust fram þá kosti aðildar sem Steingrímur Hermannsson hefur reynt að þaga í hel. í ljósi þróunar- innar innan flokksins þann skamma tíma sem liðinn er frá flokksþingi Framsóknar virðist hins vegar sem tæpitungulaus málflutningur varafor- mannsins hafi styrkt stöðu hans verulega. Meirihluti þingflokksins er orðinn sama sinnis og hann, - og eftir sitja nátttröllin og bíða í skelfingu eftir því að nýr dagur renni og geri þau endanlega að lífvana steingerv- ingum. Klofningurinn í Framsóknarflokknum er sögulegur sakir margra hluta. I fyrsta skipti braut Halldór Ásgrímsson sig frá formanni flokksins svo um munaði, og hefur í raun hrifsað af honum forystu innan flokksins. Um leið er Framsóknarflokkurinn í fyrsta sinni rótklofinn um mál, sem er efst á baugi hinnar pólitísku samtíðar. Hins vegar hefur það án efa blásið aukinni sannfæringu í brjóst varaformannsins og stuðningsliðs hans, að með því að leggjast ekki gegn EES em sjömenningamir í raun að brjóta Framsókn leið út úr pólitískri herkví. Staðreyndin er nefnilega sú, að stefna Steingríms Hermannssonar og Páls Péturssonar hefði gert flokkinn ósamstarfshæfan fyrir báða núverandi stjómarflokka, og þannig sjálfkrafa framlengt núverandi samstarf um eitt til tvö kjörtímabil. En síðast en ekki síst markar klofningurinn lokin á pólitískum ferli Steingríms Hermannssonar. Þess er að minnast að í eftirleik síðustu kosn- inga missti formaðurinn um hríð vald á atburðarásinni innan flokksins. Framsóknarmenn voru þá almennt sammála um að illa rökstudd árásar- ferð hans á hendur Alþýðuflokknum vegna forystu fyrir aðild að EES hefði opinberað snemmbúin pólitísk elliglöp. Þau glöp urðu Framsókn dýrkeypt, því þau komu í veg fyrir að vaxandi fylgi flokksins í könnunum snérist upp í raunvemleg atkvæði. Í stjómarmyndunarviðræðum við Alþýðuflokkinn bauð svo Framsókn höfuð Steingríms í sáttaskyni. Því var hafnað. Vandræði flokksins við að fóta sig í hinu nýja umhverfi stjómarandstöðunnar gáfu hins vegar formanninum tóm til að ná vopnum sínum á nýjan leik, og til að ná forystunni aftur í sínar hendur afréð Steingrímur að hefja herferð gegn EES. Nú er hins vegar komið að skuldadögum. Steingrímur Hermannsson tók ranga stefnu. Vaska liðið, fólk framtíðarinnar, neitar að fylgja honum eftir. Framsóknaiflokkurinn er á góðri Ieið með að skilja, að höfnun á EES leiðir sjálkrafa til einangmnar frá mikilvægustu mörkuðum íslendinga. Um leið hefur flokkurinn eignast nýjan leiðtoga. Formennska Steingríms Hermannssonar heyrir því senn fortíðinni til, - einsog andóflð gegn EES. Það er sá kaleikur sem einn af litríkari for- ingjum samtíðarinnar verður að taka í botn fyrir að víkjast undan pólitískri ábyrgð. Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna - eftir Margréti Viðar Á íslandi er oft talað um mann- réttindi sem réttinn til lífs, frelsis og eigna. Hjá Sameinuðu þjóðunum er talað um fjórfrelsi, sem á reyndar ekkert skylt við fjórfrelsi Evrópska efnahagssvæðisins, heldur er það töluvert háleitara: Trúfrelsi, tján- ingarfrelsi, frelsi frá ótta og frelsi frá skorti. Sameinuðu þjóðimartileinka daginn í dag, 10. desember, árhvert, mannrétt- indum. Þennan dag fyrir 44 ámm sam- þykkti allsherjarþingið Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og var þar lagður homsteinninn að öllu því starfi sem síðan hefur verið unnið. Mannréttindi em ekki aðeins borg- araleg og stjómmálaleg, heldur líka efnahagsleg, félagsleg og menningar- leg. Ný réttindi hafa þar að auki verið viðurkennd: Rétturinn til þróunar, frið- ar og heilsusamlegs umhverfis em þar helst, en nákvæmlega hvað í þessum réttindum felst og hvemig þeim skuli framfylgt, af hverjum og fyrir hvem, er óljóst í raun. Sameinuðu þjóðimar fylgja þeirri stefnu að öll séu réttindin jafn mikilvæg og jafn rétthá, en aðild- arríkin leggja mismikið upp úr þeim. Borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi Borgaraleg og stjómmálaleg réttindi em ýmis konar og má flokka þannig: 1. Líkamlegt frelsi og velfamaður. Þar undir em helst rétturinn til It'fs, bann við pyndingum og þrælahaldi og ferðafrelsi. 2. Andlegt frelsi. Skoðanafrelsi, trú- frelsi og tjáningarfrelsi falla undir þennan flokk. 3. Sameiginlegar athafnir. Félaga- og fundafrelsis geta menn ekki notið einir sér. 4. Réttaröryggi. Sanngjöm réttar- höld og að maður sé álitinn saklaus, uns sekt er sönnuð, em gmndvallarat- riði auk ýmissa reglna um störf lög- reglu. 5. Almenn réttindi. Jafnrétti og bann við mismunun vegna kynþáttar, kyns, trúarbragða, skoðana eða þvílíks, gilda á öllum sviðum. Virðing einstaklings- ins og sjálfsákvörðunarréttur em einn- ig almennar reglur. 6. Stjómmálaleg réttindi. Kosninga- réttur, kjörgengi og embættisgengi falla undir þennan málaflokk. Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Orðin skýra sig að mestu sjálf. Rétt- ur til fæðu, klæða, húsnæðis, vinnu, menntunar, heilsugæslu og til að taka þátt í menningarlífi em réttindi sér- hvers manns. Mannréttindasamningar Ofangreind réttindi eru ekki ein- göngu í mannréttindayfirlýsingunni, heldur líka tryggð í sérstökum alþjóða- samningum. Af öðrum slíkurn má nefna sérstaka samninga gegn misrétti gagnvart konum, gegn kynþáttamis- rétti, og um réttindi bamsins. Samning- ur um vemd fólks sem tilheyrir þjóð- emis-, tungumála- eða trúarbragða- minnihlutum er að verða tilbúinn til fullgildingar og í smíðum er samningur um frumbyggja. Framfylgd mannréttinda Islendingar vita nú orðið almennt af Mannréttindadómstóli og Mannrétt- indanefnd Evrópuráðsins. Sameinuðu þjóðimar ráða ekki yfir svo þróuðum aðferðum til að tryggja að allir njóti þeirra mannréttinda sem samningar og yfirlýsingin gera ráð fyrir. Ymislegt er þó gert til þess að framfylgja og hafa eftirlit með mannréttindum. Skýrslugjöf í flestum samninganna er gert ráð fyrir að ríki skili reglulega skýrslum um hvemig þau framfylgja samningn- um. Þær eru síðan skoðaðar og gagn- rýndar af sérstökum nefndum, skipuð- um sérfræðingum. Málskot Oft er gert ráð fyrir í samningum að ríki geti klagað frammistöðu hvers annars fyrir nefndunum, en það er mjög fátítt í raun. I fylgisamningi við samninginn um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi er einstaklingum gert kleift að senda inn kvartanir um brot á sér, en niðurstöður Mannréttindaeftirlitsnefndarinnar em ekki bindandi, þó flest ríki taki tillit til þeirra, hafi þau á annað borð fullgilt fylgisamninginn. Alþjóðlegur þrýstingur Þau ríki sem ekki hafa fullgilt mann- réttindasamningana sleppa ekki við gagnrýni þrátt fýrir það. A þau er beitt mælikvarða mannréttindayfirlýsingar- innar. Umræður um mannréttindi og mannréttindabrot í einstökum ríkjum fara helst fram í allsherjarþinginu og mannréttindanefndinni, sem er skipuð 54 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Kvörtunum einstaklinga og hópa til Sameinuðu þjóðanna er safnað saman og ef í ljós kemur skipulegt mynstur mannréttindabrota í tilteknu landi er ástandið rætt af nefndinni á lokuðum fundi. Á opna fundinum gagnrýna ríki óspart hvert annað og nefndin sam- þykkir ályktanir um ástand mannrétt- inda í nokkrum ríkjum, þar sem brotin eru hvað grófust, ef pólitísk sjónarmið leyfa. í ályktununum eru oft ákvæði um skipun sérstaks mannréttindafull- trúa, sem falið er að gera skýrslu um viðkomandi land. Einnig eru starfandi mannréttindafull- trúar og vinnuhópar uni til- tekin brot á borð við pynd- ingar, aftökur án dóms og laga, brottnám og margt fleira. Ohjákvæmilega koma ákveðin lönd þar til skoðun- ar. Allt skapar þetta þrýsting á viðkomandi ríkisstjómir, sem flestum er annt um álit sitt út á við. Gallinn við dip- lómatískar aðgerðir er þó auðvitað að stjómmál skipta oft meira máli en efnishliðin, mannréttindin, Þá er gott að vera stórveldi eða eiga slíkt að vini. Undimefndin um vamir gegn misrétti og vemd minnihlutahópa fjallar í raun um flest sömu mál og mann- réttindanefndin sjálf, en er skipuð „óháðum sérfræðing- um“ í stað stjómarerindreka. Þá tekur hún oft ákvarðanir sem ekki nást fram á pólitísk- um vettvangi. Fyrir aðeins 50 árum þótti það ógnun við fullveldi rfkja að skipta sér af meðferð þeirra á eigin þegnum, en það er löngu hætt að vera innan- ríkismál, þótt reyndar beiti örfá ríki enn þess háttar rök- semdum, þegar til þeirra sjálfra er litið. Þróunin var hægfara í fýrstu, en er nú sí- fellt örari. Einstaklingurinn er varinn af reglum þjóðar- sáttar og mannréttindabrot koma öllum við. Höfundur er lögfræð- ingur og stundar nú nám við háskólann í Lundi í Svíþjóð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.