Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 10. desember 1992 Almenna bókalélagið stórtækt á iólabókavertíðinni - AB gefur út íslenskt auðmannatal eftir tvo unga sagnfræðinga og suðrœnir saltfiskréttir af spœnsk/íslenskum toga nema land með aðstoð SIF íslenskum bókmenntaunnendum sjálfsagt til mikillar gleði er jólavertíð- in þetta árið síst minni umfangs en und- anfarin ár. Mörgum kenningum hefur verið haldið á lofti vegna hvers þetta stafar. Ein er sú að við íslendingar sé- um, þrátt fyrir allt, alveg heilmikil bókaþjóð. Eftir að brestir tóku að myndast í múr myndbandamenningar- innar og þjóðin tók að letjast við að borga afruglaragjöldin hefur bókin stöðugt sótt í sig veðrið. Bækumar eru vissulega mismikið merkilegar enda mismikið í þær lagt af höfundanna hálfu. En það er með bækumar eins og myndböndin og afþreyingarefnið á stöð númer tvö, innan um fjöldann leynist alltaf ein og ein virkilega góð, eða í versta falli áhugaverð... Almenna bókafélagið, með Pressuforstjórann Friðrik í fararbroddi, er með nokkur al- veg hreint ágætis innlegg í jólabóka- bankann þetta árið. Vafalaust er AB meðal stórtækustu bókaforlaganna á því sviði. Athugum neðangreindar bækur nánar. Islenskir auðmenn Höfundar Islenskra auðmanna eru Jónas Sigurgeirsson (einn af þeim sem aðstoðuðu Hannes Hólmstein Gissurarson við Jón Þorláksson forsæt- isráðherra) og Pálmi Jónasson (Kristjáns- sonar á DV). Bókin er safaríkt upplýsingarit um vel á annað hundr- að auðugustu íslend- ingana, þá sem eiga í hreinum eignum að minnsta kosti 200 milljónir króna. Á bókarkápu segir að viðfangsefnið sé viðkvæmt mál og að hér sé hulunni svipt af þeirri leynd sem umlykur auð og peninga. Það er meðal annars gert með því að greina frá því hvemig auðæfunum hafi verið safnað. Höfundamir segja í formála að víða hafi verið lcitað fanga við gerð bókar- innar. Stuðst sé við allar opinberar upp- lýsingar sem liggja fyrir, en þó byggist upplýsingar bókarinnar ekki síst á við- tölum við fjölmarga sérfróða aðila, sem skiljanlega hafa farið fram á nafn- leynd. Margir af þeim sem um er fjall- að hafa sjálfir veitt upplýsingar, að sögn höfundanna. Einhverjir hafa þó skorast undan og ekki hirt um að leið- rétta það sem kunni að vera missagt. í bókinni em fjölmargar myndir af bæði einstaklingum og mannvirkjum auk margskonar skýringamynda. (320 blaðsíður. - Verð: 2.995 krónur.) Jón Þorláksson forsætisráðherra Höfundur er Hannes Hólmstein Gissurarson. Þetta er geysimikið rit- verk og hefur verið afar lengi í smíð- um. Jón Þorláksson var verkfræðingur að mennt og sem landsverkfræðingur var hann brautryðjandi hér á landi í vegamálum og byggingamálum. Fyrir Reykvíkinga var hann frumkvöðull í vatns-, rafmagns- og hitaveitumálum. Síðan snéri hann sér að stjómmálum og var þar samherji Hannesar Hafsteins. Jón Þorláksson var einn af stofnendum íhaldsflokksins og síð- ar Sjálfstæðisflokks- ins. Hann var fyrsti formaður síðamefnda flokksins og ráð- herra fyrir þann fyrmefnda, fyrst fjár- málaráðherra og loks forsætisráðherra. Jón endaði feril sinn sem borgarstjóri í Reykjavík, einhver sá framkvæmda- samasti og dugmesti sem í því starfi hefur setið. Líf þessa húnvetnska bóndasonar var vissulega fjölbreytt. Þó beindist það allt í eina átt-, að verkleg- um framkvæmdum og því að vinna þjóðina út úr húskuldanum, samgöngu- leysinu og fátæktinni. Bókin er prýdd fjölda mynda sem margar hverjar hafa ekki birst áður á prenti. (600 blaðsíður [!]. - Verð: 3.995 krónur.) Suðrænir saltfiskréttir Höfundar þessarar bókar eru Jordi og Maite Busquets, Sigríður Steph- ensen þýddi. Þeir bræður í anda og fé- lagar í fiski: Rúnar Marvinsson og Úlfar Eysteinsson veittu íslenska ráð- gjöf og bókin er gefín út í náinni sam- vinnu við Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Hér fáum við að kynn- ast því hvemig spænskir matreiðslu- snillingar matbúa ís- lenskan saltfisk. I bók- inni eru 59 uppskriftir að saltfiskréttum sem sýna hversu fjölbreytilegt lostæti má gera úr þessari framleiðslu landans. Hvílíkur veislumatur. (92 blaðsíður. - Verð: 1.492 krónur.) Benjamín Skáldsaga eftir Einar Örn Gunn- arsson. Höfundur er upprennandi rit- höfundur, sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 1990 og hlaut hún góða dóma. Þessi nýja bók gerist í Reykjavík og fjallar einkum um listamann- inn Benjamín og sam- skipti hans við sögu- menn. Þetta er merki- leg persónulýsing og í senn kímin og harmræn. Listamaður- inn Benjamín er málgefinn mjög og nokkuð kæmlaus á yfirborðinu, undir niðri leynist allt annar maður, allt ann- ar Benjamín. Áhugaverð saga af furðu- legum fír. (140 blaðsíður. - Verð: 2.495 krónur.) Iþróttastjörnur Viðtalsbók eftir Heimir Karlsson. í bókinni er rætt við þrjá afreksmenn í íþróttum; knattspymumanninn Atla Eðvaldsson, körfu- boltarisann Pétur Guðmundsson og handknattleikshetjuna Sigurð Sveinsson. Allir eru þeir í fremstu röð, hver á sínu sviði, og allir ]öngu lands- kunnir. Þeir segja hér frá lífi sínu, utan vallar sem innan, á opinn og einlægan hátt. í samtölum við Heimi Karlsson greina þeir frá mörgu sem aldrei hefur fram í dagsljósið kom- ið. Þeir em ófeimnir við að segja skoð- anir sfnar á ýmsum málefnum sem varða íþróttahreyfinguna og tjá sig einnig um mál sem hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni. (202 blaðsíður. - Verð: 2.695 krónur.) Adda Adda, eftir Jennu og Hreiðar end- urútgefin. Rebekka Rán Samper gerði myndir. Öddubækumar hafa not- ið mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóð- inni. Adda, er fyrsta bókin í þessum frábæra bókaflokki og kemur nú út í nýrri út- gáfu og með myndum eftir Rebekku Rán. Hinar Öddubækumar munu síðan fylgja í kjölfarið næstu árin, hver á fætur annarri. Adda átti í fyrstu erfiða daga sem munaðarleysingi og niðursetningur hjá roskinni konu í Reykjavík. Síðan eignast hún fyrir til- viljun kjörforeldra - læknishjón - og flyst með þeim í þorp úti á landi. Þar lendir hún bæði í vanda og skemmti- legum ævintýrum. (130 blaðsíður. - Verð: 1.295.) Glerfjallið Ævintýri eftir Aðulstcin Ásberg Sigurðsson. Myndir eftir Rebekku Rán Samper. Ný bamabók eftir höf- und verðlaunabókarinnar Dverga- steinn, sem kom út í fyrra. Þetta er saga . um tvo bræður, Halla GLESfJALUD og Frikka og frænkuna Gúndínu. Frikki týnist með dularfullum hætti og Gúndína og Halli fara að leita hans. Þau lenda inni í furðuheimi þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Þar kynnast þau blákonum, musteri morg- undrauganna og óhugnanlegum illfygl- um, svo eitthvað sé nefnt. (141 blað- síða. - Verð: 1.295 krónur. HAGSKYRSLUR Bækur um landsins gagn og nauðsynjar Nýlegar útgáfur EES í tölum Hagstofa Evrópubandalagsins og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, hafa geftð þetta upplýsingarit út. í því er að finna yf- irlit um mannfjölda og umhverfi, efnahagslíf, atvinnulíf, verðlagsmál, peningamál, samgöngur, menntamál o.fl. Gefnar eru upplýsingar um einstök lönd EB og EFTA og einnig dregnar saman upplýsingar fyrir EB, EFTA og Evrópska efnahagssvæð- ið í heild. Ritið kostar 100 krónur. Statistik utan gránser I samvinnu við hagstofur hinna Norðurlandanna hefur Hagstofa Islands gefið út geisladisk sem á er gagnagrunnur með nor- rænu og alþjóðlegu talnaefni. Gagnagrunninum fylgir einnig forrit sem er notað til þess að leita í honum og vinna með talna- efnið. Hægt er að setja efnið fram á myndrænan hátt, t.d. í súlum, stöplum, sneiðmyndum o.þ.h. Geisladiskurinn kostar 4.000 krónur. Fyrirtækjaskrá 1992 Hagstofan annast dreifingu hérlendis á Norrænni tölfræðihandbók (Yearbook of Nordic Statistics), sem Norðurlandaráð og Norræna hagstofan gefa út. í riti þessu er margvíslegur fróðleikur í talnaformi um Norðurlönd og þær þjóðir sem þau byggja. Handbókin fyrir árið 1992 er um 430 blaðsíður og kostar 2.500 krónur. Ný útgáfa Landshagir 1992 í ritinu er að finna mikinn fróðleik um mannfjölda, atvinnuvegi, félags- og heilbrigðismál, menntamál, þjóðarbúskap, versl- un o.m.fl. Omissandi rit öllum þeim sem vilja fræðast um hag lands og þjóðar. Ritið mun kosta 2.100 krónur. Vœntanlegar útgáfur Verslunarskýrslur 1991 í þeim eru ítarlegar upplýsingar um utanríkisviðskipti íslendinga á árinu 1991. Skýrslan hefur verið endurbætt, þannig að nú er þar að finna texta við öll tollnúmer og gerir það hana mun aðgengilegri en áður. Öllum þeim sem vilja kynna sér viðskipti okkar við umheiminn er hún ómissandi rit. Skýrslan mun kosta 1.800 krónur. Kosningaskýrslur Ut eru að koma skýrslur um Sveitarstjómarkosningamar 1990 annars vegar og Alþingiskosningar 1991 hins vegar. Tekin er upp sú nýbreytni að gefa út skýrslu um sveitarstjómarkosningar í sérriti, en skýrslan um Alþingiskosningamar er með hefð- bundnu sniði. Hvort rit mun kosta 500 krónur. Sveitarsjóðareikningar 1987-1988 Hagstofan hefur gert gangskör að því að koma út skýrslum um sveitarsjóðareikninga og síðan 1990 hafa komið út reikning- ar sveitarfélaga fyrir árin 1976-1986. í október kom út skýrsla um sveitarsjóðareikninga fyrir árin 1987 og 1988 og um ára- mót eru væntanlegar skýrslur fyrir árin 1989 og 1990. Sveitarsjóðareikningar 1987-1988 munu kosta 1.800 krónur. HAGSTOFA ÍSLANDS Skuggasundi 3, 150 Reykjavfk - Sími 91-609800 mm orn OUNNARSSÖN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.