Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 8
Gœðaflísar á góðu verði i ! 11 í "i.r 111 r i "i.r ■■■■■■PMX^Hr.1 pgnapwiriu»i.t:u pgnai m ^fí+ttfH Sl(irh(>(Sa 17. við (íullinbrú - simi 67 4X 44 Sfoeytingar við 'óíí tœlqfm. Úpið Zía ííaija tiHf. 22 STEFANSBLDM SKIPHOLTI 50 B — SÍMAR 610771 4 10771 SPÁ 3% VERÐ- BÓLGU Á NÆSTA ÁRI Vinnuveitendasambandið og sér- fræðingar þess spá 3% verðbólgu á næsta ári, þrátt fyrir að ýmsir hafi talið sig sjá merki þess að stöðugleikanum sé lokið eftir að gengið var fellt á dög- unurn. Þetta þarf ekki að verða, segja vinnuveitendur. Almennt segja þeir lit- ið svo á að 1% hækkun innflutnings- verðs leiði til rúmlega 0,4% hækkunar verðlags. Gengisfellingin leiði því til þess að verðlag innanlands verði um 2% hærra eftir nokkra mánuði en ella hefði orðið. Aðrar aðgerðir ríkisstjóm- arinnar leiði hinsvegar bæði til hækk- unar og lækkunar verðlags. STÓRTÓNLEIK- AR SKÍFUNNAR Annað kvöld heldur Skífan stórút- gáfutónleika sína á Hótel Islandi. Kynnt verður sú fjölbreytta tónlist sem útgáfan er með á markaðnum fyrir þessi jól. Þar em margir góðir eins og lesendur vita: Megas með lög af Þrem blóðdropum, Egill Olafsson með Blátt Blátt, Ragnhildur Gísladóttir, Eyjólfur Kristjánsson & Bergþór Pálsson, Did- dú, SS. Sól, Nýdönsk með lög úr Himnasendingunni, Sororicide kynnir Apocalypse. Þama verða líka Silfur- tónar og Kátir piltar. Kynnir verður Hallur Helgason. Bylgjan gefur þús- und miða á föstudag, og miða má líka fá í Skífubúðunum og fleiri góðum stöðum. MYNDLIST TIL JÓLAGJAFA Listmunahúsið að Tryggvagötu 17 opnar á laugardaginn sýningu á litlum verkum fjölmargra íslenskra lista- manna, tæplega hundrað verk, gott úr- tak verka margra þekktustu myndlist- armanna landsins. Guðrún Brynjólfs- dóttir f Listmunahúsinu segir að um allan heim gæti nú samdráttar á lista- verkamörkuðum, það gildi líka hér á landi, þrátt fyrir að mikil gróska sé í myndlist. Sýningin stendur til jóla, - og að sjálfsögðu eru litlar myndir þekktra myndlistarmanna hin ákjósanlegasta jóíagjöf. Opið 12-18 virka daga, um helgar 14- 18. HAPPDRÆTTIS- ALMANAK ÞROSKAHJÁLP- AR Það er komin góð hefð á almanakið hjá Þroskahjálp. Myndir kunnra lista- mann prýða dagatalið, núna graftk- myndir eftir 13 íslenska listamenn. Hvert dagatal er jafnframt happdrættis- miði og eru vinningar í ár tuttugu tals- ins, meðal annars Suzuki sportbíll og þrjár myndir eftir Erró, sem gaf sam- tökunum þetta verk. Almanakið kostar þúsund krónur og er gefið út í 18 þús- und eintökum. Alþýðublaðið hvetur fólk til að styðja við bakið á Þroska- hjálp með því að kaupa dagataiið. Hér er um helstu fjáröflun þarfra samtaka að ræða. SAGA AKRANESS KOMIN ÚT Fyrsta bindið í ritverkinu Akranes kom út nýlega. Þessi saga frægasta fót- boltabæjar landsins verður í þrem bind- um og er gefin út í tilefni af 50 ára af- mæli kaupstaðarins á þessu ári. Jón Böðvarsson ritar sögu Akraness og hefst hún við landnám þeirra Skaga- manna og endar árið 1922. Sögunni lýkur 1885 í fyrsta bindi. Mörgum kemur eflaust á óvart hversu samslung- in stjómmála- og menningarsaga þjóð- arinnar, einkum á Sturlungaöld og á endurreisnarskeiði því sem upp rann um 1800 eftir aldalanga hnignum og hörmungar af völdum náttúmafla og verslunareinokunar. Bókina gefur út Prentverk Akraness hf., sem er fyrir til- viljun, 50 ára eins og kaupstaðurinn sjálfur. Á myndinni eru: Indriði Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Prent- verks Akraness, Jón Böðvarsson, sögu- ritari, Steinunn Sigurðardóttir, forseti bæjar- stjómar Akra- ness, forseti ís- lands, frú Vig- dís Finnboga- dóttir, sem fékk fyrsta eintak bókarinnar, Gísli Gíslason, bæjarstjóri og formaður rit- nefndar. +IMUSIK “ííyiyNdÍR $TEH« músiA \ BÓNUSÍ STEINAl músik q MYNDIR BÓNUSK SENDUM í PÓSTKRÖFJ AUSTURSTRÆTI3?. í'k s: 33528 • LAUGAVEGUR 24 s: 18670 • ÁLFABAKKI 14 IGLAN s: 679015 • STRANDGATA 37(Hf.) s: 53762 • (■PRCnr64 (Hf.) s: 65 14 25. ATHUGIÐ AÐ VERSLANIR STEINAR MÚSÍK & MYNDIR INNI OG BORGARKRINGLUNNI ERU OPNAR TIL KL. 23:30 ÖLL KVÖLD VIKUNNAR. Skráning í öllum verslunum Steinar músík & myndir og einnig í símum 91-11620 og 91-18670 milli kl. 9:00 og 18:00 eða í síma 91-679015 milli kl. 10:00 og 23:30. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.