Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. desember 1992 3 Miðstjóm ASÍ Hvetur til upp- sagnará samn- ingum A fundi miðstjórnar ASÍ í gær voru verkalýðsfélög hvött til þess að segja upp samningum sem fyrst, þannig að þeir verði lausir 1. febrúar næstkomandi. Þá voru samþykkt harðorð mót- mæli gegn ýmsum ráðstöfunum ríkisstjómarinnar, skerðingu bama- bóta, vaxtabóta, auknum lyfja- kostnaði og kostnaði vegna tann- lækninga bama og aldraðra. Mið- stjómin segir að í öllum þessum at- riðum sé gengið þvert á kröfu ASI um aukinn jöfnuð. Skorað er á ríkisstjómina að taka ákvarðanir sínar til endurskoðunar og lýst „allri ábyrgð á hendur ríkis- stjórninni ef hún með þessum hætti velur að rjúfa grið gagnvart lág- tekjufólki.“ Flugleiðir gera stórinnkaup á bílum KAUPA FYRIR 100 MILUÓNIR 6EGN STAÐGREIÐSLU „Þetta finnst okkur hérna að sjálf- sögðu hið besta mál, það er ekki oft sem bílaumboðin selja á einu bretti hundrað bíla“, sagði Sigfús Sigfús- son, framkvæmdastjóri hjá Heklu hf. í gærdag í samtali við Alþýðu- blaðið. Þá hafði hann undirritað samning við Flugleiðir um að selja bílaleigu Flugleiða 90 bíla til að byrja með og kauprétt að 10-15 til viðbótar. Hér er um að ræða Mitsu- bishi Colt að mestu, en einnig Lanc- er, fólksbíla og skutbíla, Volkswagen Caravelle, Mitsubishi L 300 smárút- ur, Mitsubishi Pajero og Volkswag- en Camper. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða undirritaði samning- inn fyrir hönd síns félags. Heildarverð bílanna er rétt um 100 milljónir og Flugleiðir eru góður við- skiptavinur sem borgar út í hönd. Bíl- amir verða afhentir næsta vor, þegar ferðamenn taka að hópast til landsins. Sigfús Sigfússon sagðist fagna því að Bílaleiga Flugleiða, sá góði við- skiptavinur, kæmi „heim“ að nýju. Hekla hefði árum saman átt góð við- skipti við bílaleiguna. Síðast þegar hún gerði stórinnkaup, voru keyptir bílar frá P. Samúelssyni hf. í Kópavogi. Sigfús sagði að þeir hjá Heklu hf. hefðu ekki undan neinu að kvarta á þessu ári. Bílamarkaðurinn væri á botni lægðar, en þeir hefðu verið við slíku búnir. Sveiflumar í sölu bíla væm alltaf miklar hér á landi. Bílaleiga Flugleiða verður á næsta ári með nýju bílana til leigu, en auk þess 127 bfla frá þessu ári, eða um 225 bfla. Viðskiptavinimir em að lang- mestu leyti útlendingar. í heild góður pakki með einni veiga• mikilli undantekningu í fyrsta lagi ber að þakka formanni 80% eins og nú er. Af hverju telja þingflokks okkar, Ossuri Skarphéð- inssyni, fyrir þunga setu í sínu sæti ör- laganóttina forðum niðri í þingi, að- faranótt sunnudags í 22. sl., en hún gerði útslagið um stofnun þróunar- sjóðsins í sjávarútvegi. Ég er ekki í vafa um að stofnun sjóðsins var eitt mikilsverðasta skref okkar Alþýðu- flokksmanna fram á við í baráttu okk- ar fyrir upptöku veiðileyfagjalds í sjávarútvegi. Að sama skapi er ég mjög uggandi um afleiðingar þess að almennt útsvar var hækkað um 1,5%. Þetta mun leiða til ófriðar á vinnu- markaði enda verða þeir verst laun- uðu í þessu þjóðfélagi enn verr laun- aðir en fyrir aðgerðimar og var þó ekki á bætandi. Þróunarsjóðurinn mun gera það kleift að fara í alvöm í endurskipu- lagningu í sjávarútvegi, minnka af- kastagetu flotans, sameina gjaldþrota frystihús öðmm betur stæðum eða loka þeint, sem nú þegar hafa sokkið lóðrétt til botns í skuldafen fjárfest- ingaæðis undanfarinna áratuga. Sjóð- urinn inun gera það kleift að þessu markmiði verði náð án þess að lands- menn borgi brúsann. Hann á að standa undir sér með gjaldi, sem sett verður á allan afla, sem veiðist í ís- lenskri lögsögu. Þetta gjald heitir á ís- lensku máli veiðileyfagjald. Því segi ég við okkur til hamingju og undrast um leið þær óánægjuraddir innan þessa flokks, sem hafa látið í sér heyra varðandi þennan mikilverða áfanga. Sú gagnrýni er að-mínu mati ómakleg og þeir sem segja að flokkurinn hafi nánast engu náð fram í sjávarútvegs- málum hafa cinfaldlega kol kolrangt fyrir sér. Unnin orrusta, ekki stríð Stríðið er auðvitað ekki unnið þótt þessi erfiða og langa orrusta hafi ver- ið leidd farsællega til lykta fyrir flokkinn. Við eigum enn eftir að taka til endurskoðunar fískveiðistjómun- ina sjálfa, og það er sú barátta sem flokkurinn mun einbeita sér að á næstu misserum. Sjónarmið Alþýðuflokksins í sjáv- arútvegsmálum eiga sér sífellt fleiri Bolli Valgarðsson fylgjendur í þjóðfélaginu. Það er mjög athyglisvert í ljósi þess að flokk- urinn hefur ekkert sérstaklega verið í atkvæðasmölun undanfarið. Það sýnir styrk þessa flokks að hann hefur kjark til þess að taka á erfiðum málum, sem er svo brýnt fyrir þetta þjóðfélag að sé gert, þótt það kosti skítkast á alla bóga í garð flokksins. En það er í sjálfu sér mjög eðlilegt að fólk sé óá- nægt. Allar erfiðar aðgerðir koma illa við fólk, en ef árangur næst þá mun flokkurinn uppskera samkvæmt því. 1,5% hrapaleg mistök í heild er ég nokkuð sáttur við þennan s.k. krísupakka sem kynntur hefur verið af ríkisstjóminni. En það er eitt mál sem ég er afar hræddur við og það er hið 1,5% aukna útsvar, sem sett hefur verið á landslýð allan, líka þá sem liafa 70 þúsund krónur á mán- uði og jafnvel minna. Jafnvel 100 þúsund króna mánaðarlaun réttlæta varla 1,5% aukið útsvar yftr línuna nema konti til hækkun á persónuaf- slætti. Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur raunar sagt að þetta sé það í krísu- pakkanum, sem hann telji einna verst. Allt þetta ár og jafnvel lengur hefur mikið verið um það rætt, innan flokks sem utan, að nauðsynlegt sé að sam- býlisfólk og hjón geti nýtt sér skatt- kort maka til fulls en ekki einungis að menn það nauðsynlegt? Vegna þess að kaupmáttur er ekki nægilega hár fyrir fjöldann allan af fólki í þessu landi. Það er fjöldinn allur af fólki, sem hefur tæp 70 þúsund krónur á mánuði. Með þessu 1,5% aukna út- svari er enn frekar verið að skerða kaupmátt þessa fólks, til viðbótar við áhrif af gengisfellingu. Það er stað- reynd að verðlag hér á landi fer hækk- andi þrátt fyrir mun meira gengisfall flestra gjaldmiðla í kringum okkur. Til viðbótar þessari tvöföldu skerð- ingu mun sami hópur verða fyrir kjaraskerðingu af völdum hækkunar á húshitun vegna virðisaukaskattsins, sem ætlunin er að leggja á. Þreföld skerðing! Ofan á þetta skerðast bama- bætumar o. s. frv. o. s. frv. Ég efast hreinlega um að láglaunafólkið í land- inu geti tekið á sig þessar auknu byrð- ar. Eg sé fyrir mér ofurhlaðið múldýr, sem er við það að kikna. Hækkun landsútsvars réttlætanleg um leið og persónuafsláttar Ég hefði talið mun heppilegra fyrir Alþýðuflókkinn að setja alls ekki þetta 1,5% á, heldur 6,5% beint á þá sem em með yfir 200 þúsund krónur í mánaðarlaun, hækka útsvar í u. þ. b. 42% og hækka um leið persónuafslátt einstaklinga. Með þessu hefði kaup- máttur hinna verst settu í þjóðfélaginu verið vemdaður fullkomlega og ríkis- sjóður fengið þær tekjúr sem hann vantar. Utsvarsprósenta er lægri hér á landi en víðast hvar í löndunum í kringum okkur svo að alls ekkert er ó- eðlilegt að hækka hana lítillega. Vemdun kaupmáttar hinna lægst launuðu er einfaldlega það gjald sem þessi ríkisstjóm þarf að greiða til að halda friðinn í þjóðfélaginu. Það er ekki að sjá að friður muni haldast ef tekið er mark á yftrlýsingum ASI þingsins á Akureyri um að nú þegar verði öllum kjarasamningum sagt upp og verkföll undirbúin. Hvort er dýrara fyrir þjóðfélagið, alls herjar ófriður á vinnumarkaði eða ófrávíkjanleg vemdun kaupmáttar lægst launaðra í þessu landi? Bolli Valgarðsson „Við gátum hlegið að þessu í fyrstu en óneitanlega er þetta ansi neyðarlegt,“ sagði Emil B. Karlsson hjá Iðntæknistofnun um „alvarlegt slys“ sem varð í myndatexta tíma- ritsins New Scandinavian Techno- logy. Rannsóknarráð ríkisins er einn útgefanda tímaritsins. I nýjasta tölublaðinu er grein um merkar samnorrænar rannsóknir á jarð- skjálftasvæðinu á Suðurlandi. Þessar rannsóknir eru afar viðamiklar og er markmiðið að geta sagt fyrir um skjálftann mikla sem skekur Suðurland reglulega. í fréttatilkynningu með blaðinu er varað við alvarlegu slysi í myndatexta. Það má til sanns vegar færa. Birt er mynd af hálfhrundum byggingum og sagt að þetta séu afleiðingar eldgoss í Heklu í janúar 1991. Það vekur hinsvegar strax gmn- semdir lesenda að byggingamar em girtar af með grindverki sem er ræki- lega merkt lögreglunni í San Fransisco. „Við sendum tímaritinu þessa mynd frá San Fransisco með greininni til þess að gefa fólki almenna hugmynd um af- leiðingar jarðskjálfta,“ sagði Emil. Hann sagði að svo virtist sem útlits- hönnuður blaðsins, sent er prentað í Svíþjóð, hafi bætt textanum við frá eig- in brjósti. New Scandinavian Technology er geflð út í 20.000 eintökum og dreift til valins markhóps í Evrópu, Bandaríkj- unum, Kanada og Japan. Það þykir einkar vandað og fróðlegt tímarit. Mistökin verða leiðrétt í næsta blaði. Myndatexti: „Byggingar í rústum eftir gos í Heklu í janúar 1991.“ Svona hljóðaði hinn ógnvænlegi myndatexti í New Scandinavian Technology. Ef myndin prentast vel geta lesendur hinsvegar séð að grindverkin em merkt lögregl- unni í San Fransisco. Upplýst hefur verið að hugmyndaríkur sænskur út- litshönnuður tók það upp hjá sjálfum sér að leggja Reykjavík í rúst. LJÓSAPERUR FYRIR RÍKISSTOFNANIR Tilboö óskast í ýmsar geröir af Ijósaperum til notkunar í opinberum stofnunum. Útboösgögn eru afhent á skrif- stofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboö veröa opnuö á sama staö kl. 11.30 f.h. 17. desember 1992 í viðurvist viðstaddra bjóöenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7-105 REYKJAVÍK Kvenfélag Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði heldur sinn árlega jóla- og afmælisfund í Hafnarborg, föstudaginn 11. desember n.k. kl. 20.00. JÓLAHLAÐBORÐ SÖNGUR UPPLESTUR HAPPDRÆTTI Miðaverð kr. 1.400.- Sjáumst í Jólaskapi í Hafnarborg 11. des. n.k. - Allir velkomnir - Takið meö ykkur gesti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.