Alþýðublaðið - 15.01.1993, Síða 1
Dómari sýknarfélagsmálaráðherra, neitar kröfum íbáa á Seltjarnarnesi sem vildu hrekja
einhverýa unglinga af Sœbraut:
- að fatlaðir geti báið í venjulegum íbúabyggðum, segir Jóhanna
Sigurðardóttir. Fyrsta málið sinnar tegundar á Norðurlöndum
ur kvörtun hafi borist frá ná-
grönnum þar.
I dómsniðurstöðum Jóns L.
Amalds kemur fram að veru-
lega hefur dregið úr ónæði ifá
heimilinu að Sæbraut 3 síðustu
misserin. Meginröksemd hans
fyrir sýknudómi eru hinsvegar
lagaákvæði um „að fötluðum
séu sköpuð skilyrði til að lifa
eðlilegu lífí.“
„Hér er urn mikið mannrétt-
indamál að ræða,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir. „Málið
snýst um þann rétt fatlaðra að
eiga heima í venjulegri íbúa-
byggð. Þetta er fyrsti dómur-
inn sem fellur í svona máli á
Norðurlöndum. Ég hef alltaf
vitað að lögin voru okkar
megin en niðurstaðan er
sannarlega fagnaðarefni,"
sagði ráðherrann.
„Ég fagna auðvitað þcssuni
dómi. Raunar efaðist ég aldr-
ei um að þetta yrði niðurstað-
an,“ sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir í samtali við Alþýðu-
blaðið síðdegis í gær eftir að
hún hafði, sem fclagsmála-
ráðherra, verið sýknuð af
kröfum hjóna á
Seltjarnarnesi um
að starfsemi heim-
ilis fyrir einhverf
börn yrði hætt.
Það voru hjónin
Guðmundur J.
Guðjónsson og
Guðrún V. Sverris-
dóttir, Sæbraut 3,
sem höfðuðu málið
á hendur félags-
málaráðherra vegna
meðferðarheimilis-
ins að Sæbraut 2.
sig verða fyrir miklu ónæði af
völdum einhverfu bamanna,
sem „gefi frá sér óp eða vein
sem heyrist um nágrennið",
„haft tilhneigingu til að svipta
sig klæðum hvar sem er.og f
allra augsýn, hægja sér og fróa
sér kynferðislega.“ Þá saka þau
unglingana um
árásarhneigð,
innbrot og grjót-
kast svo fátt eitt
sé nefnt.
í þessu sam-
hengi er athygl-
isvert að í
Trönuhólum í
Breiðholti hefur
árum saman ver-
ið rekið sam-
bærilegt heimili
fyrir einhverfa
án þess að nokk-
Þau báru að eigendur og íbúar
allra húsa í nágrenninu stæðu að
baki þeim.
Starfsemi að Sæbraut 2 hófst
á síðustu mánuðum ársins 1989
og var stofnunin ætluð sex ung-
lingum á aldrinum 13 til 17 ára.
Guðmundur og Guðrún töldu
124 umsóknir í Kvikmyndasjóð. Úthlutað í dag:
Mikil gróska
__ ______________________U
n
segir Bryndís Schram framkvœmdastjóri
sjóðsins.
„Úthlutun verður tilkynnt í
dag en ég get því miður ekkert
sagt þér, einfaldlega af því ég
hcf ekki hugmynd um hverjir
fá styrki,“ sagði Bryndís
Schram framkvæmdastjóri
Kvikmyndasjóðs í stuttu
spjalli við Alþýðublaðið í gær.
Hvorki fleiri né færri en 124
umsóknir bárust til sjóðsins,
sem hefur 75 milljónir til ráð-
stöfunar að þessu sinni. Margir
munu því ganga bónleiðir til
búðar.
Eigi færri en 17 sóttu um
styrk til að framleiða kvik-
myndir, 44 umsóknir bárust um
handrits- eða undirbúnings-
styrki, sótt var um úthlutun
vegna 27 heimildamynda og 14
vilja gera stuttmyndir.
„Jú, auðvitað ber þetta vott
um mikla grósku," sagði Bryn-
dís.
„Og nefndarmennimir hafa
staðfest að nrikið er um mjög
forvitnilegt efni. Þetta er erfitt
val hjá þeim.“
Nýtt kerfi við atkvœðagreiðslur á Alþingi kostar
LITLAR 8 MILUÓNIR!
Einhversstaðar í galtómum
ríkiskassanum hafa nú lundist
átta milljónir til þess að borga
fyrir nýtt tölvukerfi sem á að
gera þingmönnum kleift að
greiða atkvæði einsog þeir
raunverulega vilja. Nýja kerfið
kostar átta milljónir. Ekki er
vitað hvað verður gert við
gamla kerfið - sem raunar er
svo að segja nýtt.
Fulltrúar stjómarandstöðunnar
fóm framá að tölvumálin yrðu
endurskoðuð eftir að Matthías
Gamla kerfið:
Eintómir mínusar og plúsar á
þessu flókna inælaborði sem svo
mjög hcfur vafist fyrir sumum
þingmönnum.
Bjamason Vestfjarðagoði tók að
sér að hafa vit fyrir Ama Johnsen
við atkvæðagreiðslur.
Þá hafa einstaka þingmenn átt í
talsverðum vandræðum með að
læra á takkana og kosið vitlaust;
nú siðast var frú Salóme þingfor-
seti Þorkelsdóttir réttaðsegja búin
að fella sjávarútvegssamning fs-
lands og EB. Slík mistök er að
vísu hægt að leiðrétta en þóttu
heldur hvimleið. Nú verður sem-
sagt bætt úr því.
Nýja kerfið:
Já eða nei. Oneitaniega
einfaldara.
Kannski tekst þingmönnum
nú loks að kjósa rétt.
Kjarnorkuslys
á Hverfisgötu
„Líkurnar á slysi sem þessu
hér á landi tel ég vera hverf-
andi litlar, sem betur fer“,
sagði Guðjón Petersen, for-
stöðumaður Almannavarna
eftir að samæfingu á sviðsettu
kjarnorkuslysi fóru fram í
gærdag.
„Það kom í ljós, sem við viss-
um fyrir, að hér á landi skortir á
að til séu geislamælar til að
mæla geislavirkni í matvælum, í
fiski og í jarðvegi", sagði Guð-
jón.
Sett var á svið slys á kjam-
orkuknúnu skipi við Noregs-
strendur í samvinnu við al-
mannavarnir annarra Norður-
landa. Skipstjóri ákvað að sigla
skipi sínu til Ameríku, enda
skipið lítt laskað, og nálgaðist
óðum strendur íslands. Á þeirri
siglingu jukust vandræði skip-
verja vegna sívaxandi leka á
geislavirkum efnum, sem víða
láku út, 56 menn með bmna og
geislavirk áhrif. Guðjón sagði
að á æfingunni hefðu bæði
Bandaríkjamenn og Danir lofað
búnaði til geislamælinga hér á
landi, sem hægt var að senda
með litlum fyrirvara.
Æfingin tók 8 tíma, en „sag-
an“ spannaði yfir 2 sólarhringa.
Engu að síður heppnaðist að-
gerðin hið besta. Þetta var lær-
dómsríkt, sagði Guðjón, allt
mjög raunverulegt, jafnvel sí-
fellt kvabb í fréttamönnum víðs
vegar að, allt leikið að sjálf-
sögðu.
Blaðamönnum var bannað að
koma inn á stöðvar Almanna-
varna í Lögreglustöðinni við
Hlemm, innandyra unnu menn
að sem hagkvæmastri lausn á
„kjarnorkuslysi" í samvinnu við
almannavarnir hinna Norður-
landanna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Simi 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44