Alþýðublaðið - 15.01.1993, Qupperneq 2
2
Föstudagur 15. janúar 1993
fmiiiiiimiin
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90
Munurinn á Sæbraut 2
og Sæbraut 3
Eiga fatlaðir heima í mannlegu félagi? Leyfíst þeim að búa innanum
annað fólk?
Það er raunaleg og nöturleg staðreynd að dómstólar þurftu að svara
þessum spumingum á því herrans ári 1993. í gær var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli íbúa á Seltjamamesi gegn fé-
lagsmálaráðherra. Fólkið krafðist þess að dæmt yrði óheimilt að starf-
rækja heimili fyrir einhverfa að Sæbraut 2 á Seltjamamesi.
A hverju ári fæðast að jafnaði tvö til þrjú einhverf böm. Orsakir þessa
dularfulla andlega sjúkdóms em óþekktar. Margir einhverfír einstak-
lingar búa yfír sérkennilegum hæfíleikum; en aðeins örfáum hefur tek-
ist að brjótast úr viðjum sjúkdómsins. Hin síðari ár hefur áhugi aukist
á sjúkdóminum: Margir minnast til dæmis kvikmyndarinnar Rain
Man sem skartaði sjálfum Dustin Hoffman í aðalhlutverki. En lækna-
vísindin hafa ekki síður en mógúlar í Hollywood beint athygli sinni að
einhverfu. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist en aðbúnað-
ur og skilningur á einhverfu fólki hefur aukist til muna. Á íslandi hef-
ur verið unnið markvisst og ötull starf í þessum efnum.
I greinargerð með frumvarpi að gildandi lögum um málefni fatlaðra er
tekið fram að sambýli þeirra eigi að vera í almennum íbúðahverfum.
Það hefur verið komið á fót á fimmta tug sambýla og meðferðarheim-
ila á Islandi, og flest eru þau í íbúðahverfum. í Trönuhólum í Breið-
holti hefur um margra ára skeið verið starfrækt heimili fyrir einhverfa.
Þar hafa nágrannar aldrei séð ástæðu til að kvarta. Þaðan af síður hafa
þeir efnt til samtaka í því skyni að flæma burtu einhverfu unglingana.
Reynslan er ólygnust: því miður höfðu íbúar við Sæbraut hvorki þol-
inmæði né umburðarlyndi til að bíða og sjá hvemig heimilinu vegnaði.
1 kæru fólksins á Sæbraut 3 sagði að einhverfu unglingamir á Sæbraut
2 „tmfluðu eðlilegt líf‘. Hvemig í veröldinni? Einhverfa er ekki smit-
andi, einhverft fólk er ekki hættulegt. Hinsvegar er hægt að koma af
stað farsótt með einum saman fordómum.
Jóhanna Sigurðardóttir segir í samtali við Alþýðublaðið í dag að þetta
sé fyrsta dómsmálið sinnar tegundar á Norðurlöndum. Aldrei fyrr hef-
ur verið reynt að fá dómara til þess að vísa fötluðum úr nábýli við ann-
að fólk. Það er sannarlega þakkarvert að löggjöf um málefni fatlaðra
hefur tekið stórkostlegum stakkaskiptum hin síðari ár.
Lögin tryggja að ekki þarf að leysa upp heimilið að Sæbraut 2. Það er
nefnilega svo að sambýlið á Seltjamamesi er ekki einhver kaldhreins-
uð stofnun: það er heimili nokkurra unglinga. Þeir em einhverfír, en
það ætti einfaldlega ekki að koma málinu við. Sú tíð er sem betur fer
liðin að heimili séu leyst upp og að fólk sæti hreppaflutningum. Hvert
vildi fólkið á Seltjamamesi senda einhverfu unglingana? Þeirri spum-
ingu var aldrei svarað með öðm en: Burt, burt, burt. Burt með þessa
truflun á eðlilegu lífi á Seltjamamesi.
S
I kæmnni á hendur félagsmálaráðherra segir fólkið á Sæbraut 3 að
íbúar og eigendur allra húsa í nágrenninu standi að baki þeim. Það er
dapurlegt, ef rétt er og sýnir að mikið starf er enn óunnið; það er til
marks um að fordómar og vanþekking heyra því miður ekki til sög-
unni, heldur em útbreidd plága.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur unnið marga sigra í ötulli baráttu fyrir
réttindum og hagsmunum fatlaðra, og nýtur virðingar Iangt út fyrir öll
flokksbönd. Eigi að síður er mikið verk óunnið og það er áreiðanleg-
um engum Ijósara en Jóhönnu sjálfri. Það þarf til dæmis að hreinsa til
í arfagarði fordómanna.
Fatlaðir em hluti mannlegs félags á íslandi. Heimilið að Sæbraut 2 er
nákvæmlega jafn rétthátt og merkilegt og heimilið að Sæbraut 3. Þetta
er svo einfalt mál, að ekki hefði þurft að kalla til Héraðsdóm Reykja-
víkur til að staðfesta það.
RO KSTO L A R
Forsetinn og þjóðar-
atkvæði
Ollum, sem fylgdust með aðdrag-
andanum að undirritun forseta lýð-
vcldisins á lögunum um aðildina að
EES, var ljóst að stór hluti stjómar-
andstöðunnar gerði sér drjúgar vonir
um að forsetinn synjaði undirritunar.
Ymsir málsmetandi menn í forystu
fjölmennra samtaka, ti! dæmis Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB,
gengu fram fyrir skjöldu og þrýstu fast
á forsetann um að skjóta málinu til
þjóðarinnar. Með þessu voru
byggðar upp væntingar
sem aldrei gátu staðist;
stór hópur andstæð-
inga aðildarinnar
gerði sér alvar-
legar vonir um
að forsetinn
hafnaði stað-
festingu á lög-
unum, og þetta
ágæta fólk er
væntanlega von-
svikið í dag. Hið
eina, sem and-
stæðingar EES
höfðu því upp úr
krafsinu var því að veikja
stuðning við forsetann í þeim
hópi, sem harðast hefur stutt hann.
Umræðan hefur borið keim af því,
að menn telji stjómarskrána fela í sér
sérstakt ákvæði, sem heimili forseta
íslands að beina til þjóðarinnar hverju
því máli, sem embættinu sýnist, og
svo sitji bæði forseti og ríkisstjóm
áfram, einsog ekkert hafi í skorist. Það
er vissulega af og frá. Einungis í því
alvarlega tilviki að ágreiningur haft
skapast milli þingsins og forsetaemb-
ættisins getur það gerst. Davíð Odds-
son forsætisráðherra orðaði þetta með
skýmm hætti í Morgunblaðinu í gær,
þegar hann sagði; „Hins vegar hafði
það gerst, að margir aðilar, stór og
mikil samtök, höfðu beint óskum til
embættis forseta íslands, um að hún
hlutaðist til um að málið gengi til
þjóðaratkvæðis. Það virðist að þessir
ágætu aðilar hafi talið að íslenska
stjómarskráin geymdi sérstaka heimild
til þess að forseti vísaði málum til
þjóðarinnar. Svo er ekki. fs-
lenska stjómarskráin
gefur eingöngu heim-
ild til þess að forseti
geti lagst gegn
ákvörðun þings-
ins, farið í and-
stöðu við þingið
og blandað sér í
deilumál. Þar
með væri komið
upp stríð milli
forsetaembættis
og þings. A þessu
virðist þetta ágæta
fólk ekki hafa áttað
sig."
Hvað, ef?
Kæmi upp sú staða, að forseti neytti
þessa réttar síns, þá hefði embættið
um leið lýst vantrausti á ríkisstjóm og
meirihluta hennar í þinginu. Við slíkar
aðstæður hefði engin ríkisstjóm getað
gert annað en segja af sér samdægurs.
Við það hefði myndast stjómarkreppa;
að líkindum hefði þá forsetinn óskað
eftir þvf að ríkisstjómin sæti uns þjóð-
aratkvæðagreiðslunni lyki, ellegar fal-
ið stærsta stjómarandstöðuflokknum
að mynda minnihlutastjóm fram að
henni. Hefði hins vegar þjóðaratkvæð-
ið fallið með niðurstöðu þingsins, þá
er erfítt að túlka það með öðmm hætti
en sem vantraust á dóm forsetans í
málinu, og honum tæpast stætt á öðm
en fara frá.
Niðurstaðan af slíkri atburðarás
hefði því orðið sú, að þjóðin væri full-
komlega klofin í herðar niður, án tillits
til þess máls, sem kosið væri um í
slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Traustur meirihluti
f þessu tilviki kom þó tæpast til
greina að forseti neytti þessa réttar.
Mjög traustur þingmeirihluti var fyrir
málinu; 33 voru með því, en aðeins 23
á móti. Málið stóð þvf ekki einu sinni
glöggt í þinginu. Öll helstu samtök í
atvinnulífinu, sextán að tölu, höfðu
beint áskomnum til þingsins um að
samþykkja aðildina, og ASÍ hafði ekki
lagst gegn málinu. Þvert á móti höfðu
ýmsar samþykktir frá ASÍ verið þess
eðlis, að túlka mátti sem óbeinan
stuðning við aðild, og margir
áhrifamenn í forystu þess
vom aðild samsinna.
Við bætist, að skoð-
anakannanir
sýndu að afar
stór hluti lands-
manna tók
ekki afstöðu
til málsins, og
taldi því ber-
sýnilega litla
hættu stafa af
aðild, en af
þeim sem tóku
afstöðu vom held-
ur fleiri með aðild,
og sá hópur hefur vaxið
jafnt og þétt síðustu mánuði.
Við slíkar aðstæður hlýtur að vera afar
erfitt fyrir forseta íslands að fara gegn
samþykkt trausts þingmeirihluta.
Eftir á er hins vegar fróðlegt að
velta fyrir sér, hvað hefði gerst, ef að-
stæður hefðu verið aðrar.
Sú staðreynd, að tveir flokkar
stjómarandstöðunnar klofh-
uðu í málinu, þannig að
naumur helmingur þing-
manna Framsóknar-
flokksins sat hjá,
ásamt atkvæðamesta
þingmanni Kvenna-
listans, hlýtur óhjá-
kvæmilega að hafa
veikt gífurlega stöðu
þeirra, sem beittu sér
fyrir því, að forseti
íslands neytti synjun-
arrétti embættisins.
Það má lfka minna á,
að eftir því sem mál-
þóf andstæðinga
aðildarinnar á Al-
þingi varð meira
áberandi, þá óx
þeim röddum
styrkur, sem
töldu að
nauðsynlegt
væri að tak-
marka um-
ræðuna; ann-
að hvort með
því að forseti
þingsins beitti
valdi sínu til að
setja tímamörk á
ræður þingmanna eða
að beitt yrði því ákvæði
57. greinar þingskapalaganna,
sem heimila m'u þingmönnum að legg-
ja fram tillögu um að ljúka umræðunni
innan tiltekinna marka. Forseti þings-
ins tók þá viturlegu ákvörðun að lýsa
því yfir í hljóðvarpi, að hún hyggðist
ekki beita rétti sínum til að takmarka
umræðuna, og ekki varð vart við það,
að innan stjómarflokk-
anna væri vilji,
nema hjá stöku
manni, til að
leggja fram
tillögu
sem lyti
að sama
efni. Ef
það
hefði
hins
vegar
verið
gert, hefði
það án efa
styrkt mjög
stöðu þeirra, sem
gerðu hríð að forset-
anum um að skjóta málinu til úrskurð-
ar þjóðarinnar.
Þannig má segja, að taugastyrkur
stjómarliða andspænis tilgangslausu
málþófi stjómarandstæðinga, og hjá-
seta sjö þingmanna hafi átt nokkum
þátt í að koma í veg fyrir að þær
kringumstæður sköpuðust, að alvarleg
pressa yrði á forseta lýðveldisins um
að setja málið í þjóðaratkvæði.
A-flokkarnir í góðri
stöðu
Það er hins vegar fróðlegt að ímyn-
da sér, hvað hefði gerst, ef málið hefði
farið í þjóðaratkvæði. Við þær kring-
umstæður hefði athyglin óhjákvæmi-
lega beinst með ríkum hætti að Al-
þýðuflokknum, sem hefur borið málið
uppi; líklega hefði það orðið flokknum
mjög til framdráttar og aukið fylgi
hans. Bæði hefði sá stokkur, sem hef-
ur fylgt flokknum að málum en sigið
örlítið frá vegna óánægju með ríkis-
stjómina þjappast saman á nýjan leik,
en jafnframt er ekki ólíkleg að harðir
fylgismenn EES, úr röðum Sjálfstæð-
isflokksins, hefðu komið til fylgis við
jafnaðarmenn út úr slíkum kosning-
um.
Sömuleiðis er óhjákvæmilegt annað
en Alþýðubandalagið hefði notið þess
í röðum harðra andstæðinga aðildar-
innar, að hafa verið eini flokkurinn í
stjómarandstöðunni, sem var óklofinn
í málinu, a.m.k. út á við. Formaður
flokksins, Olafur Ragnar Grímsson,
hefur að vísu með ótrúlegum hætti
leikið tveimur skjöldum í málinu og
það kynni að hafa komið flokknum í
koll. A hitt ber að líta, að hin málefna-
lega andstaða við málið hefur hvílt á
Hjörleifi Guttormssyni, sem
með ýmsum hætti hef-
ur vaxið af málinu
enda gætt þess
vendilega að
fjalla um
málið út
frá stað-
reyndum
eins og
þær hafa
horft við
honum,
en ekki
tengt það
núverandi
ríkisstjóm. Að
öllum líkindum
hefði því Alþýðu-
bandalaginu vaxið fylgi í slíku
ati, ekki síst hefði flokkurinn haft vit á
að halda formanni sínum til hlés.
Þeir, sem illa hefðu farið úr slikri
viðureign em án efa Kvennalistinn og
Framsóknarflokkurinn. Höfuð
Kvennalistans hefur skorið sig frá
stallsystmm sínum; haldið uppi mál-
efnalegri umræðu sem lauk með því
að Ingibjörg Sólrún komst einna næst
því af liði stjómarandstöðunnar að
lýsa stuðningi við málið. Málflutning-
ur hennar veikti hins vegar mjög rök
flokkssystra hennar, sem stóðust eng-
an samjöfnuð hvorki við hana, né
heldur skoðanabróður sinn í málinu,
Hjörleif Guttormsson. í þjóðarat-
kvæðagreiðslu hefði Ingibjörg Sólrún,
miðað við fyrri yfirlýsingar, orðið að
berjast við hlið þeirra sem vildu sam-
þykkt samningsins. Klofningur
Kvennalistans hefði því orðið full-
kominn, og opinberast þjóðinni með
afar afdrifaríkum hætti fyrir fylgi
hans.
Sama gildir um Framsókn. Flokkur-
inn er næstum því orðinn að
stjómlausu flaki eítir umræð-
una í þinginu og við þjóð-
aratkvæði hefðu sex
þingmenn hans, þeir
sem sátu hjá í þinginu,
ekki getað annað en
stuttu samninginn.
Gagnvart þjóðinni
hefði því Framsókn
verið sem sundurlaus
hjörð, og eflítið tapað
fylgi til Alþýðubanda-
lagsins.
Það er alls ekki ólíklegt,
að hefði atburðarásin leitt til
þjóðaratkvæðis um EES, þá
hefðu þingkosningar fylgt í kjölfarið.
í þeim hefði Alþýðuflokkurinn að lík-
indum haldið, jafnvel styrkt, stöðu
sína, og ekki ólíklegt að ríkisstjómin
hefði samanlagt náð betri árangri en í
síðustu kosningum.