Alþýðublaðið - 05.02.1993, Side 1

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Side 1
Ylrœkt - gœti hún skapað fjölmörg ný störf? BORGIN OG BLÓWVAVAL KANNA MOGIILEIKANA hollenskir hlómakaupmenn bíða eftir nákvœmri og vandaðri hagkvæmnisathugun á stóriðju í hlómarœkt í Reykjavík. Markús Orn Antonsson: Útflutningur kannaður ,,Það er rétt hjá þér, við í Blómavali höfum í samvinnu við Reykjavíkurborg, verið með frumathuganir á mögu- leikum á nýtingu heita vatns- ins til ræktunar á blómum til útflutnings,“ sagði Bjarni Finnsson, framkvæmdastjóri í Blómavali hf. í gær, þegar Alþýðublaðið ræddi við hann. Sagði Bjami að í sjálfu sér væri honum illa við að mikið væri fjallað um málið fyrr en og ef eitthvað yrði úr því. Nógu mikið væri af „fréttum" af mál- um sem aldrei yrðu að veru- leika. „Eins og stendur er þetta mál í biðstöðu og athugun. Við höf- um kannað málin bæði hér heima og úti í Hollandi. Við fór- um þangað ásamt borgarverk- fræðingi, Þórði Þorbjamarsyni, sem féll frá langt um aldur fram í fyrra og hafði unnið gott verk í þessu máli. Það var í fyrravor, sem málið var tekið upp að nýju, en athuganir höfðu verið gerðar á möguleikum okkar fyr- ir einum tíu árum“, sagði Bjami. Bjami Finnsson sagði að í Hollandi væru stór fyrirtæki í blómaverslun sem biðu nú eftir að gerð yrði vönduð hag- kvæmnisathugun, sem kostnaði mikið fé að framkvæma. Að öðm leyti var Bjami ekki tilbúinn að ræða þessi áfonn nánar. Alþýðublaðið hefur þó fregn- að að ef af framkvæmdum verði, sé hér um að ræða „stór- iðju“ í ylrækt, sem ntuni þurfa mikils fjölda starfsmanna við. Jafnframt að fyrstu viðbrögð í Hollandi hafi verið einkar já- kvæð og uppörvandi. Markús Om Antonsson borg- arstjóri sagði í samtali við Al- þýðublaðið að bráðlega kærni í Ijós hvort og hvenær hafist yrði handa. „Einkum hefur verið kannað- ir möguleikar á ræktun blóma fyrir sértæka markaði með út- flutning í huga. Það hefur líka verið talað um að með þróun í ylrækt verði hægt að rækta grænmeti í stómm stíl fyrir inn- anlandsmarkað.“ Vetrarfatnaður löggunnar Frá Litháen eða ár Kópavogi? „Tilboð lægstbjóðanda getur sparað lögreglunni 14 milljónir króna. Það þýðir í raun ein 7 eða 8 stöðuígildi í heilt ár. Eru menn ekki ein- mitt að kvarta yfir því að löggæslan sé ekki nægilega öflug“, sögðu þeir Árni Árnason og Jóhann Christiansen hjá Hexa hf. í gærkvöldi í samtali við Al- þýðublaðið. Innkaupastot'nun ríkisins mun í dag tilkynna hvaða til- boði verður tekið í vetrarfatn- að lögreglumanna, - fatnaði frá Litháen eða frá Sólinni, fyrirtæki Guðlaugs Berg- manns f Kópavogi. Talið er nokkuð ljóst að valið standi milli þessara tveggja aðila, sem buðu lægst verðin. Tek- ist er á um innlendan iðnað og innflutning. „Þessi fataframleiðsla þýð- ir ekki mikið meira en stöðu- ígildi eins eða tveggja góðra saumakvenna í eitt ár. Á móti kemur að fjölga mætti lög- reglumönnum. Menn hljóta að sjá muninn, og allir vilja spara peninga ríkisins“, sögðu þeir félagar í Hexa. Þeir sögðu Litháa bjóða upp á efni frá sömu verksmiðju og innlendir framleiðendur, það væri bara vandaðra og 17% dýrara en það sem notað hefði verið til þessa. Ein heimild Alþýðublaðs- ins taldi að þessum fatainn- kaupum lögreglunnar yrði deilt niður, en ekki vitum við sönnur á því. Guðlaugur Bergmann iðn- rekandi í Sólinni sagði í gær- kvöldi: „Við sem erurn ný- lega búnir að samþykkja Evr- ópska efnahagssvæðið, undr- umst það ef ríkisvaldið ætlar að taka undirboðum frá Aust- ur-Evrópu. Staðreyndin er sú að í fataiðnaði hér getum við þrátt fyrir allt keppt við Vest- ur- Evrópu, en alls ekki þjóð- ir í austrinu sem borga sínu fólki 1/20 af þeim launum sem borguð eru hjá mér. Mér finnst þetta háskaleg stefna ef hlaupa á eftir svona undir- boðum, - nema að það eigi að verða stefnan að laun iðn- verkafólks hér lækki niður í það sem gerist í Litháerí'. Á árinu 1993 býður Amma Lú upp á 3ja rétta kvöldverð og skemmtiatriði á löstudagskvöldum á kr. 1.993 Krónur Föstudagsgestir 1993 ^ ÚJ'orrétiir áskisúpa með stórri hörpuskel og gulrótar-linguini. Manneraður svartfugl „Carpaccio“. > Reyktur lax í kartöflutertu og graslauksrjóma. Gnocchi pasta með parmesan-rjómasósu og pesto. eru meðal annarra jtfðalréttir Grillaður nau; itahiyggsvöðvi hjúpaður villisveppum. Steiktar grísalundir í netju með rosmarin sveppafyllingu. Pönnusteiktur silungur með sætri paprikusósu. Kalkúnabringa „Tiyska". EGIU ObAFSSON föstudagana 19. febrúar, 5. mars, 19. mars og 26 BOGOMIk EONT (in person) föstudagana 5. febrúar, 12. febrúar og 26. febi Sif Ragnhiúdardóttir föstudaginn 12. mars. öftirréitir Marquise súkkulaðiterrine. Skoskur vanillubúðingur með hunangskökum Pönnukaka með brómberjum og vanilluís. MatreuJjlumeutari, Haukur VíM.uton Borðapantanir í síma

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.