Alþýðublaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. febrúar 1993 7 MINNING GÍSU S. GEIRSSON Fæddur 26. desember 1957 - Dáinn 28. janúar 1993 Það er fundur í gangi um atvinnu- mál. Fulltrúar bæjaryfirvalda og for- ystumenn verkalýðshreyfingar í Hafn- arfirði ræða ýmsa möguleika til að bregðast við samdrættinum í atvinnu- málum og meðfylgjandi atvinnuleysi. Einn fundamianna, Guðríður Elías- dóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar hvíslar því að mér, að „hann Gísli hafi dáið í nótt". Það þyrmdi yfir mig. Kringumstæðumar voru og þannig, að þama á þessum fundi hefði Gísli setið ef allt hefði ver- ið með felldu. Hann sem fonnaður at- vinnumálanefndar bæjarins og sífellt vakandi fyrir nýjum möguleikum til at- vinnusköpunar í bæjarfélaginu sínu. Og ekki aðeins maður nýrra og góðra hugmynda heldur einnig sá er vildi láta verkin tala - hann lét orð og efndir fara saman. Mér fannst hins vegar efni þessa fundar eiga vel við hugarfar Gísla Geirssonar, því þama var verið að leita leiða til úrbóta, verið að mæta vanda- málum, reynt að snúa vöm í sókn. Þannig var hans verklag. Þessum fundi bæjaryfirvalda og verkalýðsforystunn- ar lauk þannig, að aðilar vom sammála um að taka saman höndum um ýmis úrræði í atvinnumálum og einnig stóðu fundannenn upp og minntust Gísla Geirssonar. Gísli Geirsson skilaði drjúgu verki, þótt tíminn væri stuttur sem til þeirra gafst; aðeins 35 ár. Margur maðurinn helmingi eldri gæti litið með stolti yfir farinn veg. Gísli var ekki maður sem horfði um öxl. Hann var maður dagsins í dag og þó fremur morgundagsins. Hann vildi byggja upp til framtíðar. Sí- fellt á ferðinni, hraðmæltur, en eyddi ekki tíma í langar orðaræður; vildi láta hlutina ganga vel og rösklega fram. „Það er nóg til að mönnum, sem vilja ræða um hlutina," sagði hann gjaman við mig. „Ég vil hins vegar fram- kvæma þá," bætti hann við. Og þetta stóð hann við. Hvort heldur var f starfi hjá fjölskyldufyrirtækinu, Sjávarfiski, með móður sinni og föður; í starfi fyrir Lions-hreyfinguna; badmintonmenn í Firðinum; ellegar með okkur alþýðu- flokksmönnum í Hafnarfirði, þá bar allt að sama brunni: Því sem Gísli tók að sér, smátt sem stórt, lauk hann við með miklum ágætum. Einhvers staðar stendur: „Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt." Og það gerði Gísli Geirsson svo sann- arlega á sinni stuttu ævi héma megin strandar. Ég minnist í því sambandi kaupa á skipi, sem þeir feðgar réðust í fyrir nokkrum vikum í samstarfi við aðra. Ég sem bæjarstjóri kom nokkuð nærri þeim málum og fylgdist með fram- gangi þeirra. Það var aðdáunarvert að fylgjast með kraftinum og einurðinni sem fylgdi þeim feðgum, Gísla og föð- ur hans, Geir Sigurjónssyni, f því máli öllu. Þegar ákvörðun var tek- in, þá var einfaldlega tekin bein lína fram á við og öllum hindrunum rutt úr vegi og málið klárað á mettíma. Fæstir gerðu sér grein fyrir því þá, að Gísli var þá þegar orðinn fársjúkur. Én hann kvartaði ekki. Það var ekki hans háttur. Og þannig var hann. Fjölskylda hans og vinna höfðu forgang. Það er svo sannarlega sjónarsviptir að mönnum á borð við Gísla Geirsson. Það fylgdi honum hressilegur andblær, kraftur og glaðværð sem hafði áhrif á samferðar- fólk hans. Við alþýðuflokksfólk í Hafnarfirði söknum vinar í stað. Gísli hefur um árabil starfað með okkur og meðal annars gegnt trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn í atvinnu- málanefnd og hafnarstjóm. Við höfðum vænst þess að geta átt í honum sterkan mann til frek- ari starfa fyrir jafnaðarmenn hér í bæn- um. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sámheldin og dugmikil fjölskylda Gísla S. Geirssonar, sem ég veit að honum var mjög umhugað um, syrgir nú góðan dreng. Kona hans, Kristín Þórey Eðvarðsdóttir, og ung böm þeirra Gísla, Eðvarð, Þór, Berglind Sveina og Geir Sigurður, sjá á bak elskuðum og traustum eiginmanni og föður. Og foreldrar hans, Geir Sigur- jónsson og Bergsveina Gísladóttir, eiga ekki sfður um sárt að binda. Huggunar- orð og samúðarkveðjur í þeirra garð og annarra í hópi fjölskyldu og vina em að sönnu léttvæg nú þegar sorgin svfður hvað sárast. En minning um góðan dreng stendur eftir. Hún mun ekki fölna. Hún verður öllum þeim dýrmæt er áttu þess kost að kynnast mann- kostamanninum Gísla Geirssyni í leik og starfi. Gísli hefur kvatt þessa jarð- vist en verk hans og ferskur andblær á umhverfið munu standa eftir í hugskoti okkar sem átturn hann að vini. Allt er í heiminum hverfult og eng- inn má sköpum renna. Mótsagnir hins daglega lífs em líka vemleiki þess. Það eitt að þessi duglegi og einarði maður skuli hrifinn á brott í blóma lífsins er nægileg undirstrikun þess. En hitt er jafnraunverulegt, að gleðin er spegill sorgarinnar. Þú syrgir það sem var gleði þín. I myrkrinu skín ljósið skær- ast. Megi góður Guð græða sár og hugga þá sem sorgina nístir; eiginkonu, böm, foreldra og aðra nána ástvini. Hann gefi dánum ró og þeim líkna sem lifa. Blessuð sé minning Gísla S. Geirs- sonar. Guðmundur Arni Stefánsson Það er ávallt átakanlegt þegar fólk fellur frá í blóma lífsins. Það er ekki langt síðan ég átti spjall við Gísla Geirsson um atvinnumálin í bænum, en hann var formaður atvinnumál- nefndar bæjarins, og var hann þá að vanda hress og kappsamur um að gera eitt og annað til að bæta atvinnuástand- ið í Hafnarfirði. Hann hafði þá nýverið fengið vitneskju um að hann væri hald- inn illvígum sjúkdómi en lét þó engan bilbug á sér finna. Það var svo rétt rúm- um mánuði síðar að hann var allur. Gísla kynntist ég fyrst þegar hann í æsku kom í heimsóknir til alá síns og ömmu á Hvaleyrarbrautinni en þau bjuggu í næsta húsi við mig. Þá strax var hann kappsamur og glaðvær og það breyttist ekkert með árunum. Okkur strákunum í götunni þótti ávallt fengur í þessum heimsóknum Gísla því hann var alltaf til f tuskið. Löngu seinna lágu leiðir okkar Gísla saman aftur. Það var í bæjarmálapólit- íkinni í Hafnarfirði á vegum Alþýðu- flokksins. Þar einkenndi hann sami krafurinn og áhuginn sem ég hafði kynnst hjá honurn áður. Hann tók sæti á lista okkar jafnaðarmanna og var gerður að formanni atvinnumálnefndar og tók síðar sæti í hafnarstjóm. Þegar að kreppti í atvinnulífi bæjarins fór hann á fullt í að kanna leiðir til að úr- bóta og velta upp hugmyndum um hvað hægt væri að gera til að bæta þar um. Hann var óþolinmóður og vildi drífa hlutina áfram en ekki sitja við orðin tóm. Hann var maður fram- kvæmdanna eins og hann átti ætt til. I hugum okkar sem nutum þess að kynnast Gísla og starfa með honum mun minningin um góðan dreng, glað- væran og kappsaman ávallt fylgja okk- ur. Fjölskyldu Gísla, eiginkonu, böm- um, foreldurum og öðmm ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Tryggvi Harðarson Patreksfirðingar athugió! Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður verða með viðtalstíma á skrifstofu Patreksfjarðarhrepps, Aðalstræti 63, mánudaginn 8. febrúarfrá kl. 17.00 til 19.00. Pantið tíma í síma 1221. Þau verða síðan á almennum stjórnmálafundi í Félags- heimilinu um kvöldið kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Sjúkrahús Siglufjarðar auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til starfa strax eða eftir nánara samkomulagi. Á sjúkrhúsinu eru 43 rúm, sem skiptast f sjúkradeild, fæðingardeild og ellideild. Að auki er starfrækt skurð- stofa, rannsóknarstofa og sjúkraþjálfun í nýrri aðstöðu. Hjúkrunin er því afar fjölbreytt og gefandi. Þar að auki er gert ráð fyrir að hjúkrunarfræðingarnir séu sjálfstæðir í starfi og taki mikinn þátt í ákvarðanatöku. Sjúkrahúsið er mjög bjart og rúmgott, góð vinnuaðstaða og gott og samhent starfsfólk sem þar starfar. Siðglufjörður er í fallegu umhverfi, samgöngur góðar og daglegar ferðir til og frá staðnum. Tómstundir eru fjöl- breyttar og líflegt félagslíf, þar á meðal ýmis klúbba- starfsemi, nýtt íþróttahús og góð sundlaug. Skíða- svæðið er með því besta á landinu. Fjölbreyttar göngu- leiðir. Gott barnaheimili, sem flyst í glænýtt hús á næst- unni, er á staðnum. Hafið samband, ef þið hafið spurningar varðandi kaup og kjör, eða komið í heimsókn og fáið upplýsingar um það sem við höfum að bjóða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166 og í hs. 96-71417.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.