Alþýðublaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 5. febrúar 1993
H liHilllittWli
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í iausasölu kr. 90
Ráðherrann og UA
Utgerðarfélag Akureyringa íhugar nú að kaupa meirihluta í næst-
stærsta fyrirtæki í sjávarútvegi í Þýskalandi. Hið þýska fyrirtæki
ræður yfir átta stórum frystitogurum, sem fullvinna aflann um
borð. Á síðasta ári veiddu skipin rösk 20 þúsund tonn; á þessu ári er
áætlað, að afli þeirra nái 40 þúsund tonnum. Eigið fé hins nýja fyr-
irtækis yrði um 85%, þannig að ljóst er, að fjárhagslega stæði það
afar vel að vígi.
IVlestur hluti aflans er úthafskarfí, sem veiddur er utan íslensku
lögsögunnar. En úthafskarfi er vannýttur stofn, sem Islendingar
mega sjálfir veiða utan kvóta. Ein af forsendunum fyrir kaupunum
er hins vegar sú, að skip fyrirtækisins geti óhindrað landað afla sín-
um á Akureyri, og athafnað sig að öðru leyti í íslenskum höfnum.
Forráðamenn ÚA hafa í hyggju að láta skipin leggja afla sinn fryst-
an upp á Akureyri, og flytja hann síðan til Þýskalands með skipum
innlendra skipafélaga.
Engum blandast hugur um, að þetta framtak Akureyringa er í alla
staði jákvætt, og vitnar um glæsilega framsýni og kjark. Kaupin
sjálf eru bersýnilega góð fjárfesting, en þess utan mun þjónusta við
skipin skapa atvinnu og gjaldeyristekjur fyrir landið allt - og Akur-
eyringa sérstaklega. Það er áræði af þessu tagi, sem í dag skortir
átakanlega hjá íslenskum fyrirtækjum, sem því miður eru svo upp-
tekin af glímunni við að lifa til næsta dags, að þau ná ekki að þróa
nýjar leiðir inn í framtíðina.
Að óreyndu hefðu menn því ætlað, að stjómvöld tækju framtaki
Akureyringanna fagnandi. Nú berast hins vegar þau válegu tíðindi,
að sjávarútvegsráðuneytið hyggist túlka lög um landanir erlendra
skipa svo þröngt, að ÚA sjái sér ekki fært að ráðast í kaupin. Það
má aldrei verða!
Alþingi samþykkti í fyrra þá meginreglu, að erlendum skipum
væri frjálst að landa afla úr stofnum, sem íslendingar eiga ekkert
tilkall til. Þá náðist hins vegar ekki samstaða í þinginu um að leyfa
óhindraðar landanir úr stofnum, sem em sameiginlegir með öðmm
þjóðum, væri ekki búið að semja um nýtingu þeirra. En uppistaða
afla hins þýska fyrirtækis er úthafskarfi, sem feliur undir þessa skil-
greiningu. Það er hins vegar þýðingarmikið, að lögin gáfu sjávarút-
vegsráðherra eigi að síður heimild til að leyfa slíkar landanir, „þeg-
ar sérstaklega stendur á“.
Urenn rök hníga að því, að um sérstakar aðstæður sé að ræða í
þessu tilviki, sem réttlætir að fyrirtækið fái fullt löndunarfrelsi hér
á landi:
I fyrsta lagi yrði fyrirtækið að meirihluta íslenskt, og því öldungis
fráleitt að meðhöndla það einsog hvert annað útlent fyrirtæki.
I öðru lagi myndi staifsemi þess skapa dýrmæt störf við umskipun
aflans, flutninga innanlands og á markað í Þýskalandi.
I þriðja lagi er úthafskarfinn vannýttur stofn, utan kvóta, og um
þessar mundir veiddur í miklu minna mæli en þegar mest var sótt í
hann af erlendum þjóðum. Ráðuneytið mun ekki finna nokkum
fiskifræðing með fullu viti sem heldur því fram, að stofninn sé í
hættu.
Ráðherrann hefur því ótvíræðar ástæður til að nýta sér heimild
laganna og veita hinu þýska fyrirtæki Akureyringa fullt athafna-
frelsi í íslenskum höfnum. Það er einfaldlega óviðunandi ef ráða-
menn hyggjast beita níðþröngum lagatúlkunum og drepa með því í
fæðingu viðleitni íslenskra fyrirtækja til að hasla sér völl í erlend-
um sjávarútvegi.
B^^TTd I Æk B3*
Forsetinn
Fáum dylst, að Akkilesarhæll Fram-
sóknarflokksins í dag heitir Steingrím-
ur Hennannsson. Hann stendur í vegi
fyrir hugmyndalegri endumýjun
flokksins, og rembist auk þess einsog
rjúpa við staur til að koma í veg fyrir
endumýjun í forystunni. Enginn veit
það betur en Halldór Asgrímsson, en
svo virðist sem Steingrímur sé reiðu-
búinn til að leggja mikið á sig - og
flokkinn - til að koma í veg
fyrir að Halldór taki
við flokknum. Hlut-
skipti Halldórs er
vægast sagt að
verða óþægi-
legt, enda
spuming hvað
menn geta ver-
ið efnilegir í
marga áratugi.
M i n n k a n d
vegur Steingríms
kom berlega í ljós við
afgreiðslu Alþingis á EES
málinu, þegar þjóðin varð vitni að því
að ekki nema röskur helmingur
þingflokksins studdi afstöðu for-
manns flokksins. Hið nöturlega
við stöðu Steingríms í þingflokkn-
um er sömuleiðis, að íýlgismenn
hans em flestir menn gærdagsins;
Höllustaðahöldar sem aldrei kom-
ust á verðlaunapall, - og gera það
ekki héðanaf.
Um nokkra hríð hefur því verið
forgangsverkefni hjá flokknum að
finna leiðir til að losna við for-
manninn, og fá annan sem býr við
óbrenglaða dómgreind. En eftir að
Steingrímur brá sér í gervi vind-
hana í umræðunum um EES, og
snérist einsog vindurinn blés
hvetju sinni, er langtí frá að flokk-
urinn telji sig geta treyst dóm-
greind hins roskna leiðtoga.
Flokkurinn hefur nú reynt fjöl-
margar leiðir til að koma formanni
sínum í önnur og umsvifaminni
embætti, og hið skondna við til-
raunir flokksins í þessum eífium
er, að flestar hafa leiðimar legið
um farvegi Alþýðuflokksins.
Að vísu var á því ein undan-
tekning: Það var þegar framsókn-
armenn fóru á bjartsýnisflipp og
héldu sig geta losnað við karlinn
með því að gera hann að forseta lýð-
veldisins. Því miður; það reyndis ósk-
hyggjan eintóm. Eftirörlitlarþreifingar
á þjóðinni fundu þeir út, að þjóðar-
garmurinn myndi flesta aðra en Stein-
grfm kjósa í embætti forseta, einsog
óbrjálaðir menn hefðu getað sagt skrif-
stofu Framsóknarflokksins strax.
Orðrómurinn um væntanlegt fram-
boð Steingríms leiddi þó eitt gott af sér;
þjóðin skoraði á frú Vigdísi að gefa aft-
ur kost á sér, sem hún góðu heilli gerði.
as frá Hriflu stofnaði ekki bara Fram-
sóknarflokkinn heldur líka Alþýðu-
flokkinn, galt sína skuld með rentu.
Hann hafði samband við kollega sína,
hina utanríkisráðherrana á Norður-
löndunum, og kallsaði hvort ekki væri
hægt að sameinast um Steingrím sem
kandídat norrænna þjóða til
aðalritara Sameinuðu
þjóðanna.
Sagan hermir,
að þeir hafi horft
vantrúaðir á Jón
Baldvin, fengið
sér dágóðan
slurk af Gammel
Dansk, og þvínæst
spurt, hvort Islend-
ingnum væri virkilega al-
vara?
Lyktir aðalritaraefnisins urðu sem-
sagt þær, að enda sem lélegur brandari
Sendiherraefnið
Seðlabankastjóraefnið
Aðalritarinn
En „vinir“ Steingríms í forystu
Framsóknar voru ekki af baki dottnir.
Með leynd var haft samband við for-
mann Alþýðuflokksins, og Jón Baldvin
munstraður til þess af fomvinum sín-
um í Framsókn að kanna, hvort ekki
væri hægt að gera forsetaefnið fyrrver-
andi að aðalritara Sameinuðu Þjóð-
anna. Þetta þótti að vísu svo ótrúlegt,
að meira að segja Tíminn, sem yfirleitt
trúir öllu einsog nýju neti, lagði ekki í
að segja ífá þessari tröllasögu.
Jón Baldvin, minnugur þess að Jón-
innan diplómatíunnar á Norðurlönd-
um, gjaman sagður til að undirstrika
vanþróað skopskyn íslendinga:
„Hermannsson som general-
sekretær? Har-har-har-har.“
Sendiherrann
Strákamir í Framsókn gáfust samt
ekki upp. Enn var haldið á fund Jóns
Baldvins, og spurt, hvort verið gæti að
einhvers staðar leyndist laust pláss í ut-
anríkisþjónustunni? Formaður Al-
þýðuflokksins tók þessu ljúfmannlega.
Jú, hann taldi sig eiga vistunarpláss
fyrir karlinn í sendiráði lýðveldisins í
Washington.
En strákunum hafði láðst að spyrja
formann sinn áður en þeir færðu málið
í tal við utanríkisráðherra. Eftir um-
þenkingar og kurteisisheimsókn í ráðu-
neytið þótti aðalritaraefninu víst lítt
spennandi að verða einskonar létta-
drengur hjá Alþýðuflokknum í Wash-
ington, meðan Butraldi (Bhoutros
Gali) sat að embættinu sem hann taldi
sjálfum sér hæfa í höfuðstöðvum SÞ.
Vom nú góð ráð dýr. Þingflokkurinn
í fýlu út í sjálfan sig og alla, Ilalldór og
Steingrímur í gagnkvæmri fýlu og
hættir að tala saman, og sá síðamefndi
hættur að nenna að mæta í þingið. En
þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst.
Seðlabankastjórinn
Einsog numna af himnum féllu þau
tíðindi að innan tíðar losnaði í Seðla-
bankanum staða bankastjóra, sem
Framsókn telur tilheyra sér og engum
öðmm. Innan Framsókn-
arflokksins ríkir nú
mikill fögnuður,
k enda stóll Tóm-
lll, ítsar Ámasonar
talinn passa vel
undir bossann
á Denna.
En böggull
fylgir skamm-
rifi; það er við-
skiptaráðherra
(og þarmeð Al-
þýðuflokkurinn) sem
veitir stöðuna. Enn þurfa því
strákamir að ganga á vit Alþýðuflokks-
ins.
Nú er það auðvitað svo, að jaírí-
aðarmenn em reiðubúnir að gera
næstum hvað sem er til að létta
píslargöngu Steingríms Her-
mannssonar út úr pólitík, og leysa
þannig forystukreppu Framsókn-
arflokksins. En hitt vita allir að
undir stjóm Steingríms hefur
landið smám saman orðið með
skuldugustu þjóðum heims, og
því næsta viðurhlutamikið að setja
/ skuldakóng lýðveldisins yfir sjóði
/i fátækrar þjóðar. En Jón Baldvin er
kunnur að gæsku við þá sem eiga
bágt, og undir þá kategóríu falla
nú bæði Framsóknarflokkurinn og
Steingrímur. Sá sem formlega
veitir embættið, Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra, er líka í hópi
þeirra, sem ekki má neitt aumt sjá,
- og enginn þarf því að efast um
vilja hans til að gera gustukaverk
á Steingrími Hemiannssyni.
Alþýðuflokkurinn
hlær!
Það krimtir hins vegar í gervöll-
um Alþýðuflokknum við þennan
óvænta snúning samtímasögunnar. Það
er nefnilega opinbert leyndamtál, að
fyrir utan Halldór Ásgrímsson em fáir
sem pirra formann Framsóknarflokks-
ins meira en viðskiptaráðherra, sem
hefur gegnum tíðina haft ærinn starfa
af því að leiðrétta vitleysumar í Denna
garminum. Og nú bendir semsagt allt
til að kaldhæðni sögunnar nái nýjum
hæðum, ef það verður hlutskipti Jóns
Sigurðssonar að Ijúka píslargöngu
Framsóknar með því að koma hinum
dæmda formanni í beitarhús á Amar-
hóli.
Jón Sigurðsson hlýtur að hlakka til
þess dags, þegar hann fær að gera
Steingrím Hermannsson að húskarli
sínum í Seðlabankanum, en það verður
án efa eitt skemmtilegasta embættis-
verk á samanlögðum ferli ráðherrans.
Og eitt er víst, - þann dag mun gervall-
ur Alþýðuflokkurinn veltast um af
hlátri.
Kæri Steingrímur: Gangi þér vel í
nýja starfinu, - þú veist að þú getur
alltaf leitað ráða hjá viðskiptaráð-
herra!
Þjóðviljalýgin litir enn
Vikublað Alþýðubandalagsins ætlar að reynast verð-
ugur arftaki Þjóðviljans í því að hika ekki við að fara með
vísvitandi ósannindi, ljúga um pólitíska andstæðinga ef
það er talið þjóna málstað flokksins. Á sínum tíma vom
slík vinnubrögð uppistaðan í ritstjómarstefnu Prövdu og
annarra Sovétmálgagna. En þótt Sovétríkin séu hmnin og
kommúnisminn kominn á öskuhauga sögunnar hefur
nátttröll hins gamla kerfis dagað uppi á nýju málgagni Al-
þýðubandalagsins.
Þannig fræðir síðasta tölublað Vikublaðsins lesendur
sína á því í gær, að þrír hafi mætt á opnum fundi Alþýðu-
flokksins 25. janúar á Akranesi þarsem Eiður Guðnason
umhverfisráðherra og Össur Skarphéðinsson formaður
þingflokks Alþýðuflokksins höfðu framsögu.
Hið rétta er að á fundinn mættu fimmtíu manns og hon-
um lauk ekki fyrren hálfri stundu eftir miðnætti. Þar fóm
fram málefnalegar umræður og framsögumenn svöruðu
fjölda fyrirspuma. Fundinn sótti ekki eingöngu alþýðu-
flokksfólk, heldur einnig fólk úr öðrum stjómmálaflokk-
um.
Það er ótrúlegt að nú á tímum skuli starfa við fjölmiðl-
un á Islandi fólk sem umgengst sannleikann og stað-
reyndir einsog gert er á ritstjóm málgagns Alþýðubanda-
lagsins.