Alþýðublaðið - 05.02.1993, Síða 6

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Síða 6
Föstudagur 5. febrúar 1993 Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtais vegna tekna og eigna á árinu 1992 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI i j\.*%>*■ ?|-*«£ i \ ~ * ’ W /X Sex leikmenn Selfoss hafa spilað með landsliðinu í handknattleik, samtals 520 leiki. Einar Þorvarð- arson og Sigurður Sveinsson eiga auð- vitað langflesta leiki að baki, Einar með 222 og Sigurður 206. Einar Gunn- ar hefur leikið 56 landsleiki þrátt fyrir ungan aldur. Gísli Felix er með 19, Gústaf 25 og Sigurjón 2... Selfyssingar fengu 1500 rniða til að selja í forsölu fyrir leikinn. Salan hófst á miðvikudaginn og miðamir runnu út einsog heitar lumm- ur. Hvorki fleiri né færri en 750 miðar fóru þannig fyrsta daginn. Það var tíu sinnum meiri sala en hjá Valsmönnum á sama tíma... Forráðamenn Vals voru talsvert hræddir á blaðamannafundinum í gær um að Sunnlendingar myndu valta fyrir stuðningsmenn Vals á úr- slitaleiknum. Valsarar gripu til þess ráðs að kaupa 20 trommur fyrir leikinn. Það má þannig búast við miklum látum enda á Selfossliðið bestu stuðnings- mennina á landinu. Þeir verða varla kveðnir í kútinn af trumbum Valsara... Forsala á leikinn er á átta stöðum á Suðurlandi og menn ættu að tryg- gja sér miða strax. Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna og 400 fyrir böm. Miðamir eru til sölu á eftir- töldum stöðum: Hominu og Amesti á Selfossi, Hverakaupum á Hveragerði; Skálanum í Þorlákshöfn; Asnum á Eyr- arbakka; Shell á Stokkseyri; Hlíðar- enda á Hvolsvelli; Gmnd á Flúðum og K.Á. á Laugarvatni. Rútuferðir verða frá Ámesti klukkan sex á sunnudag- inn... Menn ættu að athuga að röng tímasetning er á aðgöngu- miðum. Þar er því haldið fram að leikurinn hefjist klukkan hálfn- íu. Það er ekki rétt. Leikurinn byrjar klukkan átta. Á slaginu... Það hefur verið erfitt með æfingar uppá síðkastið enda hafa veður- guðimir verið í miklum ham. Leikmenn Selfossliðsins sem búa í Reykjavík hafa oft lent í miklum hrakningum; setið fastir, ekið útaf eða orðið veðurtepptir. Það hefur þess- vegna oft verið ansi fámennt á æfing- um og þá er gripið til ýmissa ráða. Sök- um fámennis á æfingum hafa „heima- leikmennimir“ því oft skipt í tvö lið - í körfubolta. Á myndinni er stórskyttan unga, Einar Gunnar Sigurðsson. í óvenjulegri stellingu. En hann kann að fara með körfuboltann líka..

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.