Alþýðublaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 8
8 i Föstudagur 5. febrúar 1993 Steíngrínutr Ingtfarsson, hœjarfu((trúi á Selfossi Ekki neinn sfartsýnistónn i fótki Sótt óar um (óðir fyrir meira en 50 tbúðir á Seífossi á stðasta ári í fyrra eykur okkar mönnum sjáifstraust í bikarúrslitaleiknum gegn Val, segir Steingrím- „Staða Selfoss er tiltölulega góð en að vísu er á okkar atvinnusvæði nokkuð atvinnuleysi eða um 120 manns á skrá hjá verkalýðsfélaginu. Hins vegar bárust yfir 50 umsóknir um lóðir hér á Selfossi á síðastliðnu ári þannig að það er ekki neinn svartsýnistónn í fólki“, sagði Stein- grímur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Selfossi þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann. Steingrímur var kosinn í bæjarstjóm af K-lista sem var sameiginlegur listi Alþýðuflokks, Kvennalista og Alþýðu- bandalags við síðustu sveitarstjómar- kosningar á Selfossi. Listinn fékk þrjá menn kjöma eða einn fulltrúa frá hverj- um flokki sem var óbreytt frá því sem áður var. Steingrímur var áður bæjar- fulltrúi kosinn af lista Alþýðuflokks- ins. Framsóknarflokkurinn fékk í síð- ustu kosningum tvo menn kjöma í bæj- arstjóm og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra. Meirihluta í bæjarstjóm á Selfossi mynda saman K-listi og Sjálfstæðis- flokkurinn og mynda því drjúgan meirihluta eða em með 7 fulltrúa af 9. Þannig á meirihlutinn alla þrjá aðal- menn í bæjamíði en Framsóknarflokk- urinn hefur þar áheymarfulltrúa. Við byrjuðum á því að spyrja Steingrím um gang mála á Selfossi. „Það hefur verið töluvert hér um að vera. Það er verið að byggja við Fjöl- brautaskólann og klára hann eins og hann á að vera. Það er verið að byggja hér stórhýsi fyrir aldraða með 48 íbúð- um ásamt þjónustukjama. Auk þess hafa verið hér í smíðum bæði smáar og stórar byggingar." En hvað með atvinnulífið á staðn- um? „Það er tiltölulega stöðugt held ég að segja megi. Héreru sennilega hlutfalls- lega fleiri opinberir starfsmenn en víð- ast hvar annars staðar. Selfoss er fyrst og fremst þjónustustaður og því minni sveiflur í atvinnuh'finu en í mörgum öðmm bæjarfélögum eins og t.d. bæj- um við sjávarsíðuna þar sem allt stend- ur og fellur með sjávarútveginum.“ Hvað eruð þið með af opinberri þjónustu á Selfossi? „Við erum með Fjölbrautaskóla Góð frammistaða Selfossliðsins gegn FH ur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Selfossi Suðurlands, sýslumannsembættið er með sínar stöðvar hér sem og héraðs- dómurinn. Þá er Vegagerðin hér með sína mið- stöð fyrir Suðurland. Hér er einnig að finna heilbrigðisfulltrúa, Búnaðarsam- band Suðurlands, sjúkrahús, heilsu- gæslustöð og hjúkmnarheimili fyrir aldraða. Svona má lengi telja. Þá hafa líka sest hér að margir einkaaðilar sem selja sína þjónustu, svo sem lögfræð- ingar, bókhaldarar o.s.ffv. Þá er Kaupfélag Amesinga hér með mikil umsvif en svæði þess nær allt til Vestur-Skaftafellssýslu og til Vest- mannaeyja. Selfoss þjónar því að mjög miklu leyti öllu Suðurlandi en þó sér- staklega Amessýslunni og Flóanum. Hvernig erfjárhagsstaða bœjarins? „Hún hefur verið tiltölulega góð og er það. Við höfum lagt áherslu á það á undanfömum árum að lækka skuldir bæjarins. Hins vegar virðist sem staðan versni í ár sem m.a. stafar fyrst og fremst af brottnámi aðstöðugjaldanna þannig að tekjumar lækka. A síðasta ári gátum við varið um 33% af tekjum bæjarins til eignabreyt- inga eða framkvæmda. Nú stefnir hins vegar í að við getum ekki framkvæmt fyrir nema um 26% teknanna. Það er fyrst og fremst vegna brottfalls að- stöðugjaldsins. Við fáum að vísu greidd 80% ígildi þeirra frá ríkinu en innheimtan á þess- um gjöldum hefur verið mjög góð hjá okkur. Það stafar væntanlega af hversu stöðug fyrirtæki em hér. Við emm ekki með jafn háar tekjur og t.d. bæimir við sjávarsíðuna en við emm hér með fyr- irtæki sem eru með jafnari afkomu. Það hefur leitt af sér góða innheimtu skatta á fyrirtæki." Eru einhver stórverkefni framund- an á vegum bœjarins? „Stærsta einstaka verkið á okkar vegum er hlutdeild okkar í bygging- unni fyrir aldraða sem er upp á 48 milljónir króna. Þá verðum við með gjaldfærða fjárfestingu upp á tæpar 60 milljónir króna sem er að mestu leyti gatna-, gangstétta- og holræsagerð. Hvað með ferðaþjónustu á Sel- fossi? „Hér er t.d. rekið ágætis hótel og fé- lagsheimili. Síðan hefur verið starfrækt hér yfir sumartímann upplýsingamið- stöð ferðamála fyrir Suðurland og við vonum að það verði svo áfram. Hún hefur verið til húsa í gamla Tryggva- skála sem er elsta hús staðarins. Þá koma margir við hér á Selfossi sem eiga leið um Suðurland því við liggjum í þjóðbraut og brúin yfir Ölfu- sána er héma. Hún var endurbyggð í fyrra og var lokuð um allnokkurt skeið. Það var mikil framkvæmd, sem bærinn þurfti þó ekki að kosta. Menn þurftu þá að taka á sig krók niður á brúna á Ölf- usárósi til að komast á yfir ána.“ Hvernig er með flokksstarfið hjá ykkur á Suðurlandinu? „Við finnum óþyrmilega fyrir því að við Alþýðuflokksmenn höfum engan þingmann úr þessu kjördæmi. Maður verður því óneitanlega í minni snert- ingu við landsmálapólitíkina en ella. Hér á Selfossi virðist það hafa nei- kvæð áhrif á sjálft flokksstarfið að við stöndum hér að sameiginlegum lista með öðmm flokkum. Starfið í bæjar- málapólitíkinni færist meira inn á sam- starfsvettvang og virkni flokksmanna verður því minni. Það er það neikvæða við að vera í samstarfi sem þessu og erfiðara virðist að þjappa fólki jafn vel saman eins og þegar flokkurinn er með lista á eigin vegum.“ Hvað með menningar- og listalíf á Selfossi? „Það hefur yfirleitt verið með góðu móti. Hér eru starfræktir kórar og leik- félag, lúðrasveit og annað. Þá er hér tónlistarskóli fyrir Ámessýslu. Þá hafa verið hér merkilegar uppákomur í skól- unum í vetur. Þangað komu ýmsir listamenn sem skemmtu nemendum en einnig bæjarbúum almennt á opnum samkomum. Það var Jónas Ingimund- arson sem átti mikið fmmkvæði að því. Þetta tókst ljómandi vel og ég held að allir hafi verið ánægðir með þetta menningarframtak." Nú er framundan stórviðburður á sviði íþróttanna. Hvernig leggst úr- slitaleikurinn í bikarkeppninni í handbotíanum íþig? „Hann leggst bara vel í mig. Við komumst svo langt í íslandsmótinu í fyrra og veittum FH-ingunum mjög harða mótspymu og það eykur okkar mönnum sjálfstraustið. Ég vil ekki spá neinu um úrslitin að öðm leyti en því að ég vona að okkar menn standi sig vel og fari með sigur af hólrni" sagði Steingrfmur Ingvarsson að lokum í viðtali sínu við Alþýðublaðið. Bifreiðasmiðja Kaupfétays Amesinya Útbóðin bafa fœrt okkur aukin Verkefni - seyir Eittar Axelssott tœktufrœðingur, oy að nú sé óerið að framteiða stálbita t brúrta yfir Kúðafljót Kaupfélag Árnesinga rekur smiðjur á sínurn vegum á Selfossi bæði trésmiðju sem framleiðir skrif- stofuhúsgögn og innréttingar og svo Bifreiðasmiðju KÁ sem hefur skipst í margar deildir, bílaverkstæði, dekkjaverkstæði, smurstofu, vél- smiðju, renniverkstæði, rafmagns- verkstæði, varahlutaverslun og þjónustudeildir. Einar Axelsson tæknifræðingur hjá Bifreiðasmiðju KÁ segir að þar séu framleiddir sturtuvagnar, mykjudreif- arar og yfirbyggingar á bíla, flutninga- bíla af öllum stærðum. Það var nokkuð mikið um slíkar yfirbyggingar fyrir nokkmm ámm og nú síðustu tvö árin hefur það verið að aukast aftur. „Við emm þessa dagana að fá 200 tonn af stáli til að framleiða bita í Kúðafijótsbrúna", segir Einar. „Það er tilboðsverkefni frá Vegagerðinni sem flytur til okkar stálið en við sjáum síð- an um að útbúa bitana. Þetta verður heilmikið verkefni fyrir okkur næstu 3- 4 mánuðina.“ Einar segir að unnið hafi verið að endurskipulagningu á rekstri fyrirtæk- isins með það fyrir augum að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri þess. Stefnt er að því að fækka deildum þótt ekki sé Einar Axelsson tæknifræðingur segir að nauðsynlegt hafi verið að hagræða hjá fyrirtækinu en án þess þó að minnka umsvif eða þá þjónustu sem það bíður upp á. verið að draga úr starfsemi fyrirtækis- ins eða þeirri þjónustu sem það býður upp á. Það em um 30 manns sem vinna hjá Bifreiðasmiðjunni. Engin ástæða til svartsýni „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að Kaupfélagið er mjög öflugur atvinnurekandi hér á staðnum. Rekstur Bifreiðasmiðjunnar gengur nú mun betur en í fyrra og ég held að segja megi að hann sé kominn í ágætt lag. Það hefur verið nóg að gera. Reikningar síðasta árs liggja þó ekki fyrir en afkoman hefur greinilega batn- að með þeim breytingum sem við höf- um verið að gera enda var það nauð- synlegt. Það var heldur uppsveifla hjá okkur á síðasta ári og þrátt fyrir dökkar horfur aimennt í efnahagsmálum vonar maður að hún haldi áfram“, sagði Ein- ar ennfremur. Einar segir að smiðjan hafi farið í mjög auknum mæli inn á útboðsmark- aðinn og það hefur fært henni aukin verkeíhi. „Ég sé því enga ástæðu fyrir svartsýni hjá okkur héma. Þetta hefur verið á uppleið og ég held að það hafi sýnt sig að þetta getur vel gengið", sagði Einar þegar Alþýðublaðið rabb- aði við hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.