Alþýðublaðið - 05.02.1993, Síða 9

Alþýðublaðið - 05.02.1993, Síða 9
Föstudagur 5. febrúar 1993 9 Set kf með gœðastýringarkerfi Við emm í buttandi samkeppni - seyir framkdœnuUistjórinn Bergsteinn Einarsson - nauðsynfegt að tjúka keimaóinnunni áður en kafáið er i útffutning Bræðurnir Bergsteinn og Örn reka fyrirtækið Set hf. ásamt föður sínum Einari Elíassyni „Við höfum verið að vinna við að koma upp gæðakerfi ISO- 9002 á framleiðslu okkar undanfarin tvö ár og erum nú komnir á lokastig með það. Pað er vottað gæðastýringar- kerfi fyrir framleiðsluna, sölu og þjónustu“, sagði Bergsteinn Einars- son hjá fyrirtækinu Set hf. á Selfossi þegar Alþýðublaðið hafi samband við hann. Fyrirtækið Set á Selfossi framleiðir aðallega hitaveiturör og tengistykki. Það eru feðgamir' Einar Elíasson og synir hans, Óm og Bergsteinn, sem eiga og reka fyrirtækið. Þeir framleiða einnig ýmiskonar plaströr, frárennslis- rör og hlífðarrör fyrir ljósleiðarakapla Pósts og síma, slöngur, rafmagnsrör og snjóbræðslurör. Fyrirtækið hóf fram- leiðslu sína árið 1968 og hefur framleitt hitaveiturör frá árinu 1977. í samtali við Alþýðublaðið sagði Bergsteinn að Set væri það fyrirtæki sem væri með fjölbreyttustu fram- leiðsluna á þessu sviði hér á landi en þeir væm í samkeppni við önnur fyrir- tæki sem framleiddu sambærilega hluti og þeir. Það væru t.d. tvö eða þrjú önn- ur fyrirtæki í röraframleiðslu á landinu. Hins vegar væri eitt annað fyrirtæki starfandi hér á landi sent framleiddi einangruð hitaveiturör. Hjá fyrirtækinu vinna nú 24 manns og em hitaveiturörin um helmingur framleiðslunnar. Bergsteinn segir að nú sé hvað rólegasti tími ársins en það séu þokkaleg verkefni framundan. Útflutningur til Svíþjóðar „Við fluttum út hitaveiturör í fyrsta skipti í fyrra en þau fóru til Svíþjóðar. Það verður áfram unnið að útflutnings- málunum í kjölfar þess en hvað það kemur til nteð að verða mikið veit maður ekki ennþá“, segir Bergsteinn. „Það er alveg nauðsynlegt að vera bú- inn að vinna heimavinnuna sína áður Skólakór Fjiilbrautaskóla Suðurlands tckur lagið á æfingu Kór og leiklist Nemendur fjölbraulaskólans em að fara af stað með æfingar á leikriti og nýbúið að ráða leikstjóra, að sögn Am- ar. „Þá sendi kórinn okkar, Skólakór Fjölbrautaskóla Suðurlands, frá sér geisladisk fyrir jólin. Eins fór kórinn út sl. vor til Þýskalands í söngför en hann er undir stjóm Jóns Inga Sigurmunds- sonar.“ Öm segir að fólk á Selfossi sé sér- lega spennt fyrir Selfossliðinu í hand- bolta þessa dagana, enda hafi liðið staðið sig mjög vel. Það væru margir innan skólans sem hefðu ntikinn áhuga á að mæta á leikinn en ýmsir leik- manna Selfossliðsins hafa stundað nám við FS eins og t.d. Einar Gunnar og Gústaf Bjamason. Við báðum Öm að spá fyrir urn úrslit bikarúrslitaleiksins þar sem Selfoss og Valur leiða saman hesta sína. „Ég spái 23 gegn 22 fyrir Selfoss" sagði Öm að lokum í stuttu spjalli við Alþýðublaðið. en farið er út í útflutning en það er það sem margir flaska á, það verður að skipuleggja innri mál fyrirtækisins áð- ur en haldið er út í hina liörðu sam- keppni. Ég held að EES-samningurinn breyti engu fyrir okkur því við vomm í stífri samkeppni áður. Það er helst að hann kæmi okkur til góða vegna frjálsra fjár- magnsflutninga og við eygjum mögu- leika á að geta fengið hagstæðara láns- fé. Við höfum verið í bullandi sam- keppni í 4-5 ár og útlendingar boðið á móti okkur í öll stærri verkefni. Eftir því sem við höfum unnið meira í gæða- og framleiðnimálum hefur staða okkar styrkst á markaðnum og teljum okkur geta mætt nánast hverju sem er. Stærstu verkefnin fyrir Hita- veitu Reykjavikur Okkar stærstu verkefni nú em fyrir Hitaveitu Reykjavíkur en við höfum verið með stærsta hlutann í dreifíkerfi hennar. Hins vegar er enn óljóst hver staðan er gagnvart framkvæmdum á ýmsum stöðum á landsbyggðinni en það kemur í ljós með vorinu. Það virð- ist hins vegar almennt vera nokkur samdráttur í þessu eins og öðru.“ Bergsteinn lætur vel af því að reka slíkt fyrirtæki á Selfossi. Þrátt fyrir að Selfoss sé langt inni í landi er þar toll- höfn og bæði Eimskip og Samskip nteð þjónustu þar. Öll aðföng fyrirtækisins koma erlendis frá og segir Bergsteinn að það hafi því skipt miklu að fá toll- höfn á Selfoss og eitt stærsta skrefið til að gera aðstæður fyrir fyrirtæki eins og Set bærilegar. Til framleiðslunnar flyt- ur fyrirtækið aðallega inn stálrör, ein- angmnarefni og plastefni sem nemur um 2.000 tonnum á ári. Keppum 00 dönsum ótö ttöra skóta - segir Örn Haratásson, formaður AJemendafétags Fjöíkrautaskófa Suðurnesja „Þótt það sé ekki umfangsmikil klúbbastarfsemi hjá okkur í skólan- um er ýmislegt að gerast í félagslíf- inu“, segir Örn Haraldsson, formað- ur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Við höfum tekið þátt í ýmsum íþróttakeppnum, förum í heimsóknir til annarra skóla og fá- um aðra skóla í heimsókn til okkar.“ Öm sem kemur úr Gnúpverjahreppi segir að nemendur skólans hafi farið í heimsókn til framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum fyrir áramótin og tekið þar þátt í íþróttakeppni og síðan hafi verið segið upp sameiginlegu balli. „Núna eftir áramótin stefnum við á álíka ferð til Akureyrar þar sem við reynum með okkur í íþróttum auk þess að kynnast nemendunum þar og rnann- lífi og eflaust verður slegið upp balli“, segir Örn. Það eru á milli 600 og 700 nemend- ur í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir utan kvöldskólann. Öm segir nemend- ur koma víða af öllu Suðurlandinu, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka Örn Haraldsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands og úr sveitunum í kring. Það sé dagleg- ur skólaakstur frá sveitunum í Rangár- vallasýslu, Landeyjunum og Hvol- svelli og ofan að Flúðum til að koma nemendum í skólann. Höfurn einu sinni unnið spurn- ingakeppnina „Við höfum tekið þátt í spuminga- keppni framhaldsskólanna“, segir Öm, „en ekki verið með í Morfís- keppn- inni. 1 spumingakeppninni hefur geng- ið svona upp og ofan en við náðuin þó að vinna keppnina einu sinni fyrir all- nokkmnt árum. Við vorum að keppa við Iðnskólann í Reykjavík fyrir stuttu og okkur tókst að vinna hann. Við er- um því áfram með í keppninni. Hér fer fram ýmis menningarstarf- semi sem ýmist er á vegum Nemenda- félagsins eða skólans sjálfs. Þannig hefur verið boðið upp á tónlistarvið- burði og t.d. Diddú komið í heimsókn. I þeim efnum hefur stundum verið urn samstarl' að ræða milli okkar og gagn- fræðaskólans auk þess sem listamenn sem hingað hafa komið hafa verið með skemmtanir opnar almenningi. Við munum væntanlega senda fulltrúa í söngvakeppni framhaldsskólanna en undankeppnin hjá okkur hefur enn ekki farið fram.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.