Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 1
Gengisfellingakór og tal um launalœkkun EKKI GRUNDVÖLLUR TIL SAMNINGSGERDAR / -segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands „Þær aðstæður sem mér sýnast nú að koma upp með háværum gengis- fellingakór, skapa ekki þær aðstæð- ur sem nauðsynlegar eru til samn- ingagerðar", sagði Benedikt Dav- íðsson, forseti Alþýðusambands Is- lands, í samtali við Alþýðublaðið . „Eg get ekki séð neinn samnings- grundvöll meðan þannig er talað úr herbúðum vinnuveitenda og ekkert formlegt frá þeim að hafa. Formað- ur þei'rra hefur hátt í þessum efnum, og meðan svo er verður lítið að- hafst“, sagði Benedikt. Hann sagði að ennfremur væri rætt um launalækkanir í blaðafrétt- um. Slíkt væri bókstaflega út af kortinu og ekki til viðræðu af hálfu . verkalýðshreyfingarinnar í landinu. „Það er mín reynsla að enda þótt stjómmálamenn hafni í orði gengis- fellingum. þá sé vart orði treystandi í þeim efnum. Annars get ég tekið undir með Jóni Baldvini, að gengis- felling er aðgerð sem má líkja við það að pissa í skóinn sinn. Taktu bara eftir því að eftir sfðustu gengis- fellingu er staða sjávarútvegsins orðin enn lakari en fyrr“. Benedikt sagði að ein aðalkrafa verkalýðsins í dag væri að matvöru- verð lækkaði, en það yrði gert með þvf að koma á þrepum í virðisauka- skatti. Skattur á matvöru yrði lækk- aður í 14%. Með því móti yrði kom- ið til móts við þá launþega sem minnst bera úr býtum og eyða til- tölulega meiru til nauðþurftanna en þeir sem meiri hafa launin. Sagðist Benedikt ekki geta eygt neina mein- Svokölluð sveitafélaganefnd kemur væntanlega saman til fundar í dag, þar sem þess verður freistað að ná samkomulagi um sameiningu sveitarfélaga í landinu. Inntakið í tillögum nefndarinnar er að sveitar- félögin verði færri og stærri t>g geti þannig tekið fleiri verkefni frá rík- inu. Nefndin mun leggja til við félags- málaráðherra að stofnuð verði sam- ráðsnefnd sem á að vinna að fram- gangi málsins til ársloka 1994. Lagt er til að einnig verði settar á fót um- dæmisnefndir í öllum landshlutum sem geri, fyrir 15 september n.k, til- lögu að nýrri skiptingu landshluta í sveitarfélög sem greidd verði at- kvæði um. Búast má við að kosið bugi á því að koma á þrepum í virð- isaukaskatti, sú aðgerð væri þekkt í verði um sameiningu í nóvember 1994, og þar verða atkvæði talin fyrir hvert og eitt sveitarfélag, sem þannig fá nokkurskonar neitunar- vald ef þau fella sameiningu. Nokkuð breið samstaða virðist vera innan sveitafélaganefndarinnar um stofnun reynslusveitarfélaga til þess að undirbúa frekari samein- ingu. Lagt er til að þingsályktunar- tillaga um reynslusveitarfélög verði afgreidd frá Alþingi í vor og þau starfi frá byrjun árs 1995 til loka árs 1998. Gert er ráð fyrir að þau taki í til- raunaskyni við nýjum verkefnum, hafi meira frelsi til ákvarðanatöku og reyni nýtt rekstrarfyrirkomulag og fjármögnunarform. öðrum löndum og þætti ekkert til- tökumál. Nefndin leggur til að félagsmála- , menntamála- og fjármálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga undirbúi tillögur sem geri ráð fyrir að rekstur grunnskóla flytjist að fullu til sveit- arfélaga frá og með 1. ágúst 1995. Til að mæta auknum kostnaði er lagt til að hlutdeild sveitarfélaga í staðgreiðslu hækki og greiðslur úr Jöfnunarsjóði verði auknar. Samkvæmt upplýsingum AI- þýðublaðsins þá mun félagsmála- ráðherra, sem fer með sveitarstjóm- armál, lítast ágætlega á tillögumar, enda hefur samráð milli ráðherra og sveitarstjómarmanna verið mikið í þessu máli. Sjá nánar um sameiningarmál bls. 2. Nœst samkomulag um sameiningarmál í dag? Sveitarfélögin reki skólana ffrá 1995 Kosið um sameiningu í nóvember 1994. 168 rúllur af salernis- pappír í Engihjallanum! Það sannast á þessari skondnu mynd hið fornkveðna að þegar harðnar í ári fara smáfuglar að keppast við að safna í forðabúrið. En öllu má auðvitað ofgera... Samkvæmt vísindalegri mæiingu Alþýðublaðsins eru þetta 168 rúllur af salern- ispappír á myndinni. Það hefur verið vænlegt rjóður sem lét í ntinni pokann fyr- ir erlendum skógarhöggsmönnum í þetta skiptið. Og útkoman? Ekki slæm: Hreinlegir afturendar á vísitölufjölskyldu í þá tólf mánuði sem tekur að klára pappírinn. -A-mynd E.Ól. NÝ EFNALAUG Bjóðum upp á hreinsun á fatnaði s.s. skyrtum, dúkum, gluggatjöldum og mottum. Kona með margra ára reynslu í meðferð á viðkvæmum fatnaði Afgreiðum gluggatjöld samdægurs. Erum einnig með alhliða viðgerðarþjónustu. Bændur vilja dugleg norræn ungmenni í vinnu Hún Ása Hreggviðsdóttir hjá Nordjobb hefur í mörg hom að líta þessa dagana. Nærri fimm hundruð íslensk ungmenni hafa óskað eftir að komast í vinnu á Norður- löndum, en færri fá en vilja. Hingað koma í staðinn nor- ræn ungmenni, sem leggja hönd á plóg hér á landi í sum- ar. Bændur hér á landi taka hinum harðduglegu frændum okkarvel. SJÁ BLS. 3 Ása Hreggviðsdóttir, - hún stjórnar vcrkefninu Nordjobb á Islandi, sendir um hundrað íslendinga utan og tekur á móti 70- 80 norrænum „frændum“ og „frænkunt“. Flosna 500-700 bændur upp frú búum sínum - eignaliflir? SJÁ BLS. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.