Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 23. mars 1993 Með Baldri yfir Breiðafjörð - vinsœl sjóferð með viðkomu í Flatey SJÓNARHORN SJÖ AF TÍII HAFA EKKI KOMIÐ A VESTFIRÐINA Ferðamálamenn undirbúa sig sein mest má verða fyrir páskavertíðina í ár. Ljóst er að eftir þungan vetur vænta menn veðursælla páska og mikilla ferða- laga innanlands. Guðmundur Lárusson, ferðakóngurinn í Hólminum, sagði í samtali við Alþýðublað- ið að reiknað væri með miklum mannaferð- um um Snæfellsnes um páskana nú eins og endranær. Guðmundur rekur Flóabátinn Baldur, einskonar þjóðveg yfir ála Breiða- fjarðarins, vinsæla leið hjá ferðafólki, sem vill stytta sér leið yfir á Vestfjarðakjálkann um 200 kílómetra. „Fólk sem komið hefur á Vestfirðina verður yfir sig heillað af því sérstæða og hrífandi landslagi sem þar er að finna. Flestir sem þangað hafa komið, fara aftur og aftur“, sagði Guðmundur. „Það er hinsvegar sérkennilegt að svo virðist sem 70% af þjóðinni hafi aldrei á Vestfirðina komið. Það fólk hefur eitthvað til að hlakka til og ætti að drífa sig sem fyrst í ferðalag þangað“, sagði Guðmundur. Baldur er vinsæll ferðamáti, ekki síst vegna þess að fólki gefst kostur á að verja dagparti í Flatey. Ferjan er í förum tvisvar á dag milli Stykkishólms og Brjánslækjar á Barðaströnd með viðkomu í Flatey á báð- um leiðum. í Flatey gefst tími til að skoða sig um og fara í ógleymanlegar skoðunarferðir í úteyj- amar. Hægt er að doka við í eynni 2 tíma hið minnsta, en mest í 6 tíma, nema menn dvelji þar yfir nóttina. Ferðin með Baldri yfir Breiðafjörð kost- ar 1.300 krónur á einstaklinginn, 3.000 fyr- ir bfiinn. Síðan koma til afslættir fyrir hvem farþega. Hreint ekki dýrt ferðalag, en sérlega skemmtileg sjóferð. GUÐMUNDUR LÁRUSSON, - sjö af hverjum tíu íslendingum hefur aldrei séð náttúruundur Vestfjarðakjálkans. Þúsundir heimsóttu Háskólann Talið er að milli 6 og 7 þúsund manns, einkum fólk af yngri kvnslóðinni, hafi lagt leið sína í Há- skóla íslands og aðra skóla á háskólastigi, sem kynntu starfsemi sína um helgina. Ljóst er að ungt fólk í dag lætur ekki deigan síga, þrátt fyrir mikið bölmóðstal, sem nú virðist svo mjög í tísku. Það hugsar fram í tímann og hyggur að framtíðarstarfinu, hvert svo sem það kann að vcrða. Mikill fjöldi gesta var allan daginn í bvggingum á háskólasvæðinu og þeir sem sátu fyrir svörum hölðu kappnóg að gera. Myndin var tekin við upphaf kynningarinnar. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, fyrrverandi alþingismaður, formaður nefndarinnar sem annaðist um kynninguna, ávarpar boðsgesti. -A-mynd E. Ól. Dr. Ingi skipaður prófessor í sagnfrœði: Umdeildur dösent fær stöduhækkun! -Dr. Ingi: séní sem kláraði sagnfræðina á sínum tíma ári á undan öðrum: Lokaður einfari og afkastal- ítill frœðimaður, kunnugir segja ástœðuna frekar verafeimni og fullkomnunaráráttu en leti Háskóli Islands hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri, ýmissa hluta vegna. Um síðustu helgi var til að mynda kynningarátak á vegum skólans fyrir almenning. En hverskonar kennar- ar eru við skólann? Alþýðublaðið fór á stúfana og spurðist fyrir um nýjasta pró- fessorinn við heimspekideildina, dr. Inga Sigurðsson. Heimildarmenn blaðsins sögðu hann vera ágætan kennara og gæðablóð fram í fingurgóma en helst til of lokaðan og feim- inn. Skoðum nokkrar skemmtilegar um- sagnir: „Doktor Ingi er afar sérstakur ka- rakter, haldinn fullkómnunaráráttu á háu stigi, erfeiminn og hefur ríka tilhneigingu til að fara einförum. “ „Hann er mjög skipulagður og duglegur, það má sjá Ijós á skrifstofunni hans á helg- ustu dögum ársins. Helsti gallinn á Inga er hversu lítið liggur eftir hann áfrœðisviðinu. Þar er stærsti orsakavaldurínn sennilega feimnin og óframfœrnin ásamt fullkomnun- aráráttunni. “ „Hann er maður með undarleg áhuga- mál. Afhverju skrifar kennari í sagnfrœði á Islandi lœrða ritgerð um sögu skógrœktar á Skotlandi?" „Hann á etfitt með að tjá sig vegna feimni, það háir honum virkilega í kennslu. “ Látum þetta duga af palladómum og snú- um okkur að faglegri umfjöllun. Athugum nánar þennan nýja prófessor við heimspeki- deildina og störf hans. Dr. Ingi Sigurðsson er fæddur árið 1946 og er ættaður frá Reykjum í Lundareykja- dal. Hann varð stúdent frá Laugarvatni og Wuraði síðan sagnfræðina við Háskóla ís- lands á tveimur árum í stað hinna hefð- bundnu þriggja til fjögurra. Dr. Ingi lauk doktorsprófi frá Edinborgarháskóla árið 1972 og fjallaði doktorsritgerð hans um sagnaritun Jóns Espólíns og íslenskra sam- tímamanna hans á tímabilinu frá um 1790 lil um 1830. Dr. Ingi hefur stundað viðamiklar rann- sóknir á sviðum hugmyndasögu og menn- ingarsögu. Sérstaklega hefur hann rannsak- að sögu sagnfræðinnar og áhrif upplýsing- arinnar og annarra Ijölþjóðlegra hug- myndastefna á íslandi. Auk þess hefur liann unnið að rannsóknum á sögu Skotlands. Hann starfaði sem bókavörður við Há- skólabókasafnið á árunum 1972-81. Var jafnframt stundakennari við Háskólann á árunum 1975-81. Dr. Ingi varskipaður lekt- or í sagnfræði við heimspekideild HI árið 1981, dósent árið 1986, settur prófessor 1987-88 og nú prófessor frá og með 1. maí 1992. í tilefni þess að dr Ingi hefur verið skip- aður prófessor í sagnfræði við heimspeki- deild Háskóla íslands flytur hann opinberan fyrirlestur á vegum deildarinnar . Fyrirlest- urinn ber hina tilkomumiklu yfirskrift, „Arfleifð upplýsingarinnar og útgáfa fræðslurita á íslenzku". Fyrirlesturinn verður haldinn stofu 101 í Odda (HI), næstkomandi fimmtudag, 25. mars, klukkan 17:15. Hann er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Þama gefst almenningi kærkomið tækifæri til að hlusta á og virða fyrir sér at- hyglisvert dæmi um íslenskan fræðimann, eins og þeir gerast dæmigerðastir. Dr. Ingi Sigurðsson, maður með „undarleg áhugamál“. A-mynd E.ÓI. Mogginn veitir Markúsi Á. veðurstofustjóraembœttið: Metnaðargirni Markúsar eða - mannleg Moggamistök -Innlendar fréttir á Morgunblaðinu veittu Markúsi Á. „eftirá- stöðuhœkkun “ síðastlið- innföstudag ogfelldu um leið gengi Magnúsar Jónssonar. Minntist ein- hverá „Moggalygi“? Þau skemmtilegu (?) mistök voru gerð við vinnslu Innlendra frétta í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag að Markús A. Einarsson var titlaður veðurstofustjóri af umsjónannönnunt fréttanna. Þessa lítt dulbúnu „stöðu- hækkun“ Markúsar A. var að finna í upphafi viðtals í lítilli frétt á blaðsíðu 20 sem bar fyrirsögnina, „Aðeins veð- urskeyti frá veðurskipi hefðu nýst“. Fyrsta línan byrjaði þannig, „Markús A. Einarsson veðurstofustjóri". Alþýðublaðið veit betur en það og þessi nýtilkomna „stöðuhækkun“ Markúsar er sannkallað fyrirfram apr- figabb þvf umhverfisráðherra er rétt nýbúinn að skipa Magnús Jónsson í starf veðurstofustjóra og hið rétta í málinu er að Markús A. ber stöðuheit- ið deildarstjóri veðurspádeildar. Þegar Alþýðublaðið hafði samband við Magnús Jónsson, hinn eina sanna veðurstofustjóra, til að grennslast fyrir um málið þá sagðist Magnús aðspurð- ur ekki telja þetta einhverja dulda metnaðargimi í Markúsi heldur væru þetta einfaldlega mannleg mistök um- sjónarmanna Innlendra frétta á Morgu- blaðinu. Magnús er sem sagt veðustofustjóri og Markús Á. heldur sinni stöðu áfram sem deildarstjóri þar á bæ, hvað sem Mogginn segir. Oafsönnuð er þó get- gátan um dulda metnaðargirni Mark- úsar Á. Einarssonar. Sagðist hann vera veðurstofustjóri, eða hvað? Hvað segir Mogginn um málið? Alþýðublaðið hefur enn ekki séð leiðréttingu á þessum mistökum Moggamanna, en ef hún hefur birst þá er það hið besta mál og vonandi hafa þeir á veðurstofunni þá fyrirgefið þeim. Væntanlega fylgist Morgun- blaðið betur með stöðuveitingum hér á landi í framtíðinni. Ætli Styrmir Gunnarsson ræki ekki upp ramakvein ef Alþýðublaðið færi að titla Sigtrygg Sigtryggsson, frétta- stjóra, sem ritstjóra Moggans upp úr þurru? MARKÚS Á. Einarsson veður- stofustiérl segir að ekki sé hægt að spá fyrir um krappa smálægð eins og gekk yfir landið í fyrra- dag, svokallaða pólarlægð, Frétt í Morgunblaöinu, föstudaginn 19. mars, 1993. Magnús Jónsson: Nýskipaður veður- stofustjóri og kominn til að vera, hverju svo sem Mogginn heldur fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.