Alþýðublaðið - 25.03.1993, Qupperneq 1
MMMBIMÐ
Flmmtudagur 25. mars 1993
47. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
BKKHBm
Stórsigur Sighvatar Björgvinssonar og heilbrigðisráðuneytisins - Ríkisendurskoðun
staðfestir stórfelldan sparnað án þess að þjónusta hafi skerst
SPARAR 560
MILUÓNIR
Allt síðasta ár mátti hcilbrigð-
isráðherra, Sighvatur Björgvins-
son, sitja undir þungum ákúrum
úr ýmsum áttum fyrir niður-
skurð í heilbrigðiskerfinu. Ekki
síst átti það við um hagræðing-
Verð fyrir sjávarafurðir
Kcmnast ekki
vid verðfall
s
- segir Benedikt Sveinsson hjá Islenskum sjávarafurðum
Benedikt segir sumar afurðir
hefðu verið undir verðþrýstingi en
aðrar ekki. Þannig hefði verið
þungur markaður í Evrópu fyrir
ákveðnar pakkningar. Hann sagði
að sölumálin hefðu engu að síður
gengið yfirleitt nokkuð vel en fyrir-
tækið væri að selja sjávarafurðir á
mismunandi markaði um allan
heim.
„Verðfall á sjávarafurðum
könnumst við ekki við en það fer
nokkuð eftir mörkuðum hver
verðþróunin hefur orðið“ sagði
Benedikt Sveinsson, fram-
kvæmdasíjóri Islenskra sjávaraf-
urða hf. í samtali við Alþýðublað-
ið í gær. Hann sagði að almennt
hefði útflutningur á vegum fyrir-
tækisins gengið nokkuð vel.
una sem gerð var í sjúkrahúsmál-
um. Ríkisendurskoðun var feng-
in til að kanna hvað aðgerðirnar
höfðu að segja árið 1992, og nú
liggur niðurstaðan fyrir.
Niðurskurðurinn hefur sparað ís-
lenskum skattborgurum 560 ntillj-
ónir króna á einu ári - án þess að
það kæmi niður á þeirri þjónustu
sem sjúkrahúsin veita.
Jafnframt kom í Ijós að biðlistar
við hinar ýmsu deildir sjúkrahús-
anna hafa ekki lengst, eins og spáð
var, þeir hafa styst í fjölmörgum til-
vikum.
„Það voru margir sem gagnrýndu
þessar aðgerðir okkar, að flytja
bráðamóttöku sjúklinga frá Landa-
koti yfir á Borgarspítala, og sam-
einingu fæðingarstofnana. Menn
sögðu að kostnaðurinn yrði meiri
en áður, en nú hefur annað komið í
ljós. Raunar er árangur þessara að-
gerða mun meiri og betri en við átt-
unt von á“, sagði Sighvatur Björg-
vinsson, heilbrigðisráðherra í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær.
Nánar um árangurs-
ríkar sparnaðaraó-
gerðir á bls. 3
Sameinaðir verktakar á Hótel Sögu í gœr
600 milljóna greiðslur
blásnar úl af borðinu
Drjúgur hópur athufnamanna
mætti síðdegis í gærdag til hlut-
hafafundar Sameinaðra verk-
taka á Hótel Sögu. Til þessa fund-
ar var boðað að ósk svokallaðra
„umbótasinna" innan félagsins.
Tillögur þess hóps hafa verið þær
að greiða út sjóði þessa gamla og
óvirka verktakafyrirtækis, sem
þénaði vel á varnarliðsfram-
kvæmdum á árum áður. Þetta
hefði þýtt útborgun á 600 millj-
ónum á ári í þrjú ár, alls 1,8 millj-
örðum króna.
Til fundar mættu umboðsmenn
fyrir 91% hlutafjárins, um 30
manns. Umbótasinnar komu fram
með áðurgreinda tillögu, sem
stjómin með Jón Halldórsson, lög-
mann, í fararbroddi, mætti með
breytingartillögu.
Sú tillaga gengur út á að kosin
skyldi nefnd til að vinna að stefnu-
mótun í útgreiðslu á arði félagsins,
sem og að auka þátttöku í rekstri ís-
lenskra aðalverktaka.
Nefndin var kosin á fundinum og
er skipuð þrem mönnunt, þeim Páli
Gústafssyni, framkvæmdastjóra,
Jakobi Bjamasyni, fulltrúa Reg-
ins/Landsbankans, og Vilberg Vil-
bergsson, rafverktaka.
Þarf nefndin að vinna hratt og
vel, því reiknað er með að aðal-
fundur Sameinaðra verktaka verði
haldinn í lok aprílmánaðar. Mönn-
um sem Alþýðublaðið ræddi við í
gær taldist svo til að 600 milljóna
útgreiðslur til hluthafa séu hérmeð
úr sögunni.
500 atvinnulausir unglingar í Reykjavík
Skyndihjálp i
stað ofbeldis
Margir í svartri vinnu en þiggja bætur og hafa ekki tíma til að
sœkja námskeið á vegum borgarinnar
Góð reynsla hefur verið af
námskeiðum sem íþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur hef-
ur boðið upp á fyrir atvinnulausa
Jón Sigurðsson um Seðlabankafmmvarpið
Sjálfstæði bankans aukið
Honum verði falið að framfylgja stefnu ípeningamálum sem hafi það meginmarkmið að tryggja lága verð-
bólgu. Má alls ekki hlaða upp ofmikilli yfirstjórn og vel má rœða tillögu um einn aðalbankastjóra
„Við megum alls ekki hlaða
þarna upp alltof mikilli yfir-
stjórn. Ég tel að kanna eigi vand-
lega hvort komast megi af með
færri menn í æðstu stjórn bank-
ans. Það má vel ræða þá tillögu
að hafa einn aðalbankastjóra,“
sagði Jón Sigurðsson banka-
málaráðherra þegar frumvarp
um breytingar á löguni Seðla-
bankans var til uinræðu á Al-
þingi í fyrradag.
í umræðunni lagði Jón Sigurðs-
son áherslu á aukið sjálfstæði
Seðlabankans og skýrði hvað hann
ætti við með því að segja: „í mínum
huga er það fyrst og fremst það að
sjálfstæðri stofnun sé falið að móta
og framfylgja stefnu í peningamál-
um, sem liafi það meginmarkmið
að tryggja lága verðbólgu. í þessu
skyni verði sjálfstæði bankans auk-
ið gagnvart ríkisstjóminni í hinni
daglegu stjóm peningamála. Hér er
fyrst og fremst um breytta verka-
skiptingu að ræða, ekki valdbreyt-
ingu, ekki breytingu á valdahlut-
fóllum, heldur það eitt að fela einni
sjálfstæðri stofnun að gæta sérstak-
lega þessa mikilvæga markmiðs í
efttahagsmálum.“
Þá lagði bankamálaráðherra
mikla áherslu á að ná niður raun-
vöxtum en það ætti að vera eitt
helsta verkefni Seðlabankans en
það væri ekki auðvelt við núver-
andi skilyrði. Hann varaði við „að
menn dragi víðtækar ályktanir um
það hvort frjálsræðið í vaxtamálum
muni til lengdar duga betur eða
miður út frá reynslu þeirra ára, sem
liðin em frá því að vaxtafrelsið var
innleitt hér, því það vill svo til að
það er einmilt á tíma sem fellur
saman við efnahagslægð, eina þá
lengstu sem yftr heimsbúskapinn
hefur gengið á seinni ámm - og
reyndar enn lengri í okkar þjóðar-
búskap. Ég vil láta í ljós þá skoðun
að þar hafi margt tekist vel þótt
sumt megi þó e.t.v. betur fara. Það
er einmitt megintilgangur þessa
Megintilgangur Seðlabankafmmvarpsins er að finna betri lausnir til að
lækka vextina, segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra.
fmmvarps að ftnna betri lausnir til
að lækka vextina."
Unt bankaeftirlitið sagði Jón
Sigurðsson að nefndin sem samdi
seðlabankafmmvarpið hefði verið
sammála um það að skynsamlegt
væri við aðstæður hér að bankaeft-
irlitið væri hluti af Seðlabankanum.
Það væri reyndar í samrænii við þá
þróun sem væri að verða í löndun-
um næst okkur. „Þar var fyrir
nokkmm ámm eins konar sjálf-
stæðishreyfmg í gangi fyrir banka-
eftirlitið en nú em menn komnir að
þeirri niðurstöðu að það sé heppi-
legast að tengja það við þá stofnun
sem hefur yfirumsjón með lána-
markaðnum, seðlabanka. Þetta
gildir áreiðanlega í okkar fántenni.
Því mjög oft er nú kvartað yfir há-
timbmðum yfirbyggingum í okkar
samfélagi, ekki síst í Seðlabankan-
um“, sagði Jón Sigurðsson banka-
málaráðherra.
Sjá nánar um Seðiabanka-
frumvarpið í opnu
unglingu í borginni. Um 30 ung-
lingar tóku þátt í starfsþjálfun og
fræðslu í desember s.l. og fengu í
kjölfar þess vinnu við félagsmið-
stöðvar, skíðasvæði og sundlaug-
ar á vegum borgarinnar. Ráðn-
ingartíminn er fjórir mánuðir og
sumir hafa staðið sig svo vel að
þeir verða ráðnir áfram.
„Þörfin fyrir svona námskeið er
greinilega mikil því um 200 ung-
menni á aldrinum 16-20 em á at-
vinnuleysisskrá, en við höfum tölur
um að í raun sé þessi hópur mun
stærri, eða um 500 manns. Þátttak-
an á námskeiðunum hefur einnig
verið mikil og nú em um 100
manns á 8 námskeiðum hjá okkur",
segir Grétar Þór Eyþórsson at-
vinnuráðgjafi hjá íþrótta- og tóm-
stundaráði. Hann segir að boðið sé
upp á ýmislegt, allt frá leiklist til
ljósmyndunar og að námskeið í
skyndihjálp geti haft úrslitaáhrif á
það hvort unglingur fær vinnu t.d.
við gæslu í sundlaug. Það sé því
rnjög gott að geta boðið upp á eitt-
hvað fyrir þessa einstaklinga og náð
þeint af götunni þar sem ofbeldi og
afbrot hafi aukist.
Skráning atvinnulausra virðist
hins vegarekki vera mjög nákvæm.
Margir vita ekki um rétt sinn og svo
eru aðrir sem spila á kerfið og
þiggja bætur, en em santt í svartri
vinnu. Það kom í ljós þegar starfs-
menn íþrótta- og tómstundaráðs
fóm að hringja í atvinnulaus ung-
menni sem vom á skrá, að suntir
höfðu ekki tíma til að koma á nánt-
skeið vegna þess að þau höfðu svo
mikið að gera í vinnunni.
Sjá viðtal við
Grétar Þór og
Markús Guðmunds-
son á bls. 7.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavílc - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44