Alþýðublaðið - 25.03.1993, Page 2
2
Fimmtudagur 25. mars 1993
ni'Hiununw
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90
Greiðsluerfiðleikar
fjölskyldnanna
Greiðsluerfiðleikar fjölskyldunnar fara vaxandi um þessar mundir.
Ástæðan er ekki síst sú, að erfitt atvinnuástand hefur dregið mjög úr
möguleikum fólks til að drýgja tekjur sínar með yfirvinnu og auka-
vinnu. En til þessa hafa ungar fjölskyldur íleytt sér yfir erfiðustu
greiðsluárin sem fylgja húsnæðiskaupum með gegndarlausri auka-
vinnu. Nú eru hins vegar möguleikar á henni miklu minni en áður, og
ógreidd lán hrannast upp.
Fyrir vikið hafa skuldir heimilanna stóraukist á síðustu árum. Frá árinu
1981 til loka síðasta árs fjórfölduðust þær og jukust úr 60 milljörðum í
226 milljarða. Það segir líka sína sögu, að á þessum tíma jókst hlutfall
þeirra úr 14 í 54 af hundraði landsframleiðslunnar.
Skýringamar eru margar. Seðlabankinn nefnir í nýútkominni skýrslu,
að þær helstu séu aukið frjálsræði á peningamarkaði, afnám lánsfjár-
skömmtunar, aukið framboð af lánsfé og stóraukin fyrirgreiðsla ríkisins
á sviði húsnæðislána. Einnar mikilvægrar skýringar er hins vegar óget-
ið í skýrslu bankans: allt of hárra raunvaxta. En síðasta áratuginn hafa
raunvextir margfaldast og náðu siðlausu hámarki árið 1989, þegar þeir
voru 15,9 af hundraði. I lok síðasta árs voru þeir 9,9 af hundraði en fara
sem betur fer lækkandi um þessar mundir.
Raunvextimir eiga án efa mikla sök á vaxandi skuldabyrði fjölskyldna.
Þeim hefur ekki tekist að standa undir greiðslubyrðinni, og hafa því
neyðst til að fjármagna greiðslur með enn frekari lántökum. Þannig
lenda fjölskyldumar inn í stjómlausu ölduróti, sem fleytir skuldunum
fyrst inn á borð lögfræðinganna, með tilheyrandi viðbótarútlánum, og
að lokum í hörmungar gjaldþrots.
Að sönnu er ekki til nægilegt yfirlit yfir vanskilamál heimilanna, enda
marktæk könnun ekki verið gerð á umfangi greiðsluerfiðleika heimil-
anna í landinu. Það er hins vegar nauðsynlegt að stjómvöld beiti sér fyr-
ir slíkri athugun, og kanni jafnframt, hverjar em mikilvægustu orsakir
þess, að heimilin lenda í gjaldþroti.
Vafalaust eiga bjartsýn húsnæðiskaup, sem til var stofnað við allt aðrar
atvinnuaðstæður en nú ríkja, mikinn þátt í þróuninni. Ungt fólk á Is-
landi, sem stofnar fjölskyldu, á ekki margra kosta völ. Leigumarkaður-
inn er þeim mörgum ofviða, og það á gjaman ekki annars úrkosta en
ráðast í íbúðakaup; oft áður en það hefur í rauninni fjárhagslegt bol-
magn til að ráða við slíka fjárfestingu, - í þeirri von að úr rætist. Á síð-
ustu sjö ámm er vitað, að fjárfestingar landsmanna í húsnæði vom um
105 milljarðar, og obbinn af því var fjármagnaður með lánum, - annað
hvort frá hinu opinbera eða bönkum. I dag em um 2.800 fjölskyldur í
vanskilum með lán sín hjá Húsnæðisstofnun.
Þessi uggvænlega þróun kallar á það, að fjármálaráðgjöf til heimila
verði hluti af þeirri þjónustu, sem samfélagið býður upp á. Neytenda-
samtökin hafa lagt ríka áherslu á að slíkri ráðgjöf verði komið á fót, og
þau, ásamt hinu opinbera, bönkunum og verkalýðshreyfingu ættu að
sameinast um að hrinda henni úr vör.
s
A Norðurlöndunum hafa þingin komið fólki í greiðsluerfiðleikum til
hjálpar með því að setja löggjöf um greiðsluaðlögun, til að hjálpa þeim
sem ekki megna að standa í skilum með vexti og afborganir. Þau opna
möguleika á að minnka greiðslubyrði mjög illra staddra skuldara með
því að lengja lánstíma, lækka vexti og jafnvel fella niður skuldir, eða
hluta þeirra. Á sumum Norðurlandanna er jafnframt kveðið á um það,
að aðilar sem lendi í gjaldþroti séu innan ákveðins árafjölda hreinsaðir
af þeim skuldum, sem standa eftir að gjaldþroti loknu.
Er ekki tími til kominn að íslensk stjómvöld athugi, hvort ekki sé rétt að
setja svipaða löggjöf um fólk í illvígum greiðsluerfíðleikum hér á landi?
s
Ar fjölskyldunnar -1994:
Félaasmálaráðherra segir
f jöískyldustelnu vanta
/
- en nú sé verið að móta hana afLandsnefnd Ars fjölskyldunnar, 1994.
Markmiðið er að styrkja innviði fjölskyldunnar og heimilanna,
sérstaklega barnafjölskyldna.
Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráöherra, kynnir Ár fjölskyldunnar, 1994, á blaöamanna-
fundi. f baksýn cr Bragi Guöbrandsson aðstoðarmaöur hennar.
Þann 8. desember 1989 lýsti Allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna því yfir að
árið 1994 skyldi vera ár fjölskyldunnar.
Einkunnarorð ársins eru „Fjölskyldan:
úrræði og skyldur í breytilegum heimi“.
Um leið og Allsherjarþingið helgaði árið
fjölskyldunni ákvað það að þess skyldi
fyrst og fremst minnst í hverju byggðar-
lagi, hverju héraði og hverju landi með
aðstoð stofnana Sameinuðu þjóðanna.
Þingið ákvað ennfremur að Félagsþró-
unarnefnd Samcinuðu þjóðanna skyldi
sjá um undirbúning ársins og að Kfna-
hags- og félagsmálaráðið skyldi skipu-
leggja aðgerðir.
Haustið 1991 skipaði Jóhanna Sigurðar-
dóttir, félagsmálaráðherra, landsnefnd til að
undirbúa aðgerðir á árinu. Landsnefndin
hefur kosið sér 8 manna framkvæmdanefnd
en jafnframt eru starfandi starfshópar með
ákveðin verkefni innan nefndarinnar.
Nýverið kom út bæklingur á vegum Fé-
lagsmálaráðuneytisins um Ar fjölskyldunn-
ar, 1994, og er honum ætlað að vekja menn
til umhugsunar um málefni fjölskyldunnar,
jafnframt því að miðla fræðslu og hug-
myndum um aðgerðir í tilefni af Ári fjöl-
skyldunnar til allra þeirra sem láta sig þessi
mál varða.
Á fyrstu blaðsíðum þessa bæklings, sem
er allur hinn vandaðasti, er að finna ávarp
félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardótt-
ur. Þar segir hún meðal annars:
„Samfara breyttum lffsháttum reynist
fjölskyldum æ erfiðara að sinna uppeldis-
og umönnunarskyldum sínum og er brýnt
að styrkja þær til að takast á við þessi verk-
efni. Mörgum hefur orðið tíðrætt um skort á
opinberri fjölskyldustefnu á Islandi. Hom-
steinn slíkrar fjölskyldustefnu lýtur að rétti
allra til þess að eiga heimili og innihaldsríkt
samneyti við aðra. Landsnefndin hefur sett
sér það markmið að vinna að gerð fjöl-
skyldustefnu sem myndi styrkja innviði
fjölskyldunnar og heimilanna, þar yrði tek-
ið sérstakt mið af þörfum bamafjölskyldn-
anna.
Fyrsta verk landsnefndarinnar var að afla
gagna um hagi og aðstæður íslenskra fjöl-
skyldna. Úr þessum heimildum hefur verið
unnin áfangaskýrsla sem ber heitið Um-
hverfifjölskyldunnar. Þarer að finna ýmsan
fróðleik um aðstæður og lífsskilyrði ís-
lenskra fjölskyldna. Þá hefur landsncfndin í
samráði við Bamaheill og Félagsvísinda-
stofnun Háskólans ýtt úr vör viðamikilli
rannsókn undir vinnuheitinu „Fjölskylda,
böm og skilnaðir". Niðurstöður rannsókn-
arinnar verða fyrirliggjandi á Ári fjölskyld-
unnar 1994.
Meginverkefni nefndarinnar er að sam-
ræma aðgerðir á Ári fjölskyldunnar en sér-
stök áhersla er lögð á að hvetja félagasam-
Merki Árs fjölskyldunnar: í skjóli hússins er
hjarta tengt öðru hjarta sem tákn um líf og
kærleika á heimili. Hin einfalda mynd felur í
sér samfellu en jafnframt nokkra tvísýnu.
Pensildrátturinn á opnu þakinu lokar óhlut-
lægu tákni um margbreytileika fjölskyldunn-
ar.
tök, einstaklinga og fyrirtæki ekki síður en
stjómsýslustigin tvö, ríki og sveitarfélög, til
dáða á árinu.“
En nánar um starf landsnefndarinnar og
starf hennar við að móta heildarsýn í mál-
efnum fjölskyldunnar. Nefndin ákvað í
upphafi starfsins að setja sér eftirfarandi
markmið fyrir Ár fjölskyldunnar:
„Að efla íslenskar fjölskyldur og að
þær verði viðurkenndar í raun sem
grunneiningar samfélagsins, þar sem
einstaklingar deila tilFinningum, efna-
hag, ábyrgð, verkefnum og hvíld.“
Að mati nefndarinnar eru helstu leið-
irnar að þessu marki eftirfarandi:
„1. Að móta heildstæða fjölskyldustefnu.
2. Að stuðla að viðhorfsbreytingu
gagnvart fjölskyidunni nieðal ráða-
manna og almennings, þannig að mikil-
vægi hennar komi skýrar í Ijós og verði
almennt og formlega viðurkennt. Jafn-
framt hafi viðurkenningin það í för með
sér að fjölskyldunni verði búnir betri af-
komumöguleikar. Áhersla er lögð á að
bættir afkomumöguleikar skili sér til
allra fjölskyldugerða.
3. Huga sérstaklega að barnafjölskyld-
um og koma með tillögur til úrbóta í mál-
efnum þeirra.“
Hugmyndir um verkefni fyrir alla þá að-
ila sem málið snertir hafa verið settar fram
af hálfu landsnefndarinnar sem skipuð var
vegnaÁrs fjölskyldunnar, 1994. Allarþess-
ar hugmyndir eiga það sameiginlegt að vera
tiltölulega einfaldar og jafnvel ódýrar í
framkvæmd. Þær eru mestmegnis miðaðar
við fjóra aðila: almenn samtök, skólana,
sveitarfélögin og samtök launafólks. Nánar
verður sagt frá þessu merkilega átaki fé-
lagsmálaráðuneytisins hér síðar í Alþýðu-
blaðinu.
'fimtntubaýuti 19. maw ‘99
Atburðir dagsins Afmælisdagar
1609 Henry Hudson, enskur siglingafræðingur og landkönnuður
heldur af stað í þriðju ferð sína til að reyna að finna norðvestur-leið-
ina svokölluðu. Hudson-flói heitir í höfuðið á þessum landkönnuði,
sem reyndar fann Jan Mayen á ferðum sínum. I síðustu landkönn-
unarferð sinni var Hudson skilinn eftir ásamt 9 öðrum mönnum og
spurðist ekki til þeirra síðan.
1807 Breska þingið samþykkir að afnema þrælahald. Aðalbaráttu-
maður þessa var mannvinurinn William Wilberforce.
1815 Bretland, Austurríki, Prússland og Rússland sameina krafta
sína í bandalagi gegn Napóleon Bonaparte.
Claude Debussy, franska tónskáldið, deyr, aðeins 55 ára að
aldri, eftir níu ára baráttu við krabbamein.
1929 Benito Mussolini, leiðtogi samtakanna Fasci di Combatti-
mento, kveðst hafa hlotið 90% atkvæða í ítölsku þingkosningunum.
1990 í New York farast 87 manns í eldsvoða sem kom upp í disk-
óteki.
Arthuro Toscanini, 1867: ítalskur stjómandi, sem neitaði að
koma fram á tónleikum á Ítalíu og í Þýskalandi, meðan löndin voru
undir stjóm fasista og nasista.
Béla Bartok, 1881: Ungverskt tónskáld og píanisti, einn af frum-
herjum nútímatónlistar og eitt vinsælasta tónskáld þessarar aldar.
David Lean, 1908: Breskur kvikmyndaleikstjóri, en gerði með'al
annars Arabíu-Lawrence. Brúna yfir Kwai-fljótið og Dr. Zhivago,
svo eitthvað sé nefnt.
Simone Signoret, 1921: Frönsk leikkona og einnig kunn fyrir
stjómmálaafskipti sín.
Aretha Franklin, 1942: Amerísk söngkona, sem kölluð hefur ver-
ið Drottning soul-tónlistarinnar.
Elton John, 1947: Breskur dægurlagasmiður, píanóleikari og
söngvari, sent allir kunna skil á.
irr/a