Alþýðublaðið - 25.03.1993, Síða 8
UMFERÐAUÓSABANINN ILLRÆMDI?
Reyndar ekki. Þessi smellna mynd var tekin þegar illviðrinu mikla, sem hrelldi íbúa suö-vesturhornsins 17. mars, slotaði. Fátt slapp ósnortið af veð-
urhamnum og umferðarvitinn á myndinni varð til dæmis blindur á tveimur af þremur. Væntanlega er það borgarstarfsmaður úr umferðardeild
sem hér er að undirbúa viðgerð með cinhverju ókenndu verkfæri. Kunna ökumenn honum (og kollegum hans sem í mörgu þurftu að snúast þenn-
an erfiða dag) bestu þakkir fyrir. -A.mynd E.ÓI.
Tónleikar á laugardaginn:
TODMOBILE A
TVEIMUR VINUM
-og kemur hljómsveitin þarfram ífyrsta skipti eftirþriggja mánaðafrí. Ifar-
teskinu hafa þau splunkunýtt efni og gömlu góðu lögin fljóta með.
Hljómsveitin TODMOBILE mun
koma fram og spila á skemmtistaðnum
Tveir vinir og annar í fríi næstkomandi
laugardagskvöld, 27. mars. Þetta er svo-
lítið merkileg uppákoma hjá hljómsveit-
inni því þetta er í fyrsta skipti um þrigg-
ja mánaða skeið sem þau troða upp opin-
berlega. Það er að segja ef frá eru taídar
skólaskemmtanir víðsvegar um landið.
Að sögn talsmanna TODMOBILE hefur
hún verið í fríi frá öllu almennu tónleika- og
dansleikjahaldi síðan um áramót. Til stóð
að taka upp þráðinn aftur um páskana en
íslensk stjórnvöld fordæma þá
ákvörðun stjórnvalda í Norður-Kóreu
að rjúfa samning um takmörkun út-
breiðslu kjarnorkuvopna. Skorað er á
stjórnvöld í Norður-Kóreu að falla frá
þeirri ákvörðun.
í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneyt-
inu segir að skýringar þær sem stjómvöld í
Norður-Kóreu hafi gefið á fyrirvaralausu
fráhvarfi frá fyrri skuldbindingum séu ekki
marktækar en til þess fallnar að grafa undan
viðleitni til takmörkunar á útbreiðslu ger-
nýlega ákváðu meðlimir hljómsveitarinnar
að taka forskot á sæluna og spila á Tveimur
vinum næstkomandi laugardagskvöld.
Á þeim tónleikum mun sveitin leika
meðal annars nýtt efni sem áætlað er að
komi út eftir þrjár vikur á safndiski frá
Steinum hf. Næstu skemmtanir TODMO-
BILE verða í Þotunni í bítlabænum Kefla-
vik miðvikudaginn 7. apríl og í Vestmanna-
eyjum um páskana.
Hljómsveitin er skipuð þeim Andreu
Gylfadóttur, Þorvaldi B. Þorvaldssyni og
Eyþóri Amalds. Sér til aðstoðar hafa þau
eyðingarvopna á alþjóðavettvangi. Þá er
bent á að ákvörðun stjómvalda í Norður-
Kóreu hafi leitt til svæðisbundins vígbún-
aðarkapphlaups.
Því skora íslensk stjómvöld á stjómvöld í
Norður-Kóreu að falla frá umræddri
ákvörðun sem á sér ekki fordæmi frá því að
samningurinn tók gildi og þau gangist við
skuldbindingum og ákvæðum samningsins
um eftirlit Alþjóðakjamorkumálastofnun-
arinnar.
Hljómsveitin TODMOBILE: Þorvaldur B.
Þorvaldsson, Andrca Gylfadóttir og Eyþór
Arnalds.
Kjartan Valdimarsson, Matthías Hemstock
og Eið Amarsson. Hljóðmeistari TODMO-
BILE er Ivar Ragnarsson og sviðsstjóri er
Haraldur FIosi.
Sem sagt, TODMOBILE á Tveimur vin-
um næsta laugardagskvöld. Miðað við að-
sókn að tónleikum hljómsveitarinnar hing-
að til verður húsið sennilega orðið troðfullt
á örskotstíma. Með tilliti til þess er vissara
að mæta snemma og tryggja sér gott sæti.
✓
Islensk stjórnvöld
Fordæma N-Kóreu
-fyrir að rjúfa samning um takmörkun við
úthreiðslu kjarnorkuvopna
STUTTFRÉTTI.R
Leiðsögumenn kvarta undan
útlendingum
Á aðalfundi Félags leiðsögumanna nýlega var kvartað sáran yfir því að það færist
í vöxt að erlendum ferðamannahópum fylgja erlendir fararstjórar, margir án nokkurr-
ar menntunar á sviði leiðsögu. Auk þess skipuleggja erlendar ferðaskrifstofur ferðir
hingað og koma með eigin farartæki, starfsfólk og jafnvel matvæli. Hinsvegar er ekk-
ert á það minnst að íslenskir fararstjórar starfa í miklum mæli á erlendri grund með ís-
lenska hópa.
Blóðugar bókmenntir
Frjáls fjöimiðlun hf. - Úrvalsbækur hefur sent frá sér skáldsöguna Blóðrúnir.
Mörgum þykir það að bera í bakkafullan lækinn að gefa út slíkar bókmenntir, ofbeld-
ið þurfi að hverfa úr bókmenntum og sjónvarpi. En Úrvalsbækur lofa að gefa út
spennusögur sem flokka megi sem skáldsögur í hæsta gæðaflokki. Raunar em lýsing-
ar á morðum og morðstöðum í bókunum stundum afar hrollvekjandi og varla fyrir
viðkvæmar sálir.
Enn eru 170 þúsund tonn eftir
Loðnuvertíðin eftir áramót hefur gengið prýðilega og komin á land um 440 þúsund
tonn, en fyrir áramót var fengunnn 212 þúsund. Samtals hafa því veiðst á haust og
vetrarvertíð meira en 650 þúsund tonn. Kvótinn sem úthlutað var er hinsvegar orðinn
samtals 820 þúsund tonn og því eftir um 170 þúsund tonn. Sá afli mun hinsvegar tæp-
lega nást allur.
Frá undirskrift samnings um sameiginlegan fjölbrautaskóla Reykvíkinga og Mosfellsbæ-
inga. Frá vinstri: Róbert Agnarsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Ólafur G. Einars-
son, menntamálaráðherra.
Nýr fjölbrautaskóli í haust
Fyrir nokkm var undirritaður samningur menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborg-
ar og Mosfellsbæjar um byggingu nýs fjölbrautaskóla í Borgarholtshverfi II í Reykja-
vík. Fyrsti áfangi skólans verður tekinn í notkun í haust. Nemendur úr Mosfellsbæ fá
hér eftir aðgang að framhaldsskólum í Reykjavík með sama rétti og nemar með lög-
heimili í höfuðborginni. Eignaraðilar hins nýja skóla em menntamálaráðuneytið 60%,
Reykjavíkurborg 28% og Mosfellsbær 12%. Skólinn verður rúmlega 10 þúsund fer-
metrar að gmnnflatarmáli og lýkur byggingu hans á næstu 7 árum. Kostnaður við
byggingu hans er áætlaður um einn milljarður króna.
Leikarar í áheyrnarprufu
Áheymarprufa verður hjá Félagi íslenskra leikara á mánudaginn kemur. Félagið
stendur að pmfunni í samvinnu við atvinnuleikhúsin. Allir félagar í FÍL geta tekið þátt,
sem og þeir sem hafa útskrifast úr viðurkenndum leiklistarskólum. Tilgangurinn er að
skapa vettvang fyrir leikara til að kynna sig og fyrir leikstjóra og aðra að sjá á sviði úr-
val leikara sem vilja sýna á sér nýjar hliðar eða koma sér á framfæri.
Aöalfundur blaðamanna í kvöld
I kvöld heldur Blaðamannafélag Islands aðalfund sinn í félagsheimili sínu í Síðu-
múla 23. Fundurinn hefst kl. 20. Á dagskrá em venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur
starfsnefnda, kjaramál, siðamál og önnur mál.
Vortónleikar Stefnis
Það verður nóg að sýsla hjá kórfélögum í karlakómum Stefni í Mosfellsbæ næstu
dagana. í kvöld verða tónleikar kórsins í Bústaðakirkju kl. 20.30, á laugardaginn kl. 16
í Hlégarði í Mosfellsbæ og lokatónleikamir á sunnudaginn kl. 17 í Árbæjarkirkju kl.
17. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt og lofar góðu, innlend kórverk og erlend í bland.
Stjómandi kórsins er Lárus Sveinsson, undirleikari er Sigurður Marteinsson og
raddþjálfari Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Aðaleinsöngvari með kómum er Þorgeir J.
Andrésson,en auk hans syngja einsöng tveir kórfélaga, þeir Böðvar Guðmundsson
og Jón M. Guðmundsson.