Alþýðublaðið - 02.04.1993, Síða 2
2
Fimmtudagur 1. apríl 1993
MI'YIIIIBI fBllt
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90
Greiðsluaðlögun
fyrir fólk í erfiðleikum
Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, Sigbjöm Gunnarsson og Össur
Skarphéðinsson hafa lagt fram tillögu um að ríkisstjómin undirbúi lög
um greiðsluaðlögun fyrir fólk, sem lent hefur í verulegum greiðsluerfíð-
leikum. Þetta er framhald af þeirri stefnu Alþýðuflokksins að reyna að
rétta hlut þeirra, sem hafa vegna óviðráðanlegra aðstæðna lent í vanskil-
um, en á sínum tíma hafði Jóhanna Sigurðardóttir frumkvæði að sér-
stökum tímabundnum greiðsluerfiðleikalánum fyrir húsnæðiskaupend-
ur.
Markmið slíkra laga er að létta greiðslubyrði skuldara með því að
breyta lánskjömm, þ.e. vöxtum og lánstíma, eða afskrifa höfuðstól
skuldanna að hluta eða öllu leyti. Greiðsluaðlögunin hefur marga kosti í
för með sér fyrir skuldarann, lánardrottna, en þó ekki síst fyrir samfélag-
ið í heild.
Ársfundur Iðnlánasjóðs á Holiday Inn
Stofnun Fjárfestingabnnk'
ans h.f. spor í rétta átt
- sagði GeirA. Gunnlaugssonstjórnarformaðurlðnlánasjóðs í setningar-
ræðu sinni áfundinum
Geir A. Gunnlaugsson stjórnarformaður Iðnlánasjóðs í ræðustól.
Geir A. Gunnlaugsson stjómarformaður
Iðnlánasjóðs tók mjög vel í hugmyndir iðn-
aðarráðherra um stofnun fslenska fjárfest-
ingabankans h.f. á ársfundi sjóðsins í gær.
Hann sagði að nauðsynlegt væri að sameina
lánastofnanir og mikilvægum áfanga hafi
verið náð með stofnun Islandsbanka h.f.
Hann sagði síðan: „Ég tel stofnun íslenska
fjárfestingabankans h.f. annað skref í sömu
átt, því með stofnun hans væru sameinaðir í
öflugri stofnun tveir íjárfestingalánasjóðir".
Jón Sigurðsson gerði mikilvægi Iðnlána-
sjóðs að umtalsefni í ávarpi sínu á fundin-
um. Hann sagði m.a. að ýmsir þættir í starf-
semi sjóðsins láti ekki mikið yfir sér, en að
„grasrótarstarfið“ þar myndi treysta undir-
stöður hagvaxtar og velferðar í landinu. Jón
vék síðan að áformum um stofnun fjárfest-
ingabanka og sagði: „Þessi starfsemi á án
efa eftir að eflast mjög þegar áformum um
samruna Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs í
íslenska fjárfestingabankann h.f. sem nú er
unnið að hefur verið hrundið í framkvæmd,
því að í þeim felst mikil efling vöruþróunar-
og markaðsstarfs".
í yftrferð Geirs A. Gunnlaugssonar, um
starfsemi Iðnlánasjóðs á síðasta ári, kom
fram að eftirspum eftir lánum til fjárfest-
inga óx um 43.prósent miðað við árið áður.
Ekki vom öll lán samþykkt þannig að aukn-
ing lána var 31 prósent frá fyrra ári. Hann
sagði þessa auknu eftirspum vera staðfest-
ingu á stefnumörkun sjóðsins og á því að
lánakjör hans væm vel samkeppnisfær.
Fram kom í máli Geirs að lánveitingar
fyrri ára hafi ekki reynst nægjanlega trygg-
ar og því hafi sjóðurinn þurft að færa um
438,8 milljónir króna á afskriftareikning.
Þetta gerði kröfu um að meiri varfæmi
verði sýnd í lánveitingum í framtíðinni. í
þessu sambandi sagði Geir að breyta þyrfti
kröfum um ábyrgðir og endurgreiðslur.
„Sú stefna er ríkt hefur á undanfömum
ámm að horfa fyrst og fremst á það hvort til
staðar væri veð í steinsteypu gildir ekki
lengur. I dag sitja allar íslenskar lánastofn-
anir uppi með fasteignir svo hundmðum
milljóna skiptir, eignir sem í ljós hefur
komið, að ekki voru sú trygging sem talið
var að þær væru, eignir sem í dag eru arð-
lausar", sagði Geir.
Nýr leikskóli í Hafnaifirði
Með henni er skuldaranum gert kleift að standa í skilum, og komast um
síðir út úr greiðsluerfiðleikunum, oftast án þess að til gjaldþrots komi.
Fyrir hann og fjölskyldu hans skiptir þó mestu, að greiðsluaðlögun ger-
ir kleift að sneiða hjá upplausn heimilanna og þeirri mannlegu óham-
ingju sem gjaldþrotum fylgir. Hagur lánardrottna batnar líka, því með
greiðsluaðlögun aukast líkur á að skuldarinn geti um síðir greitt að
minnsta kosti hluta skuldanna. í dag er hinsvegar raunin sú, að lendi
menn í gjaldþroti, fæst yfirleitt ekki nema lítið brot af raunverulegu
verðmæti eignanna, komi til uppboðs.
Samfélagið hagnast sömuleiðis verulega á því að opna fólki í erfíðum
vanskilum leið úr ógöngum sínum. Miklir fjárhagserfíðleikar leiða
mjög oft til upplausnar fjölskyldunnar, í mörgum tilvikum tapar hún
samastað sínum, og samfélagið þarf að koma til hjálpar með beinum
fjárhagslegum hætti. Löggilding greiðsluaðlögunar getur því sparað
mikil útgjöld fyrir hið opinbera.
A hinum Norðurlöndunum hafa menn gripið til þess ráðs að setja sér-
stök lög um greiðsluaðlögun, til að aðstoða fólk sem lendir í alvarlegum
greiðsluerfíðleikum vegna utanaðkomandi kringumstæðna. Slík lög
hafa verið samþykkt í Danmörku, Noregi og Finnlandi, og fyrir sænska
þinginu liggur frumvarp að samsvarandi lögum.
Eins og háttar á hinum Norðurlöndunum þurfa menn að uppfylla ströng
skilyrði til að hljóta greiðsluaðlögun. Einungis þeir, sem lent hafa í erf-
iðleikum vegna óviðráðanlegra ástæðna, geta notið greiðsluaðlögunar.
En með vaxandi atvinnuleysi er hætt við að fólk sem hefur á herðum sér
erfíðar skuldir vegna húsnæðiskaupa frá tímum, þegar nóg atvinna var í
boði, lendi í alvarlegum vanda. Tillögu Sigbjamar og Össurar er ekki
síst ætlað að koma því fólki til hjálpar. Ef sýnt er á hinn bóginn að van-
skilin eru til orðin vegna óhóflegrar neyslu, á viðkomandi ekki kost á að
njóta greiðsluaðlögunar. Hér er því alls ekki verið að opna leið fyrir þá,
sem með óábyrgum hætti hafa komið sér í vanda.
Skuldarinn þarf sömuleiðis að færa sönnur á að hann sé ekki fær um að
greiða skuldir sínar og muni ekki geta staðið við skuldbindingar sínar í
framtíðinni.
Tillaga þingmannanna tveggja er sannarlega tímabær. Staðreyndin er
sú, að hækkandi raunvextir á síðasta áratug og versnandi atvinnuástand
síðustu missera hafa leitt til þess að vaxandi hópur fjölskyldna er að
lenda í vanskilum. Lög um greiðsluaðlögun myndu hinsvegar koma
þeim vemlega til hjálpar.
Sveigjanlegur
vistunartími
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri aöstoðar Ágúst Arnar, Friörik Dór, Lindu Sif og
Hrefnu við að klippa á borða við vígslu Hlíðarbergs en þau tóku einnig fyrstu skóflustunguna að
leikskólanum.
Viðhorffólks til Hafnarfjarðar
Brcmdarar
- og géður bær
Burðarvirki úr stáli og
byggingartími rúmlega
hálft ár
Nýr fjögurra deilda leikskóli var opnaður
í sfðustu viku í Setbergshverfi í Hafnarfirði.
Leikskólinn heitir Hlíðarberg og er íjögurra
deilda. Leikskólum hefur fjölgað mjög f
Hafnarfirði hin síðustu ár enda hefur ungu
fólki fjölgað mjög í bænum. Leikskólinn
var formlega opnaður af fjórum ungum
krökkum sem tók fyrstu skóflustunguna að
leikskólanum fyrir rúmu hálfu ári.
Hafnfirðingar hafa verið að feta sig inn á
þá braut að bjóða upp á sveigjanlega vistun
á leikskóluni bæjarins og að Hlíðarbergi
verður boðið upp á sVeigjanlega vistun. Þar
verður ein deild fyrir böm á aldrinum 2-4
ára og þrjár deildir fyrir böm á aldrinum 3-
6 ára, samtals pláss fyrir um í 20 böm.
Stöðugildi við leikskólann verða rúmlega
20 en forstöðumaður hefur verið ráðin Sig-
urborg Kristjánsdóttir.
Byggingarmáti leikskólans er nýstárleg-
ur. Burðargrind hússins er úr stálprófílum,
húsið einangrað utan frá og loks klætt með
Stenex plötum. Leikskólinn er 600 fermetr-
ar að stærð og byggingarkostnaður hans 64
milljónir króna. Það var verktakafyrirtækið
Byggðaverk hf. sem leikskólann byggði
samkvæmt alútboði. Arkitekt hússins er Ar-
sæll Vignisson
m
62 9244
Brandarar og gamanmál er það sem
flestum dettur í hug þegar Hafnarfjörð-
ur er nefndur á nafn, eða 18,2% svar-
enda í könnun sem Guðmundur Rúnar
Árnason gerði fyrir ferðamálanefnd
Hafnarfjarðar. Fallegt bæjarstæði kom í
öðru sæti með 17,6%, góður bær al-
mennt í þriðja sæti með 14,6% og því
næst útgerð með 10,1 %.
Hringt var í þúsund manns alls staðar af
að landinu og tóku alls 702 þátt í könnun-
inni. Spurt var Jtriggja spuminga og kom í
ljós að viðhorf Islendinga em almennt mjög
jákvæð í garð Hafnarfjarðar. Þegar spurt var
hvað viðkomandi þætti jákvæðast við Hafn-
arfjörð svömðu flestir „góður bær“ eða
28,5%, en því næst „fallegt bæjarstæði" eða
25,4%.
Þegar spurt var um hvað væri neikvæðast
við Hafnarfjörð treystu fæstir sér til að svara
eða rétt tæp 80%. Þar fyrir utan nefndu
flestir samgöngur og umferð eða 5,4%. Þá
vekur athygli að mörgum datt í hug „vinir
Hafnarfjarðar" þegar spurt var um hvað
mönnum dytli fyrst í hug þegar Hafnar-
fjörður væri nefndur eða alls 64 manns.