Alþýðublaðið - 02.04.1993, Page 5

Alþýðublaðið - 02.04.1993, Page 5
Föstuudagur 2. apríl 1993 Öldrunarsamtökin Höfn í Hafnarfirði 40 íbúðir afhentar á sumardaginn fyrsta Eg trúi því, að hér sé verið að vinna gott verk, sem eigi eftir að koma mörgum öldruðum Hafnfirðingum til góða. Það mun stuðla að vellíðan þeirra og gleði, heilbrigði og hamingjusömu lífi á ókomnum dögum, segir Hörður Zóphaníassonformaður Öldrunarsamtakanna Hafnar Þeir sem aka Reykjanesbrautina, þar sem hún liggur í gegn um Hafnarfjörð taka eftir stóru, hvítu og myndarlegu húsi, sem er að rísa í nánd við Sólvang og er sýnilega á lokastigi. Það eru féla- gasamtökin Höfn, sem þarna eru að byg- gja íbúðir fyrir aldraða. Alþýðublaðið brá sér á vettvang til að kynna sér betur hvað þarna væri að gerasi. Þar hitti það að máli formann Hafnar, Hörð Zóphaníasson fyrrverandi skólastjóra og bæjarfulltrúa og leitaði upplýsinga um hvað þarna væri að gerast. Hvað getur þú sagt mér um þetta hús Hörður ? Hér er verið að byggja 40 íbúðir fyrir aldraða. Þetta verða þægilegar íbúðir, hent- ugar og fallegar. Útsýni úr þeim er glæsi- legt, þótt nokkur sé þar munur á milli ibúða eftir því hvar þær eru í húsinu. En flestir sem komið hafa í íbúðirnar hafa haft sérstaklega á orði hvað útsýnið sé fallegt. Nú tala margir um að þjónustUíbúðir fyrir aldraða séu á upþsprengdu verði. Hvað segirþú um það ? Ég ber engan kinnroða vegna verðsins á íbúðunum í þessu húsi. Það hefur verið lagt kapp á, að hér verði notalegar, vandaðar íbúðir á góðu og viðráðanlegu verði. Meðalverð á íbúðarrétti á stofuibúð sem er 49,6 fermetrar nettó er 5,4 miljónir króna, á tveggja herbergja íbúð sem er 61,2 fermetr- ar er meðalverðið 6,5 milljónir, en á þriggja herbergja íbúð sem er 80,9 fermetrar nettó er meðalverðið á íbúðarréttinum 8,6 millj- ónir. Ég held, að þetta hljóti að teljast góð kaup, þegar um cr að ræða nýjar og vand- aðar ibúðir. Og ég vil geta þess sérstaklega, að miklar og góðar geymslur eru í húsinu, en þær hafa stundum verið af skomum skammti í fjölbýlishúsum fyrir aldraða. Þú talar um íbúðarrétt, hvað meinarðu með því ? Eignarfyrirkomulag í þessu húsi er það sama og í Sunnuhlfðarhúsunum í Kópa- vogi. Menn kaupa sér rétt til að búa í viðkomandi íbúð eins lengi og þeir sjálfir kjósa. Fyrir það greiða þeir Höfn andvirði íbúðarinnar. En Höfn er hinn þinglýsti eigandi. Ef einhver vill fara úr húsinu ein- hverra hluta vegna, þá skuldbindur Höfn sig til að greiða honum matsverð íbúðar- innnar á einu og hálfu ári. Ef íbúðarrét- turinn selst fyrr, þá fær viðkomandi greiðslur fyrir íbúðarréttinn, þegar sú sala hefur verið gerð. Sparisjóður Hafnarfjarðar ábyrgist greiðslur fyrir allt að 15 íbúðum á sama tíma samkvæmt sérstökum samningi við Höfn. Þeir sem þama búa eiga því alltaf sölu vísa, ef þeir vilja flytja úr húsinu. Það er ekki lítið öryggi í því. Hvernig hefur gengið að selja íbúðirnar, það er að segja íbúðarréttinn í þeim ? Það hefur gengið vel. íbúðarréttur allra stofuíbúða hússins er þegar seldur og sama er að segja unt tveggja herbergja íbúðimar. Það em örfáar þriggja herbergja íbúðir eftir óráðstafaðar, en það eru líka allnokkrir að spá og eru mjög að hugsa til þess að festa sér íbúðarrétt á þeim. Mér sýnist allt benda til þess, að þess verði ekki langt að bíða að öllum íbúðunum hafi verið ráðstafað. Þú segir að Höfn eigi íbúðirnar. Geta þá íbúarnir ekki veðsett þœr eða t. d. leyft bör- num sínum að taka veð í þeim ? Nei, íbúamir geta ekki veðsett íbúðimar nema til komi sérstakt samþykki bæði Sparisjóðs Hafnarfjarðar og stjómar Hafn- ar. Sumum kann að þykja þetta harðir kostir. En aldraðir íbúar í þessu húsi eru þá heldur ekki í neinni hættu á með að missa húsnæði sitt vegna hugsanlegra greiðslu- erfíðleika bama sinna, sem eru að berjast við koma þaki yftr höfuð sér. Það em alltof mörg átakanleg dæmi um slíka hluti. Hvað um öryggi vœntanlegra íbúa hússins ? Það verður gott öryggiskerfi í húsinu, bæði hvað snertir eldhættu og slysahættu. Það er sérstakur viðvörunarbúnaður víða um húsið og í sérhverri íbúð. Með honum er Hörður Zóphaníasson formaður stjórnar Hafnar. hægt að gera aðvart, hvort heldur er um eld að ræða eða sjúkrakall. Þessi öryggisþjón- usta verður til staðar allan sólarhringinn. En félagsleg aðstaða og heilsurœkt ? I kjallara hússins verður aðstaða til tóm- stundastarfa, bæði hannyrða og trésmíða. Þar verður líka komið fyrir vatnsnuddpotti og annarri aðstöðu til heilsuræktar. Einnig verða þar rúmgóðar geyntslur. A neðstu hæð hússins er matsalur, þar sem þeir íbúar sem þess óska geta matast í. Gerður hefur verið samningur við Sólvang um að fá mat úr eldhúsinu þar eftir því sem þarf til þess að uppfylla óskir íbúanna í þeim efnum.. Á efstu hæð hússins er lftil setustofa með ein- stöku útsýni til allra átta. Þá em setkrókar á göngum hinna hæðanna, sem áreiðanlega eiga eftir að nýtast vel til félagslegra sam- skipta íbúanna. Það verður lögð áhersla á að reyna að gera húsið allt sem heimilislegast og umhverfíð aðlaðandi og notalegt. Um það verða væntanlegir íbúar að standa saman. Þú nefndir Sólvang í sambandi við matinn. Verða einhver frekari tengsl við starfsemina þar ? Já, mikil ósköp. Við njótum góðra granna, þar sem Sólvangur og heilsugæs- lustöðin er. Báðir þessir aðilar eru næstu grannar okkar og það felst ekki lítið öryggi í nábýli þeirra. Höfn hefur líka gert sérstakan samning við Sólvang um ýmsa þjónustu og samvinnu. Ég hef þegar nefnt matinn. Þar er talað um dagvistun, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun, handsnyrtingu og fót- snyrtingu, hársnyrtingu, svo að eitthvað sé nefnt. Til þess að geta sinnt þessum þáttum Fyrsti íbúðarsamningurinn samþykktur við Vigfús Sigurösson hósasmið og fyrrum framkvæm- dastjóra Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar hinn 14. febrúar 1992. Á mvndinni eru auk Vigfúsar Hörður Zóphaníasson og Kristján Guðmundsson Það var Elísabet Erlendsdóttir, fyrrum bæjarhjúkrunarkona í Hafnarfirði sem tók fyrstu skóflustungnuna þann 23. nóvember 1991. fyrir íbúana í húsi Hafnar svo og fyrir Hafnfírðinga almennt er bráðnauðsynlegt að sem fyrst verði hafíst handa um fyrir- hugaðar lagfæringar og framkvæmdir á Sólvangi. Á ég þar við lagfæringu á húsnæði Sólvangs sem þegar er til staðar og byggingu fyrirhugaðrar hjúkrunarálmu þar. Þessar framkvæmdir báðar eru mjög að- kallandi og þola enga bið. Hafnfirðingar, allir sem einn, verða að leggja sig alla frarn við að leggja þessu máli lið og koma því heilu í höfn. Þetta er fjárhagslega mjög góð framkvæmd og má minna á það í leiðinni, að Sólvangur hefur vakið athygli ýmissa fyrir hagkvæman rekstur og góða þjónustu. Og þess á hann að njóta, þegar til hans er horft. Þá hafa stjómir Sólvangs og Hafnar lýst yfír jákvæðu viðhorfi til félagslegra samskipta aldraðra á Sólvangssvæðinu í fyrirhuguðum samkomusal á Sólvangi. og að þar verði boðið upp á ýmis menningar- leg og félagsleg samskipti, sem til þess eru fallin að aldraðir hafí bæði gagn og gaman af. Hvenœr verða svo íhúðirnar tilhúnar ? Það var alltaf gert ráð fyrir því að afhen- da íbúðimar á sumardaginn fyrsta næstko- mandi. Og sú áætlun mun standa. Við Islendingar hlökkum alltaf til sumarsins og sumardagsins fyrsta. Nú á þetta alveg sérstaklega við okkur Hafnarmenn og væn- tanlega íbúa í húsinu okkar hér á Sólvangs- vegi 1. Það styttist óðunt í þennan dag, þegar húsið verður afhent okkur. Sumar- dagurinn fyrsti kernur að þessu sinni með sérstaka sumargjöf til Öldmnarsamtakanna Hafnar og til aldraðra Hafnfírðinga, sem ætla að búa í húsinu á Sólvangsvegi 1. Þá verður hátíð í bæ og garnan að lifa, væntan- lega sannkölluð sumarstemming. Hvað um lóðina? Það sýnist margt ógert þar. Já, lóðin fraus inni í haust, ef svo má segja. Það verður ekki hægt að ganga frá henni fyrir sumarmálin eins og til stóð. En það verður lagt kapp á að ganga frá henni strrax og aðstæður leyfa. Þáð er að þvf stefnt að það verði ekki síðar en 12. júní, að búið verði að ganga frá lóðunum bæði á Sólvangsvegi 1 og Sólvangsvegi 3, gras- flöturn, gangstéttum og bílastæðum. Þú nefnir Sólvangsveg 3 ? Já, þar mun annað fjölbýlishús fyrir aldraða rísa á vegum Hafnar. 1 því verða 28 íbúðir. Það er búið að steypa gmnninn að því húsi og það verður gengið frá lóðinni þar núna í vor um leið og á Sólvangsvegi 1. Þetta þýðir, að ekki þarf að vera þar með frekara jarðrask vegna byggingafram- kvæmdanna þar. En frekari byggingar- framkvæmdir á Sólvangsvegi 3 bíða, þar til markaðurinn kallar eftir fleiri íbúðum fyrir aldraðra. Er kannski eitthvað fleira á döfinni hjá Höfn ? Já, það má segja það. Sólvangssvæðið hefur verið skipulagt með aldraða í huga. Skipulagið gerir t. d. ráð fyrir því, að byggð verði 16 sérbýli á sunnanverðu Sólvangs- svæðinu. Þetta verða þriggja herbergja raðhús með bflskúr. Höfn hefur verið falið að hafa umsjón með öllu íbúðasvæðinu á Sólvangi og annast framkvæmdir þar í samráði við bæjarstjóm. Undanfarið hefur Höfn verið að kanna áhuga fólks á þessum íbúðum og hefur allmikill áhugi þegar komið í ijós. Það er verið að kanna gmndöll fyrir byggingu þessara íbúða, en enn er of snemmt að segja nokkuð ákveðið unt það. Er þú kannski á vegum Hafnaifjarðar- bœjar í þessu verkefni ? Nei, ég er hér á vegum Skátafélagsins Hraunbúa. Það em ýtnis félagasamtök og stofnanir hér í bænum sem standa að Höfn. Þessi félög em Bandalag kvenna í Hafnar- firði, Félag eldri borgara, Hafnarfjarðarbær, Kiwanisklúbburinn Eldborg, Kiwanis- klúbburinn Hraunborg, Lionsklúbburinn Hafnarfirði, Lionsklúbburinn Ásbjöm, Lionsklúbburinn Kaldá, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Skátafélagið Hraunbúar, Starfsmannafélag Hafnaríjarðar, Sólvang- ur, Verkakvennafélagið Framtíðin og Verkamannafélagið Hlíf. Hver þessara aðila til nefnir einn mann í fulltrúaráð Hafnar nema Hafnarfjarðarbær, sem til- nefnir þrjá fulltrúa. Hver fulltrúi hefur fyrir sig varamann. Fulltrúaráðið kýs stjóm Hafnar til eins árs í senn og fer það með stjóm samtakanna milli aðalfunda. Hins vegar hefur bæjarstjóm Hafnarfjarðar stutt framkvæmdir Hafnar með miklum ágætum og við höfum alltaf átt hauk í homi, þar sem bæjarstjómin er. Allir sem að Öldrunar- samtökunum Höfn standa hafa staðið að verkefnum félagsins af einlægni og áhuga. Fyrir það er ég afskapléga þakklátur. Hefur verið haft samráð og samband við vamtanlega íbúðarhafa ? Já, það hefur verið gert og mikill tími farið í það. Við höfum verið svo heppnir að fá Kristján Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóra í Kopavogi til þess að starfa fyrir okkur. Hann hefur að nn'nu mati unnið einstaklega gott starf fyrir Höfn. Hann hefur verið vakinn og sofínn við eftirlit með framkvæmdum og annast alla samninga- gerð við væntanlega fbúa og önnur sam- skipti við þá með alúð og samviskusemi. Þannig hefur ibúunum verið gert kleift að fylgjast með framgangi verksins. Jafnframt hefur verið tekið tillit til óska þeirra varð- andi liti, ýmis efni og innréttingar eftir því sem tök hafa verið á. Hefur samvinna um þetta verið einstaklega góð og hefur byg- gingarverktakinn, sem er Byggðarverk, sýnt í verki mikinn samráðs- og sam- starfsvilja. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma því á framfæri, að Byggðarverk hefur reynst sérstaklega góður samstarfsaðili, staðið vel við orð og áætlanir og sýnt með augljósum hætti metnað til að skila góðu og vönduðu verki. Ég tel okkur afar heppin með byggingaraðilann. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum ? Mér er efst í huga þökk til allra þeirra sem ég hefi þurft að leita til vegna málefna Hafnar. Samstarfið við Sólvang og Heilsu- gæslustöðina hefur verið með miklum ágæ- tum og sama er að segja um Sparisjóð Hafnarfjarðar. Bæjarstjóm hefur sýnt ein- beittan vilja til að aðstoða okkur í fram- kvæmd þessa verkefnis og verið okkur stoð og stytta á allan hátt. Ég trúi því, að hér sé verið að vinna gott verk, sem eigi eftir að koma mörgum öldruðum Hafnfírðingum til góða. Það mun stuðla að vellíðan þeirra og gleði, heilbrigði og hamingjuömu lífi á ókomnum dögum. Eg vona að íbúðimar á Sólvangsvegi 1 eigi eftir að verða sumarau- ki elliáranna um langa framtíð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.