Alþýðublaðið - 02.04.1993, Page 7

Alþýðublaðið - 02.04.1993, Page 7
7 Föstudagur 2. apríl 1993 bbujöUH gengiö til baka á næstunni. í því ljósi ætti að vera hægt að hefjast handa við undirbúning gangsetningar stálbræðslunnar og allar for- sendur fyrir því að hún geti faríð í gang um mitt sumar. En þetta er bara eitt dæmið af mörgum sem við eru að vinna að. Það er hins vegar mjög mikilvægt að koma þessu máli í höfn þar sem það liggur fyrir að stálbræðslan mun veita mörgurh tugum manna vinnu. Einnig er þama um nýsköpun að ræða og gjaldeyrisskapandi starfsemi sem er þjóð- hagslega hagkvæm. Þá er ekki síður mikil- vægt út frá umhverfissjónarmiðum að end- urvinna það brotajám sem til fellur í landinu svo nýta megi það aftur. Þama eru því margar flugur slegnar í einu höggi. Atvinnuefling á ýmsum sviðum Bæjaryfírvöld hafa einnig í samvinnu við verkalýðshreyftnguna og hagmunaaðila í hafntengdri starfsemi ýmis konar verið að skoða möguleika á kaupum á ftskiskipi til þess að auka það ftskmagn sem fer um ftsk- markaðinn héma og til að útvega hráefni fyrir vinnsluna. Þau mál eru á góðum skriði og gætu komið upp á borðið til ákvörðunar mjög fijótlega. Þá em í undirbúningi verkefni í smáiðn- aði, minjagripagerð og fleira, sem hentar fólki sem átt hefur erfitt með að stunda hefðbundna vinnu sökum heilsubrest eða aldurs. Þá liggur íyrir ákvörðun um átaks- verkefni fyrir atvinnulausa sem er farið í með tilstyrk og í samstarfi við Atvinnuleys- istryggingasjóð. Hafnarfjörður reið á vaðið ásamt nokkmm öðmm sveitarfélögum sl. haust með slíkt átaksverkefni og mun fara í annað núna í þessum mánuði. Við höfum heimild til að ráða allt að 70 manns til vinnu beint af atvinnuleysisskrá til ýmis konar uppbyggjandi verkefna, svo sem gang- stéttalagningar, fegmnarframkv æmda, skógræktar og viðhaldsverkefna ýmis kon- tækja í þá átt að sækja fram á veginn til nýrra átaka á vettvangi atvinnulífsins og ný- sköpunar. Því þegar grannt er skoðað eru möguleikamir fjölmargir. Nú er undirbúningur listahátíðar í Hafnarfirði að komast á lokastigið. Hvernig er samstarti bæjarins og þeirra sem um hátíðina sjá varið? Samstarfsgmndvöllurinn er ákaflega skýr. Við höfum nefnt þetta hafnfirsku stefnuna í lista- og menningarmálum. Það byggist á skýrri verkaskiptingu bæjarins annars vegar og framkvæmdaaðila hátíðar- innar hins vegar, sem er hópur listamanna. Með þessum hætti viljum við sem sitjum í forsvari bæjarins nýta okkur dirfsku og kraft listamannanna sjálfra. Þeir hafa hina listrænu og rekstrarlegu ábyrgð með hönd- um en bæjarfélagið veitir ríflegan fjárhags- legan stuðning til hátfðarinnar og siðferði- legan sömuleiðis. Þetta munstur var reynt árið 1991 og gafst vel. Ég er full viss um það að hátíðin í ár verður ekki síður glæsileg og mun vekja athygli á Hafnarfirði innanlands sem og utan. Hvernig hefur fólk tekið listahátíðinni í Hafnarfirði? Sumir hafa sagt sem svo, að það fari tæp- ast vel á því á krepputímum í atvinnulífi að veita fjárrhagni til lista og menningar. Ég er þessu ósammála. Staðreyndin er nú sú að ekki síður á þrengingatímum þessarar þjóð- ar hefur listsköpun risið hátt. Burt séð frá því vil ég benda á að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Listræn örvun og það að virkja almenning til beinnar og óbeinnar þátttöku í listahátíð af þessum toga mun skila okkur miklu á því augnabliki sem hún varir en einnig lifa með okkur til lengri tíma litið. Menning og listir eru hluti af þeim lífs- gæðum sem allir eiga að fá að njóta. Lista- hátíðin er því hið besta mál. Hvernig er samstaðan innan bæjar- Hafist er handa við byggingu annars leik- skóla á Hvaleyrarholti sem mun einnig hýsa 130 böm þegar hann verður tekinn í notkun 1. mars á næsta ári. í fullum gangi em fram- kvæmdir við nýjan tónlistarskóla og safn- aðarheimili sem er stórt og mikið mannvirki í hjarta bæjarins sem verður eflaust mikill fegurðarauki. Það hús verður risið og full- klárað að utan ásamt lóð um næstu áramót. Framkvæmdum við annan áfanga Setbergs- skóla verður lokið fyrir upphaf skólaárs í haust. Þá höfum við verið í umfangsmiklum hafnarframkvæmdum með framlengingu viðlegukants á Suðurgarði. Framkvæmdir við ný hverfi hafa verið miklar enda befur það verið svo að þrátt fyrir erfiðleika hefur eftirspum eftir lóðum hér í Hafnarfirði ver- ið jöfn og góð. Það er vel. Hér vill fólk vera og hingað vill það koma Sannleikurinn er sá að hingað vill fólk koma sem sýnir sig í þvt' að hér hefur fólks- fjölgun verið hvað mest á öllu landinu hin síðari ár. Þetta er auðvitað fagnaðarefni og segir okkur það að hér vill fólk vera og hingað vill fólk koma. A hinn bóginn setur það á okkur auknar skyldur á herðar því að við verðum varir við það að það er ekki síst unga fólkið sem hingað sækir sem vissu- lega er ánægjulegt. Því fylgir að sjálfsögðu aukin þörf fyrir þjónustu, t.d. á sviði skólamála, dagvistar- mála og fleiri félagslegra mála sem lúta að ungviðinu. Þetta eru hins vegar brýn verk- efni sem menn verða ætíð að vera vakandi yfir og það hefur Alþýðuflokkurinn verið. Ég hygg að við njótum þess í nútíð og fram- tíð. Mörg önnur verkefhi mætti tíunda, s.s. fegrunarframkvæmdir, gatnagerð og mal- bikun, framkvæmdir á vegum íþróttafélag- anna með tilstyrk bæjarfélagsins. Það er Ungt fólk setur mjög svip sinn á Hafnarfjörð en þangaö hefur flust mikiö af barnfólki á síöustu árum sem aftur kallar á aukna þjónustu á ýmsum sviðum af hendi bæjarins. A-myndir E.Ol. ar. Ég vænti þess, þó tímabundið sé, að þetta komi vinnufúsum höndum til góða og virki hvetjandi á athafnalífið hér í Hafnar- firði. Vítamínsprauta fyrir atvinnuhTið Að lokum má nefna það að Hafnaríjarð- arbær í samráði við aðila vinnumarkaðarins hefur tekið ákvörðun um það að setja hér upp sýningu, Vor í Hafnaifirði ’93; At- hafnadagar í Kaplakríka, þar sem að við munum sýna bæjarbúum og landsmönnum öllum fram á það að þessari kreppu er mætt og á að mæta með öðrum hætti en þeim draga sængina yfir höfuð. Við ætlum að sýna fram á það að hér í Hafnarfirði er lif- andi og kraftmikið atvinnulíf þó sumir eigi í erfiðleikum. Við viljum sýna að það hafi alla burði til þess að standa af sér þá erfið- leika og mótlæti sem nú setur mark sitt á allt athafnalíf landsins auk þess sem það eigi möguleika á því að blómstra og takast á við ný verkefni. Ég vænti þess að öll þessi verkefni sem ég hef verið hér að nefha komi til með að virka eins og vítamínsprauta á atvinnulífið og þá ekki síður þankagang fólks og fyrir- stjórnar um þau mörgu og margvíslegu mál sem bærinn er með á prjónunum? Við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar tókst mikil og breið samstaða um hin stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti minni- hlutaflokkurinn, lýsti yfir almennum stuðn- ingi við þá fjárhagsáætlun sem Alþýðu- flokkurinn lagði fram, þótt hann sæti síðan hjá við endanlega afgreiðslu. Hann lýsti hins vegar yfir með bókun stuðningi við áætlunina í meginatriðum. Það er auðvitað mikilvægt á tímum sem þessum að víðtæk samstaða myndist um mikilvæg viðfangs- efni. í þvf ljósi er bæjarstjóm Hafnarfjarðar sammála þeirri stefnumörkun Alþýðu- flokksins, og bæjarbúar að ég hygg al- mennt, að á tíma erfiðleika í einkarekstri og fyrirtækjarekstri almennt, að þá sé hlutverk opinberra aðila á borð við sveitarfélög veigameira en ella. Ör uppbygging skóla og leikskóla f samræmi við þessa stefnu þá er Hafnar- fjarðarbær sjálfur með margþáttuð verkefni í gangi. Við vorum t.d. að opna nýjan leik- skóla við Hlfðarberg sem hýsir 130 böm. m.ö.o. fjölmargt í gangi í Firðinum og við viljum, eins og ég hef margsagt áður, mæta kreppunni með því að snúa vöm í sókn. Ég er sannfærður um að við uppskerum í sam- ræmi við það til lengri og skemmri tíma lit- ið. Hvernig metur þú stöðu ykkar jafnað- armanna í Hafnarfirði? Ég er sannfærður um það að Hafnfirðing- ar og fólk almennt hér í bæ kann vel að meta það sem við höfum verið að gera. Við höfum ævinlega staðið við það sem við höf- um sagt. Orð og efndir hafa farið saman. Hér hefur ekki verið neinn uppgjafar eða vælutónn í bæjaryfirvöldum heldur hafa menn látið hendur standa fram úr ermum við að leysa þau verkefni sem við blasa. Ég er sannfærður um það að við munurn upp- skera í samræmi við þá sáningu þegar kosið verður að ári liðnu. Með öðrum orðum, jafnaðarmenn í Hafnarfirði verða jafn sterk- ir eftir næstu kosningar og þeir eru nú, þ.e.a.s. í kjölfar hins stóra kosningasigurs árið 1990. Það eru öll efni til þess að vera bjartsýnn á þróun bæjarins og þá um leið á styrk Alþýðuflokksins í Hafnatfirði því það fer saman. S T IJ T T F R E T T I R Jóhannes brattur að vanda Hann Jóhannes Sigurjónsson ritstjórí Vtkurblaðsins á Húsavík er samur við sig í leiðaraskrifum sínum. I Víkurblaðinu fimmtudaginn 25. mars síðastliðinn gerði hann meðal annars grín að spamaðarráðstöfunum ríkisstjómarinnar og klykkti síðan út með því að kalla Magnús Gunnarsson formann V.Sl „ein tötrughypja á toppnum". Jó- hannes skrifaði meðal annars þetta: „Nú em uppi margvíslegar hugmyndir um það hvemig megi bjarga þjóðfélaginu. Sumar em náttúrulega út í hött eins og sú að nú sé loksins orðið nauðsynlegt að draga úr yfirbyggingunni, skera niður toppana við trog. Þetta nær náttúmlega engri átt og gengur þvert á spamaðaraðferðir síðustu áratuga. Nei, eina ráðið er auðvitað, eins og alltaf, að skera niður skúringakonumar og hækka brennivínið.“ Vióskipti Vals og Búnaðarbankans I fyrradag kom LögbirtingablaðiS út eins og venjulega. Meðal efnis í blaðinu er listi yfir hin og þessi nauðungamppboð. Athygli vekur ein af stærri fjárkröfunum í blaðinu, rúmar sex milljónir króna. Fjárkrafan er gerð á hendur Knattspyrnudeild Vals. Það er sýslumaðurinn í Reykjavík sem hefur fengið beiðni frá Búnaðarbanka Islands um að bjóða upp Vatnsmýrarblett 14 á Hlíðarenda vegna skuldar knatt- spymudeildarinnar við bankann. Skuldin er nákvæmlega 6.045.832 krónur. Miklar sögusagnir heyrast annað slagið um slæma stöðu knattspymudeildar Vals og hafa þar verið nefndar tölur allt ffá 60 og upp í 100 milljónir. Ætli fyrmefndar sex séu bara dropi í skuldahaf knattspymudeildar Vals? Skandinavískir lögfræðingar þinga Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn íslandsdeildar norrænu lögfrœðiþinganna (enginn smá titill!) verður 33. norræna lögfræðiþingið haldið í kóngsins Kaupmanna- höfn dagana 18.-20. ágúst, næsta haust. Fyrsta þingið af þessu tagi var einmitt hald- ið í Köben árið 1872. Það var enginn annar en Vilhjálmur heitinn Finsen, hæstarétt- ardómari, sem var einn af fmmkvöðlum þess að slík þing væm haldin. Formaður ís- landsdeildarinnar ofannefndu er Armann Snœvarr prófessor en ritari stjómarinnar, Erla Jónsdóttir hœstaréttarritari, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 13935. Frestur til að tilkynna þátttöku er til 1. maí næstkomandi. 24 ára með 15. einkasýninguna Nú stendur yfir í Menningarstofnun Bandaríkjanna 15. einkasýning Kristmundar Þ. Gíslasonar. Þrátt fyrir ungan aldur, Kristmundur er fæddur árið 1969, á hann tæp- lega sex ára feril að baki sem fdllmótaður listamaður. Á sýningunni em nýleg olíu- málverk og þá mestmegnis landslagsmyndir. Kristmundur ólst upp í Reykjavík. Að loknu gmnnnámi í myndlist hér heima lá leið hans til náms í Bandaríkjunum þar sem hann dvaldi í Kalifomíu við nám um nokkurt skeið. Þar ytra hreppti hann árið 1986 meðal annars fyrstu verðlaun í samkeppni myndlistamema £ Cupertina, Kalifomíu. í kjölfar hennar, þá aðeins 17 ára gamall, tók hann þátt í fyrstu samsýningu sinni. Krist- mundur hefur gert víðreist um Bandaríkin og lönd Vestur- og Norður-Evrópu til náms- og kynnisferða. Verk hans hafa hvarvetna hlotið mikla athygli og hafa laðað að kaupendur af ýmsu þjóðemi. Einnig prýða þau veggi einstaklinga og stofnana víða hér á landi. Sýning Kristmundar í húsakynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna, Laugavegi 26, verður opin alla virka dag fram til miðvikudagsins 7. apríl. Vegagerðin og Grímseyjarferjan Nýlega undirritaði Vegagerð ríkisins formlegan verktakasamning við Eystein Yng- vason um rekstur Grímseyjatferju. Samningstíminn mun vera 2 ár og tekur gildi 15. apríl næstkomandi en rennur út 14. apríl 1995. Verktakinn mun nota skipiö Ms. Snœ- fara samkvæmt sérstökum leigusamningi. Öryggismál íslands á tímamótum Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands heldur á morgun, laugardag, almennan fund um öryggis- og vamarmál íslands. Fundurinn verður íLögbergi, nánar tiltekið í stofu 101 og mun hefjast klukkan 14:00. Á fundinum verður kynnt skýrsla nefndar ríkis- stjómarinnar um ofangreint efni sem birt var nýlega. Fomiaður nefndarinnar, Þor- steinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri, mun fjalla um helstu atriði málsins í framsögu- ræðu sinni en hina framsöguna flytur Páll Pétursson þingflokksformaður Framsókn- aiflokksins. Auk þessara tveggja taka þátt í pallborðsumræðum þeir Karl Steinar Guðnason og Björn Bjarnason alþingismenn, doktor Gunnar Pálsson sendiherra og Albert Jónsson deildarstjóri. Þessir heiðursmenn áttu allir sæti nefndinni. Fundar- stjóri verður Sigurður Líndal prófessor. Fundurinn er öllum áhugasömum opinn. Gjöf Japis afhent, frá vinstri á myndinni eru Birgir Skaptason, forstjóri Japis, Guömund- ur Guðjónsson, yfiriögregluþjónn og Jón Bjartmars, aðalvarðstjóri. Víkingasveitin fær stuöning Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík hefur fengið óvæntan stuðning Japis hf. Fyrirtækið hefur færf sveitinni að gjöf Panasonic NV-S7 myndbandsupptöku- vél af nýjustu og fullkomnustu gerð, - og Sony staðarákvörðunartæki, sem tryggir nákvæma staðarákvörðun í gegnum sendingar frá gervitunglum. Þetta er fislétt tæki, vegur aðeins 590 grömm og sérstaklega hugsað fyrir göngumenn, því það gengur fyrir rafhlöðum. Þeir hjá Japis sögðu í gær að þeir vonist til að tækin komi að góðum notum og styrki lögregluna við þau vandasömu störf sem hún þarf að fást við.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.