Alþýðublaðið - 27.04.1993, Side 4

Alþýðublaðið - 27.04.1993, Side 4
4 Þriðjudagur 27. apríl 1993 Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins um sjávarútvegsstefnu á Akranesi Össur Skarphéðinsson starfandi formaður Sjávar- útvegsnefndar Hcrfnar tillögum um smábáta Telur að það komi til greina að refsa þeim sem verði uppvísir af kvótabraski Gísli Einarsson í ræðustól. Sitjandi eru Ingvar Ingvarsson fundarstjóri, Rannveig Edda Hálfdánardóttir fundarritari og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Þeir stóru verða stœrri því kerfið býður upp á KVÓTABRASK -segir Gísli Einarsson, bœjarfulltrúi á Akranesi, sem einnig vill banna veiðar í snurvoð í 6 ár Gísli Einarsson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins á Akranesi sagði að það væri margt gott í þeirri skýrslu sem nú lægi fyrir en þar væri líka ýmislegt gagnrýni- vert. Hann ræddi aðailega um hlut smá- bátaútgerðarinnar og kvótabraskið svo- kallaða. Hann sagði að núverandi kerfi hafi gert það að verkum að stóru útgerðaraðilamir hafi verið að eflast á kostnað þeirra minni. Þróunin hafi því orðið sú að hinir stóru hafi orðið stærri og þeir smáu orðið smærri. Gísli sagði að nóg væri að nefna dæmi frá Sauðárkróki, þar sem smábátar sem Fisk- iðjan hefði keypt lægju í höfninni í röðum. Þetta fyrirtæki hafi nýtt sér það kerfi sem hafi verið í gildi og notað „Stefánssjóðinn" svokallaða til þess að kaupa upp báta með kvóta. Eigendur fyrirtækisins fari þama að gildandi lögum og geri það sem sé best fyr- ir þetta fyrirtæki og þetta eigi í raun við um fleiri. Það sé líka staðreynd að þeir sem eigi mikinn afla séu famir að vinna sitt hráefni á mun lægra verði heldur en hinir. Þetta þýði að kvótabraskið viðgangist sem aldrei fyrr. „Þetta finnst mér óviðunandi fyrir þá sem hafa stundað smáútgerð og verkun í smáum stíl, ekki síst þar sem þeir hafa þurft að þola sífellda skerðingu á kvóta. Það er því þann- ig komið að margir hafa þurft að hætta starfsemi vegna þess ranglætis sem líðst“, sagði Gísli. Hann upplýsti ennfremur að sveitarfélög hafi gengist í ábyrgðir fyrir kvótakaupendur sem þýði í raun að við sé- um komnir í bæjarútgerð aftur. Gísli sagðist geta tekið undir orð Þrastar um að stefna Alþýðuflokksins varðandi Þróunarsjóðinn og veiðigjaldið hafi að mestu náð fram að ganga. Hins vegar hafi stórkvótahafar með Kristján Ragnarsson í broddi fylkingar aukið sinn hlut á kostnað smábátaútgerðarinnar. Gísli sagðist vera andsnúinn tillögum nefndarinnar hvað varðar veiðar smábáta. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar þannig að ftjálsar línuveiðar yrðu heimilar fyrir smábáta upp að 8 tonnum. Einnig að tvöföldun línuveiða yrði leyfð eins og verið hefur á báta upp að 20 tonnum og að neta- veiðar verði takmarkaðar frá því sem nú er Birgir Dýrfjörð sagði á fundinum að ef markmiðið með tillögum tvíhöfðanefnd- arinnar væri að nýta betur minnkandi fiskafla, þá væri aukin sókn frystitogara ekki gott dæmi um þetta. Máiið væri að einn frystitogari veitti 30 til 35 manns at- vinnu, en allir þeir smábátar sem veiddu til jafns við frystitogarann sköpuðu mun fleiri atvinnutækifæri bæði til sjós og í landi. Hann sagði að þróunin í frystitogurunum sérstaklega á smæstu bátunum og jafnvel að banna þær á þeim tíma sem veður eru hvað verst. Þá óskaði hann eftir því að inn í til- lögumar yrðu sett ákvæði um bætta með- ferð sjávarafla og einnig að allur fiskur sem úr sjó komi skuli færður að landi. Hann gerði veiðar í snurvoð að umtalsefni og vill láta stöðva eða takmarka snurvoðarveiðar í 6 ár, því þessir bátar séu að veiða smáfisk sem sé raunverulegur afrakstursstofii við uppeldið á grunnslóðinni. sé nú orðin þannig að þetta sé í raun kaup- leigufyrirkomulag. Frystitogarar séu orðnir það dýrir að þeir nýjustu kosti um einn milljarð og þurfi því að veiða um 5000- 6000 tonn til þess að reksturinn sé á núllinu. Það sé því enginn hagnaður af þessari út- gerð fyrir Islendinga, heldur sé verið að veiða þennan fisk fyrir útlendinga sem smíði fyrir okkur skipin. „Með þessu er ég að segja að þegar við búum við minnkandi afla eins og nú er, þá verðum við að gera eins mikið úr hverjum titti eins og hægt er. Það er bara staðreynd Össur Skarphéðinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins og starfandi for- maður Sjávarútvegsnefndar Alþingis, byrjaði á að svara gagnrýni nokkurra fundarmanna á þá leið að flokkurinn væri í samsteypustjórn og því væri ekki hægt að ná fram stefnu flokksins óbreyttri. Málamiðlanir væru eðli sam- steypustjórna og því hlyti mikilvægt mál eins og sjávarútvegsstefnan að verða ein- hverskonar málamiðlun milli stjórnar- flokkanna. Mönnum hlyti að vera það ljóst að um leið og Alþýðuflokkurinn hafi ákveðið að ganga til samstarfs við annan flokk þá yrði hann að slá af sínum ítrustu kröfum. Hann sagði að skýrsla Tvíhöfðanefndar- innar væri að mörgu leyti mjög góð og að hann væri sammála mörgu sem þar sé að finna, en ekki öllu. Hann bað menn einnig að athuga að niðurstöðumar væru að mörgu leyti málamiðlanir, en ekki endilega stefna flokksins. Það væri því svo að þegar tillög- umar kæmu til endanlegrar ákvörðunar í þinginu þá þyrftu þingmenn flokksins ekki endilega að fylgja þeim eítir í einu og öllu. Össur sagði að eitt af því mikilvægasta í þessum tillögum væri þróunarsjóðurinn. Alþýðuflokkurinn hafi, allt frá því að að- gangurinn að auðlindinni var takmarkaður, lýst því yfir að hún væri þjóðareign. Flokk- urinn hafi því eðlilega sett ffam þá stefnu að þeir sem fái nytjaréttinn verði að greiða fyr- ir afnot sín. Veiðigjaldið sé að vísu umdeil- anlegt en það hljóti að vera eðlilegt að þeir sem fái aðgang þurfi að greiða fyrir hann með einhverju móti. Hann segir að vegna erfiðleika og um- framafkastagetu þurfi að aðlaga betur veið- ar og vinnslu hvort að öðm. Sumir tali um gjaldþrotaleiðina en hún gangi ekki, m.a. vegna þess að bankakerfið myndi ekki þola það vegna skulda sjávarútvegsins þar. Það þýði heldur ekki að láta ríkið borga kostn- aðinn af þessum atvinnuvegi. Eina leiðin sé að það er smábáturinn með krókaleyfið sem skilar einna mestu“, sagði Birgir. f tilefni af því að fundurinn var haldinn á Akranesi minnti Birgir á að 80 trillur væm gerðar þaðan út. Hann sagðist ekki vera viss um að þær kostuðu samanlagt jafnmikið og einn frystitogari, en þær legðu ábyggilega fram tíu sinnum meira í vinnuframlagi heldur en einn frystitogari. Birgir minnti á að flokksþing Alþýðu- flokksins, sem haldið hafi verið í Kópavogi síðastliðið sumar, hafi ályktað að sérstak- lega þyrfti að bæta hlut smábátaútgerðar í Trillumar eru atvinnuskapandi Frystitogarar á kaupleigu - þvíþeir ná aðeins að veiða upp í afborganir til erlendra skipasmíðastöðva Aðaltölur: @@@ BÓNUSTALA: © Heildarupphæð þessa viku: [ 4.809.472 | UPPLÝ3ÍNGAB, SÍMSVARl 91-6« 15 11 LUKKUU'NA 9910 00 - TEXTAVARP 451 að taka upp mjög hóflegt veiðigjald, eins og tillögumar um þróunarsjóðinn geri ráð fyrir. Það sé í samræmi við samþykktir flokks- þings Alþýðuflokksins að taka upp lágt veiðigjald og þróa það síðan í samræmi við afkomu greinarinnar. Gjaldið sé ásættanlegt miðað við afkomu geinarinnar í dag. Össur segir að þróunarsjóðurinn eigi að standa fyrir mjög hraðri úreldingu og geti valdið kaflaskilum ef rétt sé á málum haldið. Eitt af því sem Össur taldi mikilvægt að bæta við tillögumar er hvemig farið verði með vannýtta stofna. Tilraunaveiðar með úthafskarfa hafi skilað árangri og nú sé hagnaður af slíkum veiðum, þótt það hafi ekki verið í fyrstu. Hann nefndi fleiri teg- undir, eins og djúpkarfa, búra og blálöngu, en gallinn væri sá að greinin hefði ekki efni á að fara út í slíkar tilraunaveiðar eins og staðan væri í dag. Það sé því nauðsynlegt að inn í tillögumar um þróunarsjóðinn komi því ákvæði þar sem honum sé heimilað að taka þátt í tilraunaveiðum á nýjum tegund- um. Össur sagðist munu beita sér fyrir þessu á Alþingi. Þingmaðurinn tók í sama streng og Þröst- ur Ólafsson og taldi að sala veiðiheimilda væri nauðsynleg. Það væri hins vegar mjög erfitt að koma í veg fyrir misnotkun. Hann telur það koma til greina að þeir verði beitt- ir viðurlögum sem verði uppvísir af mis- notkun á þessu kerfi. Það mætti til dæmis gera með því móti að þær útgerðir sem mis- noti kerfið myndu missa sinn kvóta. Össur vék síðan að smábátaútgerðinni og sagði það hreint út að hann styddi ekki til- lögumar um smábátana sem fram kæmu í skýrslu nefndarinnar. Hann sagði þær brjóta í bága við tillögur flokksþings Alþýðu- flokksins og því gæti hann ekki stutt nefnd- ina í þessu máli. Óssur vildi einnig láta það koma fram að enginn þingmeirihluti væri fyrir tillögunum á Alþingi. Það verði því að ná annarskonar samkomulagi um smábát- ana ef meirihluti eigi að nást á Alþingi. Birgir Dýrfjörð tók að sér að verja hag smá- bátaútgerðarinnar. Vinningstolur r~ miðvikudaginn: 24. apríl '93 VINNÍNGAR FJÖLOI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5afS 1 2.213.627 0|+4af5 5 76.931 04af5 120 5.529 QjsafS 3.478 445 imm Vinningstölur 21. apríl 1993 | VINNINGAR FJÖLOI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING I 6 af 6 1 þar af á ísl. 0 20.501.000 IBl 5 af 6 lES+bónus 1 404.244 RH 5 af 6 7 45.374 Qj 4a,e 244 2.070 ra 3 af 6 |CJ3+bónus 1.025 211 Aðaltölur: 4 I 7 I 8 23j^30j^36 BÓNUSTÖLUR jsYSjfar' Heildarupphaað þessa viku: 21.944.217 á Isl.: 1.443.217 UPPLVSINOAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 9910 «0 - TEXTAVARP 451 SiRT MEÐ FTRiRVARA UM PRENTVILLUR fiskveiðum. Þar sé einnig vikið að því að önglaveiðar verði gefnar frjálsar eftir ákveðna úttekt á stöðu greinarinnar. Birgir beindi því þess vegna til formanns þing- flokksins og formanns flokksins að þeir stæðu vörð um það sem samþykkt hafi ver- ið á flokksþinginu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.