Alþýðublaðið - 30.04.1993, Qupperneq 12
12
Hvaö segir verkalýösforystan?
Föstudagur 30. apríl 1993
Hafþór Rósmundsson,
formaður Vöku
á Siglufirði
Förum ekki einir
í verkfall
„Við erum svolítið sér á parti hér á Siglu-
firði, því við vorum ekki með í þessu sam-
floti og höfum ekki verið það undanfarin ár.
Við ætluðum bara að bíða rólegir þangað til
yfir lyki með stóra samninginn og skrifa þá
undir það sama og aðrir fá. Þetta vita þeir
hjá VSI og við ætlum ekki að vera með
neinar sérkröfur, en okkar samningur hefur
þó alltaf verið ffábrugðinn öðmm að ein-
hverju leyti“, segir Hafþór Rósmundsson
formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði.
Hann segir að þetta megi rekja til þess að
áður hafi félagið alltaf samið sérstaklega
við Vinnuveitendafélag Siglufjarðar, en
VSI fomstan hefði beitt sér fyrir því að fé-
lagið var lagt niður árið 1989. Vaka hefði
hins vegar haldið sínum sérsamningi áfram
og samið eitt og sér við VSÍ, nokkuð sem
fleiri félög munu jafnvel gera, í Ijósi þeirrar
stöðu sem upp er komin.
„Vinnuveitendur höfðu fengið þau skila-
boð frá okkur að við ætluðum ekki að vera
með neinar sérkröfur, enda er það ekki
hægt við núverandi aðstæður í þjóðfélag-
inu. Lítið verkalýðsfélag úti á landi hefur
enga aðstöðu til neinna aðgerða og okkur
yrði bara látið blæða út ef við fæmm einir
og sér í verkfall. Við getum ekki stoppað
millilandasiglingar eða flugið eins og
Dagsbrún.
Okkur finnst staðan mjög erfíð í dag. Við
emm eins og aðrir að berjast við að halda
atvinnuleysinu í skefjum. Svigrúmið í kjar-
abaráttunni er mjög lítið og ég held að fólk
geri sér grein fyrir því. Það er hins vegar
fjarri því að fólk sé sátt við það hvaða að-
ferðum er beitt á þrengingatímum.
Matarskattslækkunin, sem vonandi verð-
ur, skilar sér auðvitað í því að það verða
meiri peningar eftir í buddunni. Það kemur
skást út fyrir þá sem minnst hafa og það er
kannski í átt til þess sem við höfum verið að
halda fram. Það er að gera mest fyrir þá sem
minnst hafa og hinir eiga þá að vera sáttir
við það sem þeir hafa nú þegar“, sagði Haf-
þór.
Hann segir að atvinnuástandið sé alveg
þokkalegt á Siglufirði, það hafi verið um 40
manns á skrá, sem sumir hafi einhverja
hlutavinnu. Það séu mest trillukarlar og
vömbílstjórar sem séu oft á atvinnuleysis-
skrá á vissum árstímum. Hins vegar hafi
verið nokkuð jöfn og mikil vinna í frysti-
húsinu og báðum rækjuvinnslunum á
staðnum. Siglfirðingar þurfi því ekki að
kvarta miðað við það hvemig ástandið sé
víða á landinu.
Jón Karlsson, formaður
Fram á Sauðárkróki
Ekki samið á
heimavelli
„Það er mjög slæmt að það hefur ekki
tekist að ljúka þessu núna, því ég held að
það hafi verið á vissan hátt grundvöllur til
þess. Að mínu viti er þetta síðasta útspil
Vinnuveitendasambandsins mjög óvenju-
legt og ég minnist þess ekki að þeir hafi áð-
ur sett það sem skilyrði að einhver einn að-
ili verði með, annars sé allt hmnið. Ég hef
verið í þessu mjög lengi og á þeim tíma
hafa alltaf einhverjir staðið fyrir utan þetta
svokallaða samflot", segir Jón Karlsson.
„Það er greinilegt að VSI er að notfæra
sér einhverjar veilur sem em augljóslega
hjá okkur innbyrðis, án þess að ég fari ná-
kvæmlega út í að skýra þær. Ég held að það
hafi verið skásti kosturinn að semja á
grundvelli þess tilboðs sem komið var frá
ríkisstjóminni. Ég hefði reyndar viljað ræða
frekar um möguleika á opnunarmöguleik-
um í samninginn og á öðmm tímum en
þeim sem rætt var um. En hvað sem öllu
líður þá er ljóst að það er verið að kasta frá
sér ákveðnum hlutum, sem vom á borðinu.
Auk þess sem það brennur mjög á að fá
endumýjun varðandi atriði eins og orlofs-
uppbót og láglaunabætur.
Hvað varðar samninga heima í héraði, þá
segir aldarfjórðungs reynsla af samninga-
málum mér það að allar slíkar viðræður
sem fara af stað enda í einum og sama pott-
inum suður í Reykjavík. Atvinnurekendur
hér, bæði stórir og smáir, vísa bara öllu til
heildarsamtakanna - VSI. Ég á því ekki von
á að það verði neitt öðmvísi núna. Það verð-
ur hins vegar að kanna strax hvaða leiðir
em færar, til þess að tryggja þessar bætur til
láglaunafólksins.
Það er að sjálfsögðu aðalatriðið í dag að
halda því sem við höfum þegar fengið. Við
finnum að atvinnurekendur eru mjög fastir
fyrir núna og þeir em alltaf að koma inn
með atriði þar sem er að finna mun harðari
túlkanir heldur en við höfum þekkt í fjölda
ára, sem miða allar að þvf að ganga á rétt
launþeganna.
Það má segja að það hafi munað mjög
litlu að endar hafi náð saman á miðvikudag-
inn, því yfirgnæfandi meirihluti þeirra full-
trúa innan ASÍ sem tjáðu sig um málið á
fundinum, vildu semja á þeim forsendum
sem lágu fyrir. Atvinnurekendur hafa hins
vegar lengi vitað um hug Dagsbrúnar-
manna og það er ekkert sem var að gerast
snögglega, þess vegna er þetta mjög furðu-
leg krafa sem fram kom“, sagði Jón Karls-
son sem aftur var kominn heim á Sauðár-
krók eftir samningaviðræðumar í Reykja-
vík.
Hervar Gunnarsson,
formaður Verkalýðs-
félags Akraness
Skerðing að vera
samningslaus
„Við erum komnir í þá sérkennilegu
stöðu núna að 95 prósent af félögum í ASÍ
voru búnir að ná samkomulagi við VSÍ,
þegar vinnuveitendur setja þá kröfu fram að
ekki verði samið nema hin 5 prósentin,
þ.e.a.s. Dagsbrún, verði líka með. Þetta er
mjög einkennileg krafa, því það er þekkt
fyrirbæri úr nær öllum samningum sem
gerðir hafa verið að ekki hefur verið 100
prósent þátttaka hjá aðildarfélögum ASÍ“,
segir Hervar Gunnarsson formaður Verka-
iýðsfélags Akraness og annar varaforseti
ASÍ.
„Við getum ekki tekið þessa kröfu af
okkar viðsemjendum og það virðist einnig
fullreynt að Dagsbrúnarmenn vilja ekki
koma með í pottinn eins og hann lítur út í
dag. Það horfir að vísu svolítið sérkenni-
lega við mér að Dagsbrúnarmenn em ekki
tilbúnir til þess að gera samning til 18 mán-
aða með opnunarákvæðum t.d. í haust, en
em tilbúnir til að gera skammtímasamning
sem hefur minna innihald.
Umboðið er nú komið til félaganna og
það hlýtur að vera næsta skref að hvert fé-
lag eða hvert svæði fyrir sig þreifi á sínum
viðsemjendum. Einnig geta landssambönd-
in farið í samningaviðræður fyrir hönd
sinna aðildarfélaga. En það hefur ekki verið
mikið um það að svæðisbundin vinnuveit-
endasamtök hafi viljað tala beint við félög-
in. Það hlýtur hins vegar að vera öllum ljóst
að það er mikilvægt að ljúka þessum samn-
ingum sem fyrst.
Aðalatriðið er það að loka samningum,
fyrst og fremst til að tryggja þau ákvæði
sem renna út með gömlu samningunum,
þ.e.a.s. orlofsuppbót og láglaunabætur, sem
kemur láglaunafólkinu fyrst og fremst til
góða.
Það er öllum ljóst að ástandið er erfitt í
dag og þvf þurfa menn að draga saman. En
við getum hins vegar ekki ætlast til þess að
fólk sem er með tekjur undir framfærslu-
mörkum, eins og t.d. atvinnulausir, taki á
sig skerðingu. Þess vegna er það mikilvægt
að það sé allavega samið á núllinu, eins og
við köllum það, þvf annars er verkafólk
samningslaust. Það að vera samningslaus
þýðir mesta skerðingu á kjörum þeirra sem
minnst hafa, þeirra sem njóta láglauna-
bóta“, sagði Hervar Gunnarsson á Akra-
nesi.
Eiríkur Stefánsson,
formaður Verkalýðs-
og sjómannafélgs
Fáskrúðsfjarðar
VSÍ-mafían
allsráðandi
,J>að er engin leið fyrir mig að skilja þá
menn sem segja við verkafólk í dag að það
eigi að standa samningslaust. Það er fárán-
legt að vera án samninga þegar okkur bjóð-
ast ákveðnir hlutir. Ég er kannski ekki full-
komlega sáttur við núverandi tilboð, en það
er skárra en það að vera ekki með neitt í
höndunum," segir Eiríkur Stefánsson for-
maður Verkalýðs- og sjómannafélags Fá-
skrúðsfjarðar.
Verkalýðsfélög sem ætla að fara gera til-
raun til að semja eitt og eitt, eiga eftir að
finna að það verður barið á hendumar á
þeim. Þau geta farið í verkföll, en það sinn-
ir því enginn.
Ég tel því alveg bráðnauðsynlegt að ljúka
gerð kjarasamninga og reyna að fá skýrari
svör frá ríkisstjóminni. Stjómin verður að
tala skýrara máli, en ekki segja bara að við
stefhum að hinu og þessu. Þeir segjast t.d.
stefna að því að lækka vexti, en það hefur
oft á tíðum ekki staðist. Ég vil fá einhverjar
tölur staðfestar. Ég tel að ef ríkisstjómin
hefði komið með fastmótaðri tillögur, þá
hefðu samningar náðst“.
Aðspurður um stöðu félagsins á Fá-
skrúðsfirði, sagði Eiríkur að hann gæti allt-
af náð samningum við atvinnurekendur á
staðnum og hefði reyndar þegar samið við
hreppsfélagið. „Það er hins vegar erfitt að
eiga við þetta því VSÍ hefur sett jámklæm-
ar á alla atvinnurekendur á landinu, mið-
stýringin er allsráðandi. Þó að hér séu ein-
hverjir atvinnurekendur sem em tilbúnir til
að borga meira þá munu þeir ekki semja þó
þeir hafi bolmagn og getu til þess, vegna
þess að jámklæmar á vinnuveitendamafí-
unni em allsráðandi. Það verður því ekkert
samið við einstök félög hér fyrir austan, það
er búið að læsa þetta inni í einhverjum alls-
herjar samningum.
Þessi leið sem nú er farin er ekki til þess
að ná samningum, þetta er gert til þess að ná
hreyfingunni aftur sameinaðri. Þetta er gert
til að ýta við Dagsbrúnarmönnum, en ég
spyr bara, hver em rökin fyrir því að vera
samningslausir -er það hagkvæmt?“
Eiríkur sagði að atvinnuástand á Fá-
skrúðsfirði væri ekki gott, þar væru 55
manns á atvinnuleysisskrá sem svaraði til
15 prósenta atvinnuleysis. Þetta væri m.a.
vegna þess að minni afli kæmi nú til vinnslu
á staðnum og væri kvótakerfið orsakavald-
urinn að hluta til.
Sumartíminn
hjá okkur er frá
átta til fjögur
Vorið er komið og sumarið nálgast óðum.
Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og
Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í
sumarafgreiðslutíma, sem er frá
klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir
frá 1. maí til 15. september.
Draghálsi 14-16