Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. maí 1993 3 116. löggjafarþinginu lauk um helgina Óvenju mikil ofköst 107 frumvörp urðu að lögum. Þar afmörg af baráttumálum krata eins og EES, sameining sveitarfélaga, samkeppnislög og atvinnuleysistiyggingar Þingið sem stóð frá 17. ágúst í fyrra til 8. maí sl. var óvenju afkastamikið miðað við fyrri þing. Samtals voru lögð ffam 216 laga- frumvörp og urðu 107 þeirra að lögum á þessu 116 löggjafarþingi. Þá voru einnig lagðar fram 116 þingsályktunartillögur, en af þeim voru 33 tillögur samþykktar. Til samanburðar má geta þess að á 115. löggjaf- arþinginu komu fram 164 frumvörp, en að- eins 73 þeirra urðu að lögum. Stærsta og mikilvægasta málið sem varð að lögum á þessu þingi er án efa samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið. Samn- ingurinn var í raun samþykktur í tvígang, fyrst 12. janúar og svo aftur með breyting- um þann 5. maí, eftir að Sviss hafði hafhað EES í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af öðrum mikilvægum utanríkismálum má nefna at- vinnu- og búseturétt launafólks innan EES, alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsi- dóma og þingsályktunartillögu um aukaað- ild að Vestur- Evrópusambandinu. Fjölmörg frumvörp fóru í gegnum þingið á síðustu dögum þess og þrátt fyrir miklar deilur milli stjómar og stjómarandstöðu um helgina þá urðu alls 33 fmmvörp að lögum síðustu fjóra daga þingsins. Þar má nefna al- mannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, EES, hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, hönnunarvemd, húsnæðisstofnun ríkisins, rannsóknastofnun uppeldis- og mennta- mála, skaðabótalög, sveitarstjómarlög um sameiningu sveitarfélaga og ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota. Af þingsályktunartillögum sem sam- þykktar vom má nefha aukaaðild að VES, evrópusamning um fullnustu refsidóma, frí- verslunarsamninga EFTA við Pólland, Isra- el og tékkneska og slóvakíska sambandslýð- veldið, reynslusveitarfélög, rannsóknir á af- leiðingum atvinnuleysis og samningur um vemdun villtra plantna og dýra í Evrópu. Af öðmm mikilvægum málum sem urðu að lögum á þinginu má nefna; gjaldeyris- mál, hjúskaparlög, kjaradóm, samkeppnis- lög, tekjustofna sveitarfélaga (aðstöðugjald- ið), tollalög og upplýsingamiðlun og að- gangur að upplýsingum um umhverfismál. Sjá einnig leiðara - bls. 2 Málning hf. vill kaupa eignir Óss -Pharmaco og Steypustöðin lýsa líka áhuga sínum á eignunum Iðnlánasjóður berst nú um á hæl og hnakka að bjarga fé sem sjóðurinn á bund- inn í fyrirtækinu Os húseiningum hf. í Garðabæ. Fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta að ósk eigenda þess á föstudag- inn var. Skuldir þess við Iðnlánasjóð einan munu nema á þriðja hundrað milljónum. Auk þess er Landsbankinn stór lánardrott- inn fýrirtækisins. Aðfaranótt laugardagsins unnu menn hörðum höndum að því að finna leið út úr verulegum ógöngum Óss, en fyrirtækið, með ýmsum nöfnum, hefur um árabil átt í erfiðleikum, eins og tíðar blaðafregnir hafa greint frá. Alþýðublaðið hefur það fyrir satt að meðal þeirra sem komu til greina sem kaup- endur hafi verið Pharmaco og fyrirtækja- samsteypa kennd við Wemer Rasmusson apótekara í Ingólfsapóteki, sem haslað hef- ur sér völl á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Síðar kom inn í dæmið sú hugmynd að Málning hf. keypti mannvirkin í Garðabæ og fékk Iðnlánasjóður í hendur viljayfirlýs- ingu undirritaða af Valdimar Bergdal, stjómarformanni Málningar hf. þess efnis. Skilyrði fyrir þessum kaupum vom ýmis, þar á meðal að Byggingariðjan hf., fyrirtæki sem tengist að einhverju leyti Steypustöð- inni hf., eða vélar þess fyrirtækis, fylgi með í kaupunum. í gærkvöldi barst síðan sú frétt að Steypustöðin hf. hafi lýst áhuga á kaup- um á Ós húseiningum hf. Nærri 50 manns unnu hjá Ós húseining- um og missa þeir nú vinnu sína, nema að samningur við Málningu hf. komist í höín. Ós húseiningar á föstudaginn, - fógeti hafði iokaö fyrirtækinu og þar var allt undir lás og slá. A- mynd. Afköst þingmanna hafa veriö mikil í vetur, og stór og merk mál afgreidd. Minnsta plötubúð á Norðurlöndum HUÓMALIND GEFUR ÚT HUÓMALINDARBLAÐIÐ Við Austurstræti í Reykjavík er til húsa snotur plötubúð, sem ber það skemmtilega nafn Hljómalind og hreykir sér af því að vera minnsta plötubúð á Norðurlöndum. A dögunum gaf verslun- in út blaðið Hljómalind og er þetta annað tölublað fyrsta fimm síðna blaðið í heim- inum. Þessi fréttnæmu tíðindi koma fram í fréttatilkynningu frá plötubúðinni Hljómalind sem barst inn á borð rit- stjórnar Alþýðublaðsins á dögunum. Annað tölublað Hljómalindarblaðsins er eins og jómfrúarblaðið troðfullt af fréttum, greinum og viðtölum. Forsíðuspjallið er við Björku Guðmundsdóttur Sykurmolasöng- konu og í blaðinu er einnig að finna viðtöl við Magga diskótekara (!), hljómsveitina HAM og fersku kvennahljómsveitina með dónalega nafnið: Kolrassa Krókríðandi. Ymis annar ffóðleikur leynist svo inni í blaðinu ef vel er að gáð og til dæmis er reynt að gefa sem skýrasta mynd af tónlistar- áhuga íslensks æskufólks, virðingarvert íramtak þar á ferðinni. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Opið mánudag til föstudags frá kl. 14.00 til 17.00 ÁDAGSKRÁ vikuna 10. til 14. maí. Þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00 Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur ræðir um fjármál heimilanna. Fimmtudaginn 13. maí kl. 15.00 Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson greinir frá neyðarþjónustu kirkjunnar fyrir atvinnulaust fólk. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT, LÆKJARGÖTU 14, SÍMI 628180/FAX 628299 KNEYFUM ÖE OG BEÓTUM GOÐ fmœli í daq oq kép er Uöldi g o d o g a r a a T m œ I i sí b I . 23 J 3 It n u v e r ð i , b 1 6 t ■ n 2 i.a o g g 1 œ s i 1 t í c í 1 e g a a t b ö f i t r i ÍJ í v e i s 1 u m e g a FJÖRUKRÁIN í HAFNARFIRÐI á 3ia < Lodid í villtar vífingaveislur sem nef frá 10. ' 13. MAÍ. Dá knegfum v i d öl á fo s k e m m t u m oUur að víUngasið í liini FJÖRUHOFI sem verSur vígt v i t5 fi Það verða óvœntar uppáfomur og sfemmtialnöi i veislunum, m.a mun SVEINBJÖRN BEINTEINSSON allsfierjargoSi affijúpa ItknesU, NAVAHO INDÍÁNI stendur fgrir sögulegum sáttum vio víkinga, VESTFIRSKIR BERSERKIR sgna li v a ð í \) e i m b g r , V I K I N G A S V E I T I N skemmtir, og MS. FJÖRUNES verður í s t ö ð ugum siglingum flóann meS gesti. En [)etta er ekU allt, vid bjóðum upp á atriði á hverju bvöldi V i <5 bjócíum |d i g og jsína velbomna í afmœlid og blöbbum til aS sjá [a i g . u p p u m ng * ^estau rani ►

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.