Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. maí 1993 Reynslusveitarfélög samþykkt á Alþingi 5 Fá f jölmörg verk- efni til reynslu Verið að tala um t.d málefni fatlaðra, öldrunarþjónustu,félagslegar íbúðir og jafnvel rekstur sjúkra- húsa og framhaldsskóla þar sem það á við Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu Hæstaréttar Islands Alþingi samþykkti tillögu um undir- búning þess að stofnsett verði hér á landi sérstök reynslusveitarfélög. „Pað er heimild til þess að undirbúa stofnun 5 reynslusveitarfélaga sem starfi í fjögur ár, frá 1994 til 1998“, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráðherra, í sam- tali við Alþýðublaðið. Jóhanna segir að þessi reynslusveitarfé- lög muni fá til sín fjölmörg verkefni til reynslu á ýmsum sviðum eftir þvf sem um semst milli viðkomandi sveitarfélags og nefndar af hálfu ríkisins sem mun fara í þetta mál. Það sé verið að ræða um stóra málaflokka sem farið gætu til sveitarfélag- anna. Félagsmálaráðherra segir að Hafnarfjörð- ur, Akranes, sveitarfélög í Austur-Skafta- fellssýslu og fleiri hafi lýst áhuga sínum á að verða reynslusveitarfélög. Þá hafa einstakir sveitarstjómarfulltrúar lýst áhuga og fyrir- spumir borist úr einstökum hémðum. Það verður lögð áhersla á að sveitarfélög sem em að sameinast fái að verða reynslusveitar- félög. Gert er ráð fyrir að reynslusveitarfé- lag hafi í það minnst 1.000 íbúa. „Hér er verið að tala um t.d málefni fatl- aðra, öldrunarþjónustu, félagslegar íbúðir og jafnvel rekstur sjúkrahúsa og framhalds- skóla þar sem það á við auk meira frjálsræð- is í nýtingu á tekjustofnum", segir Jóhanna. Jafnframt er stefrit að því að grunnskólinn færist alfarið yfir til sveitarfélaganna frá 1. ágúst 1995. Hvaða verkefni fæm umfram til reynslusveitarfélaganna sagði Jóhanna að væri hins vegar samningsatriði í hverju til- felli. Dómsmálaráðherra efnir til hönnunarsamkeppni um nýtt dómhús Hæstaréttar ís- lands. Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi íslands og aðrir arkitektar, sem áunnið hafa sér réttindi til að leggja aðalteikningar fyrir byggingamefndir. Dómnefnd skipa: Steindór Guðmundsson, forstöðumaður Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins, formaður. Dagný Leifsdóttir, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hrafii Bragason hæstaréttardómari. Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins. Tryggvi Tryggvason arkitekt. Þjóðleikhúsið—Litla sviðið Lokasýningar á Stund gaupunnar Nú fer hver að verða síðastur að sjá Stund gaupunnar, eftir Per Olov Enquist, sem hefur verið til sýningar á Litla sviði Þjóðleik- hússins í vetur. A morgun er næstsíðasta sýning en lokasýning leik- ritsins verður á föstudaginn. Leikritið gerist á geðsjúkrahúsi og fjallar um ungan pilt sem búið er að loka inni fyrir lífstíð en hann hefur myrt miðaldra hjón að því er virðist að tilefnislausu og síðan margoft reynt að fyrirfara sér. Ungi pilturinn er leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni en auk hans koma mjög við sögu prestur sem leikinn er af Guðrúnu Þ. Stephen- sen og ung kona sem haft hefur mál piltsins til meðferðar og er leik- in Lilju Þórisdóttur. I stund gaupunnar er dregin upp margræð mynd af mannlegum samskiptum, velt upp trúarlegum og siðferðilegum spumingum sem leita á og krefjast hugsunar en engin einhlít svör eru til við, spumingar sem halda áffam að leita á löngu eftir að leiksýningu er Ingvar E. Sigurðsson og Guðrún Þ. Stephensen í hlutverkum sínum loki, segja aðstandendur leiksins. Gagnrýnendur blaðanna luku upp miklu lofsorði um verk þetta. Ritari: Guðjón Magnússon, arkitekt FAÍ. Ráðgjafar dómnefndar: Garðar Gíslason hæstaréttardómari. Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur. Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags. Trúnaðarmaður: Olafur Jensson forstöðumaður. Heimasími: 39036, heimafax: 682038. Vinnusími: 628910, vinnufax: 628920. Verðlaunafé er samtals kr. 2.400.000,- Þar af em 1. verðlaun ekki lægri en 1.200.000,-. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að 600.000,-. Trúnaðarmaður afhendir samkeppnisgögn í Aðalstræti 2 (gamla Geysishúsinu) gegn 5000,- kr. skilagjaldi frá og með miðvikudeginum 12. maí 1993 og skal skila tillögum á sama stað eigi sfðar en þann 6. júlí 1993 kl. 18.00 að íslenskum tíma. Dómnefnd SAMSKIPTI, FROÐLEIKUROC FJOR - spennandi sumarnám URKI Viltu gefa barninu þínu kost á aö sameina leik, nám og störf meö uppbyggilegum hætti í sumar? Ungmennahreyfing Rauöa kross íslands býöur fjölbreytt námskeið þar sem áhersla er lögð á ræktun hugar, handar og lands á skemmtilegan hátt. Námskeiðin eru í Reykjavík, á Snæfellsnesi, í Þórsmörk og á Austurlandi MANNÚÐ OG MENNING1 - Leikur-nám-starf fyrir 8-10 ára Námskeiöin sem haldin eru í Reykjavík eru blanda af gamni og alvöru. Þátttakendur kynnast hugsjónum Rauöa krossins, vinna skemmtileg verkefni og fara í skapandi leiki. Fjallað er um ólíka menningu og líf fólks í fjarlægum löndum. Undirstöðuatriöi skyndi- hjálpar kennd og farið í gróöur- setningar- og skemmtiferðir. Sérstök rækt lögð við jákvæð samskipti. Þátttakendur: Börn fædd 1983 og 1984. Þátttökugjald: 6000 kr., efnis- og ferðakostnaður innifalinn. Námskeiðin standa í tvær vikur frá kl. 9.00-16.00. 1. námskeið 1. júní -11. júní. 2. námskeið 14. júní - 25. júní. 3. námskeið 28. júní - 9. júlí. 4. námskeið 12. júlí - 23. júlí. MANNÚÐ OG MENNING 2 - sumarbúðir fyrir 10-12 ára Sumarbúðir á Snæfellsnesi 25. - 30. júlí með svipaðri dagskrá og á MANNÚÐ OG MENNING 1. Fjöldi þátttakenda 15. Tveir leiðbeinendur. Þátttökugjald: 11000 kr., með ferðum og uppihaldi. MANNÚÐ OG MENNING 3 - námskeið í Breiðdal Námskeiðin eru ætluð 9-12 ára börnum, foreldrum þeirra og yngri systkinum. Dvalist í fallegu umhverfi á Staðarborg í Breiðdal. Dagskráin er með sviþuðu sniði og á MANNÚÐ OG MENNING 1 & 2. Þátttakendur þurfa að hafa með sér fatnað fyrir allar aðstæður, rúmföt eða svefnpoka, veiðistöng og eitthvað af persónulegum leiktækjum, bolta, sippuband o.þ.h. Hámarksfjöldi þátttakenda er ca 15 börn. Leiðbeinendur eru tveir ásamt aðstoðarfólki og foreldrum. Þátttökugjald: 11000 kr., á barn og 5000 kr., fyrir foreldri en foreldrar og skyldmenni geta greitt niður gjald barnsins að einhverju leyti með vinnuframlagi. Afsláttur fyrir systkini. 1. námskeið 4. júlí -10. júlí. 2. námskeið 11. júlí -17. júlí. 3. námskeið 18. júií - 24. júlí. Skráning á þetta námskeið í síma 97-56637 milli 19 og 21 virka daga. ÞÓRSMÖRK - leikur-nám-starf fyrir 13-15 ára og 16-18 ára Námskeiðin eru haldin í stórbrotinni náttúrufegurð Þórsmerkur. Unnið að landgræðslu og skógrækt og farið í gönguferðir. Grundvallaratriði RKÍ kynnt ásamt fróðleik um ólíka menningarheima. Fræðst um flóru Þórsmerkursvæðisins, náttúru þess og sögu. Farið í leiki og haldnar kvöldvökur með óvæntum uppá- komum. Sérstök áhersla lögð á samvinnu og jákvætt hugarfar. Gist í Ferðafélagsskálanum í Langadal. Hámarksfjöldi þátttakenda 16. Þátttökugjald: 8000 kr., með ferðum og uppihaldi. Nauðsynlegt að hafa með sér góðan fatnað og hreinlætisvörur. Námskeið fyrir 13-15 ára: 1. námskeið 1. júní - 5. júní. 2. námskeið 7. júní -11. júní. 3. námskeið 14. júní -18. júnf. 4. námskeið 21. júní - 25. júní. Námskeið fyrir 16-18 ára: 28. júní- 2. júlí. Skráning á öll námskeiðin nema námskeiðiö í Breiðdal fer fram í síma 91 - 62 67 22 fyrir 28. maí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.