Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 4
4 Skýrsla Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra á Alþingi Þriöjudagur 11. maí 1993 s Utflutningur raforku um sæstreng „Nauðsynlegt er að tímanlega verði mótuð stefna um útflutning raforku sem víðtæk samstaða getur náðst um. Stefnan þarf að taka jafnt til efnahags- legra og lagalegra sjónarmiða. Ekki er síður brýnt að landnýting og umhverfis- mál verði vandlega skoðuð. Nokkurt Iandsvæði fer undir vatn, ef ráðist verð- ur í stórvirkjanir á hálendinu“, segir m.a. í skýrslu sem Jón Sigurðsson, iðn- aðarráðherra, lagði fram á Alþingi í síð- ustu viku um útflutning raforku um sæ- streng. Tilgangur skýrslunnar er að leita svara við því hvort íslendingar vilji nýta orku- lindir Islands á þann hátt að flytja orku þeirra út um sæstreng. Sá möguleiki hefur verið kannaður af meiri alvöru en áður en tækniframfarir og breytingar í orkumálum heimsins hafa gert útflutning á raforku frá Islandi til annarra landa um sæstreng að raunhæfum möguleika. I skýrslu iðnaðar- ráðherra segir: „Útflutningur raforku ífá íslandi til Bretlands eða meginlands Evrópu er stórt verkefni - ekki einungis á íslenskan mæli- kvarða heldur einnig á alþjóðlegan mæli- kvarða. Reynslan af hliðstæðum verkefn- um er takmörkuð og vegalengd og sjávar- dýpi eru miklu meiri en fordæmi eru fyrir. Aður en hægt er að taka endanlega ákvörð- un um raforkuútflutning þarf að fara fram umfangsmikið og kostnaðarsamt undir- búningsstarf. Þess er ekki að vænta að út- flutningur geti hafist fyrr en í fyrsta lagi um miðjan fyrsta áratug næstu aldar. Allt veldur þetta því að vanda þarf allan undir- búning sérstaklega vel. Móta þarf stefnu um þátttöku erlendra aðila og hverjir eigi að verða eigendur virkjana og sæstrengs. Bæði þýsk og hol- ! lensk raforkufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að taka þátt í slíku verkefni reynist tæknilegur og fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Hollensku fyrirtækin hafa þegar hafið for- athugun á útflutningi raforku frá íslandi um sæstreng til Hollands í samvinnu við Reykjavíkurborg. Margt bendir til þess að heppilegt væri fyrir íslenska hagsmuni að sæstrengsfyrirtækið - eignarhaldsfélagið - hefði heimilisfang utan Islands. Með öllu er ljóst að íslendingar hafa ekki bolmagn til að ráðast í slíkt verkefni án erlends hlutafjár. Ekki síst af þessum sökum þarf að ákveða gjald fyrir virkjanaleyfi þannig að útflutningur raforku verði fysilegur kostur fyrir íslenskt þjóðarbú. Gjaldið hlýtur meðal annars að ráðast af markaðs- aðstæðum á raforkumarkaði erlendis, flutningskosmaði orkunnar og tækifæmm til nýtingar hennar innanlands." Helstu efnisatriði Um helstu efnisatriði málsins koma fram eftirfarandi punktar frá iðnaðarráð- herra. „1. Þar sem aðeins lítill hluti orkulind- anna hefur verið nýttur og markaðsöflun til iðnaðamota gengið hægt er ekki rétt að líta á útflutning raforku og uppbyggingu raforkufreks iðnaðar sem kosti er útiloka hvom annan. Fyrst og fremst verður stefnt að útflutningi raforku til viðbótar við sölu innanlands. 2. Talið er að markað fyrir raforku frá íslandi verði helst að finna í fjómm lönd- um, Belgíu, Bretlandi, Hollandi og Þýska- landi. 3. Á íslandi hafa opinberir aðilar og fyr- irtæki á þeirra vegum einir átt og rekið raf- orkumannvirki. Á þessu þarf að verða breyting ef af útflutningi raforku verður, sem er svo umfangsmikið verkefni að bein erlend eignaraðild þarf að koma til. 4. Brýnt er að lögfesta samræmda auð- lindalöggjöf til að tryggja íslenskt forræði yfir auðlindum landsins, sérstaklega ef til koma fjárfestingar einkaaðila, bæði er- lendra og innlendra. 5. Setja þarf lagalega umgjörð um und- irbúning virkjana og virkjanaframkvæmd- ir sem tengjast útflutningi raforku. Komi til stofnunar félags til að annast rekstur virkjana og sæstrengs þarf að setja um það sérstök lög. 6. Margt mælir með því að eignarhalds- félag sem stofnað kynni að verða og legði til það fjármagn sem þarf til verkefhisins eigi heimili utan Islands. 7. Um 60% af raforkunni sem notuð er í Evrópu er unnin með brennslu jarðefna- eldsneytis. Til þess að spoma gegn aukn- um gróðurhúsaáhrifum er mikilvægt að dregið verði úr því. 8. Fram þarf að fara vandað og heilstætt umhverfísmat á verkefhinu þar sem litið verði á áhrif raforkuútflutnings bæði hér á landi og annars staðar. Einnig ber að líta til þess að með útflutningi raforku frá íslandi eða með framleiðslu raforkufrekra afurða geta íslendingar lagt nokkuð af mörkum til að draga úr losun koltvísýrings út í and- rúmsloftið. 9. Talið er að kostnaður við virkjanir, flutningslínur, sæstrengi og umbreyti- stöðvar sé 252 milljarðar króna íyrir tvo Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. sæstrengi til Skotlands, en 358 milljarðar króna ef landtakan er í Hollandi eða Þýskalandi. Árið 1992 var verg lands- ffamleiðsla 382 milljarðar kr. Mannafla- þörf við virkjana- og línuframkvæmdir vegna tveggja sæstrengja er talin rúmlega 11.000 ársverk sem dreifast á áratug. 10. Áætluð arðsemi verkefnisins miðað við nokkur dæmi um samkeppnisverð í Skotlandi, Þýskalandi og Hollandi er á bilinu 6,8 til 10,1% og hefur þá ekki verið tekið tillit til skattgreiðslna eða gjaldtöku til nkisins. 11. Sett hefur verið upp dæmi til að meta þjóðhagsleg áhrif framkvæmdanna. Miðað er við að lagðir verði tveir strengir sem verði í eigu erlendra aðila, en virkjan- ir að hálfu leyti. Á framkvæmdaskeiðinu yrði verg landsframleiðsla mest 5,5% meiri en í grunndæmi og rúmlega 3% meiri að framkvæmdunum loknum. Fram- Hugsanlegt Raforkukerfi Norður-Atlantshafs ( Staða snemma á 21. öld fli& Hugsanleg lega sæstrengs frá Islandi um Færeyjar og Hjaltland til meginlands Evrópu og Bretlands þar sem hann myndi tengjast dreifikerfum viðkomandi landa. ■ wÉimmSá - •■■■■ kvæmdir af þessu tagi og undirbúningur þeirra væri afar mikilvæg viðbót fyrir ís- lenska tækni- og byggingamenn. Munur á þjóðarframleiðslu yrði minni eða um 1,4% í lok tímabilsins. Erlendar skuldir verða í lok framkvæmdatímans um 8 prósentust- igum hærri en í viðmiðunardæminu, mælt sem hlutfall af landsffamleiðslu. Það fer þó eftir hvemig eignarhaldi yrði hagað. 12. Til þess að tryggja að þjóðarbúið hafi eðlilegar tekjur af útflutningi raforku um sæstreng er bent á leyfisgjald fyrir virkjunarrétt auk venjulegrar skattlagning- ar. Stefna um útflutning raforku um sæstreng Stefnumótun af íslands hálfu um út- flutning raforku um sæstreng þarf meðal annars að taka mið af eftirfarandi atriðum: 1. Forathuganir benda til þess að útflutn- ingur raforku um sæstreng sé tæknilega fær leið til að nýta orkulindir Islands. Þess vegna er mikilvægt að kanna vandlega hvort slíkur útflutningur þjóni íslenskum hagsmunum, skili viðunandi arði í saman- burði við aðra fjárfestingarkosti og hvort samstaða náist um að nýta orkulindimar á þennan hátt. 2. Útflutningur raforku um sæstreng er svo umfangsmikið verkefni að Ieita þarf nýrra leiða um eignarhald á virkjunum og sæstreng. Aðild traustra, erlendra aðila virðist nauðsynleg forsenda þess að ráðist verði í verkefnið. 3. Gjald fyrir virkjunarrétt - virkjunar- leyfi - virðist vera heppilegur farvegur til að tryggja tekjur íslenska þjóðarbúsins af útflutningi orku um sæstreng. Til að treysta gmndvöll slíks gjalds er nauðsyn- legt að setja löggjöf um eignarrétt á orku- lindum þjóðarinnar - fallvatna og háhita- svæða. 4. Tenging með sæstreng við raforku- kerfi annarra þjóða myndi meðal annars auka öryggi í orkubúskap landsins og stuðla að betri nýtingu innlendra orku- vera. 5. Undirbúningskostnaður er svo mikill að leita þarf eftir þátttöku erlendra sam- starfsaðila til þess að taka þátt í honum, m.a. með stofnun sérstaks undirbúningsfé- lags. 6. Hérlendir aðilar að undirbúningsfé- lagi yrðu iðnaðarráðuneyti, Landsvirkjun og markaðsskrifstofa þeirra. Leitað yrði eftir þátttöku evrópskra orkufyrirtækja, Evrópubandalagsins og annarra áhuga- samra aðila um þessar framkvæmdir, þar á meðal framleiðenda búnaðar. 7. Meta þarf þær athuganir sem þegar hafa verið gerðar á vegum iðnaðarráðu- neytisins, Landsvirkjunar, Markaðsskrif- stofunnar og annarra opinberra stofnana sem ífamlag til undirbúningsfélags. 8. Þátttaka í undirbúningsfélagi myndi með fyrirfram umsömdum hætti skapa rétt til þátttöku í sæstrengsfyrirtæki ef úr því verður. 9. Með markvissum undirbúningi og skipulagi á virkjún orkulindanna verði dregið úr áhrifum framkvæmda á um- hverfið eins og kostur er. Fram fari vandað umhverfismat á verkefninu í heild þar sem einnig verði tekið tillit til áhrifa raforku- innflutnings á umhverfi í öðrum löndum, þar með talin áhrif sem koma öllum jarð- arbúum að gagni. 10. Víðtæk kynning fari tímanlega fram á virkjunaráformum einkum meðal íbúa þeirra landshluta þar sem virkjunum og mannvirkjum þeim tengd er ætlaður stað- ur. 11. Mörg rök mæla með því að sæ- strengsfyrirtækið - eignarhaldsfélagið - eigi heimili utan íslands. Ekki er ástæða til að nýta lánstraust íslands vegna þessara framkvæmda nema að mjög takmörkuðu leyti. 12. Á vegum iðnaðarráðuneytisins verði hafist handa um nauðsynlegan undirbún- ing vegna stofnunar undirbúningsfélags um útflutning raforku."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.