Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 1
Búvörulögunumfrestað til hausts EES-samningur- inn ríkjcmdi? - og því óvíst hvort gera þwfi breytingar á búvörulögunum segir utanríkisráðherra Miklar deilur urðu á síðasta fundi 116. löggjafarþingsins á laugardaginn vegna ósamkomu- lags um breytingar á búvörulög- um. Stjórnarandstaðan beitti öll- um ráðum til þess að koma höggi á ríkisstjórnina vegna þessa máls og reyndi hvað eftir annað að fá málið borið undir atkvæði. For- seti þingsins vísaði tillögum stjórnarandstöðu frá, enda hafði ríkisstjórnin óskað eftir því að málinu yrði frestað og formaður landbúnaðarnefndar hafði fallist á það. Reyndar virðist deilan um breyt- ingar á búvörulögunum ekki gefa tilefni til þess moldviðris sem raun ber vitni. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra hefur sagt að lagaálit, sem hann hefur undir höndum, bendi til þess að það þurfi ekki að breyta búvörulögunum vegna EES samningsins. Það séu fyrir því ótal fordæmi að íslenskir dómstólar líti svo á að lög sem séu studd þjóðréttarskuldbindingum séu ríkjandi ef það komi í ljós að eldri lög rekist á við þau. Það séu því allar líkur á að EES samningur- inn sé ríkjandi í þessu máli. Mál þetta hefur orðið mjög vand- ræðalegt sökum þess að ríkisstjóm- in hafði samþykkt að leggja frum- varpið fram, en síðan urðu á því miklar breytingar sem fjármálaráð- herra og ráðherrar Alþýðuflokksins hafa ekki getað sætt sig við. Reynd- ar hefur það heyrst að formaður landbúnaðamefndar hafi hunsað at- hugasemdir og mótmæli sem hann hafi fengið frá einstökum ráðuneyt- um og því hafi einstakir ráðherrar orðið mjög hissa þegar þeir sáu fmmvarpið í endanlegri gerð á Al- þingi. Þessi ótrúlega deila snýst í raun um hugsanlegan innfluting á blóm- um, papriku, smjörlíki og öðmm matvælum úr iðnaðarhráefnum. Landbúnaðarráðherra vill hafa al- ræðisvald í þessum málum og ákveða hvað skuli leyft og hvort verðjöfnunargjöldum verði beitt vegna þessa innflutnings. Þing- menn Alþýðuflokksins og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins með fjármálaráðherra í broddi fylk- ingar hafa lagst gegn þessu alræðis- valdi landbúnaðarráðherrans. Hins vegar töldu þeir þingmenn sem blaðið hafði samband við í gær að þetta mál væri langt frá því að sprengja ríkisstjómina og allar líkur væm á að samkomulag næðist um það í ríkisstjóm á næstunni. Alþingishúsið vinsœlt afferðamönnum Annir á Alþingi í sumar Spurning hvort ekki verður selt inn og safnaðfyrir nýju þinghúsi sem nú er á teikniborðinu Þrátt fyrir að Alþingi hafi nú verið slitið og þingmenn komnir til síns heima, þá verða töluverðar annir í gamla Alþingishúsinu við Austurvöli í sumar. Alþingi er nefnilega orðið afar vinsæll ferða- mannastaður og í fyrra komu þangað hundmð manna til þess að skoða þetta elsta starfandi löggjaf- arþing í heiminum. Starfsmenn Alþingis munu ekki verða í fríi eða sitja aðgerðalausir í sumar þrátt fyrir að hefðbundnum þingstörfum sé nú lokið. Mikil vinna er framundan við frágang þingmála auk þessa nýja hlutverks hússins sem ferðamannastaður. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins þá mátti merkja mikla breyt- ingu á þessu nýja hlutverki Al- þingis í fyrra, en þá komu hundmð ferðamanna í skoðunarferðir í þinghúsið. Þetta munu hafa verið bæði erlendir og innlendir hópar ferðantanna sem komu á eigin vegum og vegna fyrirspuma frá ferðaskrifstofum. Þeim starfsmönnum sem blaðið ræddi við í gær fannst sjálfsagt að Alþingishúsið væri opið fyrir öll- um þeim sem það vildu skoða yfir sumartímann. Þeireiga von á svip- aðri ásókn í sumar og nokkrir hóp- ar hafa þegar tilkynnt komu sína. Ef Alþingishúsið verður jafn vinsælt og Buckinghíunhöll í Eng- landi, þá hafa sumir velt þvt fyrir sér hvort ekki megi selja aðgang að húsinu og nota innkomuna til að fjánnagna nýbyggingu Alþing- is, sem nú er á teikniborðinu, eins og Alþýðublaðið greindi frá í síð- ustu viku. Þessi hárgreiðsla Jóhanns myndi sóma sér vel hjá japönskum konum sem þekktar eru af prjónum í hári sínu eins og Jóhann gerði hér. - A-myndir E.Ól. ✓ Islenskur hárgreiðslumaður til staifa í Tókyó Ætlar að snurf- usa Japani Ungur hárgreiðslumaður, Jóhann Amason, hélt utan í morgun til að freista gæfunnar sem hárgreiðslu- maður í Tókyó í Japan. Hann segir að vesturlandabúar sé eftirsóttir sem fagmenn þar eystra. Jóhann sem hefur unnið hjá Dúdda hárgreiðslumeistara, segir að það hafi verið fyrir tilstuðlan vinkonu sinnar, sem starfað hafi sem módel í Tókyó í þrjú ár, að hann ætli að freista gæfunnar hin- um megin á hnettinum. Hann segist hafa sambönd úti en ekki hafi verið gengið frá neinum samningum um vinnu þar ytra. Hann geri sér fylli- lega grein fyrir að mannlífið í Japan sé gjörólíkt því hér heima. „Það er fyrst og ffernst af ævintýraþrá sem ég ákvað að reyna fyrir mér á að klippa og greiða Japönum", sagði Jóhann Árnason, - freistar gæfunnar í landi sólarinnar, Japan. Jóhann Ámason, þegar Alþýðu- blaðsmenn hittu hann á fömum vegi rétt fyrir brottförina. Verið velkomin í Perlu ÞingvalLi og njótið þeaa beata í umhverfi, aðatöðu og þjóniutu. H ÓTE L VAIHÖ LL Þingvöllum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.