Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 1
l'óta-.iól-bad
Eftir langsvarandi rigingarsudda og sólarleysi í Reykjavík lyftist hcldur betur brúnin á höfuðborgarbúum þegar sólin
skein skrært í borginni í gær. Einar Olason, Ijósmyndari Alþýðublaðsins, fór á stúfanna og tók nokkrar myndir í góðviðr-
inu. Menn brugðu á ýmis ráð til að njóta sólarinnar eins og sjá má á myndinni. Sjá jalnframt sólarmyndir á bls. 7.
Hvalveiðar
Kanarnir hafa dregið
menn ó asnaeyrunum
segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, um bandarísk
stjórnvöld sem nú loks hafi komið út úr skápnum
og lagst alfarið gegn hvalveiðum
„Kanarnir hafa undanfarin ár
verið að draga menn á asnaeyr-
unum þegar þeir hafa talað um
að það vantaði frekari upplýsing-
ar um stofnstærð hvalastofnanna
og þess vegna mætti ekki veiða
hval“, sagði Kristján Loftsson,
framkvæmdastjóri Hvals hf.,
þegar Alþýðublaðið innti hann
eftir því sem verið hefur að gerast
í hvalveiðimálum.
„Svo þegar það er búið að rann-
saka þetta niður í kjölinn og finna út
veiðiþol stofnanna þá er ekkert
mark tekið á þvf og einhverju nýju
borið við, veiðiaðferðir eða eitt-
hvað annað. Núna hafa bandarísk
stjómvöld hins vegar komið út úr
skápnum og segjast hreinlega vera
á móti öllum hvalveiðum“, segir
Kristján. Hann hefur lengi haldið
því fram að mótbámr bandarískra
aðila og fleiri við hvalveiðum
vegna skorts á upplýsingum um
stofhstærð væri einungis yftrskyn.
Um hótanir bandarískra stjóm-
valda komi til þess að íslendingar
taki að nýju upp hvalveiðar að nýju
segir Kristján. „Ég trúi því ekki að
menn láti vaða yfir sig með þessum
hætti. Þetta er bara byrjunin og síð-
an kemur eitthvað annað og svo
koll af kolli. Nú er Kaninn t.d. að
banna netaveiðar hjá sér og mun ef-
laust krefjast þess að önnur ríki geri
hið sama, ella hóti þeir viðskipta-
banni. Síðan gæti komið að troll-
inu“, segir Kristján.
„Þrátt fyrir að menn hafa tapað
einhverjum markaði vegna þessara
mála veit ég ekki til þess að íslensk-
ir fiskseljendur hafi þurft að henda
neinum ftski vegna þess að þeir hafi
ekki getað selt hann á þokkalegu
verði", segir Kristján en hann
stundar nú hefðbundna útgerð.
Kristján telur að hvalveiðar hefj-
ist aftur hér áður en langt um líður.
„Það á eftir að koma í ljós hvort þær
verða leyfðar í ár. Ég held að Norð-
menn séu búnir að fá nóg af Hval-
veiðiráðinu og komi þá af krafti inn
í starfsemi Norður- Atlantshafs
sjávarspendýraráðsins. Það verður
fundur í því í byrjun júlí hér í
Reykjavík. Það getur síðan úthlutað
kvóta í samræmi við alþjóða haf-
réttarsáttmálann þótt hann sé
reyndar ekki genginn formlega í
gildi. Það vantar enn nokkur ríki til
að staðfesta hann svo hann öðlist
lagalegt gildi. Þar er kveðið á um að
ríki skuli hafa samráð um veiðar
sem þessar.
Um gang mála á fundi Hval-
veiðiráðsins í Japan segir Kristján
Loftsson: „Mér sýnist að þetta sé
sama platan sem verið er að spila
nú í Japan og verið hefur á undan-
fömum fundum Alþjóða hvalveiði-
ráðsins. Menn eru bara á móti hval-
veiðum þótt þeir beri við mismun-
andi og breytilegum forsendum."
Einkavœðingin gengur etfiðlega hjá fjármálaráðherra
Lyf og tóbok
ófram hjó ríkinu
Ekki náðist að samþykkja þrjú
frumvörp fjármálaráðherra á
Alþingi, sem fela í sér einkavæð-
ingu ríkisstofnana. Hér er um að
ræða frumvarp um að breyta
Lyfjaverslun ríkisins í hlutafélag
og frumvörp um afnám einka-
sölu ríkisins á tóbaki og um sér-
stakt gjald af tóbaksvörum.
Það vekur athygli að þessi frum-
vörp skuli ekki hafa náð fram að
ganga á nýliðnu þingi, þar sem
sjálfstæðismenn hafa lagt sérstaka
áherslu á að einkavæða sem flest
ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir á
kjörtímabilinu. Hér er reyndar ekki
aðeins um „prinsippmál" að ræða
hjá fjármálaráðherra, því einnig er
gert ráð fyrir nokkrum tekjum af
sölu ríkisfýrirtækja á núverandi
fjárlögum.
Þá má ennfremur nefna að frum-
varp landbúnaðarráðherra um að
breyta Aburðarverksmiðju ríkisins í
hlutafélag náði heldur ekki fram að
ganga á þingi og verður því frestað
til hausts. Reyndar eru enn tvö ár
eftir af kjörtímabilinu og því ekki
ólíklegt að stjómarflokkamir eigi
eftir að koma fleiri einkavæðingar-
fmmvörpum í gegnum þingið.
Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu sjá um að fjarlægja
fulla poka sem settir eru út fyrir lóðamörk.
Einnig er auðvelt að losna við rusl í gámastöðvar Sorpu
sem eru við:
Ananaust móts við Mýragötu,
Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð,
Gylfaflöt austan Strandvegar og
Jafn arsel í Breiðholti.
Höldum borginni hreinni.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
hreinsunardeild
Tvo næstu laugardaga eru sérstakir hreinsunardagar í
Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ruslapokar fást
afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálasfjóra.
Vesturbæ við Njarðargötu,
Austurbæ við Sigtún,
Miðbæ á Miklatúni,
Breiðholti við Jafnasel,
■ /.
Arbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða.