Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 13. maí 1993 II ÞttlUKI trnii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Réttarbót fyrir almenning s A meðal merkustu lagasetninga á því afkastamikla þingi, sem er nýlokið, eru án efa ný stjómsýslulög. í þeim eru lögfestar ýmsar meginreglur sem varða rétt einstaklinga, þegar stjómvald tekur ákvarðanir sem þá varða. Að sönnu hafa margar þeirra áður verið til sem þræðir í þeim leiðarhnoða sann- giminnar sem stjómvöld hafa gegnum tíðina reynt að fylgja í samskiptum sínum við borgarana. Með lögunum er þeim hins vegar gefið nýtt og meira gildi; enda tvímælalaust árangursríkara að vísa í lög, en réttarreglur, sem til þessa hafa verið meira eða minna óskráðar. Hin nýju lög treysta því ótvírætt réttaröryggi borgaranna í viðskiptum sínum við hið opinbera. Pað sýnir kraftinn í þinginu, sem lauk fyrir skömmu, að fmmvörp til stjómsýslulaga höfðu áður verið lögð fram undanfarin sex ár, en aldrei hlotið þinglega afgreiðslu fyrr en nú. En þar með stendur Island jafnfætis hinum Norðurlöndunum, sem öll höfðu áður fest í lög svipaðar réttarbætur fyrir alþýðu manna. Lögin spanna alla stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga, og hafa gildi þegar stjómvald ákvarðar um rétt einstaklinga, eða lögaðila. I þeim er kveðið skýrt á um almennar reglur, sem byggjast á óskráðum gmndvallarreglum stjómsýsluréttarins, einkum jafnræðisregluna, sem svo er nefnd. En í krafti hennar er óheimilt að mismuna einstaklingum á gmndvelli sjónarmiða, sem byggjast á stjómmálaskoðunum, kynferði, kynþætti, eða trú, svo eitthvað sé nefnt. í augum íslendingsins, sem alinn er upp við hina ríku réttlætisvit- und þjóðfélags, sem frá örófi hefur nánast verið stéttlaust, kunna þessi viðhorf að sýnast svo augljós og sjálfsögð, að óþarft sé að skrá þau sérstak- lega í lög. En fyrir þá, sem þurfa að eiga glímu við kerfíð til að ná fram rétti sínum, er þó óneitanlega styrkur að því að geta nú vísað til opinberra laga, sem byggjast á þessum meginreglum. Einn þeirra langþráðu þátta, sem hin nýju stjómsýslulög kveða uppúr með, em ástæður sem geta valdið vanhæfi starfsmanna hins opinbera, sem ákvarða um rétt einstaklinga. Sem dæmi má nefna, að sé starfsmaður stjómvalds skyldur einhverjum eða mægður, er hann vanhæfur til að ákvarða um rétt hans. Hið sama gildir um þá fulltrúa stjómvaldsins, sem hafa áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjómsýslustigi, og teljast þá ekki lengur hlutlaus aðili. í hinu örsmáa þjóðfélagi flókinna vensla hefur meint vanhæfí fulltrúa opinbers stjómvalds, sem þarf að úrskurða eða ákveða um réttindi, orðið drjúg uppspretta sárinda og ásakana þeirra, sem telja sig ekki hafa náð rétti sínum í samskiptum við hið opinbera. Hingað til hafa ekki verið nein lög, sem kveðið hafa skýrt á um mál af þessu tagi. Það þarf því ekki að tíunda hvílík hreinsunaraðgerð fyrir stjómsýsluna - Og ein- staklingana sem undir hana sækja - felst í hinum nýju stjómsýslulögum. Lögin kveða einnig skýrt á um andmælarétt manna. í honum felst, að óheimilt er hinu opinbera að taka ákvörðun um réttarstöðu þeirra, nema viðkomandi hafi áður verið gefinn kostur á að kynna sér málsgögn, máls- aðstæður, og tjá sig um málið. Þá mæla lögin einnig svo fyrir, að þó stjóm- valdi sé ekki skylt að rökstyðja ákvörðun sína, þá getur aðilinn, sem í hlut á, krafist þess að stjómvaldið rökstyðji hana skriflega að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Enginn vafi leikur á því, að frá sjónarhóli réttarríkisins er löngu tímabært að setja almenn stjómsýslulög. Þau efla mjög réttaröryggi borgaranna sem sækja undir stjómvöld, og setja jafnframt opinberar leikreglur, sem em ótvíræð leiðbeining til opinberra starfsmanna í viðskiptum þeirra við borg- arana. Ekki er síður mikilvægt, að þau treysta mjög stöðu umboðsmanns Alþingis, en til hans leita borgaramir telji þeir ekki aðra vegi færa til að ná rétti sínum gagnvart stjómvöldum,. Hin nýju stjómsýslulög gefa honurn mikilvæga fótfestu í samskiptum sínum við hið opinbera því eðlilega verður honum árangursríkara að vísa í sett lög, fremur en óskráðar réttar- reglur. Alþingi á þökk skilið fyrir að hafa nú loksins gengið frá þessari tímabæru réttarbót borgaranna í landinu. HEYRT, SÉÐ & HLERAÐ MAÐURINN HENNAR REGÍNU THOR... „Maðurinn minn, hann Karl Thoraren- sen, er ekki gefinn fyrir að fara á hótel. ...Ekkert skyggði á gleðina. Eg var stein- hissa þegar maðurinn minn borðaði forrétt- inn, rækjurétt, því að öllu jöfnu er hann ekki gefinn fyrir rækju. ...og maðurinn minn lofaði viðmót Jóns Ragnarssonar hótel- stjóra sem kann þá list að láta fólki líða vel.“ -skrifar DV-djásnið Regína Thorarensen í eínum af sínum óborganlegu pistlum sem viröast oftast nær fjalla um lífið, tilveruna, Selfoss, Suðurland og allt þar á milli. Stundum er maöur ekki viss... (DV—10.05.1993.) HALLDÓR BLÖND í FRAMSÓKN... „Þessi deila snýst ekki um mig og Jón Baldvin heldur um hvort menn ætli sér að reka landbúnaðinn eins og einhverja smá- sjoppu.“ -sagöi Halldór Blöndal, helsti framsóknarfrömuöur Sjálfstæöisflokksins, um deilu hans við Jón Bald- vin, Jón Sigurðsson, Friörik Sophusson - og um það bil hálfan þingheim þar til viðbótar - vegna búvörulaganna... (DV-10.05.1993) VONBRIGÐI VÍKVERJA... „Næsta fndag, 1. maí, tók ekki betra við. Víkverji uggði ekki að sér fyrr en baráttu- dagur verkalýðsins rann upp og uppgötvaði að allar bensínstöðvar voru lokaðar." -skrifar mæðulegur Víkverji sem skilur ekkert í öll- um þessum frídögum og vill að þeim verði fækk- að hið snarasta, „venjulegum borgurum" til heilla... (Morgunblaðið—06.05.1993) ÞJÓÐ í HLEKKJUM BÆNDABANANS... „Mér blöskrar þetta rövf í bændum sem þykjast hafa eitthvað meira vit á búnaðar- háttum á fyrri tíð en ég geri. Langflestir af þessum stráklingum eru menn sem aldireru upp f lúxus innan um traktora, landbúnaðar- vélar og sólarlandaferðir.“ -segir Baldur „bændabani" Hermannsson, sem sjálfur skeit í flórinn og skeindi sig á töðu í æsku eins og var víst alsiða þá. Ef til vill fara menn að tíðka slíkt nú á tímum umhverfisvænlegheita, hver veit... (DV—08.05.1993) STUNDARKORN SANNLEIKANS... „Ef við horfumst í augu við sjálf okkur verðum við auðvitað að viðurkenna, að það er tími til kominn, að við högnumst ekki á vamarviðbúnaði á íslandi heldur stöndum sjálfir undir honum að verulegu leyti.“ -segir í Reykjavíkurbréfi. Væntanlega eru þessi orð rituð í tilefni af stríðsfréttamennsku Agnesar Braga úti í Washington, þó er það ekki alveg á hreinu, kannski vill maðurinn bara vígvæða ís- lendinga... (Morgunblaðið-09.05.1993) AÐ BERJA HAUSNUM VÐSTEININN... „Nú, meðan fjallað er um endanlegan EES-samning, er full ástæða fyrir Afþingi að athuga betur ráð sitt með því að bera bækur sínar saman við bækur norsku ríkis- stjómarinnar í þessu efni.“ -segir hinn óforbetranlegi EES-andstæðingur, doktor Björn S., í öldungis óskiljanlegri grein sinni sem ber yfirskriftina „Framsal valds í EES-samn- ingnum". Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi... (DV—06.05.1993) Mikill niðurskurður er íyriihugaður í Keflavík Ivostiiaóaríaimu- rckshir KeXlaviliurítJxh x fækkuu flug-vifia - Sko&utaágremhigui ítjörukcrfísius- íslenek seiuiiucfml vúnl :>niuutr tatiuu kulla milli Ptnfagon og anlog til Wajdmigton BWjR ytS 1 ‘ ' SSSfÆH sptlsjM Bosníu-Sei'bar setja skiiyrði aáaáasagsgjs iMEfiii SPÁDÓMSGÁFA SIGURDÓRS... „Ljóst er að þinglok verða á morgun, föstudag." -skrifar hinn viðkunnanlegi - en seinheppni - blaðamaður, Sigurdór Sigurdórsson, í upphafi stuttrar fréttar um afgreiðslu þingmála. Þinginu þurfti sem kunnugt er að slíta í einum grænum hvellum síðastliðinn laugardag svo það teygðist ekkiframtiljóla... (DV—06.05.1993) DWIGHT EISENHOWER, HVAR ERTU NÚ... „Dwight D. Eisenhower, fyrrum Banda- ríkjaforseti, lagði til árið 1954 til að Banda- ríkjamenn keyptu ársafla Islendinga, til að koma í veg fyrir að íslenskur fiskur yrði seldur til Sovétríkjanna." -segir Karl Blöndal, fréttaritari í Washington. Það væri kannski reynandi að hóta að selja írökum eða Serbum þessa fáu þorsktitti sem hafsins há- launahetjur draga enn úr sjó... (Morgunblaðið-07.05.1993) Atburðir dagsins 1830 Lýðveldið Ekvador er stofnað og klýfur sig út úr Kólumbíu. 1835 John Nash, enskur arkitekt er látinn. Georg IV konungur fól honum það verkefni að endurhanna hluta af Lundúnum, þar á með- al Regent Street og Trafalgartorg, sent allir ferðalangar kannast mæta vel við. 1846 Bandaríkin lýsa yfir stríði gegn nágrönnum sínum í suðri, Mexíkó. Deila þjóðanna stendur fyrst og fremst um Kalifomíu, sem Bandaríkjamenn vilja kaupa, en Mexíkanar vilja alls ekki selja. 1930 Friðþjófur Nansen látinn. Hann var frægur landkönnuður, dýrafræðingur og stjómmálamaður. Hann vann til friðarverðlauna Nóbels 1923. 1958 Hægrisi nnaðir franskir landnemar hertaka stjómarbyggingar f Alsír með aðstoð hersins, þegar 40 þúsund mótmælendur halda út á götur borgarinnar og krefjast sjálfstæðis landsins. 1990 Bflsprengja í Bogóta í Kólumbíu verður 26 manns að fjör- tjóni. SKOTIÐ Á JÓ- HANNES PÁL PÁFA. - Á þess- um degi fyrir 12 árum gerðist sá atburður í Rómaborg að reynt var að myrða Jóhannes Ptil páfa. Tutt- ugu þúsund manna hópur var á Péturstorginu í Róm þegar tyrkneskur byssumað- ur hóf skothríð á páfa þar sem hann ók um torgið á opinni jeppabifreið. Hleypti hann af 4 skotum, tvö þeirra hæfðu páfann. I’.ftir 5 tíma skurð- aðgerð var lýst yfir að hann mundi ná sér að fullu. 1971 A 21. afmælisdegi sínum fær ameríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder eina milljón Bandaríkjadala fyrir tónlistarflutning sinn á æsku og unglingsárum. í raun hafði hann þó unnið sér inn meira en 30 milljónir dala. 1989 Breskum fyrrum flugmanni, Jackie Mann, er rænt í Beirút. Afmœlisdagar Josephine Butler, 1828 Ensk baráttukona sem barðist dyggilega fyrir kvenréttindum. Sir Arthur Sullivan, 1842 Enskt tónskáld, höfundur 16 vinsælla óperetta, ásamt W.S. Gilbert. Georges Braque, 1882 Franskur listmálari, talinn höfundur kúbis- mans ásamt Picasso. Hann var fyrsti listmálarinn sem í lilandi lífi fékk verk sín sýnd í Louvre-listasafninu. Dame Daphne du Maurier, 1907 Enskur rithöfundur. Meðal skáldsagna hennar eru Rebekka og Jamaíkakráin Joe Louis, 1914 Hann var um árabil heimsmeistari í hnefaleikum í þyngsta flokki og kallaður Brúni sprengjuvarparinn. Jack Bruce, 1943 Breskur poppari, einn af þeim sem skipaði grúppuna Cream.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.