Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. maí 1993
3
Valur þrefaldur
meistari
/
Islandsmeistaratitill á afmœlisdaginn
Hið íslenska þjóðvinafélag er eitt elsta
og virðulegasta félag á íslandi, stofnað í
ágúst 1871. En Þjóðvinafélagið var í
vanda statt, þegar rofið var rúmlega
hálfrar aldar samstarf þess og Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs. Þá skorti félagið
húsnæði og aðra aðstöðu til skrifstofu-
halds, fé var ekki handbært til neinna
stórræða.
Augljóst er að ekki er stórkostlegur eld-
móður í starfi þessa aldna félags, en á aðal-
fundinum sem haldinn var 24. mars, var þó
saman komið valinkunnugt lið fólks, ekki
síst fólk úr stjómmálum líðandi stundar.
Fór fundurinn fram í fundarsal Alþingis.
Þegar Bókaútgáfa Menningarsjóðs var
öll á síðasta ári vildi Hið íslenska þjóðvina-
félag freista þess að halda áfram útgáfu
hinna föstu ársrita, Almanaks og tímaritsins
Andvara, sem félagið hefur gefið út síðan
1874. Leitað var á náðir forsætisnefndar Al-
þingis, sem brást vel við. Urðu lyktir þær að
skrifstofa Alþingis tók að sér umsjón með
fjárreiðum Þjóðvinafélagsins, að sjálfsögðu
aðskildum fjárreiðum Alþingis og án
ábyrgðar á fjárskuldbindingum félagsins.
Þá tókust samningar við Sögufélagið um
söluumboð og afgreiðslu á bókum félags-
ins.
Á aðalfundinum í fundarsal Alþingis,
setti forseti Alþingis, Salome Þorkelsdóttir,
fundinn og stjómaði honum. Eiður Guðna-
son, umhverfisráðherra, var fundarritari. Jó-
hannés Halldórsson, forseti Hins íslenska
þjóðvinafélags, flutti skýrslu sína og skýrði
reikninga.
Stjómarfundur í félaginu, haldinn 28.
apríl, ákvað síðan að halda áfram útgáfu Al-
manaks og Andvara. Einnig að stefna að
fjölgun áskrifenda, en áskriftakerfi félags-
ins er í algjörum molum. Mun það meðal
annars stafa af afar fomfálegri skrifstofu-
mennsku í Bókaútgáfu menningarsjóðs,
sem aldrei náði að komast inn á tölvuöldina.
1 Andvara hafa árlega birst ævisögur
merkra íslendinga í löngu máli, og er þar oft
um að ræða merkar ritsmíðar. Fram kom á
fundinum að í næsta Andvara mun Davíð
Oddsson skrifa ævisögu Geir heitins Hall-
grímssonar, forsætisráðherra.
Jóhannes Halldórsson, cand mag., var
endurkjörinn forseti Hins íslenska þjóð-
vinafélags, varaforseti er dr. Jónas Krist-
jánsson, meðstjórendur dr. Guðrún Kvaran,
Heimir Þorleifsson og Olfaur Ásgeirsson.
Endurskoðendur em þeir Halldór Ásgríms-
son og Ólafur Ólafsson, varaskrifstofustjóri
Alþingis.
Valsmenn fögnuðu sigri á íslandsmótinu í
handknattleik á 82 ára afmælisdegi félagsins,
þann 11. maí, eftir að þeir höfðu unnið FH í
Kaplakrikanum með 23 mörkum gegn 21.
Með þessum sigri sínum vann meistaraflokk-
ur Vals svokallaða þrennu en Valsmenn höfðu
áður sigrað í bikarkeppninni og deildar-
keppninni. FH-ingar veittu þó Valsmönnum
harða keppni en máttu láta í minni pokann.
Það tók Val fjóra leiki að tryggja sér titilinn í
viðureign sinni við FH en það þurfti að vinna
þrjá leiki í úrslitunum til að ná titlinum í höfn.
Á myndinni hér að ofan sést hvar Valsararnir,
Geir Sveinsson fyrirliði og Jakob Sigurðsson
hornamaður, fagna innilega eftir að hafa
fengið bikarinn í hendurnar. A-mynd/E.Ol.
Alyktun MALMS - samtaka fyrirtœkja í málm- og skipasmíðaiðnaði:
Aldrað og virðulegtfélag, Hið íslenska þjóðvinafélag, var komið í vandræði
ALMNGITÓK AD
SÉR REKSTURINN
SKAM ÞARF 20 ÞÚSUND
NÝ STÖRF FYRIR ALDAMÓT
-og það verður aðeins gert í iðnaðinum, þar sem starfsumhveifi er óviðunandi
Aðalfundur MÁLMS bendir á að á næstu sjö árum þurfi
að skapa 20 þúsund ný störf frá því sem nú er. Engin at-
vinnugrein, önnur en samkeppnishæfur iðnaður, hafi
raunhæfa möguleika til þess arna.
Aðalfundur MALMS - samtaka fyrir-
tækja í málm- og skipaiönaði, samþykkti
ályktun 8. maí síðastliðinn þar sem segir
að brýnasta verkefnið í framtíðarupp-
byggingu íslensks atvinnulífs sé að
treysta stöðu iðnaðarins og skapa þau
skilyrði að hann geti dafnað með eðlileg-
um hætti við hlið sjávarútvegsins. I þess-
ari ályktun er átt við „iðnað“ í víðustu
„Hugmyndir krata um stofnun at-
vinnumálaráðuneytis virðast vera nokk-
uð skynsamlegar. Það er alveg Ijóst að
þrískiptingin í atvinnugreinaráðuneytin,
sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðar-
ráðuneyti, hefur skapað ýmsan vanda.
Alþingi og ríkisstjórn hlýtur að hafa það
hlutverk öðrum fremur að líta á heildar-
hagsmuni þjóðfélagsins hverju sinni og
stofnun eins allsherjar atvinnumála-
ráðuneytis, ætti að auövelda stjórnvöld-
um að framfylgja þeim markmiðum“,
segir í leiðara Víkurblaðsins í síðustu
viku.
Segir ritstjórinn, Jóhannes Sigurjónsson,
að ráðuneytin þrjú séu jafnan undir miklum
þrýstingi svokallaðra hagsmunaaðila og að
teknar séu ákvarðanir sem ef til vill eru já-
kvæðar fyrir viðkomandi atvinnugrein en
geta komið sér illa fyrir aðrar greinar.
merkingu þess orðs; Auk almenns sam-
kcppnisiðnaðar er þar átt við fískiðnað,
úrvinnslu landbúnaðarafurða og ferða-
iðnað. Skoðum efnisatriði þessarar
ályktunar nánar.
STARFS.U IVj H VERFI
MJOG ABOTAVANT
Aðalfundur MÁLMS bendir á að á næstu
Heildaryfirsýn skorti og hún Hafi ekki verið
til staðar í þrískiptingunni, þar sem hver ot-
ar sínum tota.
„I einu allsheijar atvinnumálaráðuneyti
yrðu málin skoðuð í samhengi, ekki einung-
is út frá hagsmunum einnar stéttar eða at-
vinnugreinar, heldur með heildarhagsmuni
atvinnulífs þjóðarinnar að leiðarljósi. Eða
að minnsta kosti ætti það að vera þannig í
framkvæmd", bendir ritstjórinn á.
I lok leiðarans segir að það sé að sjálf-
sögðu algjört aukaatriði hvert vægi flokk-
ana yrði við sameiningu sem þessa. Núver-
andi stjómarflokkar verði ekki til eilífðar-
nóns í ríkisstjóm og valdabarátta um stóla í
svo mikilvægu hagsmunamáli ætti ekki
einu sinni að þurfa að ræða, í það minnsta
ekki að standa í vegi fyrir að slík sameining
ráðuneyta eigi sér stað.
sjö ámm þurfi að skapa 20 þúsund ný störf
frá því sem nú er. Engin atvinnugrein, önn-
ur en samkeppnishæfur iðnaður, hafi raun-
hæfa möguleika til þess ama. Enda búi nú
íslenskur iðnaður við svipaðar aðstæður og
iðnaður samkeppnisþjóðanna. Að dómi að-
alfundarins vantar mikið á að starfsum-
hverfi hér á landi taki mið af þörfurn og
möguleikum iðnaðarins. í ályktuninni segir
óbeint að það sé ekki að furða þar sem meg-
inmarkmið stjómvalda sé og hafi verið það
eitt að tryggja lágmarksafkomu
útgerðar.
ÚTFLUTNINGSLAND
OUNNINS HRAEFNIS
Samkvæmt ályktun þeirra
málm- og skipasmíðamanna er
afleiðing þessarar stefnu stjóm-
valda sú að ísland er fyrst og
fremst útflutningsland hráefnis,
sem fer til frekari vinnslu og
neyslu erlendis. Ennfremur leiði
þessi stefna til þess að gengi ís-
lensku krónunnar sé einungis
skráð með hliðsjón af afkomu
útgerðar á hverjum tíma. Ekkert
svigrúm sé veitt í þessum efnum
til þess að aðrar atvinnugreinar
geti þróast á eigin forsendum.
Þannig sé í raun tekið veiði-
leyfagjald af útgerðinni með því
að halda genginu svo hátt
skráðu, þegar vel gengur á þeim
vettvangi, en lægra þegar á móti
blæs - en aldrei svo lágt að út-
gerðin hagnist að nokkru marki.
MÖRKUN HEILD-
STÆÐRAR
ATVINNUSTEFNU
Fundurinn staðhæfir að með
ofangreindri stefnu íslenskra
stjómvalda, svo og vegna stór-
felldra niðurgreiðslna sam-
keppnisþjóða, sé málm- og
skipaiðnaðurinn í mun verri að-
stöðu til að standast alþjóðlega
samkeppni og auka störf í þessu
landi en efni standa til. Verði
hins vegar mörkuð heildstæð at-
vinnustefna, sem tekur tillit til iðnaðarins,
þá er aðalfundur MÁLMS fullviss um að
unnt sé að fjölga störfum að miklum mun.
Verði það ekki gert er lýst yfir fullri ábyrgð
á hendur Alþingis og stjómvöldum vegna
þess stórfellda atvinnuleysis sem spáð er að
ríki næstu árin. Auk ofangreindra atriða
sem fram komu í ályktun aðalfundar
MÁLMS var samþykkt samhljóða að
stuðla að stofnun heildarsamtaka fýrirtækja
í iðnaði.
Hugmyndir um atvinnumálaráðuneyti
VÆNLEGUR
KOSTUR
-segir í leiðara Víkurblaðsins, sem segir að
atvinnugreinaráðuneytin hafi skapað
ýmsan vanda, heUdaryfirsýn skorti
Jón Baldvin hefur nú skrifað bréf til st jórn-
valda í Guatemala þar sem hann lýsir yfir
þungum áhyggjum islcnskra stjórnvalda yfir
mannréttindabrotum í Guatemala. Myndin er
frá Guatemala, fjölskylda á sorgarstundu.
Slíkar myndir frá landinu eru allt of algengar
og misbjóða siðferðiskennd flestra þjóða.
Jón Baldvin skrifar stjórn-
völdum í Guatemala
Lýsir óhyggj-
um yfir
illri meðferð
götubarna
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra hefur skrifað bréf til utanríkis-
ráðherra Guatemala, Gonzalo Menendez
Park. I bréfinu lýsir Jón Baldvin yfir
þungum áhyggjum íslenskra stjórnvalda
yfir mannréttindabrotum í Guatemala.
Sérstaklega er þar um að ræða mannrétt-
indabrot gagnvart svoköliuðum götu-
börnum og einstaklingum sem vinna að
hagsmunavernd fyrir þau.
I bréfinu skorar Jón Baldvin á stjómvöld í
Guatemala að virða alþjóðaskuldbindingar á
sviði mannréttinda. Hann bendir á að með
fúllgildingu alþjóðasamningsins um réttindi
bama hafi stjómvöld þar í landi skuldbundið
sig til þess að leggja sérstaka áherslu á um-
hyggju og virðingu fyrir réttindum bama.