Alþýðublaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 13. maí 1993
YFIRLYSING
SAMTAKA EVRÓPSKRA JAFNAÐARMANNA
- vegna hörmulegs fráfalls jafnaðarmannsins Pierre
Bérégovoy, fyrrum forsætisráðherra Frakklands.
„Á þessari sorgarstundu er hver
einasti evrópskur jafnaðarmaður
harmi sleginn vegna hins sviplega
fráfalls Pierre Bérégovoy. Hann
mun eiga sérstakan stað í minningu
okkar sem afbragð annarra manna
vegna einstakrar þrautseigju sinn-
ar og hugrekkis í baráttunni fyrir
sameiginlegri hugsjón okkar jafn-
aðarmanna.
Megi þessi harmleikur, sem varð
þegar Pierre Bérégovoy stóð frammi
fyrir skipulegri ófrægingarherferð
sem varðaði heiður hans og opinberar
athafnir, verða til þess að fólk fari að
virða list umræðna og lífs í heimi
stjómmálanna.
Þessi harmleikur hvetur okkur öll
til að flykkja okkur um hugsjón jafn-
aðarstefnunnar, hugsjón Pierre
Bérégovoy sem evrópsks jafnaðar-
manns, um þjóðfélag sem byggist á
samstöðu um raunsæi og réttlæti öll-
um til handa.“
Frakkland syrgir jafnaðarmanninn Pierre
Bérégovoy er framdi sjálfsmorð í síðustu
viku vegna pólitískra ofsókna sem byggðust
á engum rókum. Bérégovoy var fyrrum
forsætisráðherra Frakklands og tók við því
embætti af Edith Cresson fyrir ári síðan.
Hann var sjálfmenntaður maður af alþýðu-
fóiki kominn, sem komst til æðstu metorða
vegna greindar sinnar, heilinda og heiðar-
leika. Þetta var harmleikur sem varð til
þess að upp hófst mikil gagnrýni á aðgangs-
hörku fjölmiðla við stjórnmálamenn.
MATAR- & VÍNKLÚBBUR AB,
ýlega afhenti umsjónarmaður Matar- og vín-
klúbbs Almenna bókafélagsins, Sigurður L.
Hall, vegleg ferðaverðlaun sem í boði voru í
áskriftasöfnun klúbbsins. Dregið var úr nöfn-
um rúmlega fjögur þúsund félaga sem skráðu
sig í klúhbinn á meðan inngöngutilboð var í
gildi. Úrdrátturinn fór fram í beinni útsend-
ingu á Bylgjunni föstudaginn 30. apríl. Klúbb-
félaginn heppni reyndist vcra Hrefna B. ,Ió-
hannsdóttir og fær hún ókeypis ferð fyrir tvo
til Mexíkó. Flogið verður í beinu lciguilugi
með Heimsferðum hf. og er verðmæti vinn-
ingsins um 160 þúsund krónur. Á myndinni
sem hér fylgir er Sigurður að afhenda Hrefnu
flugmiðann.
LEIÐRÉTTING
Þau bagalegu mistök urðu við vinnslu
miðvikudagsblaðs Alþýðublaðsins (12.
maí) að út féil hluti af undirfyrirsögn grein-
ar á blaðsíðu 4. Greinin bar fyrirsögnina
„Afleiðingar atvinnuleysis" og mistökin
sjást í fyrstu setningu undirfyrirsagnarinnar.
Þar stendur: „5% fyrirvinna hafa gengið á
eignir sínar“, en það er að sjálfsögðu helber
vitleysa. Hið rétta er að 55% fyrirvinna
hafa gengið á eignir sínar vegna atvinnu-
leysis. Leiðréttist þetta hér með og em les-
endur beðnir velvirðingar.
Stéttarfélag verkf'rœðinga og
Félag ráðgjafarverkf-œðinga
ÚTVÍKKUN
ATVINNUMARK-
AÐAR 0G
ÚTFLUTNINGUR
TÆKNIÞEKKINGAR
- eru megin umfjöllunarefni ráð-
stefnu sem ofangreind félög standa
fyrir ogfjalla mun um atvinnumál
verkfrœðinga
Atvinnumálin em mál málanna í dag. Á
morgun föstudag munu Stéttarfélag verk-
fræðinga og Félag ráðgjafarverkfræðinga
standa fyrir ráðstefnu í Ársal Hótel Sögu um
atvinnumálin og hefst hún klukkan 13:30.
Áherslan verður lögð á tvennt: útvíkkun á
núverandi vinnumarkaði verkffæðinga og
útflutning á tækniþekkingu. Átta erindi
verða flutt og að þeim loknum verða pall-
borðsumræður.
Samkvæmt upplýsingum frá Þórhalli
Hjartarsyni, formanns Stéttarfélags verk-
fræðinga, telja félögin tvö að útflutningur á
tækniþekkingu sé einn af athyglisverðustu
vaxtarbroddum íslensks atvinnulífs. Þessi
útflutningur er að sögn verkfræðinganna af-
ar merkt framlag í leit að auknum útflutn-
ingstekjum þjóðarinnar. Víst er að flestir
munu vera því sammála.
RAÐAUGLÝSINGAR
Bæjarmálaráð
Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA
ÞORSMERKURFERÐ
9.-11. JÚLÍ
Fundur í bæjarmálaráöi Alþýðuflokksins í Hafnar-
firöi veröur haldinn mánudaginn 17. maí í Alþýðu-
húsinu viö Strandgötu og hefst klukkan 20:30 aö
vanda.
Fundarefni:
Framkvæmdir og verkefni sumarsins
VERÐ MEÐ ÖLLU: CA. 3.000 KRÓNUR
SKRÁNING Á SKRIFSTOFU SUJ
HVERFISGÖTU8-10, REYKJAVÍK
SÍMAR: 29244/625566 FAX: 629244
FJÖLMENNUM!
Framsögumaöur:
Guömundur Árni
Stefánsson
bæjarstjóri
Allt Alþýöuflokksfólk í
Hafnarfirði er hvatt til aö
mæta vel og stundvíslega
á þennan síöasta fund fyr-
ir sumarfrí.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Auglýsing
um styrkveitingu
úr Þróunarsjóði leikskóla
Bæjarmálaráð
SUMARFERÐ
Munið sumarferð
A/þýðuflokksfélags
Reykjavíkur
3. júlí 1993
Tilgangur sjóösins er að stuðla að þróunarverkefnum í leik-
skólum / skóladagheimilum. Með þróunarverkefni er átt við
nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk
geta sótt sveitarstjórnir / leikskólar / fóstruhópar / einstakar
fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna
sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn við-
komandi rekstraraðila.
Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir
30. maí næstkomandi á þar til gerðum eyðublöðum sem
liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4,150 Reykjavík.
Á AKUREYRI
Myndlistaskólinn á Akureyri er sjálfstæð stofnun styrkt af ríki
og Akureyrarbæ. Markmið skólans er að veita nemendum
þekkingu og þjálfun í hvers konar myndlistagreinum.
FORNÁMSDEILD Eins árs nám
Tilgangur fornámsdeildar er að veita nemendum alhliða
undirbúningsmenntun í myndlistum. í deildinni fer fram list-
rænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sérnámsdeild-
um Myndlistaskólans á Akureyri og Myndlista- og handíða-
skóla Islands. Gengið er út frá þeirri forsendu að hinar mis-
munandi greinar sjónlista eigi sér sameiginlegan grunn. Eft-
irtaldar greinar eru kenndar: hlutateiknun, anatómía, módel-
teiknun, fjarvídd, myndbygging, litfræði, formfræði, þrívíð
formfræði, umhverfisteiknun og listfræði. Markmiðið með
náminu er að nemendur öðlist sem fjölbreyttasta listræna
reynslu, bæði hvað varðar handbragð, tækni ýmis konar og
listsögulega þekkingu. Til að hefja nám í fornámsdeild þurfa
umsækjendur að senda til inntökunefndar tilskilinn fjölda
eigin myndverka og hljóta staðfestingu hennar.
MÁLUNARDEILD Priggja ára nám
Nám í málunardeild reynir á hæfileika nemenda til skynjun-
ar og myndrænnar túlkunar. Nemendur fá alhliða þjálfun í
hefðbundnum greinum þar sem áhersla er lögð á tæknilega
og listræna ögun. Helstu kennslugreinar eru: efnisfræði,
skissugerð, olíumálun, akrílmálun, myndgreining, grafík,
mótun, módelteiknun, veggmyndagerð, myndskreyting og
listfræði. Til að hefja nám í málunardeild þarf umsækjandi
að hafa lokið viðurkenndu fornámi og þar sannað hæfni
sína í undirstöðugreinum.
GRAFÍSK HÖNNUN Þriggja ára nám
[ hinni nýju deild er lögð áhersla á nýja tækni, tölvuteiknun,
án þess þó að missa sjónar á þeim grunni sem góð hönnun
grundvallast á. Strax í upphafi takast nemendur á við grunn-
hugmyndir fagsins, tengsl þess við atvinnulífið og rætur
þess í fagurlistum. Helstu kennslugreinar eru: leturfræði,
prentferill, Ijósmyndun, myndbygging, myndsifjafræði,
myndlæsi, merkjafræði, umbúðahönnun, myndbandagerð,
módelteiknun, skrift, markaðsfræði, stílsaga og listfræði. Til
að hefja nám f grafískri hönnun þarf umsækjandi að hafa
lokið viðurkenndu fornámi og standast þær kröfur sem inn-
tökunefnd gerir til hæfni í undirstöðugreinum.
Stjórnin